Dagblaðið - 02.12.1980, Page 1

Dagblaðið - 02.12.1980, Page 1
6. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980 - 273. TBL. RITSTJÓRN SIÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALStMI 27022. Sýður upp úr hjá stuðningsmönnum Gervasonis: GRJÓTINN TIL FRIÐJÓNS — hópur fólks setttlst að í dómsmálaráðuneytinu í morgun Þegar starfsmenn dómsmálaráðu- neytisins komu til vinnu í morgun kom i ljós að brotnar höfðu verið rúður á skrifstofum Friðjóns Þórðar- sonar ráðherra, Baldurs Möllers ráðuneytisstjóra og Ólafar Péturs- dóttur fulltrúa. Hnefastórir steinar lágu inni á gólfum og glerbrot á víð og dreif. Á götunni úti fyrir voru liggjandi steinar, þannig að auðséð var að skemmdarvargarnir höfðu borið með sér skotfæri til að herja á ráðuneytið.- Þegar DB-menn komu á staðinn á níunda tímanum í morgun voru þar fyrir menn frá lögreglu og rann- sóknarlögreglu að kanna vegsum- merki. Var DB neitað um að taka myndir inni i skrifstofum ráðuneytis- manna fyrr en rannsókn væri iokið og dómsmálaráðherra sjálfur gæfi til þess leyfi. Hann var hins vegar ókominn og óljóst hvort hann léti sjá sig á staðnum fyrir ríkisstjórnarfund sem hefjast átti í morgun. Það gerðist svo á tíunda tímanum að fjöldi fólks kom í ráðuneytið og fyllti biðstofuna. Kvaðst það vilja tala við ráðherrann og var svo að skilja að umræðuefnið væri mál Frakkans Patricks Gervasonis. Ragnar Benediktsson á biðstofu ráðu- neytisins tjáði komumönnum að viðtalstimi ráðherrans væri ekki fyrr en í fyrramálið Sögðust menn þá hafa góðan tíma og geta vel beðið þarna til morguns. Lögreglan hafði talsverðan við- búnað í morgun ef fyrirskipað yrði að fjarlægja fólkið úr dómsmála- ráðuneytinu. Voru lögreglumenn innandyra og fullmannaðir bílar frá lögreglunni í næriiggjandi götum. Eftir því sem Dagblaðið hefur fregnað voru þessar aðgerðir undir- búnar í gær í mótmælaskyni við þá ákvörðun Friðjóns Þórðarsonar ráð- herra að senda Gervasoni úr landi. Mun ætlun forsvarsmanna hópsins sú að neita að yfirgefa staðinn með góðu fyrr en fyrir liggur yfirlýsing Bjarki EUasson yfiriögregluþjónn mœtti i dómsmáiaráðuneytið i morgun til að farandverkamanna. fylgjast með þvt sem þarfórfram. Lengst til hcegri situr Ragnar Benediktsson starfs- Á innfelldu myndinni er rannsóknarlögreglumaður að skoða steina á götunni maður ráðuneytisins og á góljinu nœst Bjarka má kenna Þoriák Kristinsson. foringja framan við ráðuneytið. DB-myndir: Einar Úlason. t I Wk f\ Æá ■:: > 1 í ■ ' mm m % Æi*" ' lk Æn t W Æ* r B tf 1 Aftakaveður gekk yf ir Austf irði í gær: LÖGREGLUSTÖDIN FAUK í HEILU LAGIÁ HAF ÚT óbætanlegt tjón fyrir okkur, segir lögregiuþjónn á Seyðisf irði ,,Það urðu nokkrir hér fyrir tug- milljóna tjóni í ofsaveðrinu og ég gæti trúað að 6—8 rúður væru brotnar í öðru hvoru húsi i bænum,” sagði Bjami Magnússon lögreglu- maður á Seyðisfirði í samtali við DBI morgun. „Lögreglustöðin fauk á haf út og er mesta mildi að enginn var þar inni. Þetta var bráðabirgðastðö sem sett var upp við höfnina vegna Smyrils. Stöðin fauk um 100 m á landi áður en hún fór út í sjó. Á lög- reglustöðinni vorum við með 50 kg lóð sem fauk með og hefur ekki fundizt ennþá, svo þaö sýnir hversu rokið var mikið,” sagði Bjarni. „Þetta er óbætanlegt tjón fyrir lögrcgluna, þarna voru geymd öll skjöl og ýmislegt sem ekki verður bætt. Við vonum þó að þetta verði til þess að flýta fyrir nýju lögreglu- stöðinni.” Þá eyðilagðist söluskáli Skeljungs á Seyðisfirði, nýtt einbýlishús skemmdist mikið og pyisuvagn, sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson á Seyðisfirði hafði nýlega keypt, eyðilagðist. Guömundur er einnig eigandi einbýlishússins. Veðrið var verst milli kl. 8.30 og 9 I gærmorgun og fór þáallt upp 114—15 vindstig. Þá urðu einnig miklar skemmdir á öðrum stööum á Austfjörðum cn engin slys urðu á mönnum. Á Reyðarfirði sukku bátar í höfninni, reykháfur síldarverksmiðjunnar brotnaði, rúður brotnuðu og þak- plötur fuku. Á Neskaupstaö fór þak af fjölbýlishúsi og á Eskifirðu urðu mestar skemmdir á hraðfrystistöð- inni. -ELA. iWTWWTHaaa stjórnvalda um að Gervasoni fái landvist hér á landi. Annað var ekki að heyra á starfs- mönnum í ráðuneytinu i morgun en að þeir tengdu rúðubrotin i nótt líka mótmælum vegna Gervasonimálsins. -ARH. SvavarGestsson ráðherra: Gervasoni " fái land- vistarleyfi - hætti ríkisstjórnar- stuðningi, segir Guðrún Helgadóttir ,,Ég reikna heldur með því að mál Gervsonis verði rætt á ríkis- stjórnarfundi í dag,” sagði Svavar Gestsson félagsmálaráð- herra í viðtali við DB í morgun. Svavar sagði að nú gæfist tóm til að finna lausn málsins. Hann teldi ekki að yfirvöld dómsmála mundu beita valdi í málinu. Sín skoðun væri að Gervasoni ætti að fá landvistarleyfi hér. ,,Ég á eftir að heyra dómsmála- ráðherra segja sjálfan að hann hyggist senda manninn úr landi og trúi því reyndar ekki að svo verði. Ég hef fyrir löngu gert ráð- herrum ljóst að stuðningi mínum við stjórnina verði hætt ef mála- lokin verða þessi og þau orð standa að sjálfsögðu,” sagði Guðrún Helgadóttir. -HH/ARH ViibrSgi ASÍf Gervasoni-málinu: „Ræðum við ráðherra” — sagði Ásmundur Stefánsson „Ég tel eðlilegt að við ræðum við ráðherra, ég reiknaTneð því að það verði okkar næstu við- brögð,” sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, er DB spurði hann hvort ASÍ hygðist beita sér frekar í Gervasonimál- inu. „Annars tel ég ekki rétt að gefa neinar yfirlýsingar i dagblöð, það er ljóst hver afstaða okkar er,” sagði Ásmundur. -KMU

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.