Dagblaðið - 14.10.1980, Page 12
MSBUUUB
frjálst, áháð dagblað
lítgafandi: Dagblaöifl hf.
FravnkvaBmdaatJóri: Sveinn R. EyJóKaaon. Ritstjóri: Jónaa KrÍBtJánssón.
Aflatoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdknarsson.
Skrifstofustjórí ritstjórnar: Jóhannes Raykdal.
íþróttk: HaJlur Sfmonarson. Manning: Aðaistelnn IngóKsaon. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Asgrknur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaflamann: Anna BJamason, AtJi Rúnar HalkJórsson, AtJi Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig-
urflason, Dóra Stafánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugúr A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, •
ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
LJÓsmyndir: BJarnleifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson
og Sveinn Þormóflason.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkerí: Þráin'n Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. HaNdórs-
son. Draifingarstjórí: Valgarflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Sfflumúla 12. Afgraiflsia, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhoiti 11.
Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 linur).
Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmlr hf., Sfflumúla 12. Prantun
Arvakur hf., SkeHunni 10.
Askríftarvarfl á mánufli kr. 5.500. Varfl í lausasöiu 300 kr. aintakifl.
Fríðarverðlaun handa Reuter?
Stjórnarfar í Mexikó þykir ekki í frá-
sögur færandi hér á slóðum. Við höld-
um, að þar ráði sæmilega hæfir menn,
sem séu að leiða þjóðina úr myrkri fá-
tæktar inn í birtu olíuauðs og Iáta reisa
falleg hús í leiðinni.
Þess vegna kemur okkur á óvart
brezk heimildarmynd í sjónvarpi um raunveruleikann í
Mexikó. Við trúum því varla, að lögregla ríkisstjórnar-
innar láti ræna tveggja ára barni til að þagga niður í
verkalýðsleiðtoga.
Sannleikurinn er sá, að glæpamenn ráða ferðinni í
Mexikó eins og í velflestum ríkjum þriðja heimsins.
Þeir hafa látið hundruð manna hverfa á kvalafullan
hátt til varnar völdum sínum, græðgi og spillingu.
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana
þeirra mæta hámenntaðir og snyrtilega klæddir menn
frá þriðja heiminum, kvartandi um vestræna heims-
valdastefnu, menningarlegan, pólitískan og efnahags-
legan yfírgang Vesturlanda.
Að baki þessara fínu herra eru harðstjórar þriðja
heimsins, grimmir og gráðugir. Þeir arðræna þjóðir
sínar sem mest þeir mega og safna fé á bankareikning-
um í Sviss. Jafnframt kenna þeir Vesturlöndum um
ástandið.
Einstaka sérvitringar lesa um framferði harðstjóra
þriðja heimsins í ársskýrslum frá Amnesty og hliðstæð-
um stofnunum. Einu dagbundnu upplýsingarnar koma
frá fréttariturum hinna alþjóðlegu fréttastofnana.
Það er mönnunum frá Ássociated Press og Reuter að
þakka, að við getum, ef við viljum, séð raunveruleik-
ann í löndum þriðja heimsins. Þeir sjá skuggahliðarnar
og segja frá þeim, eins og þeir segja frá andófínu í
Austur-Evrópu.
Ef einhverjir menn eiga skilið friðarverðlaun
Nóbels, þá eru það ekki valdshyggjumaðurinn Kissing-
er eða skæruliðinn Begin, heldur hinir nafnlausu full-
trúar alþjóðlegra fréttastofnana, sem starfa við hin
erfiðustu skilyrði.
Hatrið á hinum alþjóðlegu fréttastofnunum sam-
einar valdhafa þriðja heimsins og Austur-Evrópu. Þeir
sjá, að þar hafa þjóðir þeirra tvinnaþráð, ef ekki hald-
reipi, í átt til siðmenningar þeirra 20—30 ríkja, sem
mega kallast vestræn.
Baráttan gegn Associated Press og Reuter fer nú
einkum fram á vettvangi Menningarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna, UNESCO. Þessa dagana er fundað í
Belgrað, þar sem fínu herrarnir kvarta um menningar-
yfirgang Vesturlanda.
Undir forustu M’Bow, framkvæmdastjóra
UNESCO, vilja þeir koma á skráningu blaðamanna og
takmörkunum á rétti alþjóðlegra fréttastofnana til að
segja frá skuggahliðum lífs almennings í löndum þriðja
heimsins.
Þeir segja, að vestrænar leikreglur gildi ekki í þriðja
heiminum. Hlutverk fjölmiðla sé að stuðla að upp-
byggingu, friði og vináttu, en ekki að segja fréttir.
Fjölmiðla eigi að virkja, en ekki láta þá ganga lausa.
Þetta kjaftæði hefur haft nokkur áhrif á grunn-
hyggna menn í menntamálaráðuneytum og UNESCO-
nefndum á Vesturlöndum, mennina, sem sjá ekki
grimma og gráðuga valdhafana að baki hinna slétt-
greiddu umboðsmanna í Belgrað.
í UNESCO. eiga íslendingar að nota atkvæði sitt til
að stuðla að því, að^euter og Associated Press fái
áfram tækifæri til að segja okkur frá því, þegar vald-
hafar í Mexikó ræna smábörnum til að þagga niður í
almenningi.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
Alltaf sömu
blekkingamar
Leiðarar Jónasar Kristjánssonar
nm landbúnaðarmál eru nær allir
eins ef vel er skoðað. Allt sem hann
hefur að segja um landbúnað byggist
á sömu fullyrðingunum og þær eru i
raun ekki svo margar.
• Elja ritstjórans við að raða þeim
saman á nýjan hátt er hinsvegar svo
mikil að hann getur endurtekið þetta
dag eftir dag í árlegum rispum sinum
og rispurnaráreftirár.
Ein uppáhalds fullyrðing hans er á
þá leið að landið sé vont og illa fallið
til búskapar — freðmýrakenningin —
hana fann hann upp i rökþrotum
þegar gengið var á hann með það af
hverju hann teldi íslenskan land-
búnað svona vanhæfan.
Önnur er sú sem felst í þvi að telja
saman alla fjármuni sem nálægt
landbúnaði og landbúnaðarfram-
leiðslu koma, leggja þá saman með
mátulegum ýkjum og kalla alla
summuna úthaldskostnað ríkis eða
skattgreiðenda vegna landbúnaðar-
ins.
Venjulega er engin skýring gefin á
þvi hvernig þessar samtölur eru
fengnar en þeim er gjarnan hampað
fram og aftur um leiðaraskrifin eins,
og þær væru alþekktar staðreyndir.
Þetta er sennilega nokkuð lævísleg
aðferð til áróðurs þar sem fólk fer
fljótlega að kannast við tölurnar og
tortryggir þær þar með síður.
Á þennan hátt hefur Jónas
Kristjánsson hvað eftir annað í
síðustu leiðaralotu notað 16 millj-
arðana sem hann telur fjárfestingu
vegna búvöruframleiðslunnar í ár.
Þó að auðvitað sé ekki hægt að full-
yrða fyrr en upp er staðið hverja fjár-
festingu bændur leggja í á þess.u ári,
má leiða að þvi gild rök að hún verði
ekki nema um helmingur þessa.
Hin hrikalega tala
En Jónas Kristjánsson á aðra tölu i
fórum sínum enn hrikalegri eða 37
milljarða.
í leiðara sínum „Dýrir þrælar”, þ.
9. siðasta mánaðar er hann fyrst
búinn að fjargvið'rast yfir því að
reynt skuli að hafa nokkuð skipulag á
sölum jarða, harma það stórlega að
jörðum skuli ekki hafa fækkað hér
jafn hratt og á hinum Norðurlöndun-
um, þvi miður hefur það þó gersTrog
óskapast siðan yfir þvi að ekki skuli
vera styrkjakerfi, sem hjálpi
bændum til að komast á mölina, og
hætta við „hokrið”.
Þá kemur hann að herkostnaðin-
um til að halda þessu öllu við og
segir:
„Þetta hrikalega úthald kostar
ríkissjóð og skattgreiðendur rúma 37
milljarða króna á þessu ári aðeins í
styrkjum, uppbótum og niður-
greiðslum. Eru þá ótalin jöfnunar-
gjöldin, samgöngurnar og raf-
magnið.”
Hér er enn sem svo oft áður öllu
slegið saman. Styrkir, uppbætur og
niðurgreiðslur.
Lítum fyrst í fjárlögin fyrir I980og
athugum hvaða liði þarna getur verið
um að ræða.
a) Styrkir. Hér er sennilega átt við
jarðræktarframlög og framlög
samkvæmt búfjárræktarlögum,
en samanlagt nema þau 2,36 millj-
örðum. Þetta er stuðningur við
framkvæmdir, en ódýrari fram-
kvæmdir leiða til lækkaðs fram-
leiðslukostnaðar. Slikur fram-
kvæmdastuðningur tíðkast víðast
og víða meiri en hér. .
^ „Hvaða niðurgreiðslur eru ákveðnar
vegná bænda? Hvenær hafa bændur eða
þeirra forsvarsmenn beðið um auknar niður-
greiðslur á landbúnaðarvörur?”
VIDBÓTAR0RD
UM USTINA
í tilefni af gagnrýni sem skrif mín
um list og listamenn hafa hlotið og
misskilningi í því sambandi, er mér
skylt að gera frekari grein fyrir hug-
myndum þeim er ég hef þegar sett
fram. Smáatriði og pex þar um er
ekki til umræðu hér, enda eðlilegra
að eiga slíkt við gagnrýnendur per-
sónulega.
Aðalatriði umræðunnar um list eru
að mínum dómi þessi:
I) Lisl er það sem á að vera.
Því fjölbreyttari form sem fyrir-
brigði taka á sig í veruleikanum, því
víðari verða skilgreiningar á þeim.
Svo er um listina. Nákvæm skilgrein-
ing á list er ekki til. List er eitthvað
sem maðurinn fæst við. En hún er af-
markaðri en svo. Sameiginleg er allri
list markviss eða ómarkviss tjáning á
hugsun (hugmynd eða hughrifum).
List styðst ávallt við ákveðna
formgerð og er því tjáningarform. En
með því að list er tjáning er hún um
leið túlkun. Ekki er unnt að tjá öðru-
vísi en að túlka um leið. Listaheim-
spekin orðar þetta svo: Veruleikinn
er það sem er, en listin það sem á að
vera.
Sumir álitá að ekki sé unnt að skil-
greina list öðruvisi en hún sé eitthvað
sem listamenn geri. Aðspurðir um
hvað sé listamaður, myndu þessir
sömu menn segja: Listamaður er
maður sem býr til list. Á íslensku
heita svona skilgreiningar hringavit-
leysa (á dönsku „cirkelslutning")
enda er skýringargildi þeirra ekkert.
Nátengd hringavitleysunni er sú hug-
mynd að listin sé til fyrir sjálfa sig,.
eða eins og einn gagnrýnandi minn
orðaði það: List um list er list. Þessi
hugmynd er ekki til umræðu enda af-
neitar hún útskýringum og skilningi á
listhugtakinu.
2) Mælikvarðinn á góða og vonda
list er ekki bundinn i listaverkinu.
Spurningin um gott listaverk er
ekki listfræðileg. Góður listamaður
þarf ekki endilega að uppfylla til hins
ýtrasta skilyrði ákveðinnar lista-
stefnu, tileinka sér möguleika hennar
og takmörk. Listfræðin greinir list i
sundur en kveður ekki upp gildis-
dóma. Til þess hefur hún ekki um-
boð.
Ef á að meta góða og vonda list
þarf að setja hana í félagslegt sam-
hengi. Þannig verður spurningin um
góða og vonda list háð stund og stað.
Mælikvarðinn er sá hvernig listin
sinnir hlutverki sínu að miðla
hugsun. í þessu sambandi skiptir
máli hugsunin sem miðlað er ekki
síður en miðlunin sjálf. Ekki er unnt
að leggja almennan mælikvarða á list
með öðrum hætti öðruvísi en i
ógöngur horfi. Um formúlu fyrir
góðri list, eða uppskrift, er ekki að
tala.
3) Listin er félagsleg.
Listin er ekki eintalsform iista-
manns við sjálfan sig, heldur samtals-
form listamanns og þess sem listar
nýtur. Gildi listar felst í möguleikum
hennar sem samtalsforms. Einangrun
(istamanns stríðir gegn listinni sem
hann skapar. Til að stemma stigu við
slíkri einangrun þaf listamaðurinn að
gera sér grein fyrir möguleikum
sinum til að tjá hugsun í listaverki.
Hann þarf að yfirgefa filabeinsturn
sinn. Þar þjóna almennar umræður í
fjölmiðlum, samskipti manna á
meðal og jafnvel listsýningar, því
markmiði að breyta listinni úr ein-
talsformi þegar best lætur, í samtals-
form.
^ „Þannig veröur listin skálkaskjól klaufa
og athvarf sérvitringa. Og skilji al-
menningur ekki listamanninn verður þaö al-
menningsins sök.”