Dagblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTOBER 1 Erlendar fréttir REUTER Aftur rætt um sjálfstæði Palestínuaraba Fulltrúar ísræls og Egyptalands munu í dag taka aftur upp viðræður sín á milli um sjálfstæði til handa Palestínuaröbum á hernumdu svæðunum sem ísraelar ráða. Bandaríkjastjórn er sögð gera sér vonir um að nýjar tillögur sem ísraelar leggja fram muni valda þáttaskilum i málinu. Stórsvindlarinn áttiþrjáreigin- konuroglangan svikahala umflest lönd Evrópu Fimmtugur maður ættaður frá Líbanon hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir að stinga af frá ógreiddum hótel- reikningum og innistæðulausum tékkum. Er upphæðin samtals talin nema 135 þús- und dönskum krónum, eða jafnvirði nærri fjórtán milljóna íslenzkra króna. Þegar farið var að kanna feril manns- ins kom í ljós að hann hafði lagt ýmislegt fyrir sig sér til lífsframfæris og fæst af því réttu megin við línu laga og réttar. Ekki verður annað séð en hinn fimm- tugi Líbanonmaður hafi gengið vað eiga þrjár konur um ævina og alveg látíð undir höfuð leggjast að skilja við þær með lög- Iegum hætti áður en hann gekk að eiga þá næstu. Rétt er að byrja söguna þar sem maður- inri hittir belgiska konu á hótel í Lissabon í Portúgal. Skömmu síðar gengu þau í hjónaband og fluttu til Belgíu. Þar sagðist Líbanonmaðurinn eiga von á arfi frá heimalandi sínu og falaðist eftir láni á meðan til að koma af stað innflutnings- fyrirtæki. Gömul frænka eiginkonunnar, 87 ára að aldri, lánaði manninum jafnvirði rúmlega fimmtíu milljóna íslenzkra króna. Þar með hvarf Libanonmaðurinn frá Belgiu með peningana, sem hin 87 ára gamla frænka hefur ekki séð síðan, og eiginkonan hefur reyndar ekld séð eigin- manninn heldur. Við handtökuna í Kaupmannahöfn gaf Líbanonmaðurinn upp að eiginkona hans væri ungversk. Siðan er komið í ljós að hann gekk einnig að eiga franska konu fyrr á árum. Þar með em ektakvinnumar orðnar þrjár. Samkvæmt þeim gögnum sem danska lögreglan hefur aflað sér er umræddur maður talinn eiga ýmislegt vantalað við lögregluna í Ungvetjalandi, Austurríki, Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi. Argentínu- maðurinn Esquivel færfriðarverðlaun Nóbels Argentínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel hlaut í gær friðarverðlaun Nóbels. Að sögn John Sannes, for- manns nóbelsverðlaunanefndar norska Stórþingsins, hlýtur hann þau fyrir störf að mannréttindamálum síðan árið 1974. Esquivel hefur margsinnis setið í fangelsi fyrir baráttu sína en hann er formaður samtaka sem hafa aðal- stöðvar í Buenos Aires og berjast fyrir mannréttindum í Suður-Ameriku. Adolfo Perez Esquivel er arkitekt og myndhöggvari að mennt. Hann er 48 ára að aldri. Var hann ekki í þeirra hópi er mest voru nefndir sem líklegir nóbelsverðlaunahafar. Esquivel var tif- néfndur til verðlauna af Betty Williams og Mairead Corrigan, sem barízt haf*a fyrír mannréttindum á Norðut>írlandi og hlutu báðar friðarverðlauh Nóbds árið'1976. Alsfr: AFTUR SKJALFTI ÍELASHAMBORG — rúmlega 250 þúsund manns taldir vera heimilislausir í borginni og næsta nágrenni—fólks enn leitað í húsarústunum Enn einn harður jarðskjálfta- kippurinn gekk yftr borgina El Asham í Alsir í gær. Þar eru björgunarmenn í óðaönn við að leita lifandi fólks í rústum húsa í borginni, sem hrundu til grunna í tveimur miklum skjálftum á föstudaginn var. Símasambandslaust er við E1 Asham og er því ekki vitað hvort einhverjir hafi týnt lífi við skjálftana í gær. Tala þeirra sem farizt hafa í hamför- unum er enn óviss en ekki talið ólík- legt að hún verði nálægt tuttugu þúsundum þegar öll kurl verða komin til grafar. Töluvert hefur verið um að fólk hafi fundizt lifandi í rúst- unum. Óttazt er að tala látinna muni enn hækka þegar björgunarmenn komast til nærliggjandi þorpa sem enn eru al- gjörlega einangruð þar sem vegir fóru í sundur í náttúruhamförunum. Talið er að á milli 250 og 350 þúsund manns hafi misst heimili sín í jarð- skjálftunum. í borginni Bordj Boun- aama hrundu og skemmdust fimmtíu byggingar i gær. Ekki er talið að neinirhaftfarizteða slasaztþar. Heildarupplýsingar um tölu lát- inna munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkra daga. Mikið jarðrask hefur orðið. Spi ungur hafa mvndazt i jarðskorpuna sem éruallj aó 50 km á lengd og fjórir metrar á breidd. Á jarðskjálftasvæðunum býr um ein milljón manna. Ekki er talið að hætta sé á taugaveiki eða öðrum sjúkdómum en farið er að grafa hús- dýr sem fórust í skjálftunum. Fólk hefur ennfremur verið hvatt til að slátra dýrum sem mikið hafa meiðzt. Mikið af hjálpargögnum hefur borizt frá öðrum þjóðum og frá al- þjóðlegum hjálparstofnunum. Að sögn fulltrúa Rauða krossins verður algjörlega að endurbyggja El Asham frá grunni. Hann sagði að það væri i höndum Alsirstjórnar að ákveða hvort hún yrði byggð á sama stað og áður. Þar hafa orðið tveir miklir og mannskæðir jarðskjálftar á 26 árum. Árið 1954 léturst eitt þúsund og fimm hundruð manns í skjálfta þar. Borgin var þá kölluð Orleansville en þá tald- ist Alsír hluti Frakklands og gerði til ársins 1960. Rekinn af þingi John Jenrette fulltrúadeildarþing- maður i Washington fyrir Repú- blikanaflokkinn er annar maðurinn í sögunni sem visað hefur verið úr deildinni fyrir að þiggja mútur. Upp komst um þingmanninn i sér- stökum aðgerðum FBI alríkis- lögreglunnar bandarisku sem nefndar hafa verið Abscam. Myndin sýnir John Jenrette og eiginkonu hans Ritu eftir að dómur um brottvisun hans hefur verið til- kynntur. VRDKA Toppurinn Sími 82922 SKIÐASKORNIR Barnaskór Sprint Herraskór Gemini Unglinga skór Slalcm 'N Kr. 37.200 StMrðir 27—38 Verð 1S.S00-24.400 Dömu- keppnisskór Lady CompetMon Stœrðir 36-41 Dömuskór Lady Zephyr Kr. 60.800 Unglingaskór keppnisskór Junior competition Kr. 47.600 Stnrðir: 38—41 Dömuskór Lady Venus Kr. 32.800 Kr. 37.800 Stterðir 41—46 Herraskór (í Cosmos Kr. 42.400 Kr. 29.400 Stssrðir: 37-44 Stsarðir 37-41 Kr. 82.800 Stssrðir 37-41 Starðir 38-41 Stssrðir 41-47 Herraskór Force Kr. 62.100 Herraskór Stratue-Air Kr. 80.200 StssrSlr 41-48 Stssrðir 42-48 Herraskór Polar Kr. 77.700 Keppnisskór CompetMon Kr. 88.300 StúsrBir 41 —#2 tmjfl j-', *ðý’' ’ & V' .' 8t»rdir 41—46 ■■ f i\ij\iii iii ’itim' ■ 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.