Dagblaðið - 12.11.1980, Blaðsíða 5
KITZBÚHEL
LECH
Kitzbiihel er 700 ára gamall tirólskur fjallabær og stendur í
djúpum dal umluktum háum fjöllum. Veðurfar er milt og stillt og
sterkrar háfjallasólar nýtur þar nær undantekningalaust daglangt.
Þarna eru einhver frægustu og beztu skiðalönd í heiminum. Fólk
hefur löngum flykkst til Kitzbúhel til að iðka hvers konar vetrar-
íþróttir. Þar eru yfir 40 skíðalyftur og á annað hundrað skíðabrautir
í brekkum, þar sem allir finna braut við sitt hæfi. Um 150 skíða-
kennarar eru á staðnum, sem veita ykkur tilsögn í hinum margvís-
legu greinum skíðaíþróttarinnar.
í Kitzbúhel getið þið einnig tekið ykkur ýmislegt fleira fyrir
hendur. Þar er sundlaug, tennisvellir (innanhús), skíðagöngubrautir,
glæsileg veitingahús og dæmigerð austurrisk kökuhús. Einnig getið
þið brugðið ykkur á skauta, í sleðaferðir eða farið í gönguferðir í
tignarlegu umhverfi austurrísku Alpanna. Drekkið í vkkur fjalla-
dýrðina og njótið útiverunnar.
KITZBUHEL: 14 dagar
PENSION LÁRCHENHOF
Innifalið:
Flugfargjald, flutningur til og frá flugvelli, gisting með morgun-
verði.
Brottför: 24. janúar, 7. febrúar og 21. febrúar.
Verð frá kr. 659.500,-
Skíðasvæði Lech, Oberlech, Zúrz og Zug eru undralönd vetrar-
ins, sem opnast hafa með þjónustukerfi kláfa, skíða og stólalyfta,
og eru þar fullkomin skilyrði fyrir bæði byrjendur og þá sem lengra
eru komnir í skiðaíþróttinni.
Gestir kunna sérstaklega vel að meta ferðamátann, sem boðið er
upp á milli þorps og fjalla. Lech á hina öru þróun og velferð að
þakka þeim fáu mönnum sem opnuðu þetta sérstæða land fyrir
ferðamönnum, og tekur þetta framförum enn þann dag í dag.
Siðast en ekki sist er það hin þekkta austurriska gestrisni, sem
laðar gesti til Lech.
LECH/ARLBERG
er komin í þetta undraland — ZÚRS/LECH — stop — skíða-
draumur um sól og snjó — stop — fullkomin samsetning af nútima
þægindum og „gemuetlichkeit” — stop — frábær skemmtun milli
skiðabrekkna og barstóla — stop — þarf að minnsta kosti aðra viku
til að njóta þess alls — stop — alþjóðlegt andrúmsloft — stop —
LECH/ZÚRS — vetrarævintýri — stop — býst við þér sem fyrst —
stop
Þegar þið eruð í Lech, á ykkur ekki að líða eins og heima, heldur eins
og þið séuð í fríi. Þess vegna er allt gert til að tryggja gott frí fyrir
þá, sem vilja hafa mikið að gera, eða frí fyrir þá „lötu” sem vilja fá
góða hvíld, en i báðum tilvikum skemmtilega frídaga.
KRANSKJA GORA: 14 dagar
HOTEL KOMPAS
Innifalið: Flugfargjald, flutningur til og frá flugvelli, gisting og
háift fæði, lyftukort sem gildir í tvær vikur.
Brottför: 20 desember, 17. janúar, 7. febrúar og 7. marz.
Verð frá kr. 621.000,-
LECH FYRR OG NÚ
Nútímaferðamaður, sem kemur til Lech og sér hinn fjörlega straum
ferðamanna alls staðar að úr heiminum, á erfitt með að trúa þvi, að
allt fram að síðustu aldamótum var þorpið algjörlega sambandslaust
við umheiminn marga mánuði á vetri, og að einungis var hægt að
komast þangað eftir hættulegum hestagötum. Efri hluti Lechdals
var snemma notaður sem beitarland, en búseta hófst ekki þar fyrr en
um 1300. Er hin gamla sveitakirkja með sinn háa turn þó búin að
standa þarna frá þeim tíma.
LECH: 14 dagar
PENSION MALLAUN
Innifalið:
Flugfargjald, flutningur
til og frá flugvelli, gisting með morgun-
verði.
Brottför: 14. febrúar,
28. febrúar og 14. marz.
Verð frá kr. 671.500,-
á25&
AR,
ALLTAF I
F ARARBRODDI
ÓDÝRT
EN FYRSTA FLOKKS
ÓLL VERÐ ERU MIÐUÐ VIÐ GENGI lSL. KRÓNU 15. OKT.
ALMENNIR SKILMÁLAR FÉL. ISL. FERÐASKRIFSTOFA UM
HÖPFERÐIR GILDA UM ÞESSAR FERÐIR.