Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1981. Framsókn gerði illa í buxumar. ÍSLENZK STJÓRNVÖLD JElfe JAFN SQNHEPPIN —Þingmerai skulu fá 23,4 prósent iaunahækkun en láglaunamenn einir skulu færa fómir í þágu baráttunnar gegn verðbólgu GJ skrífar: Alltaf eru stjórnvöld hér á landi jafn seinheppin. Nú boða þau efna- hagsráðstafanir sem fela það meðal annars i sér að visitalan verður skert um sjö prósent 1. marz næstkom- andi. Vitað var að meðal almennings var skilningur á því að til róttækra aðgerða þyrfti að gripa í efnahags- málum. Hkki yrði lengur vikizt undan því að ráðast af alvöru gegn verð- bólguvandanum. Því var full ástæða til að ætla að launafólk i landinu vildi leggja sitt af mörkum i þessari baráttu og færa þar nokkrar fórnir. En þá gerist það að kjaradómur skammtar þingmönnum, sem þó varla geta talizt til láglaunamanna, 23,4 prósent kauphækkun. Þetta blöskrar almenningi að sjálfsögðu og gerir það að verkum að mjög ólíklegt verður að teljast að almenningur sætti sig við kjaraskerðingu þegar svona er haldið á málum. Stjómvöld áttu þarna auðveldan leik. Þau áttu þann leik að hafna svo mikilli launahækkun og ganga Laun þingmaima eiga að vera: SAMBÆRILEG VIÐ LAUN ANNARRA —íþjóðfélaginu þannig á undan með góðu fordæmi. En stjórnvöld hér á landi eru bæði seinheppin og taktlaus í samskiptum sínum við launafólk og því fer sem fer. Loksins þegar Alþýðubandalagið vildi gerast ábyrgur aðili og setja bráðabirgðalög gegn þessum ósóma (eins og Sigurður Lindal prófessor* hefur sýnt fram á að er fullkomlega löglegt) þá vill Framsókn ekki vera með. Ráðherrar Framsóknarflokks- ins treysta sér ekki til að færa fórnir í baráttunni gegn verðbólgu þó þeir hafi galað hæst um nauðsyn kjara- skerðingar. Launafólk skal bera byrðarnar. Hálaunamenn geta ekki tekið þátt í þeim leik. Er það nokkur furða að þingmenn séu ekki hátt skrifaðir meðal almenn- ings í landinu? Námsmaður skrífar: Þegar ég las i Morgunblaðinu (laugardag 10.1. bls. 3) að 30 þing- menn fengju 320.000 g.kr. hver á mánuði í uppihaldskostnað, þá of- bauð mér misréttið i þjóðfélagi okkar. Þó svo þingmaður sé rétt- hærri en námsmaður á háskólastigi báðir „utan af landi” sé ég ekki ástæðu til að þingmaðurinn fái „frítt” fæði og húsnæði meðan á starfi hans stendur. Námsmaður fær 270.000 g.kr. á mánuði í námslán og er það hæsta lán, miðað við að viðkomandi greiði húsaleigu og þurfi að borða. Lánið fær viðkomandi ekki fyrr en sumar- laun hans eru á þrotum og er það verðbólgutryggt. Nú sjá allir hvað það er hagstætt að taka námslán. Auk þess verður námsmaður að skila inn prófum til að fá lán, meðan þing- menn okkar sína harla litinn árangur. — Ég sem námsmaður mundi alveg þiggja 50.000 g.kr. til viðbótar, án þess að lifa einhverju munaðarlífi. Að lokum þetta: Miðað við hvaða visitölu er framfærsla þingmanna reiknuð? Framfærsla námsmanna á há- skólastigi er miðuð við að viðkom- andi „lifi” aðeins i níu mánuði á ári og þau laun sem námsmaðurinn vinnurfyrir eru beint dregin frá áætl- uðum framfærslukostnaði. Eru námsmenn á háskólastigi Raddir lesenda kannski annars flokks þegnar meðan ekki er hægt að kreista út úr þeim beinar tekjur í rikiskassann? Bréfritara finnst það hart að loksins þegar Alþýðubandalagið vill setja bráða- birgðalög gegn óhóflegum launahækkunum þá vill Framsókn ekki vera með. Myndin er af ráðherrum Framsóknarflokksins ásamt nokkrum þingmönnum. JÆ . tSl A L M ® P B H W I I JL 1 ft 1 é L , M ■ ■ — 1 3 Spurning dagsins Hefurðu sóð einhverja af sýningum leikhúsanna? Jón Óskanson flugumferöarstjórí: Nei, en ég hef hugsað mér að sjá Ovit- ann hjá Leikfélagi Reykjavíkur við tækifæri. Runólfnr HalldAmon framkvætnda- stjóri: Nei, en ég býst við að fara á sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur á Ovitan- um einhvern tíma á næstunni. DómhBdur Sigfúsdóttir hásmcðra- skólakennarí: Eg hef ekki farið 1 leik- hús i vetur. Mig langar til að sjá Oliver Twist og Ofvitann. Sigriður Hróðmarsdóttir hásmæðra- skólakennari: Nei, ekki i vetur. Björgvin Svavarsson kennari: Ég ætla að fara að sjá Ofvitann hjá Leikfélagi Reykjavikur i vikunni. Jóhanna Kjartansdóttir, starfar f ÞJóð- leikhúsinu: Já, ég er búin að sjá Oliver

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.