Dagblaðið - 02.12.1980, Side 11

Dagblaðið - 02.12.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. 11 Jön L. Ámason skrifar frá Möltu: SVIPTINGARITIMA- HRAKIHJÁ KARPOV OG FRMDRIKI 9. umferð á ólympiuskákmótinu var tefld á laugardag og unnu íslend- ingar stórsigur á Indverjum, 3 1/2 - 1/2. Úrslit á einstökum borðum: Friðrik—Sekhar 1/2 - 1/2, Kahn— Jón 0-1, Margeir—Meetei 1 - 0, Hassan—Jóhann 0 - 1. Friðrik fékk rýmra tafl gegn Sekhar en það nægði ekki til vinnings. Skákin fór i bið og leystist fljótlega upp í jafntefli. And- stæðingur Jóns lenti snemma í krögg- um. Eftir uppskipti á drottningum féllu peð hans eitt af öðru. Margeir virtist fá verra tafl út úr byrjuninni en ■sneri skemmtilega á Indverjann sem gafst upp er skákin átti að fara í bið, enda var hann óverjandi mát. Jóhann og Hassan tefldu af miklu fjöri og var lengi tvísýnt um úrslitin. í tíma- . hrakinn hitti Jóhann hvað eftir annað á bezta icikinn og Indverjinn gafst upp er mikið mannfall var sjáanlegt. Þessi sigur íslenzku sveitarinnar fleytti henni upp í 4. sæti á eftir Ung- verjum, Sovétmönnum og Júgóslöv- um. Ljóst var að nú færi róðurinn að þyngjast og svo fór að Sovétmenn urðu andstæðingarnir í 10. umferð. Mikla athýgli vakti viðureign Frið- riks og Karpovs á 1. borði. Friðrik hafði hvítt og tefldi enska leikinn. Karpov kom homum á óvart í byrj- uninni og notaði Friðrik mikinn tíma. Engu að síður náði Karpov betri stöðu og hafnaði jafnteflisboði Friðriks. Friðrik átti aðeins 5 minútur á síðustu 20 leikina og var útlitið svo sannarlega dökkt. Þá fór Karpov einnig að tefla hratt og glataði niður ýfirburðunum. í tíma- hrakinu missti Friðrik hins vegar þráðinn og varð að gefast upp er drottningunni varð ekki bjargað. Karpov náði því fram hefndum frá því í Buenos Aires í haust. Á 2. borði tefldi Helgi við sovét- meistarann Efim Geller og hafði svart, fékk Geller betra tafl og virtist ætla að gera út um það með skjótum hætti. Helgi þvældist þó fyrir kappanum og kom skákinni í bið. Biðstaðan er erfið. Geller hefur drottningu og tvo biskupa gegn drottningu og tveim riddurum. Jón tefldi kóngsbragð gegn Baiashov á 3. borði. Balashov tefldi mjög varlega og náði að jafna taflið eftir 23 leiki. Hafði hvor um sig hrók og riddara og var samið um jafntefli. Margeir tefldi við undrabamið Kasparov sem fórnaði peði í slav- neskri vörn og lét öllum illum látum. Margeir þekkti byrjunina ekki vei og Kasparov tókst að notfæra sér óná- kvæmni hans til sigurs. Var þetta vel útfærð skák hjá Kasparov sem hefur langbesta árangur sovésku keppend- anna, 6 1/2 vinning af 8. Staðan eftir 10 umferðir: 1. Ung- verjaland, 28 vinningar og lakari bið- skák. 2. USSR, 26 vinningar og bið- skák við ísland. 3. Júgóslavía, 26 vinningar. 4.—5. Búlgaría og Tékkó- slóvakía, 24 1/2 v. 6. USA, 24 vinn- ingar og 1 biðskák. 7.-8. ísrael og Rúmenía, 24 vinningar. 9. Filipps- eyjar, 23 1/2 vinningur. 10. ísland, 23 vinningar og biðskák. 1 kvennaflokki hafa íslendingar 14 1/2 vinning af 30 mögulegum. í 9. umferð var jafnt gegn Wales, Ólöf vann, Bima gerði jafntefli en Áslaug tapaði. í 10. umferð tapaði sveitin fyrir Brasilíu, 1-2. Áslaug og Sigur- laug gerðu jafntefli en Ólöf tapaði. Rússar eru efstir með 20 vinninga og biðskák. < m. Biðstaðan 1 skák Gellers og Helga Ólafssonar. Geller hefur hvitt og á leik. LAX FYRIR120 MIUJÓNIR Bændur sem búa við Ölfusá virðast margir maka krókinn hressilega með laxveiði. Þannig kom fram í máli eins ræðumanna á aðalfundi Stanga- veiðifélags Rvíkur 23. nóv. að einn bændanna hefði veitt lax fyrir 120 milljónir króna. Lagleg búbót það. Á sama tíma reiknaði hann út að veiðimenn hefðu tapað um 160 milljónum króna með því að kaupa veiðileyfi í ám, sem ekkert veiddist í vegna netaveiði. - DS John Paul James með Amour, þaö er stúlkunum Michellc og Lorraine. Þau skemmta hér á landi i tæpar þrjár vikur. Hótel Saga og Hollywood sam- einast um erlenda skemmtikrafta Veitingahúsin Hótel Saga og Holly- wood hafa tekið höndum saman um að fá erlenda skemmtikrafta, John Paul James With Amour, til landsins. Þarna eru á ferðinni söngvarinn John Paul James ásamt tveimur dönsurum, Michelle og Lorraine. Þau dveljast hér á landi í tæpar þrjár vikur og koma ein- ungis fram á veitingastöðunum tveim- ur. JohnPaul James og Amour koma hingað til lands frá Hollandi þar sem þau hafa skemmt við feikilegar vin- sældir. Hollendingar vildu framlengja við þau samninginn um tvo mánuði en þau kusu heldur að standa við gerða samninga við íslendinga. Tríóið kemur fyrst fram á fimmtu- dagskvöldið í Hollywood. Þau verða föstudaga og laugardaga á Sögu, á báðum stöðunum á sunnudagskvöldum og í Hollywood þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga. John Paul James hóf feril sinn sem söngvari í hljómsveitinni Destiny frá Birmingham. Fyrir nokkrum árum ákvað hann að reyna fyrir sér einn. Síðan hefur hann ferðazt víða um Evrópu. Nú í ár hefur hann einnig haslað sér völl í sjónvarpi, bæði í Eng- landi og Hollandi. Stúlkurnar tvær hafa starfað með honum síðan árið 1978. - ÁT TALSKIR í samkvæmis p* kjólar Þetta er aöeins einn af ótal mörgum kjólum sem til eru. Einnig úrval af peysum og buxum. Líttu viö og skoðaðu úrvaliö Hárgreióslustí tískuverslun Alítamyri 7 simi 31-r PÓSTSENDUM LAUGAVEG113. SÍIVI113508. HJÓLA- SKAUTAR Verð kr. 57.820.- Stærðir 35—43.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.