Dagblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 25.09.1980, Qupperneq 4
18 . DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1980. Hvaö er á seyöium helgína? Iþróttir Landsleikir í handknattleik LAUGARDALSHÖLL LAUGARDAGUR Island-Noregur kl. 15. SUNNUDAGUR Island-Noregur kl. 20. Reykjavíkurmót í körfuknattleik FIMMTUDAGUR HAGASKÓLI ÍR-tS J.n.kl. 18. Ármann-Fram m.fl. karla kl. 20. ÍR-ÍSmfl. karlakl. 21.30. Kvikmyndir: Fjalakötturinn vaknar úr sumardvala Kvikmyndaklúbbur framhalds- skólanna, Fjalakötturinn, hefur hafið sýningar á ný eftir sumarhlé. Nú fara sýningar fram i Regnbog- anum í stað Tjarnarbíós, en þar var sýningaraðstaða fremur frumstæð. Dagskrá klúbbsins er fjölbreytt að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk. Franskar og auslur-evrópskar kvikmyndir eru meginuppistaðan í dagskránni. Af frönskunt má nefna myndir eftir meistara Godard, Truffaut og Bunuel auk syrpu af tilraunakvik- myndum eftir jrekkta listamenn á borð við Duchamp, Léger og Man Ray. Nokkrar tékkneskar myndir erú á dagskrá. Jiri Mensel er aftur mættur til leiks en hann var seltur í bann eftir innrásina 68 eins og flestir aðrir skapandi listamenn. Þá eru einnig myndir eftir Veru Chytilova en hún fer að verða einn best kynnti leikstjóri austantjaldslandanna hér á landi, átti m.a. mynd á síðustu kvik- myndahátíð auk þess hafa myndir hennar verið sýndar i kvikmynda- klúbbnum. Ekki má gleyma rúss- nesku stórmyndinni Seglinum eftir Andrei Tarkovskí en það er eflaust besta myndin á dagskránni i vetur. Þekktasta myndin er þó 1900 sem verður sýnd nú um helgina. Það er alveg furðulegt að kvikmyndahúsin skuli ekki hafa keypt þessa stórmynd til landsins fyrr. Því hér er á ferðinni mynd sem á erindi langt út fyrir meðlimahóp klúbbsins. Af öðrum myndum má nefna japönsku mynd- irnar Drengur eftir tilfinningamann- inn Oshima og Idjótinn eftir Kurosawa. Bandariskar og breskar kvikmyndir fá nú meiri sess i dag- skránni en áður. Hinir ofsóttu og hinir eltu eftir Coppola sem er jafn- framt hans fyrsta mynd verður sýnd og hinir fjölmörgu aðdáendur Kubrick fá einnig að sjá Lolitu. Viturt blóð eftir John gamla Huston er einnig á dagskrá klúbbsins. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru en seinna er ætlunin að gera þessum konfektkassa kvikmyndaunnenda nánari skil. En alls verða sýndar 34 kvikmyndir i vetur auk nokkurra aukasýninga sem verða i Tjarnarbíói. Einungis er hægt að kaupa skirteini Duminique Sanda i mynd Bertoluccis „1900". sem gilda á allar sýningar klúbbsins og kostar það 13.000 kr. Skírteini eru seld i Regnboganum fyrir sýningar sem verða á fimmtudögum kl. 18.50, laugardögum kl. 13.00 og sunnu- dögum kl. 18.50. Leiklist FliytMTUDACfUK LeikfélaK Reykjavlkur: Ofvilinn, 101. sýning. Kl. 20.30. Þjóðleikhúsið (Lulu sviðiðl í öruggri borg. Ki. 20.30. FOSTUDAGUR: Lcikfélag Rcykjavikur: Aðsjá lil |)in maður. I iminin sýning. Kl. 20.30. Gul kon. Þjóðleikhúsið: Snjór. sjöunda sýning ki. 20.00. LAULÍARDAGUK Leikfélag Reykjavikur: Ofvitinn. 102. sýning. Kl. 20.30. Þjóðleikhúsið: Snjór, áttunda sýning. Kl. 20. CiuAmundi Torfasyni er hér brugffiA í fyrri leik Fram og Hvidovre í Kaupmannahöfn. DB-mynd Bjarni Kriðriksson. Knattspyrna: „VIÐ VINNUM DANINA2-0” ,,Við vinnum Danina 2—0” sagði hinn harðskeytti bakvörður þeirra Framara, Símon Kristjánsson, við DB er hann var spurður um úrslit í leik Fram og Hvidovre, sem fram fer á Laugardalsvellinum á sunnudag kl. 14 í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Kaup- mannahöfn, lauk með sigri Dananna 1—0 og skoruðu þeir sitt eina mark úr vitaspyrnu, sem var í raun óþörf. Danska liðið er í hópi þeirra sterk- ari í heimalandi sínu og þótt ein- kennilegt megi virðast er það Englendingurinn Leroy Ambrose, sem er þeirra skæðasti leikmaður og er hann eini leikmaður liðsins, sem hefur knattspyrnuna að atvinnu að fullu. Möguleikar Fram á sigri í leiknum eru nokkuð góðir, að ekki sé nú talað um ef liðið nær samstilltum leik. í framlínuna vantar þá að visu illilega hinn skæða Pétur Ormslev, en þeir nafnar Guðmundur Torfason og Steinsson fá það verkefni að hræra upp í vörn Dananna. Þá er möguleiki á að hinn eldfljóti Gunnar Orrason fái að spreyta sig en ekki veitir af spretthörðum leikmönnum til að opna vörnina hjá Hvidovre, sem er nokkuð sterk. „Ég tel þó að vömin sé, veikasti hluti liðsins og við ættum að geta fundið leið í gegnum hana,” sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Framaranna. Hvernig svo sem til tekst er víst að um hörkuleik verður að ræða. Danirnir lýstu þvi yfir fyrir fyrri leikinn að það væri hneisa að falla út fyrir Fram og vist er þvi að þeir munu leggja sig alla fram við að vinna samanlagt. Takist þeim það bíða þeirra 600.000 krónur í bónus. Framarar fá hins vegar ekkert nema hrósið ef þeir vinna en þeir munu áreiðanlega reyna að vinna til þess. Allir á völlinn og hvetjum Framarana til sigurs gegn Baununum. -SSv. SUNNUDAGUR Leikfélan Reykjavikur: Að sjá lil þin maður. Sjotia sýning. Kl. 20.30. Graen kort. Ráðstefnur Ráðstef na Jaf nréttisráðs að Hótel Esju Jafnréttisráð heldur ráöstefnu með jafnréttisnefndum sveitarfélaga og sveitarstjórnum að Hótel Esju, föstu- daginn 26. september nk. Tilgangur ráðstefnunnar er aö sluðla að meiri samvinnu milli hinna einstöku jafn réttisnefnda og Jafnréttisráðs og aðsloða nefndirnar við verkefnaval. Meginefni ráðstefnunnar er þátltaka kvenna i stjórnmálum, en einnig verða flull crindi um fræðslumál, atvinnumál, fjölskyklumál og skipulags mál m.t.t. jafnréttis og jafnrar stöðu karla og kvenna. Bílbeltin á dagskrá í Norræna húsinu í kvöld verður almennur fundur um bílabeltamál í Norræna húsinu. Ættu áhugamenn að fjölmenna þangað. Sér- fræðingur alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar í umferðarmálum flytur erindi og hringborðsumræður verða á eftir milli Óla Þórðarsonar, borgarlæknis, Ómars Ragnarssonar og fulltrúa Borgarspitalans. Fundurinn hefst kl. 8.30. -A.St. LAUGARDAGUR HAGASKÓLI Lram-tR S. fl. kl 14. Fram-ÍR 4. fl. kl. 15. Fram-tR 3. fl. kl. 16. Fram-IR 2. fl. kl. 17.15. SUNNUDAGUR LAUGARDALSHÖLL KR-Armann 4. fl. kl. 14. ÍR-Valur m.fl. karla kl. 15. Fram-ÍS m.fl. karla kl. 16.30. Ferðalög Útivistarferðir Föstud. 26.9 kL 20. Haustlitaferð I Húsafell, gist inni, sundlaug. sauna, gönguferðir i fallegu umhverfi. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a,s. 14606. Sunnudagurinn 28. september kl. 13. Botnsdalur. Glymur, 198 metrareða Hvalfell. Verðkrónur 5000. Útivistarferðir Sunndagur 28. september KL 8: Þórsmörk i haustlitum, 4 tima stans i Mörkinni. Verð 10.000 kr. KL 13: Botnsdalur i haustlitum og þar má velja um Kvikmyndir: Óðal feðranna endursýnd í Reykjavík í eina viku Hringferð kvikmyndarinnar Óðal feðranna um landið fer nú senn að Ijúka. Aðeins er eftir að sýna hana i Vestmannaeyjum og Höl'n i Horna- firði til að hringurinn lokist. Úr þvi verður bætl von bráðar. Einnig eru að hefjast endursýningar á Óðalinu. Þær byrja á morgun i Laugarásbiói og verður myndin sýnd þar á öllum sýningum í heila viku. „Einnig verður myndin sýnd i Vestmannaeyjum á næstunni, hún byrjar þar á sunnudaginn kemur og verður sýnd þar á meðan aðsókn er næg,” sagði Ragnheiður Harwey rit- ari Hrafns Gunnlaugssonar við gerð Óðals feðranna. ..Væntanlega verður hún siðan tekin til sýninga á Höfn um aðra helgi.” Ragnheiður sagði að alls hefðu nú um sjötiu þúsund manns séð mynd- ina. Upp úr næstu mánaðamótum verður hún sýnd i Stokkhólmi. Einnig verður hún sýnd í New York i október, sem framlag íslands á nor- rænni kvikmyndahátíð þar í borg. -ÁT Ur Oðali feóranna. Borgnesingurinn Sveinn Kiðsson í hlutverki vefrar- mannsins. í næsta mánuði verður hún sýnd í Stokkhólmi og New York

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.