Dagblaðið - 14.10.1980, Side 20

Dagblaðið - 14.10.1980, Side 20
20 Ct DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980. Menning Menning Menning Menning Minningar Þroskasaga tatarastúlku a Guyael Amalrik — Bernska mín í Rússlandi, 143 bta. Útfl.: Almenna bókafólagifl, 1980 Þýfl.: Bergur Björnsson . Einhver áhrifamesta og jafnvel átakanlegasta bók sem ég hef lesið um ógnir Stalínstímabilsins í Sovét- ríkjunum fyrir stríð er ekki sagn- fræðilegs eðlis, heldur sjálfsævisaga Natösju Mandelstahm, konu hins fræga skálds Ossip Mandelstahm, sem hvarf einhvers staðar í þrælkun- arbúðum í Síberíu árið 1942. Bókin er alveg laus við sjálfsvorkunn, en er samt barmafull af næmum og hroll- vekjandi lýsingum á því hvernig menntafólk bregst við ógnarstjórn, — beinni og óbeinni ritskoðun, heim- sóknum um miðjar nætur, yfirheyrsl- um, fangelsisvist. Þegar öllu er á bolninn hvolft eru slíkar frásagnir líkast til eins mikilvægar komandi kynslóðum og sagnfræðin, með tölur sínar og skýrslur. ömurleg æska Ekki er þar með sagt að bernsku- minningar tatarakonunnar Guysel Amalrik séú sambærilegar við hina meistaralegu frásögn Natösju og ekki hefur Guysel frá eins ægilegri lífs- reynslu að segja, þótt æska hennar hafi vissulega verið ömurleg. Þó eiga þessar tvær hugdjörfu konur ýmis- legt sameiginlegt þótt þær lilheyri tvennum tímum. Báðar búa þær við sömu kúgunina og leggja allt i sölurn- ar fyrir menn sina sem leitast við að finna sér lifsrúm i því þjóðfélagi sem þeir eru fæddir inn í, Mandelstahm með skáldskap og Amalrik með bar- áttu sinni fyrir mannréttindum. Þær eru auk þess góðum hæfileikum gæddar báðar tvær, Natasja er sjálf ágætur rithöfundur og tungumála- snillingur en Guysel hefur getið sér gott orð sem listmálari. Nú, loks var Mandelstahm gyðingaættar og því enn frekar utangarðs í hinu sovéska Bók menntir I — ■ Fi AÐALSTEINN *S INGÓLFSSON £ kerfi og Guysel tilheyrir kynstofni tatara, forsmáðum og útskúfuðum. Þroskasaga tatara Bernskuminningar Guysel eru hingað komnar frá Þýskalandi, en ekki frá Norðurlöndum eða Ameríku, eins og verið hefur með erlendar bækur og er það vonandi merki um stefnubreytingu útgefenda. Þær eru annars Ijómandi vel skrif- aðar og hefur þýðanda tekist að kpma líflegu, myndríku máli höfund- ar til skila. í eðli sínu tilheyra endur- minningar Guysel svokölluðum þroskasögum og sinn þroska tekur hún út við óvenjulegar harðneskju- legar kringumstæður. Hún er alin upp i smáíbúðarkytru þar sem bitist er um hvert pláss, þjáist af næringar- sjúkdómum alla sína barnæsku vegna ónógrar fæðu, er stöðugt kúguð af öðrum börnum og skóla- kerfinu vegna uppruna sins. En meðan bræður hennar og systur, vel gefnir krakkar, kikna undir þessu álagi og ganga af vitinu, þá flýr Guysel á náðir hugarflugs síns. En þegar hún vill fylgja því eftir, stunda listdans, teikna eða skrifa, eru henni allar götur lokaðar. Fjölskylda hennar hefur hvorki peninga né löng- un til að stuðla að listabrölti þessarar óstýrilátu dóttur. Bréf rá Síberíu Það er ekki fyrr en hún kemst t' kynni við listmálara, Vassili Jakowle- witsch að nafni, að Guysel herðir sjálf upp hugann og fer að læra teikningu í einkatimum hjá honum. Þar endar bókin, einmitt þegar maður býr sig undir að fræðast um kynni þeirra Andrejs Amalrik og Guysel og þá baráttu andófsmanna í Sovétrikjunum sem þau tóku svo mikinn þátt i. Að visu er i lokin prentað eitt bréf sem Guysel ritar ónefndri vinkonu sinni frá Síberíu en þar bjuggu þau hjón við erfið skilyrði svo ekki sé meira sagt. En það bréf virðist eins og eftirþanki eða sára- bætur til lesandans, sem annars gæti talið sig prettaðan — af elskulegri manneskju að vísu. Þessi snubbótti endir er eiginlega helsti löstur þessar- ar látlausu og trúverðugu bókar. Og varla þarf að taka fram að hún var ekki gefin út í Sovétrikjunum. - AI Amalrik hjónin í hópi andófsmanna í Moskvu. Gtiysel er fimmta frá hægri. c Þjönusta Þjónusta Þjónusta ) c Jarðvinna-vélaleiga i MURBROT-FLEYQUN MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORUN! NJéll Norflqnon, Vétaltlga SÍMI 77770 OG 78410 Traktorsgrafa leigu Traktorsgrafa til leigu í stærri sem minni verk. Aubert Högnason, sími 44752 og 42167. Traktorsgrafa til leigu Traktorsgrafa til leigu í stærri sem minni verk. Sími 72540. Kjamabonm Borun fyrir gluggum, hurðum og pipulögnum 2" —3" —4" —5"J Njðll HarAarson, vélaleiga Simi 77770 og 78410 Gröfur - Loftpressur Tek ad mér múrbrot, sprengingar og fleygun í húsgrunnum og holræsum, einnig traktorsgröfur í stór og smá verk. Stefán Þorbergsson Sími 35948 Véla- og tækjaleiga Ragnars Guðjónssonar, Skemmuvegi 34, símar 77620, heimasími 44508 Loftpressur SHpirokkar Beltavóiar Hrœrivéiar Stingsagir Hjólsagir Hitablásarar Heftibyssur Steinskurðarvél Vatnsdœlur Höggborvélar Múrhamrar s Þ Viðtœkjaþjónusta LOFTNE l-agmenn annast uppsetningu á TRI AX-loftnetum fyrir sjónvarp — FM stereo og AM. Gerum tilboö í loftnetskerfi, endurnýjum eldri lagnir, ársábyrgð á efni og vinnu. Greiöslu kiör- LITSJÓNVARPSÞJÓNUSTAN DAGSÍMI 27044 - KVÖLDSÍMI 40937. Sjón varpsviðgerðir Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Birgslaðaslrati .18. I)ag-, ksold- »g hilgarsími 21940. Sjónvarpsloftnet. Loftnetsviðgerðir. Skipaloftnet, íslenzk framleiflsla. Uppsetningar á sjónvarps- og útvarpsloftnetum. öll vinna unnin af fagmönnum. Árs ábyrgfl á efni og vinnu. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Siðumúla 2,105 Reykjavik. Simar: 91-3^090 verzlun — 91-39091 verkstæði. c Verzlun NÝ SÓLST0FA í Háaleitishverfi Vönduð vestur-þýzk loftkæld Ijós. Þægilegir U-laga bekkir. Góð að staða. Verið velkomin. SÓLSTOFAN SELJUGERÐI4 HÁALEITISH VERFI. SÍMI 31322. SEDRUS M* Súöarvogi 32 • Simar: 30585 & 84047 Húsbyggjendur Hef ávallt fyrirliggjandi allar gerðir af fylling- arefni og gróðurmold. Tek að mér ýmisskonar jarðvegsskipti. Leigi út jarðýtur og belta- gröfur. Magnús Hjaltested, sími 81793. C Húsaviðgerðir j [SANDBL'ASTUR h£ MELABRAUT 20 HVAUYRARHOLTI HAFNARFIRDI Sandblástur Málmhuðun. Sandlrlásum skip, hús og stærri mannvirki. Færanleg sandblásturstæki hvert á land scm or. Stærsta fyrirtæki landsins. sórhæft i sandblæstri. Fljót »k g»ð þjónusta. [53917] 30767 HUSAVIÐGERÐIR 30767 Tökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum sem smáum, svo sem múrverk og trésmíðar, járn- klæðiíingar, sprunguþéttingar og málningarvinnu. Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur. HRINGIÐ i SÍMA 30767 c önnur þjónusta j Klæðum og gerum við a/ls konar bó/struð húsgögn. Ák/æði í miklu úrvaii. Síðpmúla 31, sími 31780 c Pípulagnir-hreinsanir j Er stíflað? Fjarlægi stiflur úr '.oskum. wcrorum. baðkcrum og niðurfóllum. notum n\ og fullkomin tatki. rafmagnssnigla Vamr mcnn. Upplývingar i slma 4.1879. Stifluþjónustan Anton Aðabtainsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.