Dagblaðið - 02.12.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
1
REUTER
Italía
Líkklsturá
svörtum
markaði
ítölsk yfirvöld hafa heitið skjótum
réttarhöldum og harðri refsingu
ræningjum og öðrum þeim sem reynt
hafa að hagnast á hörmungum fólks á
jarðskjálftasvæðunum á Suður-Ítalíu.
Þegar hafa fjölmargir slíkir aðilar verið
handteknir af lögreglunni. Þannig
hefur það borið við, að líkkistur hafa
verið boðnar á svörtum markaði fyrir
svimandi háar upphæðir. Stjórnandi
björgunarstarfsins á ítaiiu, Giuseppe
Zamberletti sagði í gær: „Hér ríkir
neyðarástand. . . Það má segja, að við
eigum nú í styrjöld. Jarðskjálfti sem
varð í gær og mældist 4,5 gráður á
Richterskvarða varð til að ýta á eftir
fólki með að fara eftir tilmælum yfir-
valda og koma sér úr fjallahéruðunum
niður á ströndina þar sem ríkisstjórnin
hefur tekið á leigu fjölmörg hótel til að
fá inni til bráðabirgða fyrir hina
heimilislausu.
Deilur Sýrlands
ogJórdaníu:
Saudi-Arabar
miðla málum
Háttsettur embættismaður frá
Saudi-Arabíu, Abdullah Ibn Abdul-
aziz, er væntanlegur til Jórdaníu í dag í
þeim tilgangi að miðla málum í deilum
Jórdaníu og Sýrlands, sem eru komnar
á það stig að til styrjaldar kann að
draga hvenær sem er. Áður hafði
Abdulaziz heimsótt Damaskus í sama
tilgangi. Frá Washington bárust þær
fréttir, að bandarísk stjórnvöld íhugi
nú að senda Jórdönum skotfæri og
varahluti í bandarísk vopn vegna
hernaðarviðbúnaðar Sýrlendinga. Full-
trúi sovézku stjórnarinnar var kominn
til Damaskus tit að undirrita vináttu-
samning þjóðanna, þar sem meðal
annars er kveðið á um gagnkvæman
varnarsamning.
Oxe I Kaupmannahöfn þar sem ráðherrarnir voru skreyttir blómakrönsum.
Þeir eru frá vinstri Mauno Koivisti, Finnlandi, Odvar Nordli, Noregi, Thor-
björn Fálldin, Sviþjóð, Gunnar Thoroddsen og Anker Jörgensen, Danmörku.
Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust á tveggja daga fundi i Kaupmanna-
höfn í siðustu viku. Ráðherrarnir urðu sammála um að láta skipa nefnd, sem
kanna skal með hvaða hætti Færcyjar, Grænland og Álandseyjar geti átt
aöild að Norðurlandaráði. Myndin var tekin fyrir utan veitingastaðinn Peder
.Termel
OLÍUFYLLTIR
RAFMAGNSOFNAR
TERMEL — hitar eins og venjuleg vatnsmiðstöð.
TERMEL — brennir ekki loftrykið.
TERMEL — gefur þægilegan (ekki þurran) lofthita.
TERMEL — erframleiddurí stærðunum 500—800—1250
og 2000 vött.
TERMEL — heldur herbergishitanum mjög jöfnum eða +1/— 1°C.
Þörfin er um 35—40 vött á hvern rúmmetra í herberginu.
TERMEL — er með langa reynslu hérlendis og notendur eru mjög ánægðir með ofnana.
KJÖLUR SF.
Víkurbraut 13.
Keflavík. Simi2121.
KJÖLUR SF.
Borgartúni 33.
Reykjavík. Sími: 21490,21846.
Islensk tónlist
um allan heim
Við bjóðum nýja þjónustu, pökkum og
sendum vinum þínum eða vandamönnum
erlendis íslenska hljómplötu í gjafapappír.
Frábær jólakveðja.
Gleðjið vini og vandamenn með stórskemmtilegri jólagjöf sem
minnir á ísland. Við bjóðum yður að velja tónlist í hljómplötuúrvali
okkar, skrifa nokkur orð á jólakort sem við leggjum til. Við
pökkum hljómplötunni í traustan pakka, þér skrifið utan á hann og
við póstleggjum. Pakkinn kemst til réttra aðila á jólunum og allir
eru ánægðir.
SUÐURLANDSBRAUT
LAUGAVEGI AUSTURVERI
FÁLKINN
í jólapakka út