Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980.
Framkvœmdas^óri: Sveinn R. Eyjótfason. Ritstjóri: Jónas KristJÁnsson.
Aðstoflarritstjóri: Haukur Halgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsfton.
Skríf stofustjóri ritstjómar: Jóhannes Rflykdal.
(þróttir: Hollur Sfmonarson. Menning: AÖalsteinn Higótfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónás Haraídsson.
HandrK: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hflmar Karissón.
Blaflámenn: Anna Bjamason, Atll Rúnar HaHdórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson,;Bragi Sig-
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir,
ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: BJarnleHur Bjamleifsson, Einar Óiason, RagnarTh. Stgurflsson, Slgurflur Þorri Sigurflsson
og Svoinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Próinn Þoriehrsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Haftdórs-
son. Droifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Sfflumúia 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur).
Einstefnuakstur frétta
í fjölmiðlun er ísland í eins konar
þriðja heims aðstöðu einstefnuaksturs
gagnvart Norðurlöndum og umheimin-
um yfirleitt. Fréttir og skoðanir berast
hingað í stríðum straumum. Sáralítið
berst hins vegar héðan til umheimsins,
þar á meðal til Norðurlanda.
íslenzkir fjölmiðlar leggja meiri áherzlu á erlendar
fréttir en gerist og gengur í öðrum löndum. Auk þess er
mikið keypt af erlendum fréttablöðum, einkum nor-
rænum.íslendingar eru því sæmilega upplýstir um gang
mála utan landsteina.
Hins vegar væri synd að segja, að umheimurinn viti
um gang íslenzkra þjóðmála. Þar er sýnu verstur hlutur
hinna norrænu fréttastofa, sem ættu vegna sögulegrar
og menningarlegrar nálægðar að sýna íslandsmálum
einhvern snefil af áhuga.
í sparnaðarskyni hafa allar norrænu fréttastofurnar
sameinazt um einn fréttamann í hlutastarfi á íslandi.
Þær greiða lítið sem ekkert fyrir þessa bjónustu. Og
samkeppnin milli þeirra um fréttir frá íslandi er
auðvitað engin.
Árangurinn Iætur ekki á sér standa. í norrænum
dagblöðum verður að leita með logandi ljósi að frétta-
stofufregnum frá íslandi. Þá sjaldan eitthvað birtist
frá íslandi, eru það sérstakir sendimenn blaðanna, sem
verkið hafa unnið.
Við þessu afskiptaleysi er af okkar hálfu ekkert að
segja. Ef norrænu fréttastofurnar telja, að viðskipta-
vinir beirra á Norðurlöndum vilji ekkert af íslandi
vita, þá er það þeirra markaðsmat, sem við verðum
hreinlega að sætta okkur við.
Afskiptaleysið nær þó ekki lengra en svo, að
norrænu fréttastofumar hafa aflað sér áhyggna af því,
að íslendingar viti of lítið um Norðurlönd. Þær hafa
óskað fjár úr norrænum menningarsjóðum til að ráða
bót áþessu.
Nú skal það ekki lastað, að komið verði á fót dag-
legri fjarritun norrænna frétta til íslands. Við getum
alltaf þegið betri og skjótari fréttir frá umheiminum.
En norrænu menningarfé væri þó betur varið til frétta-
sendinga í hina áttina.
Einstefnuaksturinn hefur rótfest þá grillu á Norður-
löndum.að ísland sé eins konar fyrrverandi norrænn
Árbær, sem sé á hraðri siglingu í faðm bandarísks
menningarheims. Virðast þó Norðurlönd sigla hraðar
þann sjó.
Við þurfum að reyna að hlaupa í skarðið fyrir
norrænu fréttastofurnar og aðrar stofnanir, sem fást
ekki til að segja fréttir af íslandi. Og svo vel vill til, að
kostur er á mjög góðri þjónustu á því sviði, en því
miður of lítið notaðri.
íslenzkt einkaframtak gefur út Iceland Review og
News From Iceland, hvort tveggja rit, sem sóma sér vel
í samanburði við hliðstæða útgáfu í nágranna-
löndunum. Iceland Review er raunar svo vandað og
listrænt, að athygli hefur vakið víða um heim.
í News From Iceland er þjappað saman öllum helztu
fréttum af íslandi í handhægu formi fyrir erlenda
fjölmiðla. Það blað á erindi til fréttastjóra fjölmiðla
um allan heim, svo að ein og ein frétt frá íslandi
slæðist með á fréttamarkaðinn.
Utanríkisráðuneytið sýnir lit og kaupir 1500—2000
eintök af hvoru blaði. Sú kynning lands og þjóðar
þyrfti þó að vera margföld, ef vel ætti að vera. Þeirri á-
bendingu er hér með komið á framfæri við ráðuneyti
og fjárveitingarvald.
Hugsanlega mætti spyrja norræna menningarsjóði,
hvort ekki kæmi til greina að stuðla að örlítilli lækjar-
sytru íslenzkra frétta til Norðurlanda, úr því að til
greina er talið koma að bera í bakkafullan læk
norrænna frétta til íslands.
t ...... l,"IMI
Athugasemd með meiru:
Skrifað stórt
hugsað smátt
hefði ég ládð nánari skýringar fylgja
með. En þar sem ég var aðeins að
vekja athygli á hversu fjarstæðu-
kennd umrædd lög eru að minu mati,
lét ég nægja að taka fram, að
„Fyrir þessum launum þyrfti vissu-
lega að vinna og sveiflukennd væru
þau”.
Varðandi loðnusjómenn var skýrt
tekið fram að þau væru þessi „þann
tima sem verifl er afl veiflum.” Fyrir-
sögnin i DB „Meðal mánaðarlaun
loðnuskipstjóra 6.8 milljónir” og
„Háseti hefur að meðaltali 2.4
milljónir” hljóma eins óg þetta séu
laun þessara manna árið um kring.
Það sem vegur þyngst, virðist enga
athygli hafa vakið, þ.e. þegar fáir eru
á, eins og gjarnan er á minni bátum.
Þar nefndi ég að hlutur eins manns
gæti verið 20% af afla. Reyndar má
finna ófá dæmi um 30% t.d. á litlu
rækjubátunum. Skylda til þess að
greiða slíkan hlut í allt að tvo mánuði
hlýtur að þýða, að betra sé að
leggja bátnum. Ég get fullyrt að
auðvelt hefði verið að nefna mikið
hrikalegri dæmi en gert var um
greiðslur, sem umrædd iagabreyting
ÞEGARALLA-
BALLAR 0G ÍHALD
SKIPTU MEÐ SÉR
STJÓRNASÍ
Þegar ég sá DB þann 25. nóvember
sl. brá mér heldur i brún. Blaða-
maður, sem ég hafði fengið í hendur
ræðu er ég flutti í efri deild Alþingis
deginum áður og í mesta grandaleysi
sagt að hann mætti nota úr hvað
hann vildi, reyndist hafa notað hana
eins og honum sýndist.
Fyrirsögn með stríðsletri á forsíðu
höfðar engan veginn til þess er um
var fjallað í ræðu minni. { umræðu
um olíugjald utan skipta á fiskiskip-
um hafði komið fram að olíu ætti að
greiöa niður af almannafé. Ég benti
hins vegar á að nær lagi væri að fella
niður eitthvað af sköttum og pinklum
sem á útgerð og fiskvinnslu eru
lagðar í dag. Slíkt gæti gefið svigrúm
til að hækka fiskverð. 1 þessu sam-
bandi ræddi ég sérstaklega lög sem
þingmenn samþykktu í flaustri i lok
síðasta þings um slysa- og veikinda-
bætur sjómanna. Ég tók dæmi um
hve gífurlegum greiðslum lögin geta
valdið og lagði höfuðáherzlu á að
slíkar greiðslur fást alls ekki tryggðar
hjá tryggingarfélögum og gætu þvi
orðið haldlitlar.
í frétt blaðsins kemur að vísu flest
Kjallarinn
ÓlafurBjömsson
fram sem ég sagði varðandi þær upp-
hæðir sem um getur verið að ræða,
en sundurslitið. Hefði mál mitt átt að
vekja athygli á Iaunum sjómanna,
Sögulegu ASÍ-þingi er lokið. Í
fyrsta skipti i sögu islenskrar verka-
lýðshreyfingar hafa sjálfstæðismenn
og alþýðubandalagsmenn tekið
höndum saman um að mynda forystu
stærstu og voldugustu launþega-
samtaka landsins. Þar var mynstur
núverandi ríkisstjórnar tekið til fyrir-
myndar, og Framsókn lufsaðist með.
Það er mikill atburður, sem mun
draga dilk á eftir sér, þegar
sósíalískur flokkur gerir hernaðar-
bandalag við íhaldsflokk um stjórn
málefna launþega. Varla hefur þessi
niðurstaða glatt geð Einars Olgeirs-
sonar, né annarra fyrrverandi
forystumanna Kommúnistaflokks-
ins, Sósialistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins. Eða hvað skyldi Lúð-
!vik Jósefsson hafa um málið að
segja?
Tveir fulltrúar Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, háskólaborgarar,
voru kjörnir í æðstu stöður ASÍ, en
formanni verkalýðsfélagsins á
Bolungarvík og formanni Einingar á
Akureyri var hafnað. Víða þarf að
leita meðal frjálsra verkalýðssamtaka
í heiminum til að finna svipaða
„uppákomu”. Thomas Nilsen, for-
seti danska Alþýðusambandsins, sem
fylgdist með ASÍ-þinginu, var ekki
bara undrandi, heldur nánast
hneykslaður.
Makkið
Baktjaldamakkið á þessu þingi
ASÍ var með eindæmum: Forystu-
mennirnir höfðu lítinn tíma til að
fjalla um þá málaflokka, sem þó
skipta samtökin hvað mestu. Þing-
fulltrúar létu í ljós reiði og van-
þóknun á vinnubrögðunum. Það
sem upp úr stóð var ræða fulltrúa
Sjálfsbjargar á þinginu, og segir það
sina sögu. — Staðreyndin er auðvitað
sú að það er til skammar hvernig
stjórnmálaflokkunum tekst að hand-
járna svo fulltrúa sina, að þeir sitja
og standa eftir skipunum að ofan.
Frá upphafi var Alþýðubanda-
lagið ákveðið í því að koma
alþýðuflokksmönnum úr öllum
trúnaðarstörfum innan ASÍ. Þetta
tókst að visu ekki við miðstjórnar-
kjörið, þrátt fyrir rika viðleitni. Og
menn skyldu hafa hugfast, að bæði
Karvel Pálmason og Jón Helgason
nutu stuðnings um þriðjungs þing-
fulltrúa. Framhjá þeim verður ekki
gengið í störfum ASÍ.
Á þinginu kom berlega í Ijós, að
Sjálfstæðisflokkurinn er svo klofinn,
að á hann verður varla treyst sem
stjómmálaafl fyrr en honum hefur
tekist að leysa forystuvanda sinn.
Vera má að þáð takist með því að
sækja Ingólf Hellujarl og gera hann
að formanni. Framsókn taldi sig
þurfa að hefna harma sinna frá
siðasta ASÍ-þingi og kom það ljós-
lega fram við kosningar á þinginu.
Því verður ekki lengur á móti
mælt, að skipulag og starf ASÍ-þinga
þarf að endurskoða frá grunni. Hin
faglegu sjónarmið verða að sitja i
fyrirrúmi, og hin stórpólitisku af-
skipti flokkanna af ASÍ verða að
vikja. Ríkisstjórnarmynstrið var
notað við kjör forystunnar, og getur
launafólk í landinu dregið af því
ýmsar ályktanir hvemig ætlunin er að
nota samtökin i náinni framtíð. Þá
skal þvi ekki gleymt hvemig hlutur
kvenna á þinginu var gjörsamlega
fyrir borð borinn.
Það sem eftir stendur er það, að
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn
studdu alþýðubandalagsmann til
„Þaö sem eftir stendur er þaö, aö Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsókn studdu
alþýðubandalagsmann til valda í voldugustu
launþegasamtökum landsins og Alþýðubanda-
lagiö leiddi sjálfstæöismann til hásætis.”