Dagblaðið - 21.11.1980, Side 7

Dagblaðið - 21.11.1980, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. 7 Heymar og- talmeinastöð íslands skortir fjármagn til að komasérupplager: Löng bið eftir heymartækjum —nauðsynlegur tækjalager kostar 70 milljðnir, en kassinn ertómur Þeir sem hafa skerta heyrn og þurfa á heyrnartæki að halda geta þurft að bíða 1 allt að tvo mánuði frá þvi að læknir úrskurðar að þeir þurfi á tæki að halda þar til þeir fá það í sinar hendur. Ástæðan er sú að hina nýju Heyrnar- og talmeinastöð fslands á Háaleitisbraut 1 skortir fjármagn til að koma sér upp nauð- synlegum lager af heyrnartækjum. Verður um sinn að panta tæki eftir þörfun og viðskiptavinir verða að hafa biðlund í nokkrar vikur. Að sögn Ingimars Sigurðssonar deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og stjórnarformanns Heyrnar- og tal- meinastöðvarinnar kostar það stöð- ina um 70 milljónir króna að kaupa lager af heyrnartækjum. Verður það eitt fyrsta verk forráðamanna stöðvarinnar á næsta fjárlagaári. Áður sá Tryggingastofnun um útveg- un heyrnartækja sem notendur fengu þeim að kostnaðarlausu. Með lögum frá því í maí sl. tók Heyrnar- og tal- meinastöðin að sér hlutverk Trygg- ingarstofnunar að nokkru leyti. Nú fá aðeins börn á skólaskyldualdri ókeypis heyrnartæki, elli- og örorku- lífeyrisþegar greiða 50% af verði tækjanna, 16 ára og eldri greiða 30% af verði eins tækis en 20% af verði tveggja tækja. Verð á heyrnartækj- um er mishátt eftir gerðum, en Einar Sindrason læknir, forstöðumaður Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, sagði algengasta verðbilið 80—100 þús. krónur. ,,í nágrannalöndunum fá notendur tækin ókeypis eins og áður var hér á landi, en ég tel nýju lögin betri. Við fáum ábyrgari notendur með þvi að þeir þurfa sjálfir að taka þátt í kostn- aðinum og gera sér þannig grein fyrir verðmæti tækjanna,” sagði Einar. Heyrnar- og talmeinastöðin þjónar öllu landinu. Aðsóknin hefur verið gífurleg, meiri en menn bjuggust við. Hingað til hefur aðeins verið sinnt heyrnarmeinum á stöðinni en í undir- búningi er að taka í notkun talmeina- deild þar. - ARH Haustið 1978 skrifaði DB fjölda greina um mál heyrnarskerts drengs, Gunnars Þórs Péturssonar, sem þurfti að fá sérstök hevrnartæki til að geta stundað nám i almennum skóla. Tækin voru tolluð sem lúxusvarningur og að viðbættum sölu- skatti og vörugjaldi kostuðu þau þá 725 þús. kr. sem var hærri upphæð en for- eldrar hans höfðu handbæra til kaupanna. Eftir DB-skrif dögum saman tókst að láta „kerfið” rumska: Magnús H. Magnússon heilbrigðisráðherra beitti sér fyrir þvi að átta heyrnartæki voru pöntuð og fékk Gunnar Þór eitt þeirra. Trygginga- stofnun greiddi kostnaðinn. „Ég heyri mjög vel,” sagði drengurinn hinn ánægð- asti þegar hann var kominn i skólann með nýju tækin (sjá mynd) og kennarinn hans, Guðrún Kristín Antonsdóttir sagði: „Nú get ég náð sambandi við hann hvar sem er I kennslustofunni en áöur varð hann að miklu leyti að lesa af vörum mínum.” . ARH Hækkun fasteignamats: FASTEIGNAVERÐ HÆKKAÐIUM 47% —en ekki 60% samkvæmt könnun nokkurra fasteignasala á höf uðborgarsvæðinu Hækkun fasteignaverðs íbúðar- húsa á höfuðborgarsvæðinu er 47% að sögn Ágústs Hróbjartssonar fast- eignasala en ekki 60% eins og yfir- fasteignamatsnefnd framreiknaði, samkvæmt tillögum Fasteignamats ríkisins. Þetta byggir Ágúst á útreikningum sem hann og nokkrir fasteignasalar gerðu, en þeir reiknuðu út verðbreyt- inguna á 500 ibúðum á tímabilinu I. des. ’79 til 15. þ.m. Áætlun yfirfast- eignamatsnefndar nær yftr tímabilið l.des. '79 til 1. des. ’80. Telja þessir sömu fasteignasalar þetta sýna takmarkaðan áhuga stjórnvalda í baráttunni við verðbólg- una. Áhugi stjórnvalda virðist aðal- lega liggja í því að fá sem hæsta upp- hæð í skatta, því hærri skattstofn því hærri skattar, sagði Ágúst. - GSE. Homfirðingar: , MEÐ HEITT VATNIÆÐUM Heitt vatn rennur um æðar hitaveitu Hafnarhrepps en um sl. helgi var lokið við að hleypa heitu vatni á fyrsta áfanga hitaveitunnar og er nú verið að prófa kerfið. í áfanganum eru 47 hús, þar af eru fáeinir stórnotendur-svo sem fiskvinnslustöðvar, verzlun og verk- stæði. Þrjú hús voru tengd á föstudag og reyndist þar góður hiti. Eftir að heitt vatn er komið í götu- æðarnar geta húseigendur tengzt veit- unni. Annar áfangi verður væntanlega til- búinn til tengingar eftir hálfan mánuð. Er þar um að ræða 100 hús. Einnig verður þriðji áfanginn tilbúinn að hluta. Hafnarhreppur á og rekur dreifi- kerfið en það hefur verið í byggingu á þessu ári. Fjarhitun hf. hannaði veit- una, en fyrsti áfanginn var unninn af Byggingafélaginu Höfn hf. Vélval sf. á Höfn sér um annan og þriðja áfanga. Rafmagnsveitur ríkisins eiga og reka kyndistöðina, en hún er i tengslum við dísilrafstöðina hér og notar varma frá kælivatni og afgasi. Einnig er þar svart- olíuketill'sem varaaflgjafi. Þegar Höfn tengist raforkukerft landsins munu dísilvélarnar þagna en þá verður raf- skautsketill settur upp í kyndistöðlnni til orkuframleiðslu. -Júlia.Höfn. LYFSÖLULEYFI er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Dalvíkurapóteks. Dalvík, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli. fyrir 20. desember 1980. Samkvæmt heimild í 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er verðandi lyfsala gert að kaupa húsnæði, áhöld, innrétting- ar, og vörubirgðir lyfjabúðarinnar, ennfremur ibúð lyfsala, semerisama húsi. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 18. nóvember 1980. Sértilboð Við kóperum hverja sem er af myndum þinum í svo mörgum eintökum sem þú vilt fyrir venjulegt gjald og látum fylgja henni jólakort, sem þú getur fest myndina á alveg ókeypis. Með þessu móti geturþú sent vinum þínum heima eða erlendis sérstœð, persónuleg og skemmtileg jólakort í ár án mikils til- kostnaðar. Komdu semfyrst með filmuna, eða filmurnar til vinnslu i afreiðslu okkar að Suðurlandsbraut 20, í Hafnarstrœti 17, eða til nœsta filmumóttökustaðar okkar. BgggingAvöruvð^xlao Trgggva HAonessooAr SIÐUMÚLA 37-SlMAR 83290-83360

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.