Dagblaðið - 12.11.1980, Side 2
Apartamentos Broncemar
Playa del Inglés
Rúmgóðar, skemmtilegar ibúðir með einu svefn-
herbergi, setusiofu, baði, eldhúsi og svölum.
Gistirými er fyrir 1-3 i hverri íbúð.
I Broncemar er veitingastofa og bar og við það bæði
sundlaug, garður og tennisvöllur. Staðsetningin er
hentug og i byggingunni er m.a. skrifstofa Flugleiða,
banki og kjörbúð.
íbúðarhótel
Las Salmones
Playa del Inglés
í ibúðarhótelinu Las Salmones eru um 300 íbúðir og
í hverri þeirra svefnherbergi með tveimur rúmum, en
í stofunni er auk þess svefnsófi. Þá fylgir eldhús með
öllum tækjum, baðherbergi og svalir.
í öilum ibúðunum er baksviðstónlist og simi.
Úti fyrir er stór, upphituð laug fyrir fullorðna og
auk þess busllaug fyrir börn:
Kanaríeyjar —
Gran Canaría
Kanaríeyjar hafa í meira en áratug verið
helzti áfangastaður þeirra íslendinga, sem
flýja næðinginn norður við íshaf og sækja
sér vetrarsól.
t fyrra leituðu langflestir Kanaríeyjafarar
til Útsýnar um fyrirgreiðslu, en ferðirnar
eru auglýstar sameiginlega af hálfu
þriggja ferðaskrifstofa og Flugleiða h f.
GRAN CANARIA er hin þriðja stærsta
af Kanaríeyjum, sem eru 13 talsins, og
þar er stærsta borgin, höfuðborg
eyjanna, Las Palmas. Farþegar okkar
eiga völ á dvöl í Las Palmas eða á
aðalbaðströnd eyjanna: Playa del Inglés,
sem er á suðvesturodda Gran Canaria, og
er þar að jafnaði sólríkast, enda á
mörkum Maspalomas, sem minnir á
Afríku með gróðurvinjar innan um
gulleitan eyðimerkursand. Þarna er nóg
um dægradvöl á nóttu sem degi og
sólbaðsaðstaða ágæt við sundlaugar gisti-
staðanna eða á ströndinni. I Las Palmas,
300 þúsund manna borg, er næturlífið
fjölskrúðugra, en ströndin, Las Canteras,
iðandi af mannlífi, er aðeins steinsnar frá
gististöðum.
Brottfarir
veturinn 1980-81
19. desember, 9. janúar, 30. janúar,
20. febrúar, 13. mars, 3. april op 24. apríl.
San Valentin Park
Playa del Inglés
Gistingin er i smáhýsum sem rúma 1-3.1 hverju
húsi er svefnherbergi, baö og eldhúskrókur.
Viö húsiö er verönd.
Sameiginlega fylgir húsunum sérstaklega fallegur
einkagarður með sundlaug, barnalaug, mínígolfi og
tveim tennisvöllum. Á ströndina er 15 mín. gangur.
Sagasta Playa Las Palmas
I Sagasta Playa eru íbúöir fyrir 1-2. Þær eru:
sameiginlegt svefnherbergi og setustofa, bað og
eldhúskrókur.
Sagasta Playa stendur viö Canteras ströndina.
E1 Caserio Playa del Inglés
Búiö er i tveggja hæða smáhýsum sem rúma 4-5 á
þægilegan hátt. Á efri hæð eru 2 svefnherbergi og
baö. Á neöri hæð: eldhús, setustofa og verönd. Viö
húsin er sameiginlegur garður, sundlaug og bar.
El Caserio er rétt viö ströndina.
KANARlEYJAFERÐIR
Veturinn 1980-81
Verö pr. mann
30/1,20/2, Jólaferð
BRONCEMAR, 9/1,24/4 13/3 páskaf. 3/4 19/12
1 svcfnherbcrgi Nýjar kr. Nýjar kr. Nýjar kr. Gamlar kr.
Þrír í ibúð 5.300.- 5.800,- 6.300,- 630.000.-
Tveir í íbúö 5.850,- 6.350,- 6.850,- 685.000,-
Einn í íbúð 7.550,- 8.050,- 8.550,- 855.000,-
LOS SALMONES, íbúðir 1 svefnherbergi
Þrir i ibúð 4.950,- 5.450,- 5.950,- 595,000,-
Tveir í Ibúö 5.400,- 5.900,- 6.400,- 640.000,-
Einn i ibúð 6.750,- 7.250,- 7.750,- 775.000,-
EL CASERIO, smáhýsi 2 svefnherbergi
Fimm i húsi 5.050,- 5.550,- 6.050,- 605.000,-
Fjórir i húsi 5.300,- 5.800,- 6.300,- 630.000,-
Þrír i húsi 5.750,- 6.250,- 6.750,- 675.000,-
Tveir 1 húsi 6.750,- 7.250,- 7.750,- 775.000,-
SAN VALENTIN PARK, smáhýsi 1 svefnherbergi
Þrir i húsi 5.550,- 6.050,- 6.550,- 655.000,-
Tveir i húsi 6.400,- 6.900,- 7.400,- 740,000.-
Einn i húsi 8.550,- 9.050,- 9.550,- 955.000,-
SAGASTA PLAYA stúdióibúðir Las Palmas
Tveir í Ibúð 5.500,- 6.000,- 6.500,- 650.000,-
Einn i ibúð 6.050,- 6.550,- 7.050,- 705.000,-
BARNAAFSLATTÚR:
Börn 12-15 ára nýkr.: 600,- gamlarkr.: 60.000,-
Börn 6-11 ára nýkr.: 900,- gamlarkr.: 90.000,-
Börn 2-5 ára nýkr.: 1200,- gamlar kr.: 120.000,-
Börn yngri en 2ja ára greiði nýkr. 400,- eða g.kr. 40.000,-
en foreldrar greiöa kostnað á Kanaríeyjum ef einhver er.
ATHUGIÐ:
Verð þessi eru háð gengi íslenzku krónunnar og geta
því breytzt.
Almennir skilmálar um hópferðir sem samþykktir hafa
verið af Félagi íslenzkra ferðaskrifstofa gilda um þessar ferðir.
Félagshópar geta fengið afslátt í sumum ofangreindra ferða
ef pláss er, vinsamlega hafið samband við Útsýn um það.
FLUGVALLARSKATTÚR ER EKKIINNIFALINN
Staðf.gj. er nýkr. 600,- eða g.kr. 60.000,-.
Pöntun ekki gild fyrr en staðfestingargjald er greitt.