Dagblaðið - 02.12.1980, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980.
d
Erlent
Erl^nt
Erlent
Erlent
i
Vonlítil barátta
spænskra yf irvalda
gegn klámöldunni
— Talíð að 400 þusund skyndikonur sinni starfi sínu á
Spáni
Spænsk stjórnvöld virðast nú
berjast vonlitilli baráttu gegn þvi
aukna frjálsræði í kynferðismálum,
sem orðið hefur í landinu eftir dauða
einvaldsins Francisco Franco árið
1975.
f þriðja skiptið á jafnmörgum
árum er nú hafin opinber barátta
fyrir þvi að klámmyndir séu fjar-
lægðar af almannafæri og að þeim sé
komið fyrir í sínum réttu heim-
kynnum, hvar sem þau nú eru.
Einu sinni hefði þetta ekki reynzt
vandamál. Fyrir aðeins sex árum gat
lögregluforingi upp á eigin spýtur
skipað verzlunareiganda að fjarlægja
hið þekkta málverk Goya, Nöktu
Maju, úr glugga verzlunarinnar, þar
sem myndin særði siðgæðisvitund
almennings.
En núna á innanrikisráðherra
landsins, sem stjórnar baráttunni,
mjög undir högg að sækja. Hann
hefur gefið skipun um að klám verði
fjarlægt af opinberum vettvangi
hvort heldur það er á prenti, á leik-
sviði eða í kvikmyndum. Skipun hans
nær einnig til skyndikvenna. Þær
skulu hverfa af götunum svo og
klámmyndauglýsingar kvikmynda-
húsanna.
Ekkert þessára atriða mun reynast
auðvelt í framkvæmd i landinu, sem
kynnzt hefur vestrænu frjálsræði á
sviðum kynlífsins eftir næstum
fjörutiu ára púrítanska alræðis-
stjórn.
Í Madrid sýna tugir kvikmynda-
húsa klámmyndir og blaðsöluturnar
eru þaktir af blöðum sem birta
myndir af nöktu kvenfólki á út-
síðum.
Blöðin birta auglýsingar þar sem
lesandanum er boðið til dæmis ,,að
fá sér Copa-drykk og síðan sitthvað
fleira með Raquel og Lucia, sími:
237. . . ,” og vikublað eitt greindi
frá því nýlega, að nú séu um 400
þúsund skyndikonur á Spáni.
Fyrir tveimur árum var sérstakur
lögregluflokkur gerður út af örkinni
ekki i þeim tilgangi að leita uppi
drukkna ökumenn heldur naktar
stúlkur. Flokkurirm var í daglegu tali
kallaður „klámflokkurinn” og hlut-
verk hans var að koma í veg fyrir að
blaðsölustaðir hefðu klámblöð til
sýnis.
Ekki þarf þó að ganga lengi um
Puerta del Sol í miðjum gantla hluta'
Madrid til að sjá að ,,klám-
flokknum" hefur gjörsamlega mis-
tekizt í starfi sínu.
Er spurzt var fyrir um árangurinn
af baráttunni gegn kláminu tveimur
mánuðum eftir að hún hófst fengust
hikandi svör hjá innanríkis-
ráðuneytinu: ,,Ég veit það ekki. . . .
Það er ekki langur tími liðinn. . . .
Við verðum að bíða og sjá til.”
En þar sem frjálsræðið virðist
hafa náð tökum á fólkinu, þó ýmsum
finnist það af hinu illa, þá kann svo
að fara, að innanríkisráðuneytið
verði að bíða lengi.
(Reuter)
Vændið lifir nú góðu lífi á Spáni eins og víða annars staðar. Talið er að um 400
þúsund vændiskonur séu i iandinu.
Gennadi Sjiíravlev vararáðherra utanríkisviðskipta Sovétríkjanna:
„Vöruskipti Sovétríkjanna
og íslands munu aukast”
Viðtal við Gennadi Sjúravlev,
vararáðherra utanríkisviðskipta
Sovétrí kjanna.
„Hvað viljið þér segja um efna-
hags- og verzlunarviðskipti Sovétríkj-
anna og fslands.”
,,Ég held að ég megi segja að þau
megi meta á jákvæðan hátt. Upphaf
verzlunarsamskipta íslands og Sovét-
ríkjanna má rekja til ársins 1927. Á
þeim tíma sem síðan er liðinn hafa
báðir aðilar haft tækifæri til að
sannfærast um hagkvæmni sam-
starfsins, sem er báðum aðilum í hag.
Þann 10. september sl. var undirrit-
aður viðskiptasamningur milli
íslands og Sovétríkjanna fyrir tima-
bilið 1980—1985 og er undirritun
hans staðfesting-á hinni jákvæðu
þróun sem hefur átt sér stað í
viðskiptum landanna og viðleitni
þeirra til að stuðla að áframhaldi
hennar.”
„Vilduð þér segja frá helztu
atriðunum í samningnum?”
„í þessum samningi kemur fram
ósk Sovétrikjunna og íslands að efla
langtíma samstarf, sem er báðum
aðilum I hag á tryggum grundvelli í
samræmi við ákvæði Helsinkisátt-
málans, sem undirritaður var í
Helsinki þann 1. ágúst 1975. í
samningnum er rætt um jákvæða1
þýðingu langtíma verzlunarsam-
skipta fyrir þróun sovézk-íslenzkra
viðskiptatengsla og lögð áherzla á að
báðir aðilar muni gera sitt til að auka
þau sem mest og leitast við að halda
þeim í jafnvægi. Vöruskipti Islands
og Sovétríkjanna munu aukast mikið
á næstu fimm árum og verður sú
aukning aðallega 1 því formi að
Sovétríkin muni kaupa meira af
íslandi en áður og þá einkum vörur
sem eru mjög mikilvægar fyrir
íslenzkt efnahagslíf, s.s. saltsíld, lag-
meti og ullarvörur.”
„Eru einhver vandamál á þessu
sviði og ef svo er, hvJernig er þá bezt
aðvinna bugáþeim?”
„Jú, við eigum við vandamál að
stríða og helzta vandamálið er það að
útflutningur frá Sovétríkjunum til
íslands nemur miklu hærri upphæð
heldur en það sem Sovétmenn kaupa
af íslendingum.
90% af útflutningi Sovétríkjanna
til íslands eru oliuvörur og þær verð-
hækkanir sem orðið hafa á heims-
markaðnum á þeim vörum frá árinu
1974 hafa orðið til þess að vöru-
skiptajöfnuður landanna er Sovét-
ríkjunum mjög í hag. Aftur á móti
hefur útflutningur frá Islandi til
Sovétríkjanna ekki aukizt mikið. I
júní sl. áttu sér stað undirbúningsvið-
Frá heimsókn Geirs Hallgrímssonar
til Moskvu í september 1977.
ræður í tilefni af undirritun
samningsins, þar sem þessu atriði var
gefinn mjög mikill gaumur. Sovétrík-
in hafa ætið litið með skilningi á þau
vandamál sem íslendingar eiga við að
etja og við höfum reynt að leysa þau í
sameiningu. Þessi afstaða kemur
einnig skýrt fram í hinum nýja samn-
ingi.
Einnig var samþykkt að halda
áfram að kanna markaðinn í leit að
vörum sem gætu orðið til þess að
auka viðskiptin milli landanna og
stuðlað að betra jafnvægi á því sviði.
(APN)
„Eiginlega er ég mjög leiður yfir því sem ég gerði. John F. Kennedy var mitt
uppáhald,” segir Shiran Shiran.
„Mér finnst
ég vera póli-
tískur fangi”
— segir Shiran Bishara Shiran sem
myrti Robert Kennedy árið 1968.
Hann losnar úr fangelsi 1984
„5. júni 1968 er og verður versti
dagur lífs míns. Það byrjaði strax um
morguninn þegar ég sá alla banda-
rísku gyðingana fagna því að eitt ár
var liðið frá sigri þeirra í sex daga
striðinu. Sem araba fannst mér ég
auðmýktur og mér misboðið.”
Síðar þennan sama dag horfði
Shiran á sjónvarpsþátt þar sem
Róbert Kennedy sagði að Bandaríkin
ættu að senda ísrael fimmtiu nýjar
Phantom-orrustuþotur. Þá var það
sem Palestínumaðurinn Shiran
Bishara Shiran ákvað að lífláta for-
setaframbjóðandann Robert
Kennedy.
Ég var viti mínu fjær yfir því að
maður sem kvaðst standa með þeim
sem væru minnimáttar skyldu vilja
gefa ísrael orrustuþotur til að eyði-
leggja hina arabísku þjóð með,”
segir Shiran. Framhald þeirrar sögu
þekkja allir. Nú hefur Shiran þetta
að segja um morðið.
„Eiginlega er ég mjög leiður yfir
þvi sem ég gerði. John F. Kennedy
var mitt uppáhald. Það var Robert
líka þar til hann sveik allt það sem
ég hélt að hann stæði fyrir. En ég var
Iíka drukkinn þegar ég drap hann.
Það má ekki gleyma því,” segir
Shiran.
Morðið telur hann hins vegar ekki
hafa verið þýðingarlaust.
„Þetta afbrot mitt kom Palestínu i
sviðsljósið og Bandaríkjamenn
kynntust dálítið hörmungum þjóðar
minnar.”
Þegar Shiran sleppur út ætlar hann
sér til Miðausturlanda. „Fyrst ætla
ég að taka mér gott fri. Síðan verð ég
reiðubúinn til þjónustu fyrir hina
arabísku þjóð,” segir hann.
Oft snemmt er að spá nokkru um
hvert verður hlutskipti Shirans í Mið-
austurlöndum. Hann ætti að minnsta
kosti að geta minnt á að að Yasser
Arafat leiðtögi Palestínuskæruliða
hefur lengi verið honum mikil fyrir-
mynd.
Dagbladet)
„Kæru arabísku bræður. Hjálpið
mér út úr fangelsinu.” Hjálparbeiðni
þessi kemur frá Palestínumanninum
Shiran Bishara Shiran, manninum
sem myrti Robert Kennedy árið 1968.
Shiran þykir sem hann hafi nú setið
nógu lengi í bandarískum fang-
elsum.
Tímaritið Monday Morning, sem
gefið er út í Beirut, átti nýlega viðtal
við Shiran í Soledad-fangelsinu í
Kaliforníu. Morðingi Kennedys hefur
fram til þessa ekki verið fús á að
Æ
ræða opinskátt við blaðamenn en i
þessu viðtali opnar hann sig enda var
blaðamaðurinn sem ræddi við hann
sjálfur arabi.
„Ég slepp ekki út fyrr en 1984 og
þá hef ég setið inni fjórum árum
lengur en flestir morðingjar í Banda-
ríkjunum,” segir Shiran.
Ástæðan til þess að mér er ekki
hleypt út fyrr er sú að ég er fátækur
og ég er Palestinumaður. Mér finnst
ég vera pólitískur fangi,” segir
Shiran. Hann er þegar tekinn að
horfa fram til þess tíma er hann
verður látinn laus.
„Ég kem til með að halda beint út
á vinnumarkaðinn. Ég er engin
ógnun lengur við hið -bandaríska
samfélag,” segir hann. í viðtalinu
horfir Shiran einnig til baka og segir
frá því hvers vegna hann skaut
Robert Kennedy.