Dagblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. Sýrland og Sovétrikin gengu frá nýjum friðar og vináttusamningi á miðviku- daginn var. Myndin sýnir er Brésnef forseti tekur á móti Assad Sýrlandsforseta á Moskvuflugvelli. BDKA HUSIÐ S0KA HUSIÐ LAUGAVEG1178 simi 86780 VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F _______SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aöra slitfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slipum sveifarása. SÍMK 44445 Styrjöld írans og íraks: HART BARIZT UM ABADAN á Khargeyju íraskar hersveitir eru nú komnar inn í úthverfi Abadan þar sem til skamms tima voru mestu olíuhreins- unarstöðvar heims og i eigu Írana. Þotur frá írak gerðu enn á ný loft- árásir í nótt á olíuhöfnina á Kharg- eyju sem er ein mikilvægasta höfnin í íran. íranir veita þó ennþá öfluga mót- spyrnu í Abadan og samkvæmt fregnum í Teheranútvarpinu skutu þeir niður fimm MIG-þotur íraka sem gerðu loftárásirnar á Kharg- eyju. Olíuflutningar voru stöðvaðir um höfnina á eyjunni þegar írakar gerðu þar loftárásir í byrjun styrj- aldarinnar í síðasta mánuði. í útvarpsfréttum frá Teheran var einnig skýrt frá því að íraskar her- sveitir hefðu einnig ráðizt á borgina Ahwaz í vestur iran. Auk þess hefði flugher þeirra gert loftárásir á bæi í nágrenni borgarinnar. Sagt var að báðir aðilar hefðu orðið fyrir miklu manntjóni. Samkvæmt fregnum frá Abadan hafa vitni skýrt frá því að hermenn íraks séu nú farnir að sprengja í loft upp ýmis olíumannvirki eins og mikilvægar olíuleiðslur sem liggja til Teheran. Kvikmyndatökumaður frá Visnews fréttastofunni fór með írönskum hermönnum til úthverfa Abadan og sá hvar eldurinn logaði upp úr olíuleiðslunum. Kvikmyndatökumaðurinn sagði að þó væri greinilegt að bardögum um Abadan væri alls ekki lokið. íranskar leyniskyttur væru hvarvetna í út- hverfunum og íranskar herþotur gerðu írökunum lífið leitt. Hvorugur styrjaldaraðili þykir lík- legur til þess að bjóða fram friðsam- lega lausn deilunnar eins og nú er málum háttað. Ástralía: Grafararíverkfalli oglíkin hrannast upp Launadeila grafara hefur valdið þvi að rúmlega fjögur hundruð lík hafa hlaðizt upp í kæligeymslum likhúsa í Sidney í Ástralíu. Hafa þeir nú verið fjóra daga í verkfalli. Stjómvöld hafa beðið ættingja hinna lámu um að hraða formlegum kveðjuathöfnum og kirkjulegum kveðjum en jarðsetning eða bálfarir verði látnar bíða þar til að verkfalli grafaranna loknu. Erich Honecker deilirá Bonnstjómina Erich Honecker, leiðtogi kommúnista- flokksins í Austur-Þýzkalandi réðst harð- lega að stjóm Vestur-Þýzkalands í gær og krafðist þess að Bonnstjórnin viðurkenndi að tvö riki væm í Þýzkalandi. Ræða Ho- neckers kom í kjölfar þeirrar ákvörðunar Austur-Þjóðverja að hækka lágmarks- gjaldeyrisskammt þann er erlendir ferða- menn, þar á meðal Vestur-Þjóðverjar, verða að skipta áður en þeir fá að fara inn í Austur-Þýzkaland. Er talið að þetta geti dregið mjög úr heimsóknum Vestur-Þjóð- verja til ættingja sinna í Austur-Þýzka- landi. Tyrkland: FLUGRÆN- INGJAR YFIR- BUGAÐIRMEÐ SKOTHRÍÐ Sveitir tyrknesku stjórnarinnar réðust i morgun með skothríð inn i Boeing 727 farþegaþotu á flugvellin- um i Diyarbakir og yfirbuguðu fimm flugræningja sem tekið höfðu vélina á sitt vald. Samkvæmt fregn- um frá Ankara sluppu farþegarnir eitt hundrað og áhöfnin ósködduð úr hildarleiknum en einn flugræningj- anna særðist. Þotan var á leið frá Istanbul til Ankara þegar henni var rænt í nótt. Allir ræningjarnir voru af tyrknesku þjóðerni. í fyrstu var hins vegar talið að þeir væru íranir. Einn flugræn- ingjanna var blaðamaður og annar ljósmyndari. Að minnsta kosti einn flugræningjanna hefur verið þekktur sem öfgafullur múhameðstrúarmað- ur og einhverjir þeirra vinstri menn aðsögn fréttastofu í Ankara. Tyrkneskar árásarsveitir réðust inn um afturdyr Boeing þotunnar á meðan tvö þúsund hermenn og lög- reglumenn umkringdu hana. Þá hafði verið slökkt á flóðljósum sem beint hafði verið að henni frá þvi hún lenti á flugvellinum í Diyarbakir. FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI SÉRHÆD ásamt íbúð í kjallara 135 + 65 ferm, á bezta stað í bænum til sölu. 30 ferm bíl- skúr. Húsið er tvibýlishús og verður afhent pússað að utan og með gleri. Til afhendingar strax. Hringið í auglýsinga- þjónustu DB, simi 27022, eftir kl. 1. H—99 Verslunarmannafólag Suðurnesja Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefur ákveðið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör fimm aðalfulltrúa félagsins og fimm til vara á 34. þing ASÍ sem haldið verður í Reykja- vík dagana 24. til 28. nóvember nk. Framboðs- listum sé skilað til formanns kjörstjórnar, Matta Ó. Ásbjörnssonar, Hringbraut 95, Keflavík, eigi síðar en fimmtudaginn 16. október nk. kl. 24.00. Sljórn og trúnaflarmannaráð Verslunarmannafólags Suflurnesja i .....:........:..... „„A....WVV- ■'fo,. WV> lranir hafa heldur farið halloka fyrir trökum I styrjöld landanna, sem að mestu hefur farið fram innan landamæra Irans. Myndiii sýnir iranska herfanga sem sýndir voru fréttamönnum I borginni Azubair i trak i fyrri viku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.