Dagblaðið - 02.12.1980, Page 2

Dagblaðið - 02.12.1980, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. Sýnum heiminum viðbjóð okkar á stríðsbrölti —leyf um Gervasoni að lifa á meðal vor Ágúsl Pelersen hringdi: íslenzkir stjórnmálamenn hafa löngum lýst andúð sinni á hvers konar vopnabrölti, styrjöldum og of- beldi gegn þeim mönnum sem hafa þorað að andæfa gegn sliku, sbr. t.d. andófsmenn i Rússlandi. Og oft við hátíðleg taskifæri er gumað af því að viðséum vopnlaus þjóð o.s.frv. Því segi ég: Sýnið þið og sannið hver hugur fylgir máli. Islendingar! Nú er tækifærið að sýna og sanna heiminum viðbjóö okkar og hatur á hvers konar striðs- brölti, skoðanaófrelsi og kúgun, með því að leyfa Gervasoni að lifa meðal vor. Franskir hermenn hafa, eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk, m.a. þurft að berjasl i Víetnam og Alsir. SLÆPINGJAR OG RAG- GEITUR VILIA EKKI GEGNA HERÞJÓNUSTU engum ofraun að vera eitt ár í her 3969-8455 hringdi: Ég verð hissa ef Gervasoni fær landvistarleyfi hér á landi. Ég óttast það fordæmi sem slíkt veitir. Gerva- soni er sjálfsagt sjálfur prýðismaður en það er stórhættulegt að leyfa honum að vera hér á landi. Kanada- menn lentu í miklum vandræðum þegar þúsundir bandarískra ung- menna flúðu frá Bandaríkjunum yfir landamærin til að losna við að þurfa að fara í herinn. Urðu Kanadamenn að ioka sínum landamærum. Það eru slæpingjar og raggeitur sem ekki vilja gegna herþjónustu. í Frakklandi þurfa menn aðeins að vera eitt ár í hernum og ætli það engum manni að vera ofraun. Ef Friðjón dómsmálaráðherra ætlar að láta einhverja smáþrýsti- hópa stjórna sér tel ég hann ekki hæfan til að gegna ráðherrastarfi. Orðum á að rigna — en ekki byssukúlum Öll viljum við að kærleikurinn ráði gerðum okkar, þó það sé erfitt að vega og meta. Sitt sýnist hverjum, eins og ávallt í stórum málum. Sumum finnst Gervasoni-málið ekki stórt en það vitum við sem eitt- hvað nennum að hugsa að þetta er stórt mál, ekki bara fyrir Gervasoni heldur fyrir okkur öll. Af hverju neitar hann að gegna herþjónustu? Jú, hann og fleiri neita að bera vopn og drepa. Það er mikil sýking í þeim þjóðfélögum sem byssukúlan fær að ráða. Það er þess vegna sem einstaklingar standa upp og neita að gegna herþjónustu og eru á móti hernaðarbrölti. Hugsum okkur, sem er mjög liklegt að áliti fróðra manna, að þriðja heimsstyrj- öldin skelli á. Okur finnst það öllum skelfilegt þó svo að víkingaeðlið kalli stundum á okkur. Þó höfum við íslendingar lært að nota orð en ekki exi okkur til hjálpar í pólitískum styTjöldum. Það er það sem þetta fólk hrópar á. Það er orðum sem á að rigna en ekki byssukúlum. Friðarsinnar vilja berjast með orðum en ekki gjör- eyðingarvopnum. Það er réttlætisskylda okkar að bjóða Patrick Gervasoni velkominn til okkar. En það er ekki þar með sagt að við opnum úpp á gátt. Við sýnum bara öðrum þjóðum gott fordæmi. Ath. blöðin eru keyrð heim og uppgjör sótt í næstu viku. Minnum á að bíóið er í BORGARBÍÖ. SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA ITMV e hkuv stuðnings Gervasoni fyrir nokkrum vikum. DB-mynd: Sig. Þorri. Það eru siæpingjar og raggeitur sem ekki vilja gegna herþjónustu, segir einn les- andi blaðsins. 2159-0878 hringdi: halelúja-tal á ekki heima á örtölvu- Ég býst við að ég skrifi yfir hönd öldinni, segja kannski margir, en allra sannkristinna manna. Svona stöldrum aðeins við. BLAÐSÖLUBÖRN - REYKJAVfK BMtfiluböm óakMt til að selja Vikuna í eftirtöldum hverfum f Reykjavík: Hlíöar; Fossvogur, Kleppsholt, Heimar; Vogar, Skjólin, Hagarog Seljahveifi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.