Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.01.1981, Blaðsíða 2
Sjónvarp næstu viku • •• sjúkdómi og notar peningana til að fá læknishjálp. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Tónli«ta>t>áttur m*ð Hauki Morthens varflur anduraýndur á miðvikudag. DB-mynd: Einar Ólason. 21.55 Nokkur lög með Hauki. Haukur Morthens flytur nokkur lög ásamt hljómsveit. Sigurdór Sigurdórsson kynnir lögin og ræðir við Hauk. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. Áður á dag- skrá 29. nóvember 1980. 22.30 Dagskrárlok. Föstudagur 23. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. |! ’ 20.40 A döfinni. 20.50 Skonrok(k). Þorgeir Ástvalds- | son kynnir vinsæl dægurlög. , 21.20 Fréttaspegill. Þáttur um inn- lend og erlend málefni á líðandi stund. Umsjónarmenn Bogi 1 Ágústsson og Ólafur Sigurðsson. Jack Nichotson ar i aðaMutverki biómyndar sjónvarpsins á föstu- dag an hún fjallar um oliubormann. 22.30 Af fingrum fram (Five Easy Pieces). Bandarisk bíómynd frá árinu 1970. Leikstjóri Bob Rafel- son. Aðalhlutverk Jack Nichol- son, Karen Black, Susan Anspach og Fannie Flagg. Þetta er sagan af olíubormanninum Bobby. Hann er að ýmsu leyti vel gefinn og menntaður en festir hvergi yndi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 24.00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. janúar 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Lassie. Friðarboðar — fjórði og síðasti þáttur. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enskaknattspyman. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsiagar og dagskrá. Lougwdnglnn 24. janúar vorður Spitalaftf á dagskrá. 20.35 Spitalalff. Þriðji þáttur. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Show-Addy-Waddy. Sænskur skemmtiþáttur með samnefndri breskri hljómsveit. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.50 Bergnuminn (Bedazzled). Bresk gamanmynd frá árinu 1968. Aðalhlutverk Peter Cook, Dudley Moore, Michael Bates og Raquel Welch. Stanley Moon, matsveinn á bitastað, seiur þeim vonda sál sína, eins og Faust forðum, og hlýtur i staðinn kvenhylli, auð og völd. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 23.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 25. janúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar- prestur í Hallgrímsprestakalli, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni. Milli vonar og ótta — síðari hluti. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.10 Leitin mikla. Lokaþáttur. Þýðandi Björn Björnsson. Þulur Sigurjón Fjeldsted. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis: Farið á Veðurstofuna, þar sem Trausti Jónsson veðurfræðingur skýrir kort. Rætt við Hrafnhildi Sigurðardóttur um ferð hennar til Nýju-Guíneu og brugðið upp myndum þaðan. Sýnd teiknisaga eftir Kjartan Arnórsson. Um- sjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Ándrés Indriða- son. 18.50 Skíðaæfingar. Þriðji þáttur endursýndur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp, næstu viku. 20.45 Þjóðlif. í Þjóölífi verður fram haldið, þar sem frá var horfið síðastliðið vor og reynt að koma sem víðast við í hverjum þætti. í þessum þætti verður m.a. aflað fanga í þjóðsögunum, t.d. „Djáknanum á Myrká”, og fjall- að um gildi þeirra og uppruna. Þá verður rætt við nýútskrifaðan fiðlusmið, leikið á fiðlu í sjón- varpssal og farið í heimsókn til dr. Gunnars Thoroddsens forsætis- ráðherra og konu hans, Völu. Umsjónarmaður Sigrún Stefáns- dóttir. Stjórn upptöku Valdimar Leifsson. 21.45 Landnemarnir. Tíundi þáttur. Efni níunda þáttar: Wendell-hjón- in eru farandleikarar en einnig út- smognir svikahrappar, og þau leika illilega á séra Holly. Eftir andlát eiginmanns síns fer Char- lotte Seccombe til Englands, en snýr brátt aftur til Colorado og annast rekstur Venneford-bú- garðsins ásamt Jim Lloyd. Brum- baugh er orðinn sterkefnaður.. Hann á á hættu að missa bæði jörðina og vinnufólkiö, en hann lætur ekki hræða sig fremur en fyrri daginn. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.15 Dagskrárlok. Rögnvaldur hefur án efa frá mör'gu skemmtilegu að segja. . DB-mynd: Ragnar TONUSTARMENN—sjónvarp sunnudag kl. 20,45: Rögnvaldur Sigur- jónsson kynntur —Eggll Friðleifsson spjallar við hann Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari verður kynntur í þættinum Tónlistarmenn sem er á dagskrá sjón- varpsins á sunnudag. Egill Friðleifs- son kynnir Rögnvald og spjallar við hann en þess á milli mun listamaður- inn leika á píanóið. Rögnvaldur Sigurjónsson. fæddist áEskifirði 15. október 1918. Hann er sonur Sigurjóns Markússonar sýslu- manns, síðar stjórnarráðsfulltrúa í Reykjavík, og Sigríðar Björnsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi nam hann 4 ár í Tónlistarskólanum í Reykjavík en hélt siðan út til framhaldsnáms, fyrst í París 1937—39 en síðan í New Vork 1942—45. Rögnvaldur vakti mikla athygli, listdómara í Washington fyrir tón-; leika sem hann hélt þar i borg við lok- náms síns í Bandaríkjunum. Fékk hann þá mörg tilboð um frekara tón- leikahald og er það skoðun margra að sjaldan hafi islenzkur tónlistar- maður staðið svo nálægt heimsfrægð' sem Rögnvaldur þá. En hann ákvað að snúa heim til íslands og síðan hefur hann starfað sem kennari við Tónlistarskólann. Rögnvaldur hefur haldið fjölda píanótónleika hérlendis sem erlendis,| m.a. á öllum Norðurlöndum, Banda-' ríkjunum, Kanada, Þýzkalandi, Austurríki og Sovétríkjunum. -KMU.j JARINS TU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús bofgarinnarsýna Óvætturin Leiuljórt Rldlay Scott, gwð 1 Bmhndi1(7*. Syningarmtaður Nýja btó. Nýja bió hefur nú hafið sýningar á jólamyndinni Óvættinni en myndín sú er einhver umtalaðasta hrollvekja siðustu ára. Myndin fjallar um sjö geimfara sem verða að hlýða neyðarkalli sem kemur frá ókunnri plánetu. Þar lenda þeir í baráttu við óvætti sem því miður reynist alger ofjarl þeirra á flestum sviðum. Það er engum greiði gerður að rekja söguþráð myndarinnar nánar því hrollvekjan byRgir á því að koma áhorfandanum á óvart. En eitt er vist að hrollurinn nistir inn að beinum. Leikstjórinn Ridley Scott hafði aðeins gert eina mynd í fullri lengd þegar hann gerði Óvættina, það var The Duellist sem sýnd var i Háskólabíói fyrir rúmu ári Hann hafði áður gert þúsundir auglýsingamynda. Þetta er mynd sem allir aðdáendur hryllingsmynda verða aðsjá. Hjónaband Mariu Braun Leikstjórí: Reiner Wemer Fassbinder, þýsk 1979. Sýningarstaður Regnboginn. Þá er hingað komið.eitt af meistaraverkum Fassbinder og á kvik- myndahúsið hrós skilið fyrir hversu fljótt hún berst hingað. Myndir Fassbinder hafa margar hverjar sést hér, má þar nefna Örvæntinguna sem sýnd var i Laugarásbíói og fjölmargar mánudagsmyndir og þá hefur sjónvarpið sýnt að minnsta kœti tvær. En Fassbinder er einn afkastamesti kvikmyndahöfundur sem er uppi og á tíu árum hefur hann gert nær 30 myndir. Hjónaband Mariu Braun er sú mynda hans sem mesta aðsókn hefur fengið utan Þýskalands. Myndin fjallar um Maríu Braun sem giftist i lok striðsins, maður hennar er talinn af og fer hún þá að halda við ameriskan hermann. Þegar svo eiginmaður- inn birtist myrðir hún hermanninn en eiginmaðurinn tekur á sig glæpinn og afplánar fangelsisvistina. Á meðan tekur hún saman við verksmiðjueiganda sem reynist henni vel. Þegar hann deyr arfleiðir hann hana og eiginmaðurinn losnar úr fangelsinu. Það litur út fyrir (að allt ætli að blessast en skyndilega verða þau að horfast í augu við eilífðina. Þetta er mjög vel gerð og ieikin mynd. Hanna Schygulla sem fertneð hlutverk Maríu leikur þó sérstaklega vel enda fékk hún silfur- björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin fyrir frammistöðu sína i. myndinni. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá. í lausu lofti Leikstjóri: Jim Abraham, David Zucker og Jery Zucker. Gerö i USA1980 Sýningaretaðun Háskólabió Þeir sem vilja hlæja af sér höfuðið geta gert það um þessar mundir í Háskólabió. En þar er nú sýnd einhver allra besta gamanmynd sem hingað hefur komið í langan tíma. Myndin fjallar um erfiðleika sem upp koma þegar heiftarleg matareitrun gerir áhöfn flugvélar nokkurr- ar óstarfhæfa í háloftunum. Eins og nærri má geta verður flugvélin stjórnlaus og kátbroslegir atburðir gerast i kjölfarið. Höfundar myndarinnar eru islenskum áhorfendum ekki alls ókunnir því þeir sömu gerðu „The Kentucy Fried Movie” og Deltakiíkuna sem báðar voru sýndar i Laugarásbiói hér um árið. í þessari ágætu mynd skopast þeir félagar að stórslysamyndunum og þá einkum Airport myndunum sem tröllriðu kvikmyndahúsunum hérfyrir nokkrum árum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.