Dagblaðið - 02.12.1980, Page 9

Dagblaðið - 02.12.1980, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Galla- buxumar þrengj- ast á ný Þröngt skal það vera á því herrans ári 1981, að minnsta kosti í galla- buxnatízkunni. Tízkufrömuðir úti i hinum stóra heimi boðuðu fyrir stuttu að í desember myndu þeir draga saman framleiðsluna á „baggy” eða pokabuxum og einbeita sér að þeim þröngu aftur. Þeir' sem hafa verið hvað angraðastir vegna víðu tízkunnar geta því farið að renna björtum augum til framtíðar- innár og kvenlegra fótleggja á ný. — Myndirnar hér með eru af frönskum gallabuxum af gerðinni Le Crabe. Franskir leik- arar styðja Brigitte Bardot Eftir að Brigitte Bardot hætti kvikmyndaleik hefur hún helgað sig vernd villidýra og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína. Nú á dögunum barst henni myndarlegur liðsauki í barátt- unni. Hundrað þekktustu kvikmyndaleikarar Frakk- lands lýstu yfir stuðningi við Bardot. Þeir ætla ekki að láta sitja við orðin tóm, heldur hætta að leika í kvikmyndum þar sem dýr eru drepin eða þeim misþyrmt. Brigitte Bardot með einum vina sinna. Hún hefur nú fengið gððan liðsauka frá töndum sínum I leikarastétt. Ný teppi í bíla tií að hlúa að slösuðum Eitt af sorglegustu atriðunum í stöðugri fjölgun bifreiða í heiminum er fjölgun umferðarslysa. Seint verður fyllilega komið í veg fyrir þau, en enn má finna upp betri búnað til að hlúa að fólki á slysstað. Eitt það nýjasta, sem kynnt hefur verið í þessu augnamiði er óvenjulegt teppi. Það kom á markaðinn á réttum tíma, skömmu áður en kólna fór verulega í veðri. Á meðan slasað fólk bíður eftir sjúkrabíl lækkar líkamshiti þess talsvert. Með nýja teppinu á að vera hægt að koma í veg fyrirþað. Teppi þetta er 1.60 sentimetrar á breidd og 2.20 sentimetrar á lengd. Framleiðendurnir mæla með því að sem flestir ökumenn komi því fyrir í bílunum sínum. Það rúmast samanbrotið í hanzkahólfi bifreiða og vegur aðeins um sextíu grömm. Þegar komið er að umferðarslysi á að vefja sjúklingana þegar inn í teppi, svo að líkanishiti þeirra lækki sem minnst. Þetta nýja teppi er svo fyrirferðarlítið að auðveldlega má koma þvi saman- brotnu í hanzkahóif bifreiða. Dione Warwick þoldi ekki loftslagsbreytinguna Söngkonan Dione Warwick var orðin þreytt á óhreinu stórborgar- loftinu í Los Angeles og langaði til að anda að sér einhverju ferskara. Hún ákvað því að flytja til Aspen í Colorado um tíma. Þar á hálendinu er skíðaland gott og loftslagið hið heilnæmasta. Warwick hafði ekki dvalið marga daga i Aspen þegar hún byrjaði að fá miklar höfuðkvalir. Söngkonan, sem er 38 ára gömul, óttaðist að hún færi fullsnemma á breytingaskeiðið og hafði því samband við lækni í flýti. Sjúkdómsgreiningin varð þó allt önnur; Dione Warwick þoldi ekki að fara úr mengunarloftinu í heima- borg sinni. Loftslagið í Aspen var einfaldlegaofgott fyrirhana. Og lyfseðillinn? Læknirinn ráðlagði söngkonunni að reyna að þrauka í Aspen. Mannskepnan aðlagar sig flestu — meira að segja hreinulofti. Dione Warwick — Hélt sig vera komna á breytingaaldurinn, þegar hún fór aö fá ógurlegar höfuðkvalir.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.