Dagblaðið - 02.12.1980, Side 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980.
I
17
Menning
Menning
Menning
Menning
SPILLTIR SPILLA SPILLTUM
— Um nýja bók Grahams Greene, Sprengjuveislan
Graham Groone — Sprangjuvetslan eða Dr.
Ftscher f Genf, 162 bls.
Þýðandi: Bjöm Jónsson,
Útg.: Almenna bókafólagið, 1980.
íslenskir bókaútgefandur eru ekki
vanir að bregðast fljótt við bókum er-
lendra höfunda, jafnvel þeirra sem
þekktastir eru. Nú virðist þetta
standa til bóta og meðal „betri höf-
unda” hefur Graham Greene sérstak-
lega notið góðs af þessum nýja
viðbragðsflýti. The Human Factor
kom hér út hjá Bókaklúbbi AB tæpu
ári eftir frumútgáfu, ef ég man rétt,
þá sem Hinn mannlegi þáttur. Og nú
er komin út á íslensku alveg splunku-
ný bók eftir Greene, The Bomb Party
or Dr. Fischer of Geneva, útgefin
siðastliðið vor. Bjöm Jónsson þýðir.
Kannski hefur forlagið veðjað á
Nóbel til handa Greene í þetta sinn og
ætlað sér að njóta góðs af þvi, og lái
þvi hver sem vill. En þótt veðjað hafi
verið á rangan hest í þessum árlegu
veðreiðum bókmenntanna, þá er
áhættan virðingarverð og enginn í
raun svikinn því Greene hefur ávallt
lagáaðhreyfa við lesandanum.
Meðaljón dettur
ílukkupott
Að svo mæltu verður það einnig að
segjast að Sprengjuveislan er
með undarlegri bókum sem hann
hefur skrifað, í raun afar beinaber
dæmisaga sem mundi sóma sér vel
meðal sagna Dostoyevskis, nema
hvað persónur Greenes em tæpast
eins margbrotnar. Hér á ég t.d. við
þann fræga kafla í Fávitanum þegar
Natasja Filippovna fleygir peninga-
fúlgu í bál og manar Ivolgin til að
taka þá berum höndum.
Og eins og i mörgum dæmisögum,
gerast atburðir í Sprengjuveislunni á
einkar ósennilegan hátt, því sú teg-
und bókmennta þarf ekki á ýtrasta
raunsæi að halda. Sögumaður heitir
þvi hversdagslega nafni Alfred Jones,
er á sextugsaldri og vinnur við þýð-
ingar i súkkulaðiverksmiðju i Vevey
í Svisslandi. Við fáum einnig að vita
að hann gengur með gervihönd,
missti báða foreldra i loftárásunum á
London i síðara striði og konu sína af
barnsförum. Jones rekst á önnu-
Luise, tvítuga og gullfallega, verður
ástfanginn af henni og ást hans er
endurgoldin.
Anna-Luiseer reyndar einkadóttir
milljónamæringsins dr. Fischer, upp-
finningamanns tannkremsins
Dentophil Bouquet, sem verndar
tennurnar gegn því tjóni sem súkku-
laði kann að valda.
Lítillækkun hinna rlku
Ekki er nema von að Jones spyrji
sjálfan sig sem svo, hvort Anna-
Luise sé staðgengill þeirrar dóttur
sem hann missti í fæðingu eða hvort
hann sé staðgengill dr. Fischers sem
engan áhuga virðist hafa á dóttur
sinni og hafði áður valdið dauða
móður hennar.
Nú, nú, dr. Fischer er frægur fyrir
sérkennileg matarboð. Sama fólkið
sækir alltaf þessi boð og Anna Luise
kallar það Eðlurnar. AUt er það for-
rikt, en lætur lítUlækka sig til að
hljóta gjafir dr. Fischers, þolir móðg-
anir og kynleg uppátæki hans án þess
að malda í móinn. Þátttakendur eru
kroppinbakurinn Kips, sem er lög-
fræðingur, skattasérfræðingurinn
Belmont, leikarinn og drykkju-
maðurinn Richard Deane, miðaldra
amerisk ekkja, frú Montgomery og
herforinginn Krueger. Anna-Lusie
hefur andstyggð á þessum matarboð-
um og viU ekkert með föður sinn
hafa. Hún og Jones gifta sig í kyrr-
þey, án nokkurrar viðhafnar til þess
að vera ekki upp á nokkurn hátt upp
á dr. Fischer komin.
Gullúr f yrir
hafragraut
,Við þurfum ekki á honum að
halda. Við erum frjáls,” segir Anna
Lusie við mann sinn. „Við erum of
litilmótleg til að hægt sé að lítillækka
okkur.” En síðan fær Jones boð í eitt
slikt matarsamkvæmi og finnur sig
knúinn til að mæta. Þá er mönnum
borinn kaldur hafragrautur í tvígang
og þeir sem ljúka honum öllum fá 18
karata guUúr að launum. Jones tekur
ekki þátt í þessum ijóta leik. Nokkru
síðar, eftir að Anna-Luise deyr í slysi
á skiðu'm, heldur dr. Fischer sitt
siðasta boð, Sprengjuveisluna sem er
sérstök útgáfa af rússneskri rúUettu.
Þar vill hann láta reyna á græðgi
hinna ríku gesta sinna fyrir alvöru og
lætur koma fyrir sex knöllum í potti.
Fimm þeirra innihalda tékka upp á
tvær mUljónir svissneskra franka, hið
sjötta hefur að geyma litla en Ufs-
hættulega sprengju. Jones er eini
maðurinn þama sem ekki hræðist
dauðann, hefur jafnvel hugleitt að
fyrirfara sér eftir lát Önnu-Luise. En
þótt rétt sé að rekja söguþráð til að
Graham Greene
Bók
menntir
sýna fram á hið dæmisögulega
andrúmsloft bókarinnar er er.gin
nauðsyn að skýra frá sögulokum.
Tilfinningalegur
vanmáttur
Hvað er svo Graham Greene að
fara? Nú liggur beinast við að álíta
r KLj *
, 3
.. AOALSTEINN
INGÓLFSSON k.
að hér sé til umræðu sú spilling sem
auður og völd hafa í för með sér og
þar hefur Greene áður lagt sitthvað
til málanna.
í skáldsögunni Loser takes
all er t.d. milljónamæringur sem
líkist dr. Fischer um margt og þar
virðist höfundur segja sem svo: pen-
'ingar kaupa ekki hamingju, en með
þeim er hægt að lítillækka aðra. En
sé spilling valds umræðuefnið, þá
virðist dr. Fischer nota sitt mikla vald
á heldur ómerkilegan hátt — til að
þröngva köldum hafragraut ofan í
fólk. Er hann með þeirri valdníðslu
að bæta sér upp sálarlega og til-
finningalega ivangetu, eins og annar
auðmaður í bók eftir Greene, hinn
gamli Sir Marcus i This Gun for
Hire? Auk þess lætur Jones að þvi
liggja að hugsanlega sé sál dr.
Fischers bölvuð og kannski verðum
við að leita svara við helstu gátum
bókarinnar í guðfræði.
Ágirnd guðs og manns
Allt um það þarf doktorinn að
hefna sín á heiminum, máski á sjálf-
um sér líka, fyrir að kona hans gekk
honum úr greipum, dirfðist að njóta
tónlistar með fátækum manni, þótt
ekki lægi hún með honum. Og dr.
Fischer er nógu efnaður til að geta
fyrirlitið mannkyn, þarf ekki að hata
það og hann fær útrás með því að
opinbera græðgi þeirra sem ríkir eru.
Sjálfur girnist hann aðeins lítillækk-
un þeirra og segir jafnvel: „Ég vil
gjarnan imynda mér að græðgi minni
svipi svolítið. . . til ágirndar Guðs”.
Nú er sterkan siðferðilegan burðar
ás að finna í öllum bestu skáldverk-
um Greenes, en par er einnig verið að
segja spennandi sögur. Brighton
Rock er t.d'. um sálarháska og for-
dæmingu andans en þar er líka verið
að segja glæpasögu. T.S. Eliot hefur
einmitt sagt að réttast sé að skrifa
skáldverk sem hafi tvenns konar skír-
skotun, annars vegar raunsæja, hins
,vegar táknræna og þannig byggir
hann sjálfur upp Morðið í dómkirkj-
unni.
Of mörg ólíkindi
Kannski getum við alltént sæst á
það að raunsæi hverrar bókar af því
tagi sem Greene skrifar verði að
ganga upp, vera virkt, áður en les-
andinn er reiðubúinn að gútera tákn-
ræna byggingu hennar. Ólíkindi í
Sprengjuveislunni eru of mörg og
táknin of uppáþrengjandi til að sagan
fangi hugann á þann hátt sem
æskilegt væri. En þrátt fyrir það
nýtur hinn knappi stíll Greenes sín til
fulls, ekki orði ofaukið.
Þýðing Björns Jónssonar er ekki
slæm, svolítið sérviskuleg (. . . það
var enginn obbi, bls. 9) og próförk
hefur ekki verið lesin vandlega
(frosmán.hinkarði).
-Al
GLÆSILEGT DEBUT
Tónleikar Péturs Jónassonar gftarieikara ( Bú-
staðaklrkju 26. nóvambar.
Efnisskrá: Luys de Narvaéz: Tlbrigði við Guár-
damo las vacas Baxa da Contrapunto; Manual
M. Ponce: THbrigót vlð Foifa da Espana og
fúga; Joharm Sahastian Bach: Lútusvfta nr. 1;
Wflliam Wahon: Pvjár bagateliur; Hactor Villa
Lobos: Etýður nr. 8 og 7;
Menn greinir á um hvað valdi þeim
mikla gitaráhuga, sem sprottið hefur
upp á siðustu árum. Ekki er bylgja
þessi bundin við tsland eitt, en við
verðum hennar kannski meira varir
hér i fámenninu.
Víða er leitað fanga
Á innan við áratug höfum við eignast
vaska svdt góðra gitarleikara. Það
sem meira er, þessir ungu menn (þvi
miður hefur kvenfólkið látið sinn
hlut eftir liggja á þessum vettvangi)
hafa eins og nemendur annarra
greina, leitað víða fanga.
Þegar Gylfi Þ. Gíslason var
menntamálaráðherra sagði hann á
fundi með námsmönnum erlendis að
það væri meginstyrkur islenskra
menntastétta hversu viða þær leituðu
menntunar sinnar. Þannig færðu
menn að námi loknu heim þekkingu
úr öllum heimshomum, og þótt ein
staklingarnir stæðu mönnum annarra
þjóða tæpast framar væru stéttirnar i
heild með þeim best menntuðu í
heiminum. Samkvæmt því ættu
íslenskir gítarleikarar að standa
býsna vel að vígi, sem stétt. Pétur
Jónasson, sem nú kveður sér hljóðs
sem gítarleikari.kemur alla leið sunn-
an frá Mexíkó, þar sem hann hefur
numið síðastliðin tvö ár.
gjarnan ungum hljóðfæraleikurum
drjúgan tíma eftir að námi lýkur og,
sujpir losna aldrei úr viðjum skólans.
Ögun Péturs átti í sjálfu sér alls ekki
ilia við verk Narvaéz og Ponces. í
svítu Bachs fannst mér ögun hans
fullströng en tónninn og tæknin
gerðu leikinn mjög áheyrUegan. Svo í
seinni hluta efnisskrárinnar fór að
losna heldur um böndin og leikurinn
æfingu Tarregas. Pétur troðfyllti
Bústaðakirkju og áheyrendur fengu
sitt ósvikið, þvi að það er ekki á
hverjum degi sem menn debutera svo
glæsilega í Reykjavík.
- EM
»
Pétur Jónasson gítarleikari
Tónn, tækni, agi
Þrennt einkennir leik Péturs um-
fram annað. S fyrsta lagi fallegur
tónn. í öðru lagi Upur og átakalaus
tækni og í þriðja Iagi afar strangur
agi. Framan af fannst mér sem þessi
strangi agi Péturs væri leifar af skól-
un. Akademiskur leikmáti fylgir
að verða frjálslegri. Þar kom í ljós að
ekki var um skólaviðjar, heldur
strangan aga að ræða. Það var
einkum í verkum Villa-Lóbos og
Albeniz sem mér fannst kostir Péturs
sem gitarleikara koma hvað skýrast
fram og þá ekki síður í aukalögun-
um, enn einni perlu Villa-Lobos og
hinni fögru og makalausu tremolo
Trr,.
Göngum
ávallt vinstra
megin
á móti akandi
umferð..
llX
IFEROAR