Dagblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980.
Iþróftir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróftir
Iþróttir
Sigurður Sverrisson skrífar frá Dortmund í Vestur-Þýzkalandi:
Iþrótfir
,Ég var rétt búinn að ná andanum er
karlinn skipaði okkur af stað aftur”
— Dagblaðið heimsækir Atla Eðvaldsson sem lætur sig ekki muna um að aka 70 kilómetra fram og til baka á æfingar hjá félagi
sfnu, Borussia Dortmund ívestur-þýzku Bundeslígunni
„Bjarnastaðabeljurnar þær banla
mikið núna — þær eru að verða vitlaus-
ar, það vantar elna kúna, en það gerir
ekkert til . . .”. Hver kannast ekki við
þennan rútuslagara sem kyrjaður hefur
verið áratugiim saman á ferðum um
ísland þvert og endilangt. Þetta var það
fyrsta sem mér datt i htig er ég og ferða-
félagi minn og bjargvættur i Köln, Anna
Gunnarsdóttir (Torfasonar og Svönu
Jörgensdóttur), ókum eftir sveitavegi
langt norðan Dortmund í leit að stór-
stjörnunni Atla Eðvaldssyni. Anna
stundar nám við íþróttaháskóiann í Köln,
en þar sem skólinn var enn ekki formlega
byrjaður hljóp hún undir bagga og var
hjálp hennar ómetanleg á meðan dvöl
minni í Þýzkalandi stóð. Alls kyns
hugsanir skntu upp kollinum.
Andsk. . . varla býr maðurinn á bónda-
bæ? Svo gat þó hæglega veriö eftir um-
hverfinu að dæma. Á báða bóga voru
sakleysislegar og sallarólegar kýr á beil
og veittu því enga eftirtekt að örvænt-
ingar var farið að gæta hjá okkur ferða-
löngumim eftir ærið strembna ferð frá
Köln. Það er að vísii enginn óravega-
lengd á milli þessara borga en áöur en við
héldum af stað höfðnm við einungis
simanúmer Atla svo og götunafn og
númer en engar frekari npplýsingar umj
borgarhluta. Það var því e.t.v. ekki að;
undra er starfsmenn á bensínstöð ráku
upp stór augu er við spnrðiim þá til
vegai. ,,Angnstin Wibbelt Strasse. . . es'
gibt kein hier im Dortmund” sögðu þeir
og hristu höfnöiö. Við nánari eftir-l
grennslan og fleiri simtöl heim til Atla|
kom loks i Ijós að hann bjó i smábænnm
Vorhelm, sem er nm 70 km norður af
Dortmund. Svo rngiiið vorum við orðin
nndir lok ferðarinnar, að okknr tókst
ekki einu sinni að hafa npp á götnnni ogj
er þó Vorhelm ekki nema 3000 manna
samfélag. Eftir örlitla tilsögn. . .
„zweiter strasse zum rechts". . .
komnmst við loks á áfangastað.
Atli býr ásamt unnustu sinni, Stein-
unni í ákaflega skemmtilegri íbúð og ef
dæma má af húsbúnaðnum líða þau ekki
skort, enda í sjálfu sér ekki við því að
búast. Dortmund er nefnilega eitt stærri
félaganna i V-Þýskalandi og eins og
knattspyrnuáhugamenn vita gerist fót-j
boltinn ekki betri i Evrópu. Hafi undir-|
ritaður einhvern tíma efast um það var sá
efi þurrkaður út strax á fyrsta hálf-
tímanum á heimili Atla. Eftir að hafa
skoðað glefsur úr Evrópuleikjum þýzkn |
félaganna á videó-spólum var harla lítil
mótstaða eftir. Staðreyndirnar lágu fyrir.
öll v-þýzku liðin, 7 að tölu, náðu að
komast í 2. umferð Evrópukeppnanna og
var þó ekki leikið gegn neinum aukvisum
í mörgum tilvikum.
„Heimavöllurinn
sterkur"
„Það er varla hægt að gera upp á
milli ensku og þýzku 1. deildanna,”
sagði Atli. „Þær eru að mínu mati ákaf-
lega svipaðar að styrkleika en engu að
síður mjög ólíkar. Við leikum svo miklu
meiri sóknarbolta hérna og boltinn
gengur út á það að skora mörk og aftur
mörk. í rauninni þekkjum við varla hug-
takið vörn, nema í algerum neyðar-
tilvikum. T.d. er við leikum á heimavelli
fyrir framan okkar dyggu áhangendur,
sem aldrei eru færri en 30.000 erdag-
skipunin sókn og ekkert annað. Enda
sækjum við stift og skorum mikið. Hins
vegar vantar okkur nauðsynlega
„sweeper” því vörnin er ekki allt of
traust á köflum. T.d. eigum við ákaflega
lélega skallamenn.” Þessu til áréttingar
sýndi hann glefsur úr leik Bayer
Leverkusen og Dortmund, sem
Leverkusen vann 4—1. Dortmund-liðið
átti sízt færri tækifæri, þ.á m. Atli 3—4
góð, en varnarleikurinn var gloppóttur.
„Það eru t.d. ekki mörg lið, sem koma
til Múnchen og skora þar 3 mörk, en það
tókst okkur. Hins vegar fengum við 5 á
okkur þannig að bæði stigin töpuðust.
Þegar lið skorar þrjú mörk á útivelli á
a.m.k. annað stigið að nást. Apnars er
skemmst að minnast leiksins gegn Stutt-
gart um sl. helgi. Við vorum komnir í 3—
0 og rúmlega 20 min. eftir. Vörnin
sofnaði á verðinum og Stuttgart-liðið
náði að jafna metin, þrátt fyrir þá .
staðreynd að þeir væru aðeins 10 allan
síðari hálfleikinn þar sem einum
leikmanna þeirra var vikið af leikvelli.
Ég tel aftur á móti að við eigum að geta
unnið hvaða lið i Bundesligunni á heima-
velli því hanri er svo ótrúlega mikils virði
hérna. Séu lið jöfn að getu og heimaliðið
e.t.v. slakara geta áhorfendur oft riðið
baggamuninn. Hávaðinn í stuðings-j
mönnum okkar hér heima er hrikalegurj
og liggur stundum við að maður verði
óttasleginn. En þetta er óskaplega
hvetjandi og það er ekki hægt að
bregðast þeim. í áhorfendastúkunni ægir
Steinunn og Atli Eðvaldsson, við BM w-bilinn, sem þau aka á l Pýzkalandi.
saman alls kyns fólki og þar má sjá
bankastarfsmenn, sem dags daglega eru
ákaflega rólegir, mæta í búningi okkar
öskrandi af öllum lífs og sálar kröftum.
Knattspyrnan er fólkinu hér svo mikils
virði og svo rík i því, enda sést það bezt á
blaðaskrifunum um hana.
„Ég hef verið
óskaplega heppinn"
„Ég hef annars verið óskaplega
Gestir hjá Steinunni og Atla — Sigurður Grétarsson, miðherji i Breiðablik og landsliðsmaður (sést i hnakkann á honum),
Albert Guðmundsson, landsliðskappi úr Val við hinn borðsendann, og Anna Gunnarsdóttir.
heppinn allt frá því ég kom hingað fyrst.
í mínum fyrsta æfmgaleik með Dort-
mund gekk bókstaflega allt upp hjá mér.
Ég skoraði þrjú mörk og iagði önnur
þrjú upp. Þetta kann e.t.v. að hljóma
sem sjálfshól, en er engu að síður dag-
satt. Þegar tillit er tekið til þess að ég
hafði nær ekkert leikið knattspyrnu í 10
mánuði verður þetta að skoðast sem
slembilukka því ég var i télegri æfingu.
Það tók mig fulla tvo mánuði að koma
mér almennilega í gang. Ég setti mér það
Itakmark að komast í 'form á tveimur
mánuðum og það tókst. Þegar
Bundesligan hófst skoraði ég fyrsta
markið í ár þannig að ég fékk geysigott
start og sjálfstraustið jókst til muna.
Það hjádpaði einnig nú að Abramczik var
keyptur til Dortmund og blöðin skrifuðu
svo mikið um hann að ég var ekki eins
|áberandi. Hann var því undir mun meiri
pressu en ég.
Ég hef fengið ákaflega hagstæða
blaðadóma, jafnvel þó ég hafi að mínu
áliti ekki alltaf átt það skilið. Það vaktij
hins vegar talsverða athygli að ég skyldiI
ikomast strax í aðallið félagsins því ekki
var búizt við að ég væri reiðubúinn fyrr
en eftir áramótin. Þá vakti það miklaj
athygli er ég skoraði fyrsta markið í
Bundesligunni því aðeins einu sinni áður
hefur það gerzt að útlendingur hafi
skorað fyrsta markið, en það var einhver
Dani. Ég verð að segja það alveg eins og
er að ég bjóst engan veginn við því
upphaflega að komast svona beint í liðið.
Stórkarlar eins og Allan Simonsen þurftu
t.d. að bíða í 18 mánuði eftir sínu
tækifæri þannig að ég má vel við una.
j„Der Viking",
„Baby Face",
„Bomber",
„Attila"
Ég hef fengið alls kyns gælunöfn hjá
áhangendum Dortmund, sem hafa tekið
UB-mynair Mgurour sverrisson.
mér í einu orði sagt frábærlega vel. Ég
var svo heppinn að skora mark strax í
byrjun og það gerði útslagið. Leikmenn
eru bókstaflega hafnir upp til skýjanna er
þeir gera mörk — þau eru það sem allt
snýst um. Flestir leikmanna liðsins hafa
einhver gælunöfn hjá áhangendum
liðsins og ég hef þegar heyrt ein fjögur
slík á þessum skamma tíma sem ég hef
verið hér. Það fyrsta var sennilega
íþróttir
„Attila”, en Þjóðverjarnir virðast eiga
erfitt með að segja Atli. Þá kom
„Bomber”, síðan „Der Viking” og loksj
|,,Baby Face”. Þeim finnst ég víst hálf-
.barnalegur og ég get svo sem ekki borið á
móti því að svo sé.”
Er hér var komið sögu birtust þeir
Sigurður Grétarsson og Albert
Guðmundsson í dyragættinni eftir að
hafa verið í verzlunarleiðangri í Ahlen.
Þeir voru þarna á vegum Willy Reinke,
umboðsmanns Atla, en hann var að
reyna að koma þeim í atvinnumennsku.
Þegar þetta var skrifað benti flest til þess
að þeir myndu báðir ganga til liðs við 2.
deildarliðið Múnster, sem er um þessar
mundir í miðri deild. Þeir komu mátu-
Hann hreifst mjög af leikni Atla og lét
Reinke vita af honum.
„Mig haföi alltaf undir niðri langar
að komast i atvinnumennsku og hafði.
m.a. fengið tilboð frá Belgíu, Hollandi
svo og Frakklandi. Ég fékk bréf frá
frönskum umboðsmanni en fannst hann
svo ógeöfelldur að ég afskrifaði hann
strax. Hann var einn af þessum mönnum
jsem var dæmigerður smjaðrari. Mig
langaði mest til að þvo mér um
hendurnar eftir að hafa tekið í höndina á
honum. Þegar Reinke kom hins vegar til
'sögunnar var allt annar blær á hlutunum.
•Allt stóðst 100% sem hann sagði og er ég
kom hingað fyrst út í marz var augljóst
að hann vildi allt fyrir mig gera. Þegar
isvo í ljós kom að ég átti möguleika á að
ganga til liðs við Borussia Dortmund
gerði ég mér e.t.v. fyrst grein fyrir því að
'draumur minn var að rætast.”
lega í kaffið og meðlætið sem Steinunn
hafði verið að útbúa og því gerðum við
Atli hlé á samræðunum og fengum okkur
kaffisopa. Það var kátt á hjalla hjá þeim
félögum, Sigurði og Albert, en þeir j
bjuggu hjá Reinke á meðan dvöl þeirra
stóð. Voru þeir báðir greinilega mjög
ánægðir með Reinke og létu einkar vel af
honum. Við ræddum um horfurnar í
rekstri Flugleiða, veðrið heima á íslandi
og allt á milli himins og jarðar og ekki
varð knattspyrnan útundan. Atli og
Steinunn höfðu nýlega keypt geysilega
mikil og falleg borðstofuhúsgögn og
sófasett í stíl og fer það einkar vel ái
heimilinu. Reyndar tjáði Atli okkur að
buffið eitt vigtaði um tonn á þyngd.
Stofuborðið var svo þungt að
meðalmaður var í vandræðum með að
lyfta því frá gólfi með annarri hendi. Allt
úr massífri eik — innflutt frá Belgíu og
auðvitað ekur Atli um á BMW eins og
flestir knattspyrnumenn í landinu.
I
Hrikalega
erfitt
„Annars hefði ég aldrei trúað þvi að
þetta væri jafnerfitt og raun ber vitni.
Ég var reyndar kvaddur heima með þeim
orðum að nú yrði ég að standa mig, því
hér þýddi ekkert elsku mamma. Og það
hefur svo sannarlega orðið raunin á.
Fyrst eftir að ég kom lenti ég í 3,5 km
skógarhlaupi. Ég var frekar illa á mig
kominn líkamlega, en geislaði af ánægju
|er ég náði að halda í þá síðustu og
komast á leiðarenda á skikkanlegum
tíma. Ég hef varla verið búin að dæsa
þarna í meira en 30—40 sek. er Udo
Lattek, þjálfarinn okkar, skipaði okkur
að taka annað hlaup — nákvæmlega
eins. Ég hélt ég yrði ekki eldri og dróst
langt aftur úr hópnum og var gersamlega
örmagna á eftir.
Fyrstu dagana var ég þannig að ég
titraði allur á meðan ég var að borða. Ég
bara gat ekki haft almennilega stjórn á
löppunum á mér. Enda hef ég séð það
núna og fundið að fái ég ekki daglegt
|nudd niður á velli er ég allur úr sambandi.
Æfingarnar eru svo erfiðar, jafnvel
daginn fyrir leik, að ég er viss um að
flestum heima myndi blöskra. Ég get
nefnt sem dæmi eina morgunæfinguna
hjá okkur, sem reyndar var i erfiðara
lagi. Við þurftum fyrst að hlaupa 400
metrana undir 60 sek. Þá 800 metra á
undir 2,10 min, síðan tvisvar 400 metra á
undir 67. sek., þá tíu 200 metra spretti —
alla undir 28 sek. og loks fimm 100 m
spretti — alla undir 14 sek. Maður var
hreint útkeyrður eftir þessi ósköp. Ég,
hélt þá að létt æfing yrði siðar um!
daginn, en ekki aldeilis. Það var leikið á
litlum svæðum, fimm gegn fimm, og
siðan einn gegn einum á enn minna svæði
og það er ekki gefinn þumlungur eftir
þarna. Menn tækla jafnvel harðar á
æfingum en í Bundesligunni sjálfri. Einn
leikmannanna hjá okkur sleit í sér
liðbönd um daginn. Hann fór í tæklingu'
og við heyrðum allir smellinn er þau
slitnuðu, en það var ekki fyrr en töluvert
seinna, þegar Ijóst var að maðurinn gat
alls ekki gengið, að farið var að huga að
meiðslunum. Hann var síðan borinn
beint út af og farið með hann stytztu leið'
á sjúkrahús. Þetta er bara frumskógar-
lögmálið hérna eins og hjá öðrum at-
vinnumönnum. Sá hæfasti lifir þetta
af.”
Rumenigge kom 1
Reinke á sporið
Það var stórstjarnan Karl Heinz
Rummenigge, sem lét Willy Reinke vita
af Atla eftir landsleik Islendinga og V-
Þjóðverja á Laugardalsvellinum 1978.
Reinke er umboðsmaður Rummenigge
og margra annarra, og þar sem
Rummenigge var varamaður í leiknum
gat hann fylgzt betur með leiknum.
Alls kyns
aukagreiðslur
Talið barst eðlilega að
launakjörunum í Bundesligunni. Eins og
|venja er ræddi Atli ekki um sín föstu
laun frekar en aðrir atvinnumenn. Það er
þeirra einkamál. Hins vegar var hann fús
til að segja frá öllum þeim aukatekju-
möguleikum sem gefast í knattspyrn-
unni.
„Við hjá Dortmund fáum 1000 mörk
fyrir hvert unnið stig. Einhverjum kann
e.t.v að finnast það sæmilegur peningur
og ég er sammála þyí en þeir hjá Bayern
fá 2000 mörk fyrir hvert stig. Sigurleikur
gefur hverjum leikmanni því 4000 mörk í
bónus. Það er því hægur vandi fyrir leik-
menn þar að hafa 16.000 mörk á mánuði
fyrir utan fastagreiðslur sem heldur eru
ekkert smáræði. Nú, síðan fáum við
bónus á meðan við erum á meðal fimm
efstu, síðan aðeins minni bónus fyrir að
vera i 6.-8. sæti. Við fáum bónus í hlut-
falli við fjölda áhorfenda á heimavelli
okkar og hver leikmaður fær bónus fyrir
leikjafjölda. Þú þarft 31 leik af 34 til að
fá hann allan. Þó þú leikir ekki nema 5
leiki færðu vissan hluta af honúm þannig
að það eru ærið margir möguleikar. Stór-
stjörnurnar hala siðan inn gífurlegarj
upphæðir á auglýsingum og öðru slíku.i
Ég á hins vegar langt i land með að teljast I
í þeim hópi, en get þó ekki kvartað yfir
neinu. Ég hef það ákaflega gott á allan,
hátt og er nú farinn að venjast.því að aka
70 km á æfingar dag hvern, en í fyrstunni I
var það hálfieiðinlegt — einkum á meðan
ég var einn hérna.
Aldrei heima dag-
inn fyrir leik
Við förum alltaf á hótel daginn fyrir
leik og slöppum af fram að leiknum. Það
skiptir ekki máli hvort leikið er heima
eða heiman. Þetta er gert til þess að leik-
menn nái að slappa af og einbeita sér að
komandi verkefni. Sértu heima hjá þér
geta alls kyns vandamál skotið upp
kollinum. Krakkinn sefur t.d. ekki,
hundurinn veikur eða eitthvað þ.u.l. Við
fengum framan af nokkurt frelsi á
kvöldin fyrir leikina en síðan fóru að ber-
ast alls kyns gróusögur þess efnis að leik-
menn væru á óæskilegum stöðum. Við
fórum stundum í bíó en nú er búið að
Sigurður Sverrisson ræðir við Atla.
taka alveg fyrir slíkt. Lattek er svo
harður að það er með ólíkindum. Þú
kemst ekki upp með neitt múður hjá
honum og verður hver einasti leikmaður
,að gera svo vel að heilsa honum með
handabandi fyrir hverja æfingu.
Þannig hefur hann náð að skapa sér virð-
ingu á meðal leikmanna. Og það er eins
gott að vera ekki annars hugar þegar|
hann talar við mann. Ef þú vogar þér að
líta ekki beint framan í hann á meðan
hann beinir orðum sínum til þín máttu
búast við því að hann hreinlega „myrði”;
þig með augunum. En kallinn er frábær
þjálfari og veit alveg hvað hann vill og
ætlar sér. Það er takmark félagsins að ná
sæti í einhverri Evrópukeppninni næsta
vetur og ég er á þeirri skoðun að við|
náum sæti a.m.k. i UEFA-bikarnum.” I
Bréfin skapa
söknuð
Það fór að liða að lokum heimsókn-
arinnar til Atla. Við höfðum dvalið hjá
honum mun lengur en ætlað var, en það
var ekki svo auðvelt að slíta sig í burtu.
Bæði er að þau Atli og Steinunn eru með
eindæmum gestrisin og svo hitt, að það
var rétt eins og að sitja inni í stofu heima
á íslandi með þá Albert og Sigurð að
auki. Evrópuknattspyrnan á videó-
DB-mynd AG.
spólunum var það eina sem minnti manij
á Þýzkaland. Skyldi Atli aldrei sakna
íslands?
„Jú, það kemur oft upp söknuður í
rnanni þó það sé e.t.v. ekki eins áberandi
núna og fyrst. Það er einkum eftir að ég
hef fengið bréf sem maður lætur hugann
reika aftur heim í Hátúnið. Annars er svo
gott að búa hérna j Vorhelm að ég verð í
raun ákaflkega lítið var við það að ég bý í
milljónaþjóðfélagi. Ég vil miklu heldur
búa hér heldur en niðri í sjálfri borginni.
Auðvitað saknar maður einnig vina
og vandamanna heima og sérstaklega
þess að geta ekki smalað hópnum saman
og farið í bíó eða eitthvað út að skemmta
sér. Hérna eru allar vegalengdir svo
|miklum mun meiri og í raun hafa leikmenn
ekki svo náið samband á milli sin. Bióin
freista síðan ekki svo ýkja mikið því hér
er allt með þýzku tali og ég á ákaflega
;erfitt með að ímynda mér leikara eins og
t.d. Clint Eastwood tala á þýzku. Per-
sónulegt finnst mér það fáránlegt að tala
inn á allar þessar myndir, en þannig er
þetta mjög víða í Evrópu. Hingað til
höfum við ekki haft svo mikinn tíma til
iað fara út, þvi við höfum verið að koma
okkur fyrir hérna í Vorhelm. En ég er á-
nægður með lifið og tilveruna í dag og
jmeðan svo er hef ég ekki yfir neinu að
Ikvarta”.
-SSv.
■™"v' -Jiciiiuiui ug niu uua i, um sjuuu tuiumeira ira uurimunu.
Þreyttir
Kínverjar
máttu þola
10 stiga tap
Það voru þreyttir Kinverjar, sem
léku i gærkvöldi við úrvalslið KKÍ í
Laugardalshöll. Úrvalsliðið, skipað sex
íslendingum og fimm Bandarikja-
mönnum, vann öruggan sigur 105—93 i
skemmtilegum sýningarleik. í hálfleik
var staðan 59—55, en i upphafi siðari
hálfleiks náði úrvalsliðið forustu og
gerði þá út um leikinn.
Kínverjarnir voru yfir fyrstu mínútur
leiksins, en síðan fór úrvalsliðið að
taka við sér, mest fyrir stórleik Danny
Shouse hjá UMFN, sem skoraði úr
hverju skoti. Hjá Kínverjunum bar að
venju mest á leikmanni nr. 12, Jiang
Yueguang, sem gerði 23 stig i fyrri hálf-
leik. En fyrri hálfleikurinn var mjög
skemmtilegur, leikmenn liðanna í
miklu skotformi og stigunum rigndi.
Aðeins eitt skyggði á góðan fyrri hálf-
,leik, og það var blessuð klukkan. Er 1
mínúta og 39 sekúndur voru búnar af
leiknum, bilaði hún og neitaði að fara i
gang aftur. Markataflan var einnig
biluð, en vonandi verður búið að laga
hvort tveggja fyrir Evrópuleikina i
körfuboltanum i lok vikunnar.
í upphafi síðari hálfleiks náði úrvals-
liðið siðan sínum bezta kafla, komst í
tuttugu stiga forystu, en lokatölur urðu
sem fyrrgetur 105—93.
Útlendingarnir stálu alveg senunni i
úrvalsliðinu og þar voru fremstir i
flokki þeir Danny Shouse (28 stig), Val
Bracy (23 stig) og Keith Yow (22 stig).
Einkanlega átti Bracy góðan leik,
sterkur i vörninni og átti margar frá-
bærar sendingar. Ríkharður Hrafn-
kelsson og Gunnar Þorvarðarson
skoruðu flest stig íslendinganna, 4
hvor. Jiang Youguang skoraði 29 stic
fyrir Kínverjana, Li Feng (nr. 8
skoraði 20 og Li Juejin (nr. 6) 17.
-SA.
Fjórða um-
ferðin hef st
íkvöld
— þá leika Fram og
Víkingur í Laugardalshöll
Fjórða umferð íslandsmótsins, 1.
deild, í handknattleik hefst í kvöld. Þá
ieika Fram og Vikingur i Laugardals-
höllinni og hefst leikurinn kl. átta. Á
miðvikudag leika Valur og Haukar á
sama stað. Leik Fylkis og Þróttar, sem
er i fjórðu umferðinni, hefur verið
frestað fram nndir mánaðamól.
Einn leikur verður í Hafnarfirði á
miðvikudag — stórleikur FH og KR og
hefst hann kl. 20.00. Kl. 19.00 leika
sömu félög í meistaraflokki kvenna.
Ekkert óvænt
íblakinu
Fyrsta mnferð Reykjavikurmótsins í
blaki var leikin í gærkvöldi í Hagaskóla. í
kvennaflokki vann ÍS Þrótt 3—1 (15—13,
7—15, 15—5, 15—11) en hjá köriiinum
iirðu úrslit þau að Þróttur vann Víking 3—
0 (15—8, 15—3, 15—5) og ÍS vann Fram
3—0(15—4,15—8,15—8).
-KMU.
Fyrsti
sigur Hal-
dorsson ÍUSA
Vestur-íslenzki golfmaðurinn Dan
Haldorsson vann sinn fyrsta sigur um
helgina í keppni atvinnumannanna í
Bandaríkjunum. Það var á Pensa Cola-
mótinu í Florida. Haldorsson lék
síðnstu 18 holurnar á 70 höggum —
samtals á 275 höggum. Varð tveimur
höggum á undan þeim Sullivan og
Helberg og hlaut 35 þúsund dollara i
fyrstu verðlaun. Hann er nú talinn
meðal efnilegustu golfleikara heims —
það eitt er afrek að komast i keppni at-
vinnumanna i USA.