Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 3
Breckenridge Hotel Fyrsta flokks hótel alveg á ströndinni með stóru sólarsvæði og sundlaug, bar, veitingasal, sem orðlagður er fyrir góðar steikur og sjávarrétti. Hljómsveit og hinn frábæri Kim Charles skemmta á kvöldin. Aðlaðandi gististaður með góða þjónustu, einn hinn liflegasti á St. Pete Beach. FLÓRÍDA Tilbreyting og skemmtun St. Petersburg ÆVINTÝRALANDIÐ WALT DISNEY WORLD, frægasta skemmtisvæði veraidar af sinu tagi með 45 mismunandi sýningar- og skemmtiatriði, ferð sem enginn Floridafari sleppir. — Dagsferð. KENNEDY SPACE CENTER Geimferðastöðin á Kennedy-höfða, með geimskipun- um Mercury, Gemini og Appollo, sem fluttu fyrstu mennina út i áður ókannaðar viðáttur geimsins. Ótrúlegur tæknibúnaður og fróðleg sýn inn í framtiðina. — Dagsferð. SEA WORLD OG STARS HALL OF FAME - ORLANDO Sea World er stærsta sjávardýrasafn heimsins, þar sem dýrin leika ótrúlegustu listir. Á 135 ekrum lands er fjölmargt til fróðleiks og skemmtunar, s.s. smáþorp i Hawaii- og japönskum stfl, „Fountain Fantasi Theatrc” o.m.fl. Stars Hall of Fame er safn sem sýnir 200 frægustu kvikmyndastjömur sögunnar í frægum hlutverkum og sviðsetningum. — Dagsferð. CYPRESS GARDENS Undir 1800 ára gömlum Kýprustrjám og pálma- lundum gefur að Ifta blómaskrúð og litadýrð náttúrunnar, sem vart á sinn Ifka, enda eru þessar 220 ekrur lands kallaðar fegursti garður heimsins. Missið ekki af ballettinum á vatnaskfðum. — Dagsferð. CIRCUS WORLD — RINGLING BROS. Stærsta og fjölbreyttasta sirkussýning f heimi þar sem dýr og fjöilistamenn leika ótúlegustu listir og margt annað er til skemmtunar. — Dagsferð. ST. PETE hefur eitthvað við allra hæfi, og ÚTSYN hefur valið farþegum sfnum þægilega, hentuga og viðkunnanlega gististaði við vægu verði. Brottför á laugardögum. Verð frá kr. 623.600 f 3 vikur. St. Petersburg Beach St. Petersburg er stærsta borgin á vesturströnd Floridaskagans. Á kóralrifi úti fyrir ströndinni hefur risið upp einn vinsælasti baðstaður Florida, St. Pete Beach með fjölda nýtfzku hótela og fbúða. Ströndin er ein hin bezta sem um getur. Við hvitan sandinn gjálfra ylvoigar öldur Mexikóflóans. St. Pete er kyrrlátur staður og kjörinn til hvlldar og hressingar, en á næsta leiti eru margir áhugaverðir staðir fyrir þá, sem vilja kynna sér náttúruundur Florida, gróðurfar, fugla- og dýralif og ýmsa mcrkis- staði. Hafgolan heldur niðri hitanum, sem oftast er þægilegur árið um kring, og sólin skin flesta daga ársins. Colonial Gateway Inn Tveggja hæða bygging með herbergjum og fbúðum, sem umlykja stóran garð með ágætri sundlaug og sólbaðsaðstöðu næst ströndinni. Setustofa, bar og veitingasalur með sjálfsafgreiðslu, þar sem gcstirnir geta valið eins og lystin leyfir af hiaðborði i sænskum Smörgásbord-stfl, einnig útiveitingastaður með smárétti við sundlaugina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.