Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 8
FORSJÁLL FERÐAMAÐUR VELUR ÚTSÝNARFERÐ
Feröaskrifstofan ÚTSÝN
Ferðalög eru eina aðferð okkar til að kynnast heiminum í reynd,
fegurð hans, fjölbreytni og andstæðum, enda aukast ferðalög með
ári hverju í öllum þjóðfélögum, sem búa við sæmileg lifskjör.
Ferðalög eru öðru fremur tákn nútimans og eftirsóttra lífsgæða,
aukinnar menntunar, víðsýni og frjórrar lifsnautnar.
Þvi er gild ástæða til að undirbúa ferðalagið vel og i tæka tíð og
velja þá þjónustu og fyrirgreiðslu sem treysta má.
I aldarfjórðung hefur Ferðaskrifstofan ÍJtsýn verið brautryðjandi
í ferðaþjónustu hér á landi og skipulagt ferðir fyrir sérhópa og
einstaklinga um allan heim. ÚTSÝN hefur á að skipa færasta fólki í
farseðlaútgáfu og skipuiagningu ferða, fólki með þekkingu og langa
reynslu í starfi sinu.
Farþegar, sem gera farseðlaviðskipti sín hjá ÚTSÝN — þótt þeir
fari „á eigin vegum” — fá ókeypis alla þjónustu varðandi hótel-
pantanir, pantanir á framhalds-farseðlum, hvort sem er með flug-
vélum, járnbrautum, áætlunarbifreiðum eða skipum, miða í leikhús
eða tónleika, knattspyrnu- og iþróttaleiki, aðgangskort á sýningar,
skíðalyftur, green-fees o.þ.h. ÚTSÝN pantar einnig bílaleigubila og
sér um pantanir og útskrift pappíra vegna flutnings bifreiða sjóleiðis
— farþeginn greiðir sama fargjald — lægsta fáanlega fargjald á
hverri flugleið og með hvaða flugfélagi sem er. Starfsfólk
ÚTSÝNAR miðlar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góð ráð og
leiðbeinir ferðamanninum um alla skipulagningu ferðalagsins.
í krafti umsvifa sinna, reynslu og traustra viðskiptasambanda
getur Útsýn boðið meira úrval, betri kjör og fyrsta flokks þjónustu
fagfólks.
Um leið og Útsýn þakkar viðskiptin í liðinn aldarfjórðung eru ný-
ir viðskiptavinir ásamt hinum eldri boðnir velkomnir að reyna og
njóta þjónustu, sem getur verið þeim í senn til þæginda og hagsbóta.
Með starfsemi sinni hefur Útsýn sparað íslenzkum farþegum
milljarða. Auk þess leggur fyrirtækið nú stóran skerf til
þjóðfélagsins með styrkjum til lista og menningarmála.
Styrkið Útsýn í að byggja upp betra þjóðfélag, um leið og þér
tryggið eigin hag.
Með þökk fyrir viðskiptin
klúbbur
BETRI SKEMMTANIR
BETRI FERÐIR
BETRA LÍF
KLÚBBUR 25 er félagsskapur, sem vill hjálpa þér að
njóta betri skemmtana og kynnast heiminum, jjölbreytni
hans og fegurð með áhugaverðum ódýrum ferðum við þitt
hæfi, þar sem áhugamál ungs fólks og góður smekkur situr
í fyrirrúmi. Ferðalög eru heitlandi og þroskandi. Þvífyrr,
sem þú lœrir að njóta þeirra, þeim mun meira auðga þau líf
þitt og reynslu.
KLÚBBUR 25hefur skrifstofuaðstöðu íhúsnœði Útsýnar,
Austurstrœti 17 (2. hœð) og eru þar gefnar allar
upplýsingar um starfsemi hans, tekið við inntökubeiðnum
og afhentfélagsskírteini. Árgjalder kr. 5.000,-
Þetta er í annað skiptið, sem ég ferðast með Ferðaskrif-
stofunni Útsýn, því að betri þjónustu, bæði hér heima og
eriendis, er ekki hægt aö fá, þótt víða væri leitað. ÚTSÝN
er með sérfræðinga á öllum sviðum. Ég mæli alveg 100%
með Útsýn. Hafið þökk fyrir allt. Með ósk um bjarta
framtíð. Jónína M. Kristjánsdóttir