Dagblaðið - 02.01.1981, Page 3
Hvað er á seyðium helgina?
Tilkynningar
GANGLER
HAU’íT «980
Timaritið
Gangleri,
Timaritið Gangleri. siðara hefti 54. árgangs. er komið
út. Meðal greina i þessu hefti má nefna Hvert stefnir
mannkymð. eftir hinn þekkta sagnfræðing Arnold
Toynbee. Hvað er maðurinn? eftir Rögnvald
Finnbogason, greinar eru um fornsögulega leyndar-
dóma og Halldór Haraldsson kynnir Svami Vivekan-
anda. Hvert hefti Ganglera er 96 siður og i þessu hefti
eru rúmlega 15 greinar.
Allar upplýsingar eru gefnar i sima 39573.
Hannyrðaverzlun
i Breiðholti
í nóvember sl. var opnuð fyrsta hannyrðaverzlunin i
efra Breiðholti, verzlunin Mamma að Drafnarfelli 6.1
verzluninni eru seldar hannyrðavörur. vefnaðarvörur.
nærföt. náttföt, ungbarnaföt, gjafavörur o. fl. Eigandi
Mömmu er Vigdis Stefánsdóttir t.v. Með henni á
myndinni er Gróa Friðjónsdóttir afgreiðslustúlka.
Skipin
Skip Sambandsins munu ferma til íslands á naKtunni
sem hér segir:
Antverpen:
Arnarfell..........................8/1.22/1.5/2
Rotterdam:
Arnarfell........................7/1.21/1.4/2
Goole:
Arnarfell........................5/1. 19/1.2/2
Larvik:
Hvassafell..................... 2/1. 12/1.26/1
Gautaborg:
Hvassafell.................... 31/12. 13/1.27/1
Kaupmannahöfn:
Hvassafell.................... 30/12. 14/1.28/1
Svendborg:
Hvassafell....................... 29/12.15/1.29/1
Dísarfell...........................2/1.30/1
Helsinki:
Disarfell........................... 29/12.26/1
Clouchester, Mass.:
Skaftafell.......„..................19/1.20/2
Halifax:
Skaftafell............................21/1.23/2
Dómaranámskeið
í knattspyrnu
Upp úr miðjum janúar hyggst knattspyrnudeild
Breiðabliks standa fyrir dómaranámskeiði i knatt-
spyrnu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku hafi samband
við Jón Inga Ragnarsson formann deildarinnar í síma
40394.
Úr uppfærslu Lcikfélags Eskifjarðar á Þorláki þrcytta. Frá vinstri á m.vndinni cru Ilalldóra Svcinsdóttir, Halla Oskars-
dóttir. Gunnlaugur Ragnarsson og Margrct Svcinsdóttir. Ljósm: Vilbcrg Guðnasoni
Leiksýningar um helgina:
ÞORLAKUR ÞREYTTI
Á AUSTFJÖRDUM
Þorlákur þreytti er viðar á ferli en í
Kópavogsleikhúsinu. Leikfélag Eski-
fjarðar hefur sýnt þennan vinsæla
gamanleik sjö sinnum á undanförn-
um vikum. Sýningar hafa verið víða
um Austurland og aðsókn verið góð.
Leikurinn var síðast sýndur á Eski-
firði á gamlársdag. í kvöld verða
Þorlákur og félagar á Norðfirði og á
Seyðisfirði á morgun, laugardag.
Að sögn hins dugmikla formanns
Leikfélags Eskifjarðar, Gunnlaugs
Ragnarssonar, hefur Þorláki þreytta
alls staðar verið vel tekið og leik-
endur verið konunglega trakteraðir
með mat og drykk að loknum sýning-
um. — Það er einmitt formaðurinn
sem fer með hlutverk Þorláks. Meðal
annarra leikara má nefna Margréti
Sveinsdóttur, Halldóru Ósk Sveins-
dóttur, Jón Garðar Helgason og
Guðmund Gíslason.
Leikstjóri Þorláks þreytta er
Jónína Kristjánsdóttir. Hún hefur
einu sinni áður sett upp leikrit með
Leikfélagi Eskifjarðar, Skjaldhamra
Jónasar Árnasonar, síðastliðið vor.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun verður haldin að Hólel Söpu.
Súlnasal. laupardaginn 3. janúar 1981 og hefst kl.
15.00 siðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu
Verzlunarmannafélags Reykjavikur. Hagamel 4.
Miðaverð. Börn. Gkr. 3000,- nýkr. 30.
FullorðnirGkr. l000.-nýkr. 10.-
Tckið verður á móti pöntunum i simum 26344 og
26850.
Fáksfélagar
Fögnum nýju ári með danslcik i félagsheimilinu
laugardaginn 3. janúar. Sluðlatrió lcikur. Húsið
opnað kl. 21.00. Aðgöngumiðar scldir fösludag kl.
17-19.
Samtök herstöðvaandstæð-
inga á Akureyri
Starfsemin á nýja árinu hefst með þvi að haldin
verður fjölskylduskemmtun i Alþýðuhúsinu á
morgun, laugardaginn 3. janúar kl. 14. Menn geta
komið og kynnt sér starfsemi herstöðvaandstæðinga
og tekið börn sin með.
Óháði söfnuðurinn í Reykja-
vík
Jólatrésfagnaður fyrir börn verður sunnudaginn 4.
janúar kl. 15. i Kirkjubæ.
Hver fann
„cape"
í Sörlaskjólinu?
Klukkan rúmlega þrjú á nýársnótt
týndist á móts við Sörlaskjól 9 og 11 i
Reykjavik skinnkragi, svokallaður
„cape". Hér er um ættargrip að ræða og
hefur kraginn fyrst og fremst ómetan-
legt tilfinningagildi fyrir eiganda sinn.
Lögreglan sá ungan mann taka kragann
upp úr götunni og vefja honum um háls
sér, en það var áður en tilkynning hafði
borizt um að hann væri týndur. Eigandi
skinnsins óskar nú eftir að finnandi hafi
samband við sig i síma 19019. og skili
cape-inum.
Bókvikunnar:
UÓD VEGA MENN —eftir Sigurð Pálsson
Ljóðabækur Sigurðar Pálssonar
eru ekki nema tvær, Ljóð vega salt og
nú Ljóð vega menn, en þær hafa
nægt til að búa höfundi sess meðal
athyglisverðustu skálda af yngri
kynslóð. Hin nýja ljóðabók
Sigurðar, Ljóð vega menn, er nú
loksins komin í hendur lesenda eftir
talsverða hrakninga, tvíprentun og
prentsmiðjubruna og fleira getur
varla komið fyrir bókina úr þessu.
Nema þá að við kjósum hana bók
vikunnar á DB, þá fyrstu á hinu nýja
ári.
Ekki er auðhlaupið að hafa
hendur á skáldinu Sigurði eins og
hann birtist i ljóðum sínum. Honum
er mikið niðri fyrir, þó agaður í
málflutningi sinum en jafnskjótt og
lesandi þykist hafa komið auga á
kjarna máls í ljóðum hans, snýr
Sigurður upp á sig og umturnar fyrri
niðurstöðum. Leikur hugans, leikur
ljóðsins skiptir hann kannski mestu
máli og sá leikur er ekki alveg án
ábyrgðar. Lesandinn hefur á
tilfinningunni að frelsi ljóðsins, eins
og Sigurður meðhöndlar það hugtak,
endurspegli siðferðilegan fastapunkt,
mannlegt frelsi, frelsi til að ærslast.
Eins og segir í Á hringvegi ljóðsins
VI:.........til þess er áþjánin of
grimmileg / og baráttan of hörð / að
sömu tuggnu orðum verði hún sögð
og sigruð / heldur nýjum orðum / og
gerðum”. Ný orð eru undanfari
nýrra gerða.
Sigurður skrifar mikið í ljóða-
bálkum og í Ljóð vega menn eru
a.m.k. fjórir slíkir auk ljóða úr leik-
verkunum Undir suðvesturhimni og
Hlaupvídd Sex, sem eru reyndar á-
berandi léttvæg í þessu samhengi.
Fyrsti bálkurinn, Á hringvegi
ljóðsins, er nákvæmlega það, ferð
ljóðs um landið, hugarflugi er teflt
gegn íslenskum veruleika og sem fyrr
er líkingamál Sigurðar skemmtilega
frísklegt. Sólin er t.d. allt í senn, ,,sú
gamla kattfrísk enn að klifra”,
„gamla grjónan”, „logagyllta fluga
á kúplinum”, „gamla geislakýr”.
Bálkur númer tvö kallast Nocturnes
handa sólkerfinu, tileinkaðar J.S.
Bach, og inniheldur næturstemmur,
kannski Ijóðrænar fúgur, hugsanir í
óljósum tíma og rúmi, án upphafs
og endis, uppfullar af spurninga-
merkjum um eðli tilverunnar. Mest er
hún tilviljunarkennd, segir skáldið:
„Hipsumhaps hvernig fer / eða hvað
gerist næst” (Nocturne handa
Úranusi). í þriðja bálki, Það eitt til
sex, virðist lagt út af ýmiss konar vé-
fréttum eða tilbúnum munnmælum
um mannlega náttúru, stundum eins
og af tilviljun, stundum eftir tenings-
kasti (eins og Mallarmé?) og eins og
fyrri daginn fer Sigurður undan í
flæmingi þegar hanka á hann á
meiningum, í mesta lagi læðir hann
út úr sér einhverri bölsýninni: „Það
batnar ekki neitt það versnar
versnar”. Loks rekur hann endahnút
á bókina með borgarlífsmyndum,
ekki ósvipuðum þeim, sem finna
mátti í fyrri bók hans. Hér er sagt frá
mannlífi á einni götu í París (hvar
annars staðar?), Rue Vielledu-
Temple, sem í munni íslensks
orðháks heitir Sú gamla frá Hofi.
Þótt þar séu dregin fram sérkenni
Parísarbúans, þá má áskáldinu skilja
að kannski séu nú hjörtun eins í
Monteparnasse og Tómasarhag-
anum: á báðum stöðum hoppa
börnin í paris.
Með Ljóð vega menn, styrkir
Sigurður Pálsson stöðu sína meðal
íslenskra skáldmenna. Bókin er
alltént í léttþungavigt. Hún kostar
nýkr. 98,80. .AI.
Sigurður Pálsson — „Það batnar ekki neitt, það versnar vernsar /
vongóðu blindingjar”