Dagblaðið - 02.12.1980, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980
[f Erlent Erlent « Erlent Erlent )]
- * ——
Miðstjómarfundur pólska kcmmúnistaflokksins hófst ígær:
OGNUN VIÐ FRIBSANILEGA
SKIPAN MÁLA í EVRÓPU
—sagði Kania flokksleiðtogi um f rekari kröfur verkamanna
I ræðu sinni á fundi miðstjórnar
pólska kommúnistaflokksins sem
hófst í gær lagði flokksleiðtoginn
Stanislaw Kania áherzlu á nauðsyn
þess, að stjórnvöld i landinu fengju
nú tíma og frið til að koma á þeim
umbótum sem heitið hefði verið.
Sagði Kania, að frekari kröfur verka-
manna væru „ógnun við friðsamlega
skipan mála í Evrópu.” Þótti
augljóst, að Kania væri að vara við
hugsanlegri innrás Sovétmanna í Pól-
land þó ekki skýrði hann það nánar.
Kania sagði, að hin sjálfstæðu
verkalýðssamtök yrðu nú að láta af
kröfum sínum og koma í veg fyrir að
öfgamenn réðu ferðinni. Hann sagði,
að stjórnvöld gætu ekki þolað það,
að verkfallsvopninu væri beitt í póli-
tísku skyni. Janframt lýsti Kania yfir
vilja sínum til að vinna með hinum
sjálfstæðu verkalýðsfélögum en lagði
áherzlu á, að verkföll af pólitískum
toga spunnin ”yrðu ekki réttlætt”.
Hann sagði, að Pólland fengi því
aðeins leyst vandamál þau sem þjóð-
in stæði frammi fyrir ef verkalýðs-'
félögin, flokkurinn og aðrar stofn-
anir legðust á eitt. „Við viljum
heiðarlegt samstarf við Einingu. Við
virðum sjálfstæði hennar og við
munum ráðast gegn tregðu gagnvart
samstarfinu sem til er i okkar
röðum.”
Kania og Brésnef heilsast.
T
Höfum kaupendur
að 5 ára fasteignatryggðum skuidabréfum.
Húsbyggjendur,
verktakar!
Eigum í dag ódýra
og góða
EINANGRUN
6 tommu m/ál
3 1/2 tommu m/ál
Útvegum einnig alls
konar aðra einangrun
Hagstætt verð
SUMARHÚS JÚNS
Sími 71819
electnic
water
heaters
Ihermor
Hofum tyriniggjandi raf-
magnshrtavatnskúta frá
THERMORFrakklandi, i
stærðunum 15—450fítra. 10
ára ábyrgð á kútnum. Einnig
forhitarar, 100—150 og 200
fítra. Höfum nýlega hafið
innfíutning á rafmagns-
hiturum ítúpum) fyrir
miðstöðvarhitun og fjar-
varmakerfi frá 1 kw og upp í
þá stærð sem óskað er eftir.
KJÖLUR S/F
KJÖLUR S/F
Víkurbraut 13
Keflavík
Sími 2121.
Borgartúni 33
Reykjavík
Símar: 21490 og 21846.
Víða í borgum erlendis er orðið mjög jólalegt um að litast og setja jólaskreytingar mikinn svip á borgar lifið. Myndin hér aö
ofan er tekin i Niirnberg.
wm W*
’i HK
npffYlll m @2 &> X. ’.A
mm E|1 *
í; nr
Auknu lýð-
ræði lofað
Noregur:
Meirihluti fyrir Nató-
hergögnunum
Nú er ljóst orðið að öruggur þing-
meirihluti er í Noregi fyrir samningi við
Bandaríkin um að hergögn Atlants-
hafsbandalagsins verði geymd í Noregi.
í gær samþykkti landsstjórn norska
Verkamannaflokksins með 30 atkvæð-
um gegn 6 að ganga til samninga við
Bandaríkin um að Atlantshafsbanda-
lagið geymi hergögn i Þrændalögum í
Noregi, sem hægt væri að gripa til ef
styrjöld skylli skyndilega á. Þar með
hefur landstjórn Verkamannaflokksins
tekið sömu afstöðu í málinu og ríkis-
stjórnin.
Ríkisstjórn Uruguay hefur heitið því
að leita nýrra leiða til að endurreisa
lýðræði smám saman í landinu eftir að
kjósendur höfðu hafnað nýrri stjórnar-
skrá þar sem herinn átti að fá varan-
legan sess í stjórn landsins.
Danmörk:
THE BODY SHOP
Laugavegi 66 Sími 11499
Sendum ípóstkröfu um allt land.
(Hringið
og biðjið
um vörulista)
Nœrandi sjampó og nærandi krem.
lotions, hreinsikrem o. fl., allt unnið úr
náttúrulegum efnum. Þeir sem leitað hafa
að slíkum snyrtivörum geta nú snúið sér
til
Nauðguní
snjónum
Um helgina var tuttugu ára gamalli
konu frá Fredericia í Danmörku
nauðgað úti í snjónum er hún var á leið
heim frá dansleik. Nauðgarinn, sem
var um tvitugt, tók hálstaki á stúlk-
unni, þvingaði hana inn í garð og
nauðgaði henni þar í snjónum.
rýnir kapí-
talismann
Jóhannes Páll II. páfi gagnrýndi
kapítalisma á óbeinan hátt í gær. Hann
sagði að sum kaptalisk ríki létu oft fólk
deyja úr hungri.
Jafnframt gagnrýndi hann ríki sósía-
lismans fyrir „illgirni, hatur og jafnvel
grimmd”. Er páfi ræddi um hin
kapítalisku ríki sagði hann meðal
annars: „Við hlið hinna ríku sem hafa
nægtir eru þeir sem lifa við skort, þjást
af fátækt og oft hreinlega deyja úr
hungri.”