Dagblaðið - 02.12.1980, Side 27

Dagblaðið - 02.12.1980, Side 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 1980. H Úfvarp 27 Sjónvarp 9 lillii íílííí:*:?*:'::::*:--: Wmmm i XvX X;W Xv/Xv Sjónvarp kl. 22,25: Hvemig eigum við að bregöást viö nýrri tækni? „Bollaleggingar um hvaða áhrif ný tækni kemur til með að hafa á mennta- og atvinnumál,” sagði Magnús Bjarnfreðsson um þátt sem hann stjórnar í kvöld kl. 22.25. ,,Mun ný tækni leiða til at- vinnuleysis eða styttri vinnutíma? Hvernig kemur fólk til með að verja auknum frítíma? Þessar spurningar og ýmislegt þessu tengt fjöllum við um,” sagði Magnús. í þessum umræðum taka þátt nokkrir áhugamenn um þessi mál sem hafa kynnt sér ákveðnar hliðar þessarar þróunar. Sigurður Guð- mundsson hefur kynnt sér endur- menntun í þessu sambandi, hvernig hægt er að hjálpa fólki að skipta um vinnu, það verður nauðsynlegt fyrir fólk að geta skipt um störf eða endur- mennta sig að einhverju leyti. Jón Torfi Jónsson er kunnugur þeim' spurningum sem rísa í sambandi við tölvunotkun í skólastarfsemi. Hannes Þ. Sigurðsson er í nefnd sem Alþýðusambandið setti á fót til þess að fjalla um þessi mál. Jón Erlends- son er forstöðumaður upplýsinga- þjónustu rannsóknaráðs. -GSE. Magnús Bjarnfreðsson stjórnar um- ræðuþætti um hvernig bregðast eigi við nýrri tækni. A HUÓDBERGI - útvarp í kvSld kl. 23,00: SAKLAUS MAÐ- UR LÍFLÚTINN Henry Fonda leikari les í kvöld fyrir okkur söguna Atburðurinn við Ox-Bow. Þessi saga nefnist á enskri tungu The Ox Bow Incident og er eftir Walter Van Tilburg Clark. Sag- an mun að einhverju leyti eiga við sannsögulegar heimildir að styðjast. Þessi saga er ein af sígildum sögum sem oft er vitnað til. Hún greinir frá manni sem er grunaður um að hafa stolið nautgripum. Þar eð þetta er i Texas þar sem menn eru æstir út af smámunum, er maðurinn umsvifa- laust tekinn af lífi án dóms og laga. En varla hefur snaran náð að herða að hálsi hans þegar upp kemst að maðurinn er saklaus með öllu. Árið 1943 var gerð kvikmynd eftir þessari sögu sem hlaut mikiö lof og mikla aðsókn. Meðal annars var hún sýnd hér á tandi á sínum tíma. Mynd- in þótti ákaflega spennandi og menn sátu stífir undir henni í bíó. í þeirri, mynd lék Henry Fonda einmitt aðalhlutverkið á móti Dana Andrews. Er því vel við hæfi að heyra þá gömlu kempu lesa söguna. Á hljóðbergi er að vanda síðast á útvarpsdagskránni og i umsjón BjömsTh. Bjömssonar. -DS. ÓVÆNTENDALOK —sjónvarp kl. 21,50: ALLT í SKORDUM HJÁ APPLEBY Allt í skorðum hjá Appleby nefnist fyrsti þátturinn af tólf í nýjum brezk- um myndaflokki sem sýndur verður í kvöld kl. 21.50. Að sögn Kristmanns Eiðssonar, sem þýðir þættina, eru þetta stuttir þættir, ca 1 /2 tíma langir. í upp- hafi þáttanna flytur höfuðpaurinn, Roald Dahl, inngangsorð. I þessum þætti segist hann ætla að segja eigin- konum hvernig þær eigi að kála eigin- mönnum sinum. Það kemur einnig fram i inngangi Roald Dahls að um- ræddur Appleby hafi verið þrígiftur. Fyrrverandi eiginkonur hans sem Appieby lifði hafi allar átt verzlanir. Appleby hafði alltaf tekið andlát eiginkvenna sinna svo nærri sér að hann seldi verzlanirnar og hafði þannig komizt yfir talsvert fé. Appleby stofn- setur nú verzlun, en áður en hann opn- ar kemur í búðina kona sem vill kaupa vasa hjá honum, en hann vill ekki selja, þvi eins og heiti myndarinnar ber með sér er allt í skorðum hjá Appleby. Vill Appleby ekki selja konunni vasann fyrr en búðin opnar formlega, þannig hefj- ast kynni þeirra, sem við fylgjumst með íkvöld. SYNINGARSALUR NOTAÐIR 'AVANJ ^ BILAR SAAB 99 GL árg. '73,2ja dyra, rauður SAAB 99 GL árg. '74,2ja dyra, blár SAAB 99 GL árg. '75,2ja dyra, grænn SAAB 99 GL árg. '77,2ja dyra, rauður SAAB 99 GL árg. '77,2ja dyra, brúnn SAAB 99 GL árg. '78,2ja dyra, dökkbrúnn SAAB 99 GL árg. '78,4ra dyra, sjálfsk., silfur SAAB 900 GLE árg. '79,5 dyra, sjálfsk., vökvastýri TÖGGURHF. SAABUMBOÐIÐ

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.