Dagblaðið - 02.12.1980, Síða 28

Dagblaðið - 02.12.1980, Síða 28
Alþýðuflokkurinn íHafnarfirði: Lýsi og mjöl úr bænum Illafór / morgun er setja átti skurðgröfu á flutningsvagn efst í Selja-1 götunni. Ekkert slys varð á mönnum. en tjónið er talið talsvert á hverfmu í Breiðholti. Báknið valt út af tengivagninum og lá afvelta á | gröfunni. DB-mynd S. Loftleiðaf lugmenn fallast á gerðardóm „ógeðfelld lausnsegir form. FIA „Viö Loflieiðamenn höfum sam- þykkt tilboð Flugleiða og sætlum okkur við gerðardóm,” sagði Baldur Oddsson form. Félags Loftleiðaflug- manna i morgun. Kristján Egilsson, form. Félags islenzkra atvinnuflugmanna taldi gerðardóm ógeðfellda lausn; „forsendur .fyrir dómum hafa okkur oft fundizt ákaflega undarlegar, þvi getum við ekki sætt okkur við þá lausn,” sagði hann. „Það er okkar vilji að næsta skrefið verði það að skipa sáttanefnd til að vinna að lausn málsins,” sagði Kristján ennfremur. Tilboð Flugleiða er í stórum drátt- um þannig að flugmönnum er boðin endurráðning i a.m.k. 10 mánuði, sérstökum úrskurðaraðila verði falið að úrskurða um starfsaldurslistamál- ið og flugmenn sameinist í eitt stétt- arfélag. -KMU Nú eru 5 dagar til boðaðs bankamannaverkf alls: ELULÍFEYRIRINN ER T1LBÚINN TIL GREIÐSLU —ef Tryggingastof nun fær peningana frá ríkisvaldinu Enn hefur nákvæmlega ekkert gerzt i kjaradeilu bankastarfsmanna. í gær vantaði kjörgögn frá um 15 kjörstöðum á Austur- og Vesturlandi en búizt var við þeim árla í dag, svo þá er unnt að telja atkvæðin um tillögu sáttasemjarans, Vilhjálms Hjálmarssonar. Bankamenn allir telja nær öruggt að sáttatillagan hafi verið felld. Verkfall blasir því við i öllum bönkum landsins og nokkrum stöðum öðrum, m.a. Framkvæmda- stofnun, á mánudaginn. Ef til verkfalls kemur stöðvast allt bankakerfið og allír bankar verða Iokaðir. Þó bankalokun lami flesta starfsemi myndi hún þó koma einna harðast við ellilífeyrisþega, því fjöldi þeirra fær greiddan ellilífeyri gegnum bankakerfið. Ólafur Björgúlfsson hjá Tryggingastofnuninni tjáði DB í morgun, að stofnunin væri tilbúin fyrir sitt leyti með greiðslur í þessari viku, en til þess þyrfti fé að koma frá ráðuneytinu. Kvað hann vandamálið leysanlegt í Reykjavík og Kópavogi nokkuð auðveldlega, ef stofnunin fengi leyfi ráðherra til að senda greiðslur gegnum bankakerfið í dag eða á morgun, en vandinn yrði meiri úti á landsbyggðinni. Aðeins einn fundur var haldinn í kjaradeilunni eftir fyrri atkvæða- greiðslu um lausn kjaradeilunnar. Þar gerðist ekki neitt-. Annar fundur var í bigerð, en þá höfðu fulltrúar bankanna ekki tíma til fundahalda. Þykir bankamönnum að samninga- aðilum hafi illa eða alls ekki verið haldið að samningaviðræðum — þveröfugt'við sáttanefndir annarra stétta. Heyrzt hafa raddir um lög er banni verkfallið en'-bankamönnum þykir fáheyrt ef „bankavaldið” getur knúið slíkt fram, sem ríkisvaldið beitir ekki i almennum kjaradeilum. Benda þeir á að um margt megi semja fram á næsta sunnudag. Tími sé til stefnu. -A.St. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hélt í gærkvöld bæjarmálafund um fyrir- tækið Lýsi og mjöl. Eyjólfur Sæmundsson öryggismálastjóri hélt framsögu og síðan voru umræður. Um eða yfir 20 manns mættu á fundinn og var á mönnum að heyra að þeir væru sammála þeirri stefnu sem mótuð hefur verið af flokknum. Hún felst í því að verksmiðja Lýsi og mjöls verði flutt frá Hafnarfirði. 1 dag klukkan fimm verður haldinn bæjarstjómarfundur í Ráðhúsinu í Hafnarfirði um þessa umdeildu verk- smiðju. -DS. Þokast hjá farmönnum Eitthvað virðist vera að þokast í sam- komulagsátt með farmönnum og viðsemjendum þeirra. Sáttafundur hófst klukkan fjögur í gærdag og stóð hann enn klukkan níu í morgun er leitað var frétta. Mjólkurfræðingar mættu einnig á sdttafund klukkan fjögur í gær. Sáttafundi þeirra lauk milli 12 og 1 í nótt og er nýr fundur boðaður í dag kl. 2. , -DS. LUKKUDAGAR: 2. DESEMBER 25367 Braun LS 35 krullujárn. Vinningshafar hringi ísíma 33622. ■i&Wb' $rirþáN>\ sem meta ^ W fagra muni /lEISISt- KRISTAIL Laugavegi T5, Reykjavík sími 14320 Allt íóvissu með verö landbúnaðarvara: FOLK HAMSTRAR KJOT í HEILUM SKROKKUM Kaupmenn birgja sig ekki upp af ótta við að niðurgreiðslur verði auknar til að verðhækkun hækki ekki vísitöluna „Það er ekkert smásöluverð farið að reikna út hjá samtökum bænda ennþá. Það átti að ræðast í ríkis- stjórninni í dag, hvernig að þessu skyldi staðið, og ég geri ráð fyrir að það verði skoðað í rólegheitum næstu daga,” sagði Agnar Guðnason blaðafulltrúi í samtali við blaðamann DB. „Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarvaranna átti^að hækka um mánaðamótin um 13.84% Hækkunin er að langmestu leyti í sambandi við launalið grundvallarins. Þessi hækkun veldur misjafnri hækkun á verði landbúnaðarafurða og fer mismunurinn eftir því hve niður- greiðslur eru miklar á hinum ýmsu vörutegundum fyrir. Smjör myndi t.d. hækka hvað mest eða kringum 20% ef hækkunin ætti öll að fara út í verðlagið,” sagði Agnar. Hann sagði að ríkisstjórnin vildi nú skoða, að hve miklu leyti ætti að láta hækkun verðlagsgrundvallarins fara út I verðlagið eða hvort auka ætti niðurgreiðslur og það mikið að meginhluti hækkunarinnar lenti á ríkissjóði. Meðan þetta er í skoðun er fólk tekið að hamstra. Mikil sala var í heilum skrokkum dilkakjöts I gær — meiri en búast mátti við. „Kaupmenn reyndust sammála um að ógemingur væri fyrir þá að birgja sig upp af kjöti „á gamla verð- inu” við þessar aðstæður. Ef skyndi- lega yrði ákveðið að auka niður- greiðslur, fengju kaupmenn með birgðir það ekki bætt. „Birgðir hjá kaupmönnum eru nefnilega ekki sama og birgðir hjá SÍS eða SS,” sagði einn kaupmanna. „Við höfum t.d. enn ekki fengið bætur fyrir þær birgðir smjörs sem við áttum er útsölu var slengt á 1978, hvað þá að farið sé að tala um bætur fyrir smjör- birgðir sem kaupmenn áttu er síðasta útsala var skyndilega ákveðin.” -A.St. frfálst, úháð dsgblað ÞRIÐJUDAGUR 2. DES. 1980. Hæðarmet ís- lendings yfir Kína? Fyrir stuttu setti Þórður Sigurjóns- son flugstjóri hjá Cargolux hæðarmet meðal flugmanna Cargolux. Hann var við stjórn annarrar Jumbo-vélar Cargolux á leið til Hong Kong og yfir Kína náði vélin 45100 feta hæð, en það er hámarkshæð sem þessari vélar- tegund er leyfilegt að fljúga. Þórður sagði í stuttu viðtali við blaðamann DB að aldrei áður hefðu Cargolux vélar náð þessari hámarks- hæð. Til að ná henni ræður fyrst og fremst þungi vélarinnar, en á þessari flugleið var vélin tóm. Annað gott skil- yrði til að ná hámarkshæð er að kalt sé í lofti, en því átti Þórður ekki að fagna i þetta sinn. Þórður lét lítið yfir þessum atburði og taldi hann ekki ýkja merkilegan, en sennilega er Þórður nú sá íslenzkur flugmaður sem mestri hæð hefur náð. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.