Dagblaðið - 22.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 22.01.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. J ANUAR 1981. 62. skoðanakönnun Dagblaösins: Hvaða stjómmálaflokki telur þú þig standa næst um þessarmundir? SJALFSTÆÐISFLOKKUR- INN HELDUR VINNINGNUM —sem fyrri DB-kannanir haf a gef ið til kynna — Áf ramhaldandi fylgishrun Alþýðuf lokks Sjálfstæðisflokkurinn heldur, sam- kvæmt síðustu. skoðanakönnun DB, þeirri geysilegu fylgisaukningu sem kannanir DB á síðasta ári sýndu að hann hefði fengið síðan í þingkosning- unum í desember 1979. Ef'allir þeir sem samkvæmt könnuninni telja sig standa næst Sjálfstæðisflokknum skiluðu sér til flokksins í næstu kosningum yrði sigur Sjálfstæðisflokksins með ein- dæmum mikill. 45,6 af hundraði þeirra sem tóku af- stöðu i könnuninni nú telja sig standa næst Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svipað fylgi og flokkurinn hafði sam- kvæmt könnun DB i september i fyrra. Miðað við síðustu þingkosningar þýddi þetta 8,3 prósentustiga aukningu á fylgi, þótt listar óháðra sjálfstæðis- manna í þingkosningunum væru taldir til flokksins þá. Þetta þýddi einnig að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi 28 þingmenn, ef þing- sætum er skipt milli flokka i beinu hlutfalli við fylgi. Sjálfstæðisflokkur- inn mundi því bæta við sig 6 þing- mönnum. Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins frá síðustu þingkosningum kom strax fram í skoðanakönnun DB í febrúar í fyrra. Þá fékk flokkurinn 43,3 prósent þeirra sem tóku afstööu, sem samsvar- aði 27 þingsætum. Alþýðuflokkur með 6 þingmenn Framsóknarflokkurinn fær sam- kvæmt könnuninni nú 23,9 prósent fylgis, sem er einu prósentustigi minna en flokkurinn fékk í þingkosningunum. Þetta er nokkur fylgisaukning frá könnun DB í september í fyrra. Fram- sókn fengi samkvæmt þessu 15 þing- menn og tapaði tveimur, ef þingsætum er skipt í beinu hlutfalli við fylgið. Rétt er að hafa í huga að Framsókn fær jafnan öllu fleiri þingmenn en þetta hlutfall gefur til kynna, vegna kjör- dæmakerfisins. Alþýðubandalagið fengi samkvæmt könnuninni 18,3 prósent fylgis, sem er 1,4 prósentustigum minna en flokkur- inn fékk í þingkosningunum. Sam- kvæmt þessu héldi AlþýÖubandalagið óbreyttri þingmannatölu, 11. Fylgi Alþýðubaridalagsins hefur verið nokkuð stöðugt síðan i þingkosning- unum, samkvæmt könnunum DB. Fylgishrun Alþýðuflokksins, sem fyrri kannanir DB hafa gefið'tilkynna, heldur enn áfram samkvæmt þessari skoðanakönnun. Alþýðuflokkurinn hefur samkvæmt henni 10,7 prósent fylgi, sem er 6,7 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum. Þetta mundi þýða, að flokkurinn tapaði 4 þing- mönnum og fengi 61 stað 10. Fjölmargir óákveðnir Undirstrika ber að framansagt er miðað við skiptingu þeirra, sem taka afstöðu. Fjöldi þeirra sem ýmist taka fram, að þeir styðji engan af flokkun- um, eða eru óákveðnir ergeysimikill og skapar mikinn vafa um allar spár, byggðar á niðurstöðunum. 6,7 af hundraði færðust undan að svara spumingunni í skoðanakönnuninni. Að samanlögðu er hópur hinna óákveðnu og þeirra sem ekki svara yfir 45 af hundraði af heildinni. Þetta er mikill fjöldi og hefur heldur farið vax- andi. „Armar" Sjálfstæðisflokksins Sú spurning er einna efst á baugi þegar íitið er á fylgisaukningu Sjálf- stæðismanna samkvæmt þessum skoðanakönnunum, hvaða Sjálfstæðis- flokk fólk sé að styðja. Sundrung sjálfstæðismanna kom mjög glöggt fram í svömm fólks í könnuninni. Fjöl- Ummæli fólks í skoðanakönnuninni: Hvaða SjáK- stæðisflokk? ,,Ég er á móti vinstra brölti og vil hinn eina, sanna Sjálfstæðisflokk,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu, þegar hann svaraði spurningunni í skoðanakönnun Dagblaðsins. ,,Ég hallast að Sjálfstæðisflokknum, sér- staklega ef þeir sundruðu ná saman,” sagði annar karl á Reykja- vikursvæðinu. „ÉgstyöGunnarsarm Sjálfstæðisflokksins, en veit varla hvort hann hefur yfir flokknum að ráöa, blessaður karlinn,” sagöi karl á Norðurlandi eystra. ,,Ég kýs Sjálf- stæðisflokkinn vegna Gunnars Thor., þótt ég hafi aldrei verið neitt íhald,” sagði kona á isafirði. ,,Ég er gamall ihaldskurfur. Það breytist ekki héðan af,” sagöi karl á Reykja- vikursvæðinu. „Ætli maður kjósi ekki gamla, góða Framsóknarflokkinn,” sagði kona i sveit. „Kýs Alþýðubanda- lagið, meðan ég tóri. Hef alltaf verið þeim megin, sem sá aumi er,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,,Ég hef alltaf stutt Alþýðuflokkinn og geri enn,” sagöi kona úti á landi. „Mér lizt bezt á Gunnarsliöið en vil samt ekki sjá Sjálfstæöisflokk- inn,” sagði kona úti á landi. „Sami rassinn" „Styð engan flokk. Þeir lofa öllu föru en svíkja allt,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Ég vil ekki svara neinu um það, hef skömm á þeim öllum saman,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Ég er aiveg rugluð, með þeim öllum og móti þeim öllum. En alltaf reyni ég samt að hlusta á þá,” sagði kona á Reykja- vikursvæöinu. „Allir jafnslæmir, „sagði kona í Hveragerði. „Allt sama súpan,” sagöi kona á Hvols- velli. „Ég get ekki sagt að ég styðji neinn þeirra. Þeir eru allir stórlega viðsjárveröir,” sagði kona á Vestur- landi. „Ég hef alltaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn en er óákveöinn nú,” sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Orðin hundleið á öllum flokkum. Þeir halda að við séum fábjánar og hægt sé aö bjóöa okkur hvaða vit- leysu semer,” sagöi kona úti á landi. „Gef skft I þá stjórnmálamenn sem gefa kost á sé i dag,” sagði kari á Reykjavíkursvæðinu. „Það er sami rassinn undir þeim öllum,” sagði karl ÍKópavogi. -HH. margir tóku fram að þeir væru í „Gunnarsarmi”, „Albertsarmi” og svo framvegis I Sjálfstæðisflokknum eða væru „Gunnarsmenn” eða „Albertsmenn”, sem styddu Sjálf- stæðisflokkinn. Til viðbótar þessum hópi tóku fimm menri fram að þeir styddu Gunnar Thoroddsen en styddu ekki Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem ekki er unnt að telja þennan hluta „Gunnars- manna” til Sjálfstæðisflokksins hafa þeir í meðfylgjandi töflu og útreikningi 'verið bókfærðir undir „aðrir”, þar sem einnig hafa verið færðar prósentu- tölur, sem ýmsir smáflokkar hafa hlotið 1 fyrri DB-könnunum. Úrtakið í könnuninni var 600 manns. Þar af var helmingur af hvoru kyni og helmingur á Reykjavíkursvæðinu og þá helmingur utan þess. Þessi könnun var gerð jafnframt könnunum, sem nýlega hafa verið birtar um afstöðu til ríkisstjórnarinnar og afstöðu til efnahagsaðgerða ríkis- stjórnarinnar um áramótin. Sama fólkið var spurt allra þessara spurn- inga. Þvi má finna út, hvernig stuðn- ingsfólk Sjálfstæöisflokksins skiptist í afstöðu til ríkisstjórnarinnar og fara með því nær svari við spumingunni hverjir af þessum séu „Gunnarsmenn” og hverjir ekki, ef menn vilja nota slík hugtök. Niðurstöður jjessarar athug- unar verða birtar innan skamms, þegar búiðeraðvinnaúrgögnum. -HH. Formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins: Yfirgnæfandi fylgi skv. skoðanakönnun DB — en hvernig skiptist fylgiö á milli þeirra tvcggja? Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Alþyðuflokkur 35 eða 5,8% • Framsóknarflokkur 78 eða 13,0% Sjálfstaöisflokkur 148 eða 24,8% Alþýðubandalag 60 eða 10,0% Aðrir 5 eða 0,8% „Engan flokk" 58 eða 9,7% Óákweðnir 175 eða 29,2% Svara ekki 40 eða 6.7% t ' Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöflu verfla nKJurstöðurnar þessar (Til samanburflar eiu teknar niflurstöflur kannana DB i september og f ebrúar f fyrra og úrslít sfðustu þingkosningal: Nú Sept'80 Febr/80 Kosn. Alþýðufiokkur 10,7% 13,0% 12,8% 17,4% Framsóknarflokkur 23,9% 21,7% 26,3% 24,9% Sjátfstæðisflokkur 45,6% 46,2% 43,4% 35,4% Óháðir sjálfstæðismenn U% Alþýðubandalag 18J% 18,8% 16,8% 19,7% Aðrir 1,5% 0,2% 0,7% 0,4% Ef þingseetum yifli skipt i beinu hlutfalli við fylgi fiokkanna i prósentum yiflu niðurstöflurnar, sem hér segir. Til samanburðar er skipting þingsœta eins og hún hefði verið samkvæmt könnununum í sept og febr. f fyrra og úrslit siflustu þingkosninga: Nú Sept. Febr. Kosn. Alþýðuflokkur 6 8 7 10 Framsóknarflokkur 15 13 16 17 Sjálfstæóisflokkur, \ að meðtðldum Eggert Haukdal 28 28 27 22 Alþýðubandalag 11 11 10 11

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.