Dagblaðið - 22.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.01.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I I Gíslamir sættu illrí meðferð ílran: EKKIHÆGT AÐ FYRIR- GEFA VIUJMENNSKUNA —sagði Carter, sem táraðist er hann hlýddi á frásagnir gíslanna af dvöiimi f íran Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, táraðist er hann hlustaði á bandarisku gíslana 52 lýsa illri meðferð er þeir hefðu sætt i Teheran. Carter var kominn til Wies- baden sem sérlegur sendifulltrúi Ronalds Reagan, forseta, til að fagna gíslunum. Mikil viðkvæmni ríkti á fundi Carters og gíslanna og var greinilegt að Carter var mjög miður sin yfir fréttunum af meðferðinni. Gleðin yfir endurfundunum var þó yfirsterkari. Við brottförina frá Wiesbaden í gærkvöldi sagði Carter að ekki væri hægtaðfyrirgefa villimennsku írana og hefðu gíslarnir sætt mun meiri misþyrmingum en talið hefði verið til þessa. Einn gíslanna kvaðst hafa verið barinn og hafður fimm mánuði í einangrun eftir að hann hafði gert tilraun til að flýja. Frá Bandaríkjunum var það haft eftir gíslinum, Elizabeth Montagna, sem var látin laus mörgum mánuðum fyrr en flestir hinna gislanna, að irönsku byltingarverðirnir hefðu reynt „rússneska rúllettu” á henni og annarri stúlku úr hópi gíslanna. Hún kvaðst ekki hafa viljað greina frá þessu fyrr vegna þess að hún óttaðist að það gætí skaðað gíslana sem eftir voru í íran er hún var látín laus. ,,Ég hélt að dauðastundin væri runnin upp,” sagði hún. Hún kvaðst hafa verið með hendur bundnar fyrir aftan bak er skammbyssunni var beint að henni með einu skoti í skammbyssuhjólinu og hefði tvívegis eða jafnvel þrívegis verið tekið í gikkinn. Gíslinn Johnny McKell varð mjög undrandi og glaður er hann komst að því að móöir hans væri enn á lífi. íranir höfðu sagt honum að móðir hans væri látiif og ef hann vildi komast í jarðarför hennar þá skyldi hann leysa frá skjóðunni. Ýmsir aðrir gíslar kváðust hafa verið barðir og sætt illri meðferð á margvíslegan hátt. Mikill viðbúnaöur var meðal bandariskra hermanna I Wiesbaden i V-Þýzkalandi er fréttist, að bandarísku gislarnir væru á leið þangað. Var þeim enda fagnað gifurlega við komuna tii V-Þýzkalands. HARBIR BARDAGr AR í BELFAST — IRA-skæruliðar myrtu 86 ára gamlan fyrrverandi þingmaim og son hans Lögregla og brezkar hersveitír lentu í hörðum bardögum við skæruliða frska lýðveldishersins (IRA) í Belfast í gær. Bardagarnir urðu i kringum upplýstan herragarð, um kílómetra frá norður-irsku landamærunum, eftir að lögreglan hafði fundið tvö sundur- skotin lik í húsinu. Opinberar heimildir segja að líkin séu af sir. Norman Stronge, 86 ára gömlum fyrrverandi þingmanni og syni hans James. Herragarðurinn þar sem morðin voru framin var í eigu sir Norman Stronge. Þyrla frá hernum lýsti upp svæðið í kringum herragarðinn meðan á bar- daganum stóð og varð hún fyrir mikilli skothríð skæruliðanna. Hersveitírnar komu á staðinn eftir að fréttir bárust um að sprenging hefði orðið við herragarðinn. Urðu þær strax fyrir mikilli skotárás skæruliða sem voru faldir í trjánum við herragarðinn. Eftir tuttugu minútna bardaga lögðu skæruliðarnir á flótta yfir landa- mærin. „Eilífðarstúdentum” fjölgaríKaupmannahöfn Stúdentar við Kaupmannahafnarhá- skóla nota helmingi lengri tíma í námið en áætlaður námstími gerir ráð fyrir. Lokaprófi í aðalgreinum er lokið að meðaltali eftir 9,4 ár, en áætlaður námstími er fjögur ár. Prófum í auka- greinum er lokið á 5,7 árum en áætlaður námstími er tvö ár. Cand.mag. prófi, aðalgreinum og aukagreinum, er lokið á ellefu árum að meðaltali. Námsnefnd telur að hægt sé að ljúka þessu námi ásex árum. Skrifstofustjóri háskólans telur að þröngur fjárhagur námsmanna eigi stærstan þátt í hve lengi þeir eru að ljúka námi. Námslán og námsstyrkir eru af svo skornum skammti að nemendur verða að stunda atvinnu samfara náminu og þegar þeir afla tekna eiga þeir ekki kost á þessum lánum. Það leiðir siðan til á- framhaldandi vinnu þeirra og námið dregst á langinn. Tölfræðileg gögn sýna, að stúdentum sem ljúka námi fækkar stöðugt. Á árunum 1975—79 fækkaði stúdentum um sjö prósent, en á sama tíma fækkaði stúdentum sem Ijúka námi um 24 prósent. Kennedy-hjónin skilja hafði unnið sigur á áfengissýki sinni og tók ötullega þátt í kosningabar- áttu eiginmanns síns. Lýsti hún því þá margsinnis yfir aðspurð, að hún ætlaði sér sannarlega að vera hús- móðir í Hvíta húsinu næði maður hennar kosningu sem forseti Banda- ríkjanna. „Það er með trega, en þó gagn- kvæmri virðingu og umhyggju, sem við höfum orðið ásátt um að binda enda á hjónaband okkar,” sagöi í stuttri yfirlýsingu frá Kennedy- hjónunum. í yfirlýsingunni sagði að þau hefðu ráðgazt við börn sín og prest áður en þau tóku endanlega ákvörð- un. Óskuðu þau sérstaklega eftir því aö fjölmiðlar sýndu málinu skilning með tilliti til barna þeirra og annarra 1 fjölskyldunni. Kennedy-hjónin gengu í hjóna- band 1958 og eiga þau þrjú börn á aldrinum þrettán til tuttugu ára. Edward Kennedy og kona hans, Joan, hafa orðið ásátt um að binda enda á hjónaband sitt. Ákvörðun þeirra nú kom talsvert á óvart, þó vitað væri að hjónaband þeirra hefði gengið erfiðlega á síðastliðnum árum. Hins vegar var talið að það heföi batnað á síðastliðnu ári. Joan Hjónin Joan og Edward Kennedy hafa nú orðið ásátt um að skilja. Vitað var að hjónaband þeirra hafði ekki verið sem skyldi á siðastliðnum árum. Mikil eftirvænting rikti meðal aðstandenda bandarisku gislanna siðustu dagana áður en þeim var leyft að fara úr landi. Oft virtist sem gisladeilan væri leyst en jafnan kom eitthvert bakslag. Von og ótti skiptust á I hugum fjölskyldna gislanna. Á myndinni sézt Doris Moeller, móðir Michael Moeller, eins gislanna, biðja fyrir skjótri frelsun sonar sins. Við hlið hennar er dóttirin, Rae.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.