Dagblaðið - 16.01.1981, Síða 24

Dagblaðið - 16.01.1981, Síða 24
Útvarpsstjóri tók sjónarmið starfsmanna sinna f ram yf ir álit útvarpsráðs við ráðningu f réttamanna: „ANDRÉS FÓR EKKIÚT FYRIR VALDSVK) SITT’ —segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður útvarpsráðs „Útvarpsstjórinn hefur ekki farið út fyrir valdsvið sitt með þessari ákvörðun og hún er því að mínu áliti ekki tilefni til ályktunar um málið,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr- um menntamálaráðherra og for- maður útvarpsráðs í morgun um um- deilda ráðningu fréttamanna til Útvarpsins. Andrés Björnsson útvarpsstjóri kvaðst í morgun ekki sjá ástæðu til að tjá sig um málið ,,á meðan verið er að tuskast við mig í blöðum”. Útvarpsstjóri veitti í gær Ásdísi J. Rafnar blaðamanni á Morgunblað- inu og Ernu Indriðadóttur, sem starf- að hefur á Alþýðublaði, Helgarpósti og við Morgunpóst Útvarps, stöður fréttamanna við Ríkisútvarpið. Þá var Einari Erni Stefánssyni á Þjóðviljanum veitt starf afleysinga- manns á fréttastofunni til sex mánaða. Útvarpsráð hafði mælt með Ásdísi Rafnar og Oddi Ólafssyni rit- stjórnarfulltrúa Tímans í föstu stöðurnar tvær, en Herði Erlingssyni í afleysingastöðuna. Vilhjálmur Hjálmarsson vitnaði í 7. grein útvarpslaga í samtali við Dagblaðið í morgun, en þar segir: „Starfsmenn Ríkisútvarpsins, aðrir en framkvæmdastjórar, skulu ráðnir af útvarpsstjóra, þó að fenginni til- lögu útvarpsráðs ef um starfsfólk dagskrár er að ræða.” „Samkvæmt þessu er valdið hjá útvarpsstjóra,” sagði Vilhjálmur, ,,en mér þykir hins vegar miður að hann skuli hafa að hluta til gengið fram hjá tillögum útvarpsráðs sem samþykktar voru með miklum meiri- hlutaá fundi þess.” Nokkrir útvarpsráðsmenn eru leiddir fram í breiðsiðuúttekt Morgunblaðsins á málinu í dag og eru þeir á einu máli um að útvarps- stjóri hafi þarna gengið þvert á vilja ráðsiris. Markús örn Antonsson segir ákvörðun útvarpsstjóra „hreina stríðsyfirlýsingu við útvarpsráð” og Ellert B. Schram er „skapi næst að hætta störfum í útvarpsráði.” Frétta- stjórar Útvarps, Margrét Indriða- dóttir og Kári Jónasson, benda á að hér hafi verið farið eftir mati út- varpsmanna sjáífra en vilja að öðru leyti sem minnst um málið segja. -ARH. Svellalög á þjóðvegum Fært er frá Reykjavík norður i land til Akureyrar en þjóðvegurinn er allur svellaður eins og reyndar megnið af vegum landsins. Verða menn þvi að gæta ýtrustu varkárni í hálkunni. Ágæt færð er vestur á land um Snæfellsnes og á nesinu sjálfu. Óvíst er um Dalina og færð í Reykhólasveit. Góð færð er á norðanverðum Vest- fjörðum, frá ísafirði er fært á Flat- eyri, Þingeyri, Súgandafjörð, Bolung- arvík og Súðavík. Vegurinn til Siglufjarðar verður opnaður í dag, Ólafsfjarðarmúlinn var mokaður i gær en engar fréttir hafa borizt af honum í morgun. Sæmilegt er frá Akureyri á Húsavík en þó er víða i dölum Suður-Þingeyjarsýslu farið að þyngjast. Þungfært er víðast í Norður- Þingeyjarsýslu. Litlar fréttir hafa borizt af Austur- landi en þó er ágæt færð í kringum Hornafjörð. Töluverður skafrenningur var i morgun á Hellisheiði en Suðurlandið er sæmilega fært. í dag á að reyna að opna veginn á Laugarvatn og um Biskupstungur. Blindbylur var í morgun báðum megin við Vík í Mýrdal og engum ráðlagt að vera þar á ferli. Sæmileg færð var þó frá 'Reykjavík í Mýrdalinn. Spáð er austan strekkingi um allt land og þó verður vindur hægari fyrir norðan. Frost fer minnkandi og snjó- koma gæti orðið víða sunnanlands, en þurrtaðkallanorðantil álandinu. -KMU. Floridafrostið: Nærekki til Miami Beach — þarsem íslenzkir ferðamenn dveljast Útvarpið skýrði i fyrrakvöld frá fimbulvetri miklum á Florida, þar sem frost hafa verið hörð. íslenzkir ferða- menn eru nú á Miami Beach og hafa ættingjar og vinir haft áhyggjur af sólarförunum. Flugleiðir hafa ekki farið varhluta af hringingum vegna málsins. Málið var því kannað og haft samband við Halldór Guðmundsson stöðvárstjóra félagsins í Miami. Halldór sagði að kuldinn hefði verið nyrzt i ríkinu, en ekki náð suður til Miami Beach. Þar var í gær 18 stiga hiti og allt í lagi með íslenzku ferða- mennina. -JH. Forseti bæjarstjómar biðjist afsökunar — «Aa vtrt* höfAai mAI vecna umittli hm DC-o þcta brann inni í flugskýli f élagsins Tvær útgáfur af baksíðu Dagblaðsins í gær. Tvær út- gáfuraf DB ígær Dagblaðið leitast ávallt við að færa lesendum sínum nýjustu fréttir og er til ýmissa ráða gripið til að svo geti orðið. I gær komu t.d. út tvær útgáfur af Dagblaðinu. Ástæðan var sú, að skömmu eftir að vinnslu blaðsins var lokið og það á leið i prentun bárust fyrstu fregnir til landsins af brunanum hjá Cargolux í Luxemborg. Var brugðið hart við — aflað nauðsynlegra upplýsinga fyrir allítarlega frétt af at- burðinum til að skrifa í blaðið.en jafn- framt haldið áfram vinnslu þess efnis sem þegar var komið á sinn stað í blaðinu. Þegar vinnslu nýju frétt- arinnar var lokið á ritstjórn, i prent- smiðju og í ljósmynda- og plötugerð, var prentun blaðsins hafin. Þegar prentaður hafði verið hluti upplagsins í prentsmiðju Morgunblaðsins var skipt um prentplötu og mikill meirihluti blaðsins fékk sitt eintak með fréttinni af brunanum — frétt, sem DB birti fyrst íslenzkra fjölmiðla. -ÓV. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 16. JAN. 1981. Skákþing Reykjavíkur: Helgi og Jón efstir Helgi Ólafsson vann biðskák sína gegn Hilmari Karlssyni úr 2. umferð Skákþings Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá lauk skák Ásgeirs Þ. Árnasonar og Benedikts Jónassonar með jafntefli. öðrum skákum lauk ekki. Alþjóðlegu meistararnir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson hafa tekið forystuna á mótinu með 2 vinninga. Er reiknað með að þeir komi til með að berjast um sigurinn í mótinu. Þriðja umferð verður tefld í kvöld. -GAJ. ■MRI* Það er víðar en á þjóðvegum sem hálkan er mikil vegna fimbulfrostsins er staðið hefur í vikunni. Krakkarnir i Breiðholtínu skemmta sér hið bezta á svellinu og nota skólatöskurnar sinar til að renna sér á ef ekki gefst annað betra. DB-mynd: S. Samþykkt íborgarstjórn: Búðir opnar tvö kvöld í viku og sumar sfíidegis laugardaga Einróma var samþykkt á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í nótt að fallast á tillögur nefndar um opnunartima verzlana. Nefndin hafði lagt til að auk venjulegs verzlunartíma verði leyft að hafa opið tvö köld í viku til klukkan tíu. Auk þess á laugardagsmorgnum frá 8—12 og í tveim verzlunum frá 12— 16. mánuðinaseptembertiljúní. Auk þess er borgarstjórn heimilað að veita leyfi til þess að hafa opnari vörusýningar utan verzlunartíma. Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, sagði í morgun um þessar nýju reglur að reynslan ætti eftir að leiða í ljós hvort þörf hefði verið á því að lengja verzlunartímann. „Ef einhver kemur að verzla verður auðvitað opið meðan leyfilegt er. En ef hins vegar enginn kemur er ekki verið að hafa búðirnar opnar,” sagði hann. Hann sagði einnig að lengri opnunartími þýddi hærri reksturskostnað fyrir kaupmenn en ekki hefði verið tillit tekið til þess með hærri álagningar- prósentu. Grétar Hannesson afgreiðslumaður, sem er í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagðist eiga eftir að sjá framkvæmd hinna nýju reglna áður en hann gæti sagt mikið. En sér þætti ekki ólíklegt að þar sem það væri framkvæman- legt ynnu kaupmenn einir með fjöl- skyldum sínum á kvöldin og á laugar- dögum. Annað þýddi næturvinnu fyrir verzlunarfólk og væri þá tíminn orðinn nokkuð dýr. Ekki sagðist Grétar geta sagt til um það hvernig félögum sínum litist á að bæta á sig vinnu ef til kæmi — það ætti eftir að koma í ljós. -DS.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.