Dagblaðið - 14.10.1980, Síða 5

Dagblaðið - 14.10.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. 5 Stofnf undur samtaka gegn Sambandsstór - hýsinu við Sundin boðaðurásunnudag: „Viljum stöðva frekari spillingu umhverf- ■ ■ 9| isins — segir Magnús Oskarsson vinnumálastjóri borgarinnar „Barátta okkar beinist ekki gcgn Sambandinu sem fyrirtæki eða stofnun, heldur beinlínis gegn alröngum skipulagshugmyndum,” sagði Magnús Óskarsson vinnumála- stjóri Reykjavíkurborgar i samtali við Dagblaðið i gær. Hann er einn forystumanna hóps ibúa við Sundin i Reykjavík sem vill bindast form- legum samtökum gegn því að Samband isl. samvinnufélaga fái heimild til að reisa átta hæða skrif- stofustórhýsi skammt frá Holta- görðum. Óttasl margir ibúar við Kleppsveg óg viðar í hverfinu að stórhýsið muni stórskemma útsýni yfir Sundin og til Esjunnar, auk þess sem samþykkt byggingarinnar myndi opna flóðgáttir fyrir byggingu fleiri sambærilegra húsa á svæðinu. Ðag- blaðið birti frétt um málið i októbcr- byrjun, sem vakti mikla athygli og varð tilefni mótmælaskrifa i blöð. Hafa andstæðingar Sambands- hússins unnið ötullega í málinu og boða nú stofnfund samtaka til að „vinna frekari spillingu umhverfis við Sundin með byggingu háhýsa,” cins og Magnús Óskarsson orðaði það i samtali við blaðið. Stofnfundurinn er boðaður kl. 14 sunnudaginn 19. október i Félags- miðstöðinni Þróttheimum. Verður þar væntanlega kjörin framkvæmda- nefnd hinna nýju samtaka og ákveðið nánarum framhaldsstarfið. ,,Af viðbrögðum manna get ég fullyrt, að áhuginn fyrir málefninu er mikill,” sagði Magnús Óskarsson. ,,Ég vænti þess að húsverndunar- menn og umhverfisverndarsinnar, sem svo mjög hafa látið að sér kveða i borginni undanfarin ár, opni augun fyrir þessu og komi til liðs við okkur.” -ARH. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra brýnir raustina í Flugleiðamálinu: „Bakábyrgðin orðin aö beinum ríkisstyrkjum” — „vonandi ekki margir sem ætlast til þess að ríkissjóður axli ábyrgð upp á 10 milljarða eða sem nemur 250 þús. á hverja f imm manna f jölskyldiT „Vonandi eru ekki margir sem ætlast til þess í fullri alvöru að ríkis- sjóður axli ábyrgð upp á 10 þúsund milljónir króna á fáum mánuðum, án þess að tryggilega sé gengið úr skugga um, að þessi skuldabaggi falli ekki á íslenska skattgreiðendur í náinni framtíð. Upphæðin nemur um 250 þús. kr. á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu og síst ættu menn að gleypa slíkar ábyrgðar- beiðnir hráar, þegar haft er í huga, að fyrirtækið hefur tapað um 13 milljörðum ísl. kr. á aðeins einu og hálfu ári.” Þetta segir Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra m.a. í greinargerð sem hann sendi fjölmiðlum í gær „vegna mikils misskilnings sem virðist ríkja um samþykkt ríkisstjórnarinnar, sem gerð var um Flugleiðamálið 16. sept. sl.” Segir ráðherrann að rikisstjórniu hafi ákveðið að veita bakábyrgð rikis- sjóðs fyrir allt að einum og hálfum milljarði, eða samsvarandi og tekjur ríkissjóðs eru af Atlantshafsfluginu árlega. Nú sé allt annað uppi á tepingnum og farið fram á að öll upphæðin komi til greiðslu úr ríkis- sjóði á næstu mánuðum. „Það sem áður hét bakábyrgð er nú orðið að beinum styrkjagreiðslum úr ríkissjóði. Ég get ekki fallist á þessa stefnubreytingu frá fyrri samþykkt ríkisstjórnarinnar,” segir fjármálaráðherrann. Ennfremur að til viðbótar þess sé krafist, sem ekki 'lá fyrir þegar samþykkt ríkis- stjórnarinnar var gerð, að rikissjóður taki á sig ábyrgð á lántöku Flugleiða að upphæð 6 milljarðar, en áður á þessu ári ábyrgðist ríkið þriggja millj- arða lán fyrirtækisins. Fjármálaráðherra vísar til sjón- varpsþáttar á dögunum þar sem for- stjóri Flugleiða og Steingrimur Her- mannsson ráðherra hafi lýst Atlants- hafsflugið „fjárhagslega vonlaust fyrirtæki.” „Því miður hef ég enga aðstöðu til að dæma um að svo sé,” segir fjármálaráðherra. „En vegna islenskra skattgreiðenda verður einhvers staðar að draga línuna hvar stuðningur ríkisins byrjar og hvar hann endar. Annar meirihluti á ■Alþingi getur þá breytt þeim dómi.” Ennfremur: „Best er að hafa það á hreinu, að ég er ekki reiðubúinn að samþykkja, að ríkissjóður taki á sig margra milljarða rekstratap Flugleiða vegna flugreksturs, sem hvorki forstjóri félagsins né •samgönguráðherra hafa trúá.”ARH. Þegar Tómas Árnason viðskiptaráðherra gekk til þingfundar i gær sat fyrir honum Gunnar Snorrason form. Kaupmannasamtakanna. Afhenti Gunnar Tómasi bréf I hverju var spjald með áfestri þvottaklemmu. Átti þetta að vera tákn um i hvers konar klemmu verzlun á tslandi er komin i. Sams konar bréf fengu allir þingmenn. Sumir þingmanna göntuðust eitthvað með spjaldið og klemmuna, aðrir lögðu það til hliðar án þess að brosa. A.St./DB-mynd F.inar. Kosið í þingnef ndir án atkvæðagreiðslu — eftir að st jómarsinnar og stjórnarandstæðingar í Sjálf stæðisf lokknum höfðu náð samkomulagi Allt féll í ljúfa löð á Alþingi í gær er gengið var til kosninga í fastanefndir. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn og hinir, sem eru i stjórnarandstöðunni, höfðu náð samkomulagi. Ekkert varð úr þeim endanlega klofningi þingflokks.sjálf- stæðismanna sem einhverjir munu hafa vonazt eftir. Stjórnarsinnar telja sig hafa meirihluta í þremur af þeim fjórum fastanefndum sameinaðs þings, sem í var kosið í gær, þ.e. fjárveitinga- ■nefnd, utanríkismálanefnd og atvinnu- málanefnd. I allsherjarnefnd eru stjórnarandstæðingar í meirihluta. I fjárveitinganefnd voru kjörnir af A-lista. Þórarinn Sigur- jónsson, (F), Geir Gunnarsson (Abl.), Alexander Stefánsson (F) og Guðmundur Bjarnason (F). Af B-lista sjálfstæðismánna voru kjörnir Lárus Jónsson, Friðrik Sophusson, Guðmundur Karlsson og Eggert Haukdal. Af C-lista Karvel Pálmason (A). í utanríkisnefnd voru kjörnir af A- lista Halldór Ásgrímsson (F), Ólafur R. Grímsson (Abl) og Jóhann F.invarðs- m>ii (I ). Af B-lista sjálfstæðismanna þeir Geir Hallgrimsson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Kon. Jónsson. Af C-lista Benedikt Gröndal. Allt gerðist þetta án atkvæðagreiðslu samkvæmt fyrirfram gerðu sam- komulagi. Kjör í nefndir deilda fór eftir líku sniði, en frá því er sagt í annarri frétt. Kjöri i þingfararkaupsnefnd var frestað og kom fram hjá forseta að frestunin væri m.a. að ósk þingforseta. Í baksölum mátti þó heyra að frestunin stafaði frekar af ósk ríkisstjórn- arinnar, sem er talin líkleg til að skjót? launamálum þingmanna til kjaradóms. -A.St. GUNNAR TH0R. í 5 NEFNDUM Gamlir draugar upp- vaktir á Alþingi — frumvarp um fuglafriðun flutt Í5. skipti Við kjör fastanefnda efri deildar Alþingis í gær tók Gunnar Thóroddsen forsætisráðherra, sæti í fimm nefndum af níu sem kosið var í. Gunnar, sem í efri deild er eini sjálfstæðismaðurinn sem telst stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar, sat aðeins í einni af þessum fastanefndum á síðasta þingi. Það var iðnaðarnefnd deildarinnar. Hinar nýju deildir, sem Gunnar bætti á sig setu í, eru fjárhags- og viðskiptanefnd, sjávarútvegsnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og menntamálanefnd. Með þessu öðluðust stjórnarsinnar meirihluta i þessum fimm nefndum efri deildar, jafnframt því að mæta til nefndakjörsins án klofnings þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstæðingar hafa hins vegar meirihluta í fjórum nefndum efri deildar, þ.e. samgöngunefnd, land- búnaðarnefnd, félagsmálanefnd og allsherjarnefnd. Séu Eggert Haukdal og Albert Guðmundsson taldir til stuðnings- manna stjórnarinnar hafa stjórnarliðar meirihluta í átta af níu nefndum neðri deildar. Aðeins sjávarútvegsnefnd er skipuð meirihluta stjórnarand- stæðinga. Við kjörið í gær tók Pálmi Jónsson sæti í iðnaðarnefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd, Friðjón Þórðarson tók sæti í menntamálanefnd auk þess sem hann sat og situr í samgöngunefnd og Eggert Haukdal fékk sæti Matthíasar Á. Mathiesen í allsherjarnefnd. Þetta gerðist allt með samþykki þingflokks Sjálfstæðisflokksins. I neðri deild gagnrýndi Benedikt Gröndal nefndarsetu ráðherra og í svipaðan streng tók Kjartan Jóhanns- son í efri deild. Fluttu krataleiðtogarnir gagnrýni sína samtímis í deildunum. Sagði Benedikt að með þessu væru sjálfstæðismenn það að gera störf Alþingis háðuleg og Kjartan sagði að hér væri um spor aftur á bak að ræða sem ekki væri i samræmi við hug- myndir manna um aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds. Benedikt fékk ekkert svar í neðri deild en Gunnar Thoroddsen svaraði Kjartani. Kvað hann það reglu í sum- um þjóðlöndum að er þingmenn gerð- ust ráðherrar hættu þeir þingstörfum. Hér væri ráðherrum hins vegar skylt að sitja þingfundi og ráðherrar væru ekki undanþegnir skyldum og réttindum þingmanna. Ekkert væri því þess vegna til fyrirstöðu að ráðherrar sætu í nefndum þingsins. Gunnar kvað gagnrýni Kjartans aðeins persónulega skoðun. Skoðanir Kjartans ættu heima í stjórnarskrár- nefnd og kvaðst Gunnar myndu flytja mál hans á næstafundi stjórnar skrárnefndar. -A.St. Allnokkrir gamlir draugar sáust í óvenjumiklum þii gskjalabunka sem lagður var fram á fyrsta reglulegum fundardegi Alþingis í gær. Þarna er frv. til laga um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Það var fyrst flutt 1978, síðan nokkuð breytt á síðasta þingi og enn nú óbreyít frá síðasta þingi. Þarra er frv. til laga um aðgang að upplýsinguin hjá almannastofnunum. Það hefur verið til umræðu á þremur síðustu þingum, en ekki verið útrætt Þaðerendurflutt óbreytt. Þarna er frv. til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Það hlaut ekki afgreiðslu ásíðasta þingi. Sama er að segji um frv. til laga um söngmálastjóra og Tónskóla þjóðkirkj- unnar. Endurflutt er tillaga um eflingu iðnaðar á Vesturlandi. Hana fluttu tveir framsóknarmenn á síðasta þingi en allir þingmenn kjördæmisins standa að henni nú. Upp er vakin af öllum þingmönnum Vesturlandskjördæmis tillaga um sam- göngur um Hvalfjörð. Einnig er endur- flutt frv. til laga um fiskvinnsluskóla, annað frumvarp um breytingu á lögum um Kennaraháskóla íslans, einnig frumvarp um breytingu á lögum um vélstjóranám og loks er endurflutt i fimmta sinn frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.