Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 21.11.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. 5 Hressir krakkar í stúdfó 14 LÆRA AÐ TJA SIGA ANNAÐ EN PAPPÍR mga Hulr1 Hákonardótíir „Ef þessi heppnast vel þarf ég ekki að kaupa jólakort,” segir Ása og reynir aó vanda sig. „Velkomin í stúdio 14” glumdi á mód blaðamanni og ljósmyndara þegar við komum ofan í kjallara Álftamýrarskóla. Þarna var dálitið óstýrilátur krakkahópur, sex stelpur og átta strákar að æfa sig að taka myndir. Þau voru að prófa sig áfram með ljós og uppstillingar. Fyrirsætan sat á kassa, og sýndi mun meiri þolinmæði, en krakkarnir, enda var hún ekki af holdi og blóði, heldur ljóshærð brúða sótt í dúkkuskáp einnar stelpunnar. Studio 14 hefur verið í þróun i skólanum i nokkur ár undir leiðsögn Marteins Sigurgeirssonar kennara. Tækjabúnaðurinn er ekki stórkostlegur — og þó. Skóli og krakkar hafa í sameiningu viðað að sér 8 mm kvik- myndavél, tveimur spólutækjum, há- tölurum og öðru sem þarf í lítið út- varps- og kvikmyndastúdíó. Þarna útbúa nemendur alls konar efni, í tengslum við námið, og eru svo dugleg að þau gátu sýnt 25 myndir á kvikmyndahátíð, sem þau héldu í vor. Og um leið og þau læra að tjá sig á annað en pappír eins og Marteinn orðar það, þá undirbúa þau sig undir að geta orðið virkir þátttakendur í fjöl- miðlum framtíðarinnar og standa þar með betur að vígi í veröld morgundagsins. Hraunflóð úr tómatsósu Það er alltaf verið að tala um það núna að gera krakkana virka og vekja áhuga þeirra fyrir umhverfi sínu, og Hljóðupptökustúdióið. Frá vinstri: Ólafur, Sigurður, Sesselja, Halli og Marius. Möguleikarnir eru ótæmandi. Sjóorrusta frá 13. öld Sumir krakkanna sem nú eru í efsta bekk lögðu inn á kvikmyndabrautina 11 ára, þegar þau gerðu mynd um Flóa- bardaga. „Við gerðum skipalíkön og hreyfðum þau. íslenzkukennarinn okkar var stórkostlegur og.kom okkur af stað.” í hittifyrra var gerð mynd sér- staklega fyrir listahátíð barna og nefndist hún: „Hvaðer list?” Þar voru viðtöl, umræður og myndir. Og einn strákurinn, Sigurður Sig- urðsson, hefur náð svo langt að gera leikna mynd. „Hún er um það þegar ósköp venjulegur islenzkur borgari lendir í þeirri ógæfu að það kviknar í hjá honum, þegar slökkviliðið er í fríi,” segir höfundurinn. Það vafðist ekkert fyrir honum að sýna eldsvoða — „við blésum reyk úr sígarettu inn á filmuna.” Yngstu bekkirnir eru með Það eru ekki einvörðungu elztu bekkirnir, sem nota stúdióið. „Marteinn ætlar að koma þessum far- aldri yfir allan skólann,” segir stelpa úr 9. bekk. Hann segir sjálfur að sér finnist ekki nógu sniðugt að fámennur hópur standi fyrir öllu. I prógrömmum sem hann kallar Rás 1, Rás 2, Rás 3 og Rás 4 virkjar hann fleiri nemendur. Þeir yngstu, 1.-3. bekkur eru ábyrgir fyrir rás 4 og eru nú að útbúa mynd, sem m.a. sýnir heimsókn sinfóníu- hljómsveitarinnar í skólann, en þá fengu börnin að stjóma hljómsveitinni. f myndinni eru einnig atriði úr um- ferðarkennslu lögreglunnar og sál- fræöingur skólans hefur lofað að segja frá kynnum sínum af galdramönnum í Afríku. Á milli eru kynningar, sem börnin annast að sjálfsögðu sjálf. Gamall maður hreinsar dún Sigrún prófar Ijósiö, en ef vel ætti aö vera þyrfti fleiri. gæti stillt sér upp?” galar einhver. ,Er ekki gáfnaljós hérna, sem DB-myndir: Gunnar Örn. Marteinn segir frá hugmyndaríkri kennslukonu, sem fyrir nokkrum árum, lét krakkana, 9—10 ára, í þessum skóla safna ritgerðarefni með því að fara og ræða við verkamenn sem voru að grafa húsgrunn rétt hjá skólanum, og ennfremur fóru þau í Blindrafélagið og i Hrafnistu, þar sem þau hittu gamlan mann, sem hreinsaði dún. „Það er gaman að gera eitthvað slíkt,” segir Marteinn. „Þar sem krakkarnir komast I tengsl við lifið utan skólans. Eins að vekja skilning þeirra á þvi að lífshættirnir eru alltaf að breytast og gamalt fólk sem við höfum hjá okkur i dag er kannske horfið á morgun. Eins með húsin.allt I kringum okkur eru gömul hús að hverfa fyrir nýjum. Og kvikmyndin er stórkostlegt tæki til að geyma slíkar minjar. Og jafnvel bara það, þegar krakkar leggja mikla vinnu í að búa til hluti í sambandi við kennsluna, segjum líkan af sólkerfinu eða af þorpi í Afríku, þá er gaman að festa það á filmu.” Ljósmyndari DB kyrrsettur Það er margt fleira að gerastistúdíó 14. Grín um nemendur og kennara, sem verður til skemmtunar á árshátíð, og svo eru hljóðupptökutækin mikið notuð ein sér, t.d. til að æfa útvarps- þætti, sem nemendur skólans hafa komið fram. „Við ætlum bráðum að ákveða fasta tima, þar sem nemendur og kennarar geta komið þegar þeim sýnist til að heyra sínar eigin raddir, eða æfa sig í flutningi á kvæðum, eða hverju sem þeim dettur í hug,” segir Marteinn. Og svo lætur hann þess getið að Ijósmyndahópurinn hafi tekið að sér að sjá fyrir myndefni í næsta hefti af tíma- ritinu Skímu, sem móðurmálskennarar gefa út. En við verðum að kveðja, því krakkarnir eru búnir að hertaka ljós- myndara DB og draga hann inn i myrkvakompuna þar sem spurning- arnar um tæknilegar kúnstir við fram- köllun dynja á honum. En það tekst að endurheimta hann, og við kveðjum, stórhrifin af þessu framtaki, sem blómgast undir skóla- stjórn Ragnars Júlíussonar, sem alla tíð hefur sýnt þessari starfsemi áhuga og stuðning. -IHH. það er ansi margt sniðugt sem hefur verið gert í Álftamýrarskólanum undir handleiðslu Marteins ( og fleiri kennara þar). „Sumt af þessu er sprottið af hálfgerðri neyð,” segir Marteinn, sem auk þess að hafa umsjón nieð bóka- safninu er landafræðikennari. En sakir fjárskorts hefur seinkað útkomu nýrra kennslubóka, svo kennarar hafa gripið til eigin ráða. „Nokkrir strákar hjá mér bjuggu til fræðslumynd sem hét: „Hvaðer landa- fræði?” segir Marteinn. Þeir lögðu það á sig að vakna klukkan átta á morgnana og unnu a.m.k. 50 tíma i þessari mynd í frístundum sínum. Hún var hin fjölbreyttasta: meðal annars bjuggu þeir til eldgos. Fjallið var úr leir og hraunflóðið tómatsófa. Með því að blása sósunni með drykkjarstrái upp úr fjallinu fengust tignarlegar hræringar. Önnur mynd var gerð um Kristnisögu. „Þar höfðu krakkarnir fjörugar hringborðsumræður um trú- mál. Sum voru trúleysingjar, en önnur voru sannkristin og höfnuðu þróunar- kenningu Darwins með sannfærandi rökum. Þau töluðu líka fram og aftur um fermingar. Og nú er verið að leggja siðustu hönd á fræðslumynd af sviði eðlis- fræðinnar: Um hitaþenslu. „Niundi bekkur byrjaði á henni í fyrra hjá kennara sínum, Steini Ólafssyni. Þessir krakkar eru nú komnir í aðra skóla, en hafa komið hingað í húst til að ljúka henni. Mér finnst skemmtilegt að sam- bandið við skólann skuli ekki slitna alveg strax, þótt nemendur útskrifist.” Krakkar úr 9. bekk, sem tekið hafa Ijósmynda- og kvikmyndagerð scm valgrein. Mar- sitja 1 hálfhring, talið frá vinstri: Marius, Sigurður, Sesselja, Kristín, Jóhanna, teinn kennari situr á gólfinu, en Sigrún og Ólafur sitt hvorum megin við hann. Siðan Stefán, Halli, Jón, Gunnar, Þórdis og Ása.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.