Dagblaðið - 21.11.1980, Side 23

Dagblaðið - 21.11.1980, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980. C Útvarp HESTER-STRÆTI - sjónvarp kl. 22,45 31 Sjónvarp A GAMLA MENNINGIN AÐ VIKJA FYRIR HINUM AMERÍSKA DRAUMI? Fylgzt verður meö störfum Vigdísar Finnbogadóttur forseta i Fréttaspegli l kvöld. FRÉTTASPEGILL—sjónvarp íkvöld kl. 21,30: DB-mynd R.Th. Ólik sjónarmiö hjónanna I blómyndinni leiða til skilnaöar þeirra. Þarna er rabbiinn að reyna að taia á miiii þeiua. „Myndin lýsir högum innflytjenda til Bandaríkjanna í kringum aldamót- in. Einkum þó gyðinga frá Austur- Evrópu,” sagði Kristrún Þórðardóttir þýðandi uin myndina Hester-stræti sem sjónvarpið sýnir i kvöld. Myndin er bandarísk, frá árinu 1975, en þrátt fyrir það svarlhvit. Er það gert til að ýkja andstæðurnar sem fram koma og til að ná réttara andrúmslofti. „Flestir þeir gyðingar sem við kynnumst eru frá Rússlandi og Pól- landi. Milli þeirra er togstreita um það hvort halda eigi í gömul menningar- verðmæti eða afneita öllu gömlu. Hjónin sem eru aðalsöguhetjurnar eru sitt á hvorri skoðun. Karmaðurinn trúir á hið ameríska samfélag og hefur aðlagazt því. Konan aftur á móti kemur til landsins þrem árum seinna og heldur sér dauðahaldi i alla gömlu menninguna. Myndin er á ensku, jiddisku og ör- lítið af hebresku, sem er mál rabbí- anna. Þetta er allt þýtt á islenzku. Óhætt er að segja að myndin sé mjög góð og skemmtileg,” sagði Kristrún. Aðalhlutverkin i myndinni eru leikin af Sleven Keats og Carol Kane. - DS FITUBOLLA —útvarp ífyrramálið kl. 11,20 mundur Klemenzson, Róbert Arnfinns- son, Saga Jónsdóttir og Jóhanna Norð- fjörð. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Þetta er annað leikridð sem Andrés hefur skrifað fyrir útvarp. Hitt var framhaldsleikrit i fimm þáttum sem heitir Elísabet og var flutt í útvarpinu fyrir tæpum tveimur árum. Eins og kunnugt er fékk Andrés á liðnu ári verðlaun frá Máli og menningu fyrir barnabók sína Lyklabörn, en á barna- árinu svonefnda efndi Mál og menning til samkeppni nteðal rithöfunda um nýjar barnabækur. Þá leikstýrði Andrés Indriðason og skrifaði handrit að kvikmyndinni Veiðiferðinni en hún hefur verið sýnd um allt land við miklar vinsældir að undanförnu. Andrés hefur starfað hjá Sjónvarp- inu frá byrjun, sem dagskrárgerðar- maður og upptökustjóri. Hann hefur m.a. lagt til efni í Stundina okkar og samið ýmsa skemmtiþætti fyrir sjón- varp. Þjóðleikhúsið sýndi eftir hann harnaleikritið Köttur úti í mýri árið 1974. Leikritið Fitubolla fjallar um börn á skólaaldri og samskipti þeirra hvert við annað. Upptaka á leikritinu fór að mestu fram í Melaskólanum og á nærliggjandi götum. 1 fyrramálið kl. 11.20 verður flutt barnaleikritið Fitubolla eftir Andrés Indriðason. Helztu leikendur eru: Felix Bergsson, Margrét örnólfsdótdr, Guð- Andrés Indriðason, höfundur Filu- bollu, fékk i fyrra verðlaun fyrir bókina Lyklabörn. Þessi mynd er tekin af honum við það tækifæri. DB-mynd R. Th. ISLENZKT LEIKRIT UNISKÓLABÖRN Styrkir tH háskó/anáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa Islendingunt til há- skólanáms í Danmörku námsárið 1981 -82. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8—9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 2.470.- danskar krónur á mánuði. Umsóknir um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneydsins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. janúar 1981. — Sérstök um- sóknareyðublöðfást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 18. nóvember 1980. Jarðskjálftar og Vigdís forseti FréttaspegiH kvöldsins er í umsjón þeirra ögmundar Jónassonar og Ingva Hrafns Jónssonar. í Fréttaspeglinum í kvöld verður að venju fjallað um efni af bæði inn- lendum og erlendum vettvangi. Nú eru rúmir 3 mánuðir liðnir frá því Vigdís Finnbogadóttir tók við ernbætd forseta Islands. í Frétta- spegli í kvöld verður fylgzt með starfsdegi forsetans bæði að Bessa- stöðum og í stjórnarráðinu og rætt við Vigdisi um starfið og áhrif þess á hagi hennar. Fyrr i mánuðinum varð allöflugur jarðskjálfti i Kaliforníu en þar eru jarðskjálftar tíðir og eru margir ugg- andi um að búast megi við öflugum jarðskjálfta þar likt og gerðist rétt upp úr aldamótum. Um þetta verður fjallað í þættinum en einnig verður vikið að borgarastríðinu í Mið- Ameríkuríkinu El Salvador. Styrkir tií háskóianáms eða rannsóknastarfa í Finniandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa lslendingi til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1981 -82. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar frá 10. september 1981 að telja og er styrkfjár- hæðin 1300 finnsk mörk á mánuði. Skipting styrksins kemur þó til greina. Þá bjóða ftnnsk stjórnvöld einnig fram eftirgreinda styrki er mönnum af öllum þjóðernum er heimilt aðsækja um: 1. Tíu fjögurra og hálfs til níu mánaða styrki til náms í finnskri tungu eða öðrum fræðum er varða finnska menriingu. Styrkfjárhæðin er 1300 finnsk mörk á mánuði. 2. Nokkra eins til tveggja mánaða styrki handa vísindamönnum, lista- mönnum, eða gagnrýnendum til sérfræðistarfa eða námsdvalar i Finnlandi. Styrkfjárhæðin er 1600 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um framangreind styrki skal komið dl menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, I0l Reykavík, fyrir 10. janúar nk. Umsókn skal fylgja staðfest afrif prófskírteina, meðmæli og vottorð um kunnáttu i finnsku, sænsku, ensku eða þýsku. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytíð. 18. nóvember 1980.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.