Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. Lifandi og dautt jólaskraut: KRANSAR, BLOM, KERTI, TRE, GREINAR OG ALLT GUNGRIÐ Þeir sem hafa tímann fyrir sér í einu og öllu eru núna búnir að kveikja hjá sér fyrsta aðventuljósið. En ennþá finnst víst fólk sem vaknar upp við vondan draum fyrsta sunnudag í aðventu við það að kransinú stendur strípaður niðri í geymslu, ekkert greni er á honum og engin kerti til. Að sögn eins blóma- sala sem við DB-menn hittum gerist það iðulega að fólk byrjar ekki að kaupa greni til kransagerðar fyrr en síðasta sunnudag í aðventu. „Fólk hefur svo kannski logandi á aðventukransinum öll jólin. En erlendis, þaðan sem siðurinn er upprunninn, er aðventukransinn aðventuskraut og honum er pakkað niður eftir að síðasta Ijósið hefur logað seinasta sunnudag í aðventu. Þar eru líka notuð fjólublá kerti og borðar, fjólublátt er Iitur að- ventunnar. Hér nota menn mikið rautt, sem minnir á jólin og hvítt sem mikið er í tizku um þessar mundir,” sagði þessi blómasali. Aðventukransinn er eins og hann sagði erlendur siður sem hefur náð geysilegri útbreiðslu hin síðari ár. Þegar ég var að alast upp sá ég aldrei aðventukrans en núna kem ég varla á heimili að ekki - sé þar krans. Grenikransar eru greinilega vinsælastir og fólk hefur gaman af að sitja saman og búa þá til. Köngla- krönsum hefur farið fjölgandi og núna eru komnir í tízku kransar úr þurrkuðum blómum. Þeir eru nokkuð dýrir, en á móti kcmur að þeir haldast eins ár eftir ár. Jólastjarna Annað heimilisskraut hefur náð mikilli útbreiðslu: fyrir og í kringum jól. Þar er pottablómið jólastjarna sem margir kalla reyndar jólarós þó ekki sé hún af rósaætt. Jóla- stjörnurnar eru algengastar í rauðum lit en hvíti liturinn vinnur á í þessum efnum sem öðrum. Jólastjarna í potti kostar núna á milli 5 og 8 þúsund krónur. Yfirleitt gefast eigendur þeirra upp á því að halda í þeim lífi á milli jóla. Þess vegna kaupa flestir nýtt blóm fyrir hver jól. Samkvæmt ráðleggingum blómamanna ætti það þó að vera óþarfi því með því að klippa jólastjörnuna vel til að vori og geyma hana i myrkri fram undir jól á að vera hægt að halda í henni lífinu og hafa hana alltaf fallegri og fallegri um hver jól. Skreytingar úr greni og kertum Enn einn útlendur siður, sem margir hafa tekið upp, er að skreyta diska eða skálar með kertum, greni, slaufuborðum, kúlum og öðru jóla- legu. Þá er settur leir á disk éða skálarbotn og kertið og skrautið fest í hann. Hægt er að nota leirinn ár eftir ár með því að hreinsa hann eftir jól. Margir nota alltaf sömu skálarnar og byggja skreytinguna upp á líkan máta ár eftir ár. Aðrir breyta meira til. Nú þegar eru menn farnir að kaupa kerti í svona skreytingar. Úrvalið er líka nægt núna. Þegar keypt er greni til þess að búa til aðventukransinn nægir það lika í 1—2 skreytingar í viðbót. Greni kostar núna 2.300 krónur búntið og er um það bil hálft kíló í hverju búnti. Verð á kertum og skrauti er hins vegar það misjafnt að ekki er hægt að gera neina grein fyrir því. Margir eiga líka sama skrautið ár eftir ár, það gengur í arf innan fjölskyldunnar og ekki þarf að fjár- festa fyrir hver jól. Hýasyntur njóta ekki siður en grenið mikilla vinsælda í jóla- skreytingar. Þær fást ekki ennþá í búðum, byrja líklega að sjást þegar l.itill jólasveinn, gyllt stjarna og rauð jólaepli. Að ógleymdri jólastjornu, lifandi og fallegu skrauti. Myndin er tekin i Alaska. Aðventukransar og skreyttar leiðisgreinar i Garðshorni. Einnig eru þar seldir aöventubakkar, það er að segja bastbakkar með fjórum kertum og skreytingu. Kötturinn I Alaska lúrir þarna hinn rólegasti undir jólaskrauti úr könglum, greni og rauðum silkiborðum. líða fer nær helginni. Ef að vanda lætur verða þær dýrar, en ef fólk kaupir þær alveg grænar standa þær lengi. Hinir látnu fá líkasitt skraut Menn hugsa sérlega mikið til látinna ættingja í kringum jólin. Þá má sjá í kirkjugörðum víða um land skreyttar grenigreinar eða krossa úr greni og jafnvel blaktandi kertaljós. Eftir að Kirkjugarðar Reykjavíkur hættu að vera upplýstir af rafmagns- Ijósum má sjá hver jól lítinn kerta- loga við nær hvert leiði. Hinir látnu hafa án efa ekki minni ánægju af kertaljósum en rafmagnsljósum, fylgist þeir með sínum jarðneska bústað. Grenigreinar með jólaskrauti eru örlítið farnar að sjást i búðum, en krossarnir eru ekki komnir. Verðið á greinunum er um 6 þúsund krónur. Krossarnir verða hins vegar dýrari. Jólatrén Aðalskraut jólanna, jólatrén, fara að koma á markaðinn núna fyrir helgina. Ekki er vitað hvað þau kosta ennþá því þó þau séu að mestu komin til landsins eru menn á sölustöðum ekki farnir að reikna út verðið. -DS. Síðustu forvöð fyrir bögglana til útlanda Nú fer hver að verða síðastur að koma í póst glaðningi handa vinum og vandamönnum erlendis. Núna um helgina rennur til dæmis út frestur til þess að koma bögglum til Bandaríkj- anna og fljótlega eftir helgina frestur til að koma bögglum til Norðurlanda og Bretlands. Margir senda út íslenzkan mat og eru að minnsta kosti þrjár verzlanir í Reykjavík farnar að bjóða þjónustu við að koma matnum á milli. Þær eru Kjöt- verzlun Tómasar, Sláturfélag Suður- lands og Jónsval. Líklega eru búð- irnar miklu fleiri og eitthvað um slíka þjónustu úti á landi. Hangikjötið okkar er þannig að ekki ætti neítt að saka þó það sé sent vel fyrir jól, þannig að menn ættu nú að fara að drífa sig að pakka niður. -DS. Þessar þrumuhressu stúlkur sjá um að koma jólahangikjötinu okkar á borð vina okkar i útlandinu. DB-mynd HV.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.