Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 02.12.1980, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. á grímuball Jón E. Guðmundsson leikbrúðumaður: Sýndifyrst í Alþýöuhúsinu fyrir 26 árum og alltaf eykst áhuginn fyrir leikbrúðusýningum ELÍN ALBERTSDÓTTIR Óli Tynes framkvæmdarltstjóri Frjáls framtaks. DB-mynd R. Th. Sig. Bréffrá Óla Tynes: Smámis- skilningur Kæra Elín. Það varð smámisskilningur í sam- tali okkar um Fólk og mitt nýja starf, sem birtist í DB á mánudaginn i síðustu viku, sjálfsagt vegna þess að ég hef ekki skýrt þetta nógu vel. í greinarkorninu segir að ein ástæðan fyrir að Fólk hætti að koma út hafi verið sú að blaðið hafi stundum tafizt í prentun og erfiðlega gengið að konia því út á réttum tíma. Hið rétta er að Fólk kom undan- tekningarlaust út á réttum tíma, en hins vegar hafa stundum orðið tafir, af ýrnsunt orsökum, hjá hinum álta blöðunum sem Frjálst framtak gefur úl. Eitt af mínum verkefnum er að reyna að konta á samræmingu til að laga þetta. Þetta er svo sem ekkert stórmál en hins vegar er leiðinlegt fyrir vini okkar hjá ísafoldarprentsmiðju að liggja undir því að hafa orðið Fólki að fjörtjóni, því þeir stóð sig alltaf mjög vel. Kær ^veðja 1 ÓIiTynes. „ Fœrum okkur niður Lauga- veginn nœst” „Ætli við færum okkm ekki upp og niður Laugaveginn .il 'kintis l(Sn nágranni okkar i Hljómp >iuu..af- unni má fara að vara sig,” sagöi Sig- urður Steinþórsson, sem rekur fyrir- tækið Gull & Silfur með Magnúsi bróður sínum og foreldrum þeirra. Bræðurnir keyptu nú nýverið snyrti- vöruverzlunina Bonny, næstu búð fyrir ofan Gull & Silfur. Það eru eiginkonur Sigurðar og Magnúsar, Gloria Steinþórsson og Kristjana Ólafsdótlir sem sjá um dag- legan rekstur Bonnyar. Ætlunin er að verzlunin sérhæfi sig í ilmvötnum í framtíðinni. Sigurður sagði að einmitt væri verið að fylla hana af ilmvötnum þessa dagana. ,,Að sjálf- sögðu verður einnig boðið upp á aðrar vörur eins og fyrr,” bætti hann við. iDagblaöinu Þessi unga stúlka, MníiS Ifetrin n~tursdóttir, sem býr i Kefiavik, grimubúning er fékk dálagieyx.. .. hl-á da„s. hún arkaði á grimubali ,.j_ skóla Heiðars Ástvaidssonar fyrir skömmu. Meiningin var að nemendurnir kæmu i sem frumleg- ustu búningum og þá gjarnan heimatilbúnum. 74 ára gömul kefl- visk kona gerði sór litið fyrir, safnaði nokkrum Dagblöðum og sjá úr þeim gat hún gert þennan fina kjói og hatt við handa Önnu Katrinu. Já, Dagblaðið er hægt að nota til fleira en lesturs og undir fisk. .. -ELA. Eysteinn endur- sendi boðskortið i Eins og Dagblaðið hefur skýrt frá var Moskvu-ólympíuförunum ásamt forystumönnum ÍSÍ boðið I sovézka sendiráðið sl. fimmtudagskvöld. Fengu þeir að sjá þar kvikmynd af hinni glæsilegu opnunarathöfn ólympíuleikanna. Síðan var boðið upp á hressingu. Meðal þeirra sem fengu boðskort var Eysteinn Þorvaldsson, formaður Júdósambands íslands. En Eysteinn kærði sig ekki um að þiggja boð sendiráðsins og endursendi því boðskortið. Eysteinn fékk eins og mörgum er kunnugt nokkuð hranalegar móttök- ur i keppnisferð júdólandsliðsins til Sovétríkjanna fyrir nokkrum árum, Var hann tekinn hraustlegum tökum af varðmönnum austantjalds. — Hermann Gunnars- son syngur og segir œvintýrin Ævintýrin um Rauðhettu og Hans og Grétu eru viðfangsefnið á nýjustu plötu Gylfa Ægissonar. Hermann Gunnarsson les ævintýrin og siðan syngja ýmsir söngvarar lög Gylfa, þar á meða) syngur Hermann eitt. Aðrir sem koma fram á þessari barnaplötu eru Margrét Ragna Jónasdóttir, sem syngur hlutverk Rauðhettu. Margrét er dóttir hins kunna Jónasar R. Jónssonar. I hlut- verki Grétu er Anna Lísa Sigurjóns- dóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson syngur Hans. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leikur úlfinn í Rauðhettu af stakri innlifun og Áróra Halldórs- dóttir leikur ömmuna. Hlutverk nornarinnar tók Gylfi Ægisson að sér sjálfur. Hljóðfæraleikarar á ævintýraplöt- unni eru Sigurður Karlsson, Þor- steinn Magnusson, Engilbert'Jensen, Rúnar Júlíusson og Gylfi Ægisson. Bakraddir syngja Engilbert, Rúnar og María Baldursdóttir. Einn af boðsgestunum í sovézka sendiráðinu var dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambandsins. Skák- sambandið er nú reyndar ekki í ÍSÍ en engu að síöur var honum boðið. Þetta er reyndar ekki fyrsta boðið sem dr. Ingimar fær frá Rússunum. í sumar spókaði hann sig um í Moskvuborg meðan á ólympíuleik- unum stóð í boði Sovétstjórnar. Aðrir íslendingar undruðust þá mjög hvílíkar móttökur íþróttadoktorinn fékk því undir hann var lagður m.a. mikill glæsivagn ásamt einkabíl- stjóra. Svo mjög var fyrir honum haft að saklausir Sovétborgarar héldu að þar færi þjóðhöfðingi. Flugkappinn á listflugunni „Sýningin hjá mér gekk mjög vel. Nemendur I Leiklistarskóla rikisins sýndu brúðuleikhús, Skugga-Svein, og það vakti mikla athygli enda frá- bærlega vel gert hjá krökkunum. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur I Leiklistarskólanum stjórna brúðuleikhúsi. Pétur Einarsson skólastjóri Leiklistarskólans var mjög jákvæður gagnvart því að krakkarnir fengju að kynnast þessari hlið á leiklistinni,” sagði Jón E. Guðmundsson brúðuleikhússnilling- ur, en hann hefur undanfarið sýnt leikbrúður, málverk, teikningar og tréskurðarmyndir við góðan orðstír á Kjarvalsstöðum. Jón E. Guðmundsson hefur lika langa reynslu I gerð leikbrúða. Fyrsta sýning hans var árið 1954 í Alþýðuhúskjallaranum. Þá sýndi hann Rauðhettu og Hans og Grétu. Síöar sýndi hann í Iðnó og I einn vetur í Tjarnarbíói. Þá ferðaðist hann kringum landið með leik- brúðurnar sínar. ,,Nei, ekki get ég sagt að ég sé orðinn leiður. Að vísu var þetta erfitt til að byrja með en núna er kynningin orðin góð og mikill áhugi fyrir leikbrúðusýníngum,” sagði Jón. Á milli þess sem hann býr til leikbrúður kennir hann myndlist í Austurbæjarskólanum. Jón E. Guðmundsson er sennilega hvað þekktastur hjá , yngri kynslóðinni fyrir Pétur páfagauk. Pétur hefur heimsótt gæzluvelli Jón E. Guómundssnn hefur skapað maritarpersónurnar. meðalannarspessur- ku hefur hann skapað hinn vinstela Péfur páfapauk sem flestöll hörn þekkja vel op lusa Jlukkara. sem lenpi varpestur i Slundinni okkar. Vitið þið af hverju Hafnfirðingar brosa alltaf í átt til Straumsvikur? Til þess að fá flúor i tennurnar. Magnús og Sigurður Steinþórssynir á tröppunum við Gull ft Silfur. Konur þeirra, Kristjana Ólafsdóttir og Gloria Steinþórsson, sjá nú um höndlunina við hliðina. DB-mynd: Gunnar Örn. Nýlega var einn af blaðamönnum blaðsins staddur við gamla flugturn- inn á Reykjavíkurflugvelli. Sá hann þá hvar lítil flugvél var að leika listir sínar í háloftunum yfir Álftanesinu. Fór flugvélin margar veltur, flaug á hvolfi, spann lóðrétt niður og gerði ýmislegt fleira sem kitlaði í ntagann. Loks lenti flugvélin og flugmaðurinn ók í hlað. Hvaða kappi skyldi þetta hafa verið? spurði blaðamaðurinn sjálfan sig. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir svarinu. Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri sté frá borði. Álverm*kki svo slæmt * lt.% ? tri : Reykjavíkur undanfarin sumur með hinum vinsæla brúðubíl. „Ég verð ekki með brúðubílinn næsta sumar, í staðinn verða með hann þær Helga Steffensen, Bryndís Gunnarsdóttir og Sigríður Hannesdóttir.” Jón hefur hug á að bæta við brúðum I Skugga-Svein og þjóðleik- hússtjóri hefur sýnt áhuga á verkinu. „Ég er með 9 brúður núna i Skugga- Sveini og ætla að bæta við 9,” sagði Jón. „Ég hef auk þess fengið tilboð frá Finnlandi um að koma með sýninguna þangað en ég veit ekki hvað verður úr. Það tekur mjög lang- an tíma að búa til brúðurnar, ætli það taki mig ekki 4—5 mánuði,” sagði Jón E, Guðmundsson. -ELA, FÓLK Ævintýra- plata frá Gylfa ... en dr. Ingi- mar mœtti

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.