Dagblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.12.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Tónlistarsnillingur og f riðarsinni fallinn í valinn: LENNON ER SYRGÐ- u R Ui M A l 1 A h ft h m n f —Tónlist Bítlanna leikin íflestum útvarpsstöðvum á Vesturlöndum fgær Bitlatónlist var leikin í flestum út- varpsstöðvum á Vesturlöndum í gær og víða um heim létu menn í ljós sorg sína yfir morðinu á John Lennon. 25 ára gamall maður, Mark David Chapman, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Ákærandinn sagði að morðinginn hefði komið frá Hawaii fyrir viku gagngert í þeim tilgangi að myrða Lennon. „Hann hafði safnað saman mikilli peninga- upphæð til þess að fara til New York til að gera það sem hann hefur nú gert,” sagði ákærandinn er ákæra á hendur Mark David Chapman var formlega lögð fram í gær. Eftir að hafa sært Lennon með fjórum skotum á mánudagskvöldið fyrir utan húsið, sem Lennon hjónin bjuggu i, beið hann rólegur eftir að lögreglan kæmi á vettvang. Hann hafði beðið við húsið frá því fyrr um daginn erhannhafðifengið eiginhand- aráritun Lennons. John Lennon var látinn er komið var með hann á sjúkrahús. Yoko Ono eiginkona hans féll alveg saman, er hún heyrði að maður hennar væri látinn. „Segið mér að það sé ekki satt, segið mér að hann sé lifandi,” hrópaði hún. Ekki er vitað hvað morðingjanum gekk til. Lögreglan sagði að hann hefði starað tómum augum út í loftið í New York City fangelsinu í gær. John og Yoko höfðu nýverið sent frá sér sina fyrstu plötu i ftmm ár, Double Fantasy, og hafði hún fengið mjög góð- ar móttökur. Mikil söluaukning varð i hljómplötum Lennons og Bítlanna í Bandarikjunum og viðar um heim i gær. John elskaði mannkynið — sagði Yoko Ono við syrgjandi aðdáendurhans Mörg hundruð manns söfnuðust saman fyrir fratnan heimili Johns Lennons á Manhattan í gær og létu sorg sína í ljós með einum eða öðrum hætti. Margir komu með blómsveiga, kerti eða myndir af Lennon og fæstir urðu við tilmælum ekkju Lennons, Yoko Ono, um að hverfa á brott. Margir grétu, aðrir fóru með bænir og sumir rauluðu gömul Bítlalög. „John elskaði og bað fyrir mannkyninu. Ég legg til að þið farið heim og gerið slíkt hið sama,” sagði Yoko Ono við hina syrgjandi aðdá- endur Lennons. Flestir dvöldu þó á- fram við bygginguna og þar voru mörg hundruð manns þegar trommuleikari Bítlanna, Ringo Starr, kom á vettvang og ruddi sér braut gegnum mannþröngina að íbúð Lennons án þess að mæla orð frá vörum. Bitlarnir, The Beatles, á hátindi frægóarferils sins árið 1965. Það ár fengu þeir orðu brezka heimsveldisins. Þeir eru frá vinstri á myndinni George Harrison, Paul McCartney, Ringo Starr og John Lennon. Ekki mun ofsagt að Bitlarnir hafi um margt valdið þáttaskilum I lifi unglinga á Vesturlöndum. Þeir komu af stað bitlaæðinu svokallaða. Börn og unglingar risu gegn hefðbundnu hátterni og klæðnaði, létu hár sitt vaxa og Bitlatónlistin varð þungamiðja lifsins, a.m.k. hjá mörgum þeirra. Bitlarnir hættu alveg að spila saman árið 1972 en alltaf hefur sú von bærzt i brjósti aðdáenda þeirra að þeir kæmu saman á nýjan lcik. Það mun ekki sizt hafa verið John sem stóð gegn þvi. Hann taldi fjarstæðukennt „að reyna að endur- vckja citthvað sem átti sér stað fyrir fimmtán árum”. Sjálfur dró hann sig alveg í hlé árið 1975 þar til i haust að hann sendi frá sér plötu á nýjan leik. Hann fékk góðar móttökur og hljómlistarunnendur gerðu sér vonir um að upp væri runninn nýr kafli í hljómlistarsögu Johns Lennons. Sá kafli fékk óvæntan endi á mánudagskvöldið. Paul McCartney: Ég vil minnast hans í einrúmi ,,John var stórkostlegur félagi og ég get ekki skilið þetta,” sagði Paul McCartney við fréttamenn í gær, niðurbrotinn vegna fréttanna um morðið á Lennon. Síðar sagðist hann ekki mundu verða viðstaddur jarðarför hans. ,,Ég mun votta minningu hans virðingu mina í einrúmi,” sagði hann. Paul ræddi við Yoko Ono í sinta strax og hann frétti um morðið að því er blaða- fulltrúi hans sagði, en ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Sir Harold Wilson, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands sagði, að Lennon hefði veitt unglingunum eitthvað til að hugsa um. „Hann hélt þeim frá götunni og varð meira ágengt en öllum lögum og reglum gat orðið.” Ronald Reagan, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, sagði að morðið væri mikill harmleikur og Banda- ríkjamenn yrðu að stöðva ofbeldi á götum úti. „Við verðum að stöðva harmleiki sem þessa,” sagði hann. John og Yoko í New York árið 1976. „Ég vil deyja á undan Yoko. Ég gæti ekki lifað án hennar,” sagði John Lennon f viðtali við bandariska sjónvarpsstöð aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur fyrir utan heimili sitt. Í blaðaviðtali við Los Angeles Times fyrir skömmu sagði hann að aðskilnaður hans og Yoko árið 1974 hefði verið erflðasti timinn i lifl hans. Þá hefði hann næstum verið búinn að drepa sig á áfengis- og lyfjaneyzlu. Ég gæti hæglega veriö dauöur nú —sagði John Lennon í blaðaviðtali um mikið þunglyndistíma- bil ílífi hans. Viðtalið átti sér stað skömmu áður en hann féll fyrir morðingja hendi „Án hennar væri ég sennilega ekki á lífi í dag,” sagði John Lennon um eiginkonu sína Yoko Ono, i viðtali við Los Angeles Times skömmu áður en hann féll í valinn fyrir morðingjahendi. Viðtal þetta hafði vakið mikla athygli i Banda- ríkjunum. Þar kemur fram, að aðskilnaður Lennons frá Yoko Ono hafi fengið svo mjög á hann að hann hafi verið að því kominn að fremja sjálfsmorð, auk þess sem hann var orðinn mjög háður áfengi og töflum. Lennon segir í viðtalinu að erfiðasta tímabil hans hafi varað í hálft annað ár í byrjun áttunda 'ára- tugarins. Hann var mjög niður- dreginn eftir aðskilnaðinn frá konu sinni, Yoko Ono árið 1974 og hann þoldi illa þær kröfur sem aðdá- endurnir gerðu til hans. Stórum hluta þessa tímabils eyddi hann í Los Angeles við áfengisneyzlu og töfluát. ,,Ég held að ómeðvitað hafi ég viljað binda enda á líf mitt. . . nótt og dag drakk ég og tók librium eða eitthvað annað. Ég vildi eyðileggja minni mitt og missa meðvitund. Ég vildi hvorki sjá né skynja nokkuð,” sagði Lennon meðal annars í viðtalinu. „Hluti af mér trúir því ekki, að ég hafi viljað eyðileggja mig — sá hluti minn sem telur sig ungan og ósigr- andi. En annar hluti minn skynjar vel, að ég gæti hæglega verið dauður. Ég drakk að minnsta kosti flösku af vodka á dag og á að gizka hálfa flösku af koníaki. Ég átti það líka til að stökkva út úr bílum. Það er ósköp ungæðislegur leikur sem ég lék gagnvart sjálfum mér. Ég hugsaði með sjálfum mér að það væri ekki ætlunin að ég skyldi deyja nú og þess vegna gæti ég hæg- lega stokkið út úr bílnum. Mér sást hins vegar yfir það að sá bíll sem kom á eftir okkur hefði getað keyrt yfir mig. Það var Yoko sem bjargaði mér. Hún sagði blátt áfram við mig: Þú þarft ekki að haga þér svona. Þú þarft ekki að grafa þig ofan í haug. Allt mitt öryggi var pakkað inn í nafnið John Lennon, poppstjarna. En Yoko sagði það sama og hún hafði sagt þegar ég var með The Beatles: „Þetta er allt saman lygi og svik. Þú ert umkringdur lygurum og svikurum.” Hún átti þó ekki við þá George, Paul og Ringo. Hún átti við allt kerfið í kringum okkur. Það var mér mikill léttir að þurfa ekki að vera Bítill lengur. Það var mér einnig léttir að þurfa ekki lengur að gera plötur — að ég gat lifað þó nafn mitt- væri ekki lengur uppistaðan í slúður- dálkunum.” Lennon sagðist ósköp vel geta skilið þá sem gerðu sér vonir um að The Beatles kæmu saman á ný „en allar þessar Beatles-sögusagnir eru fíflalegar,” bætti hann við. „Ég held að enginn okkar hafi áhuga á að við komum saman á ný í þeim tilgangi að reyna að endurskapa eitthvað sem gerðist fyrir fimmtán árum. Við getum ekki búið í slíkum drauma- heimi. Ég leiði hugann raunar aldrei að þessu nema þegar ég er beinlínis spurður um það. En ég skil vel tilfínningar þessa fólks. Þegar ég var strákur í Liverpool heyrðum við stöðugt sögusagnir um að Elvis ætiaði að koma til London. Við spöruðum peninga og lögum á ráðin um hvernig við gætum náð í miða. Þannig gekk þetta í mörg ár, en hann kom aldrei til Englands. Og þannig munu sögusagnirnar um Bítlana halda á- fram, býst ég við,”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.