Dagblaðið - 16.01.1981, Síða 8

Dagblaðið - 16.01.1981, Síða 8
★ ★ ★ ★ 8 TRAKTORSGRAFA TIL SNJÚMOKSTURS Traktorsgrafa, mjög vel útbúin.til leigu, einnig traktor með loftpressu og framdrifstraktorai með sturtuvögnum. Upplýsingar í síma 85272 og 30126. VIDEO nen Kv Sk VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásaml rnynd segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur i mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum. bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin. Walt Disney, Bleiki Pardusinn. Star Wars o.fl. Fyrir full orðna m.a. Jaws, Marathon man. Deep, Grease. God father. Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirligg.jandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin) KVIKMYNDIR * * * * Lán úr lífeyrissjóði ASB og BSFÍ Stjórn sjóðsins hefur ákveðið aö veita lán úr sjóðnum til sjóðfélaga. Umsóknir þurfa að berast'fyrir I5. febrúar nk. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu sjóðsins á Suðurlandsbraul 30 kl. I0 til 16. Sími 84399. BÍLASALA EGGERTS ■ AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI 1 OPIÐ 10- 7 VIRKA DAGA, L 10-4 LAUGARDAGA. A LOKAÐ Á SUNIMUDÖGUM. S m Mazda 626 2000 1979 73.000 A Mazda 323 1980 62.000 ■ Mazda 929 1980 118.000 L Siólf skiptur, vökvastýri, skipti á nýjum jeppa Ford Mustang 1979 105.000 A Benz 280 SE einn með öllu 1976 180.000 Daihatsu Charade 1979 50.000 Galant 2000 GXL 1979 80.000 (Skipti ó Bronco eöa Cherokee) L Autobianci 1979 48.000 Skoda Amigo (bill dagsins) 1980 37.500 G Trabant 1978 14.000 G Einnig er til sölu BMW 3,0 L órg. 1975 vólarlaus en vél er til ó landinu, þarf nast sprautunar, skipti athugandi. E R T SÍMI45588 KÓPAVOGI DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I6.JANÚAR 1981. fl Erlent Erlent I Hröð atburðarás í gísladeilunni: Nýir og óvæntir úrslitakostir — íranir krefjast þess að írönskum inneignum i bandarísk um bönkum verði skilað í dag Er Bandaríkjamenn höfðu síðasta svar írana í gísladeilunni til at- hugunar í gærkvöldi bárust þeim til eyrna nýjar og óvæntar kröfur írans- stjórnar. Nú krefst fransstjórn þess að frystum inneignum írana í banda- rískum bönkum verði skilað inn í banka í Alsír í dag ella segjast franir munu binda enda á samninga- umleitanir um gisladeiluna. Þessir óvæntu úrslitakostir voru fram settir af aðalsamningamanni íransstjórnar í gisladeilunni, Behzad Nabavi, í útvarpsviðtali í Teheran í gærkvöld. Hann sagði að ef inneigr.ir írana, sem metnar eru á níu milljarða dollara auk einnar milljónar í gulli, yrðu ekki lagðar inn á banka í Alsír fyrir lokun í dag, þá bæru Banda- ríkjamenn ábyrgð á að ekki hefði tekizt að leiða hina fjórtán mánaða gömlu gisladeilu til lykta. Nabavi sagði að þar með yrði gíslamálið allt annars eðlis en verið hefði ,,og fransstjórn vill ekki halda því áfram sem hún hefur gert síðast- liðna sjötíu daga,” sagði hann og átti þar við samningaviðræður þjóðanna fyrir milligöngu Alsírmanna. Síðastliðinn miðvikudag sagði Nabavi í íranska þinginu að stjórnin vildi losa sig við gíslamálið á næstu tveimur til þremur dögum og síðan hefur bjartsýni aukizt á að lausn málsins sé í nánd. Bandarískir embættismenn virtust þó ekki kippa sér upp við þessa nýju hótun Nabavi í gærkvöld og sögðust ekki líta á hana sem opinbera stefnu írans. I Mið-F.vrópu gera Alparnir það að verkurn að mjög erfitt er að segja fyrir um veður á þessum slóðum. I.oftbelgurinn á myndinni er hluti af undirbúningsvinnu alþjóðlegu Alpex rannsóknaráætlunarinnar, sem miðar að þvi að safna og meta upplýsingar um loftþrýsting, hita, raka, vindátt og vindhraða, með öörum orðum að kynnast hetur veörinu i Ölpunum. PÁFINN SEGIST STYÐJA EININGU Jóhannes Páll annar ptfl fagnaOI Walesa vel. Jóhannes Páll annar páfi fagnaði Lech Walesa, leiðtoga Einingar, vel er hann gekk á fund páfa í gær. Páfinn og Walesa ræddust fyrst einslega við í hálfa klukkustund. Síðan átti páfi fund með Walesa og samfylgdarmönnum hans, þrettán pólskum verkalýðsleið- togum og stóð sá fundur i hálfa aðra klukkustund. Á fundinum lýsti páfinn stuðningi við baráttu hinna sjálfstæðu verkalýðs- félaga í Póllandi en hvatti verkamenn jafnframt til að sýna hyggni og hófsemi í baráttu sinni fyrir auknum réttindum. í lok fundarins sungu verkalýðsleið- togarnir „Guð varðveiti Pólland” og tók páfinn undir með þeim. Lech Walesa átti einnig fund með ítölskum verkalýðsleiðtogum og sagði þar meðal annars, að takmark Einingar væri að breyta þjóðfélagsskipan í Pól- landi ■ Dómaranum skil aö heilum á húfi ítalski forsætisráðherrann Arnoldo Forlani hefur styrkt stöðu sína á ítalska þinginu eftir að Rauðu herdeildirnar létu dómarann Giovanni d’Urso lausan úr haldi í gær. Er reiknað með að samþykkt verði stuðningsyfirlýsing við for- sætisráðherrann i umræðum þingsins um hryðjuverkastarfsemi. Giovanni d’Urso hafði verið í haldi ræningjanna í 34 daga er hann fannst keflaður á höndum og fótum i bifreið skammt frá þeim stað þar sem Aldo Moro fannst myrtur í maí 1978. Dómarinn var i talsverðri geðshræringu er hann fannst og hafði fengið snert af taugaáfalli. Hann sagði að eina skiptið sem hann hefði óttazt um líf sitt hefði verið þegar hann var keflaður og settur inn í bil. ,,Nú gera þeir það sem þeir gerðu við Moro,” kvaðst hann hafa hugsað. Giovanni d’Urso dómari I haldi Rauðu herdeildanna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.