Dagblaðið - 16.01.1981, Side 12

Dagblaðið - 16.01.1981, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR I6.JANUAR 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. JANÚAR 1981. d Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Árni (íuðmundsson. sem lék sinn be/.ta leik í vetur, tte.vsist hér framhjá varnarmönnum Njarövikur. Shouse skoraði 62 stig—þar af 30 í röð: ÍS réð ekki við snillinginn Shouse — hann b jargaði N jarðvík f rá tapi gegn Stúdentum Njarðvikingar geta þakkaö Danny Shouse fyrir aö þeir töpuöu ekki fyrir frískum Stúdentum í Kennarahá- skólanum í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Njarðvik sigraði 94- 82 og af þessum 94 stigum Njarðvíkinga skoraði Danny Shousc alls 62! Þar af skoraði hann 30 stig í röð í byrjun síðari hálfleiksins. Það var ekki fyrir nokkurn hvítan mann að eiga við Shouse í þeim ógnar- ham sem hann var i gærkvöld. Ekki aðeins skoraði hann grimmt heldur átti hann fráköst í tugum — bæði í vörn og sókn og stoðsendingar hans voru fjölmargar. Ef hans hefði ekki notið við er ég fuliviss um að Njarðvík hefði beðiö óvænt skiphrot. Aðrir leikmenn liðsins léku ncfnilega verulega illa og ég minnist þess ekki að hafa séð Njarövíkurliðið svo slakt í vetur. Lýsingin smám saman að hverfa Gestir í Kennaraháskólanum hafa margir hverjir veitt því athygli að lýsingin i íþróttahús- inu hefur farið versnandi eftir því sem á veturinn hefur liðiö. Skýringin er einföld þvi nú er hvorki meira né minna en þriðj- ungur Ijósanna í loftinu óvirk- ur. Það verður eigendum húss- ins sennilega til happs aö nú tekur óðum að birta þannig að peruleysið verður ekki eins áberandi. Strax í upphafi kom í ljós að öryggi Njarðvíkinganna var ekki í bezta lagi. Menn virkuðu taugaóstyrkir og körfuskot mis- heppnuðust hvað eftir annað. Það var því aðeins Shouse, sem hélt liðinu gangandi og hann skoraði 16 af 20 fyrstu stigum liðsins. ÍS hafði þó yfirleitt yfirhöndina framan af. T.d. 8—4, 16—10 og 31—26 en er flautað var til leikhlés hafði Njarðvík komizt yfir 42—40. Bezti kafli Njarðvíkur kom i upphafi síðari hálfleiksins. Shouse náði þá að rífa menn upp úr deyfðinni um stundar- sakir og körfurnar hlóðust upp. Munurinn orðinn 10 stig á skömmum tíma, 50—40. En Stúdentar neituðu að gefa sig. Þeir sýndu allar sínar beztu hliðar og nýttu sér mistök Njarðvíkinga út í ystu æsar. ÍS jafnaði 62—62, en Njarðvík seig framúr, 72—66. Aftur jafnaði ÍS, 72—72, og spennan var mikil. Lokakaflann réðu Stúdentar hins vegar ekki við Shouse, sem bókstaflega virtist alls staðar á vellinum. Njarðvík seig örugglega framúr á síðustu 4—5 mínútunum og tryggði.sér sigurinn. Njarðvikurliðið er fljótaf- greitt. Þetta var langlakasti leikur þess í vetur og aðeins Shouse stóð uppúr. Og það lika svo um munaði. Hjá Stúdentum var Coleman sterkur og Árni Guðmundsson átti sinn bezta leik í vetur. Gísli var að vanda drjúgur en ekki nógu yfirveg- aður á köflum i sókninni. Aðrir leikmenn ÍS komu lítt við sögu. Stigin. Njarðvík: Danny Shouse 62, Júlíus Valgeirsson 8, Valur Ingimundarson 6, Guð- steinn Ingimarsson 6, Gunnar Þorvarðarson 4, Jónas Jóhannesson 4, Þorsteinn Bjarnason 2, Árni Lárusson 2. ÍS: Mark Coleman 38, Árni Guðmundsson 20, Gísli Gísla- son 12, Bjarni G. Sveinsson 5, Ingi Stéfánsson 4, Jón Oddsson 3. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Gunnar B. Guð- mundsson og komust sæmilega frá sínu. -SSv. Hvern fj... á svona lag- að að þýða? KR-ingar lögðu Ármann að velli, 82-S6, í úrvalsdcildinni í körfuknattleik, í leik sem enginn fjölmiölanna hafði minnstu hugmynd um. Það er til háborinnar skammar hjá úr- valsdeildarfélögunum að láta ekki blööin, sem kappkosta að fylgjast með leikjunum, vita, þegar þeir eru settir á skyndi- lega. Það hefur flest verið í afturför í körfunni í vetur og slik framkoma er enn eitt dæm- ið um sjálfumgleði og skeyting- arleysi forráðamanna íþrótt- arinnar. -SSv. Aðalfundur hjá Haukum Aðalfundur Knatt- spyrnudeildar Hauka verður haldinn 1 Haukahúsinu v/Flata- hraun laugardaginn 24. janúar 1981 kl. 14. Venjuleg aðalfund- arstörf. Sænski blaðamaðurinn Lars Holmström skrifar um Lugi, mótherja Víkinga: ..Möguleikar okkar talsverðir” — segir slípaði demanturinn Claes Ribendahl f viðtali við Holström Þegar sjö umferðir höfðu verið leiknar í Allsvenskan á þessu keppnis- tímabili var staða liðsins allt annað en glæsileg. Liðið var næstneðst á töfl- unni og fyrir neðan Svíþjóðarmeistar- ana var aðeins lið Drott, sem siðastlið- inn vetur fékk flest stig í þessari sömu keppni. Síðan þetta var hefur gjör- breyting orðið á stöðu LUGI og öllum leik liðsins. í stað þess að vera í slags- málum á botni deildarinnar er liðið nú komið i næsta nágrenni við toppliðin og hefur átt velgengni að fagna I Evrópukeppninni. í um tvo mánuði hefur liðið ekki tapað leik og framfar- irnar hafa verið miklar. Leikirnir i Evrópukeppninni hafa þó fram til þessa verið hcldur auðveldir, jafntefli i Noregi og sigur heima gegn Kristian- sand og tveir sigrar í Færeyjum gegn Vestmanna. En nú tekur alvaran við. — Við höfum haft heppnina með okkur þegar dregið hefur verið í Evrópukeppninni til þessa og þá undanskil ég ekki íslenzku Víkingana, segir stjama LUGI-liðsins, Claes Ribendahl. Þar með segi ég ekki, að við séum sterkari en Víkingur, alls ekki. Víkingur hefur sýnt styrkleika sinn i Evrópukeppninni í ár og undanfarin ár og við gerum okkur grein fyrir því að leikirnir við þá verða erfíðir. Möguleik- ar okkar hljóta þó að vera talsverðir í þessum leikjum, segir Ribendahl. Það tók LUGI 32 ár að verða sænsk- ur meistari í handknattleik. Liðið varð fyrst stórveldi í sænskum handknatt- leik á árunum í kringum 1960. Liðið, sem er byggt upp innan og í kringum hinn fjölmenna háskóla í Lundi, lék fyrst í Allsvenskan árið 1959 og varð þá strax í öðru sæti deildarinnar. Síðan fylgdu tvenn bronsverðlaun, en þá byrjaði að halla undan fæti. Liðið varð i níunda sæti í Allsvenskan árið 1963 og í tíunda sæti ári síðar, en það þýddi fall niður í næstu deild. Árið 1971 var liðið á ný meðal þeirra Stenmark tekur þátt íbruninu Ingmar Stenmark lýsti því yfir í gærdag að hann myndi hefja þátttöku i bruni á morgun i hinni erfiðu braut i Hahnenkamm í Austurríki. Ákvörðun Stenmark kemur í kjölfar þess að hann hefur tví- vegis að undanförnu dottið og oröið úr leik i stórsvigskeppn- um. Hann hefur aldrei áður keppt í bruni í heimsbikarnum en nú ætlar hann að freista gæfunnar og reyna að krækja sér í fleiri stig. ,,Ég hef ekki keppt í bruni áður þar sem ég hef talið það skerða hæfileika mína i svigbrautinni. í bruninu er það hraðinn sem gildir en’í sviginu er það tæknin. Ég held nú að það geti komið mér til góða að keppa bæði í svigi og bruni,” sagði Stenmark og var hinn brattasti fyrir morgun- daginn. Einvígi Benfica og Porto Benfica og Porto eru í algerum sér- flokki í 1. deildinni i Portúgal og möguleikar annarra iiða á sigri eru hverfandi. Úrslit þar um helgina urðu þessi: Porto — Sporting Lissabon 1-0 Benfica — Boavista 3-0 Amora — Setubal 0-1 Braga — Varzim 0-0 Acad. de. Coimbra — Belenenses 0-2 Acad. de Viseu — Guimaraes 2-1 Portimonese — Espinho 1-1 Maritimo de Funchal —Penafiel 2-1 Efstu lið: Benfica 16 13 2 1 37-5 28 Porto 16 11 3 2 27-12 25 Sporting 16 7 5 4 29-16 19 Portimonese 16 7 4 5 19-11 18 Braga 16 655 21-26 17 sterku — í Allsvenskan — og nú var íslenzki landsliðsmaðurinn Jón Hjalta- lín Magnússon meðal leikmanna liðs- ins. Hann var sá segull sem dró stöðugt fleiri áhorfendur að leikjum liðsins og eftirlæti þeirra allra. Stórskyttan sem fékk áhorfendur til að fagna hvort sem hann skoraði eða ekki, það var nóg.að íslenzka eldfjallið skyti í stengur marksins eða tæki sveiflu til að undir- búa skot. Hann átti áhorfendur og þeir áttu hann. Fyrstu árin eftir að liðið komst aftur í Allsvenskan var baráttan hörð, eigin- lega var þetta línudans og linan strengd rétt fyrir ofan fallsæti. Lugi tókst þó alltaf að verða einu sæti fyrir ofan fall og hélt sér í Allsvenskan, þó oft munaði litlu að liðið hrapaði. Árið 1975 var gert átak til að tryggja framtíð liðsins í Allsvenskan og Bertil Andersen var ráðinn þjálfari liðsins. LUGI hafði þó lengi verið vinnuveit- andi hans, en hann hafði í mörg ár verið íþróttakennari við háskólann. Hann hafði um tíma viljað koma til LUGI (= Lunds universitets gymna- stik- og idrottsforening) en árið 1975 kom tækifærið. Þrír ungiingalandsliðs- menn voru fengnir frá öðrum félögum til að styrkja lið LUGI, þeir voru Tomas Gustavsson og Kent Carlson frá Borás og Claes Ribendahl, sem þá var óslípaður demantur og lék með Hallby í Jönköbing. Allir urðu þeir þrír leik- menn með sænska landsliðinu ári eftir að þeir komu til LUGI. Endurreisnin tókst frábærlega og fjögur síðustu ár hefur LUGI komizt í fjögurra liða úrslitakeppnina og í fyrra tókst liðinu að verða Svíþjóðarmeistari í fyrsta skipti. Gunnar Baldursson, stórskytta Fylkis, sendir hér knöttinn með tilþrifum i net Valsmanna. i/D-nmiu Fylkir féll í aðra deild — þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Val í gærkvöld. Fylkir vann næstum upp níu marka f orustu Vals Árbæjarliðið Fylkir féll niður í 2. deild i gærkvöld eftir hetjulega baráttu gegn Val á fjölum Laugardals- hallarinnar. Aðeins tveggja marka sigur Vals, 26—24, þar sem Valur skoraði síðasta markið í leiknum úr vítakasti 13 sekúndum fyrir leikslok. Svo knappt var það og þó hafði Valur náð níu marka forustu um tíma i fyrri hálfleik, 13—4og 14—5, en síðan hljóp mikil stöðnun í leik Vals. Fylkir gekk á lagið og tókst að minnka muninn niður i eitt mark. Lengra komst Árbæjarliðið ekki og þegar upp var staðið var það eflaust þungt á metunum, að sex sinnum var leikmönnum Fylkis vikið af velli. í tólf mínútur — einum Vals- manni í fjórar mín. Leikmenn Fylkis voru því einum færri í heilar átta mínútur. Það munar um minna. Fylkir varð að sigra í þessum leik til þess að eiga möguieika á því að verjast falli. En baráttuna í byrjun skorti — eins og leikmenn liðsins teldu sig enga möguleika eiga gegn Val. Valsmenn léku líka vel framan af og það virtist stefna í stórsigur þeirra. Bjarni Guð- mundsson fór á kostum um tima og þegar 20 mín. voru af leik var munurinn orðinn átta mörk, 11—3. Enn juku Valsmenn muninn, 14—5, en eftir það fór Valsvélin heidur betur að hiksta. Fylkir skoraði fjögur síðustu mörkin í fyrri hálfleiknum, 14—9. Framan af síðari hálfleiknum hélzt þessi munur. Komst meira að segja í sex mörk, 17—11, en þá fóru Árbæing- ar smám saman að saxa á forskot Vals. 20—17 um miðjan hálfleikinn og Valsmenn réðu ekkert við Gunnar Baldursson. Sama þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Gunnar skoraði og skoraði. Ellefu mörk í leiknum. Þegar 12 mín. voru eftir var aðeins tveggja marka munur, 21 — 19, en brottrekstrar Fylkismanna voru af- drifaríkir. Valur komst fimm mörkum yfir, 24—19 þegar átta mín. voru til leiksloka. Það var of mikið fyrir Fylki þó svo leikmenn liðsins minnkuðu muninn í eitt mark, 25—24. Mínúta til leiksloka og Valsmenn einum færri. En þeir héldu knettinum og svo 15 sek. fyrir leikslok brauzt Brynjar Harðar- son i gegn um vörn Fylkis. Brotið var á honum. Vítakast, sem hann skoraði úr og naumur sigur Vals var í höfn, Litlir meistarataktar hjá leikmönnum liðanna, nema hjá Bjarna, Val, og Gunnari, Fylki, auk þess sem Jón Gunnarsson varði Fylkismarkið vel og Óli Ben. var lengstum góður í marki Vals. Enn einu sinni liggur leið Fylkis því niður í 2. deild — í annað skipti. Mörk Vals í leiknum skoruðu Brynjar 8/7, Bjarni 7, Þorbjörn Guðmundsson 5, Stefán Halldórsson 3, Steindór Gunnarsson, Þorbjörn Jens- son og Gunnar Lúðvíksson eitt hver. Mörk Fylkis skoruðu Gunnar 11/3, Ásmundur Kristinsson 4, Örn Haf- steinsson 4, Einar Ágústsson 2, Guð- mundur Kristinsson, Magnús Sveitaglíman um helgina Sveitaglima íslands verður háð i iþróttahúsi Vogaskólans kl. 16 á morgun og eru fjórar sveitir skráðar til leiks. Fjórir menn skipa hverja sveit og þær, sem mæta til leiks eru frá KR, Víkverja, Ármanni og HSÞ. í sveit HSÞ eru þeir bræður Pétur og Ingi Yngvasynir og hjá KR-ingum mun Jón Unndórsson glima með á ný eftir nokk- urt hlé. -SSv. Sigurðsson og Andrés Magnússon eitt hver. Dómarar Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson. Valur fékk 9 vítaköst. Jón varði eitt frá Brynjari og Gísli Blöndal átti vítakast í þverslá. Fylkir fékk 6 vítaköst. Nýtti aðeins þrjú og það var dýrt. Gunnar átti skot framhjá og Þorlákur Kjaransson varði í eitt sinn frá honum. Þá varði Óli Ben. frá Ásmundi. Þorbirni Guðmundssyni var tvívegis vikið af velli hjá Val — Andrési þrisvar hjá Fylki og því úti- lokaður, auk þess Erni, Stefáni Gunnarssyni og Ásmundi í tvær mín. hverjum. -hsím. Leikmenn Víkings komu saman í gærkvöld á heimili Evstcins Helgasonar og fvlgdust með leik Lugi og Drott á videobandi. A myndinni ntá vel greina að alvaran skín úr hverju andliti cnda er baráttuhugur í leikmönnum Hæðargarðsliðsins. DB-mvnd S. _ÉG ER ÓHRÆDDUR VID LUGI” ,,Ég er alls óhræddur við Lugi verði vörnin og markvarzlan í lagi,” sagði Kristján Sigmundsson, markvörður Vikings og íslenzka landsliðsins þegar hann var spurður um möguleika Víkings gegn Lugi. Kristján hefur aldrei verið betri en einmitt i vetur og víst er, að Vikingsliðið getur þakkað honum öðrum fremur, að enginn leikur hefur tapazt 1 1. deild. Þegar Víkingur vann nauma sigra í fyrstu umferðum íslandsmótsins og slapp fyrir horn gegn KR með því að skora þrjú mörk á síðustu 47 sekúndum leiksins og þannig ná jafntefli, var það Kristján sem bók- staflega hélt Víkingum á floti með markvörzlu sinni. Síðan hefur Víkins- liðið styrkzt leik frá leik og aukið yfir- burði sina jafnt og þétt í l.deild. „Við Víkingar erum ennþá minnugir leikjanna við sænska liðið Heim í fyrra,” sagði Kristján og hélt áfram. ,,Við töpuðum fyrri leiknum á útivelli A-liðKRer á toppnum Keppnin í 1. deildinni í borðtennis er nú vel á veg komin og er Ijóst að barátt- an kemur til með að standa á milli þriggja liða, sem eru i sérflokki. Staðan er nú þannig: KR, A-liö 4 3 1 0 23-12 7 Örninn, A-lið 5 3 1 1 27-20 7 Víkingur, A-lið 4 2 2 0 22-14 6 UMFK 4 0 1 3 15-23 1 Örninn, B-lið 5 0 14 16-31 1 með fjögurr marka mun og töldum okkur sigur visan í seinni leiknum. En þegar á hólminn kom vorum við of taugaspenntir og gátum ekki staðið við stóru orðin. Þetta má ekki endur- taka sig. Það má aldrei vanmeta nein lið — allra sist sænsk.” Þegar Kristján var spurður um ástæður velgengni Víkings undanfarin ár svaraði hann: „Þessi árangur er fyrst og fremst þjálfara okkar, Bogdan Kowalczyk, að þakka. Honum hefur tekizt að ná því bezta út úr hverjum einstökum leikmanni pg skapa alveg einstaka liðsheild. Eftir síðasta keppnistímabil misstum við nokkra af okkar beztu mönnum en engu að síður hefur Bogdan tekizt að skapa lið sem er jafnvel enn betra en liðið í fyrra. Sjálf- ur á ég Bogdan mikið að þakka. Það var stór ákvörðun í mínu lífi þegar ég gekk úr Þrótti yfir í Víking fyrir nokkr- ujn árum og ég sé ekki eftir henni. KYNSLOÐASKIPTI í LYFTINGUNUM „Það má segja að það séu nokkur kynslóðaskipti hjá okkur í lyftingunum — ég er víst einn eftir af þeim „gömlu” — sagði Guðmundur Sigurðsson, lyftingakappinn kunni, þegar DB ræddi við hann í gær. Reykjavíkur- mótið í hinum ólympísku lyftinga- greinum verður haldið á sunnudag. „Þetta verður fyrsta lyftingamótið, sem haldið er í hinu nýja iþróttahúsi Ármanns við Sigtún. Keppt verður í sjö flokkum af tíu í snörun og jafn- höttun,” sagði Guðmundur enn- fremur. Reykjavikurmótið hefst kl. 14 á sunnudag og stendur yfir í rúmar tvær klukkustundir. Tólf keppendur frá Reykjavíkurfélögunum eru skráðir til leiks en auk þess verða fjórir gestir frá Akureyri. Lyftingadeild Ármanns sér um framkvæmd mótsins. -hsím. Andinn í- Víkingsliðinu er einstaklega góður og við hefðum ekki getað verið heppnari með þjálfara,” sagði Kristján að lokum. Grýttivatns- brúsaíandlit dómarans! Eftir leik FH og Hauka á miðvikudagskvöld i Hafnarfirði kom til hvassra orðaskipta á milli Sverris Kristinssonar, markvarðar FH, og annars dómara leiksins, Gunnars Kjartanssonar. Lauk viðskiptum þeirra með því að Sverrir grýtti vatnsbrúsa, sem hann hélt á, í andíit Gunnars. Ekki þarf að taka það fram að Sverrir á yfir höfði sér leikbann. -SSv. Crijuff til Espanoi Samkvæmt fréttum frá Hollandi í gær mun Johan Crijuff, hollenzki knattspyrnusnillingurinn, leika með Espanol i Barcelona til loka keppnis- timabilsins á Spáni í vor. Espanol er um miðja 1. deildina og það kemur talsvert á óvart, að liöiö skyldi krækja í Crijuff. Hann er kunnugur á þessum slóðum. Lék um tíma með Barcelona. Norwich bauð í gær Leeds 200 þúsund sterlingspund í skozka lands- liðsmanninn Derek Parlane. Ekki hafði gengið saman hjá félögunum siðast þegar fréttist. Ken Brown, stjóri Nor- wich, lagði mikla áherzlu á að fá Par- lane fyrir leikinn í Norwich á laugardag gegn Liverpool því litlar likur eru á að Justin Fashanu, miðherji Norwich, geti leikið vegna meiðsla. Þá keypti Bright- on í gær þriðja markvörð Tottenham fyrir 150 þúsund sterlingspund. VÍKINGUR LUGI sunnudaginn 18. janúar kl. 20.00. Tryggið ykkur miða í forsölu, nú seljast allir miðar upp. Forsala þriðjudag — föstudag kl. 16.00-18.00 á eftirtöldum stöðum: Karnabær, hljómtækjadeild, Laugavegi 66 Samvinnuferðir, Austurstræti, Fálkinn, Háaleitisbraut 68.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.