Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 04.02.1981, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981. Á að semja á þessum áratug? Kjarasamningar sjómanna hafa veríð lausir á annað ár útgerðarmenn neita að ræða við sjómenn—með stíf ni sinni hafa útgerðarmenn att sjómönnum útíverkfall Sjómaður skrifar: Fiskverð Nú eru liðnar 4 vikur frá þvi að nýtt fiskverð átti að taka gildi en ekkert bólar á þvi ennþá. Við sjómenn erum orðnir langþreyttir á þessum drætti og krefjumst þess að nýtt fiskverð verði ákveðið þegar í stað, þannig að sjómenn fái verðbólguleiðréttingu á laun sín, sem og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Vísi- tölubætur á laun flestra landsmanna koma sjálfkrafa eftir útreikningum Hagstofu íslands fjórum sinnum á ári en fiskverðsákvörðun kemur aðeins þrisvar á ári og þarf samþykki margra aðila. Algengt er að fískverð fæðist ekki fyrr en nokkrum vikum eftir að það á að taka gildi. Væri ekki eðlilegra að fiskverð hækkaði jafnoft og almenn laun i landinu og þá um jafnmörg prósentustig eða sjó- mönnum tryggðar verðbætur (verðbólgubætur) sem og öðrum launþegum þessa lands? Að manna bátaflotann Nú þessa daga eru sjómenn að hefja vetrarvertíð án nokkurrar vitneskju um laun sín. Hvaða stétt önnur myndi láta bjóða sér þetta? Það er ekki undarlegt þótt erfitt sé að manna bátana, því lágmarkskaup (kauptrygging) er langt fyrir neðan lægstu laun í landi miðað við þann vinnutíma, sem sjómenn verða að skila. Því er ekki óeðlilegt að menn leiti frekar í störf í landi sem eru betur launuð og sleppi þannlg við það álag og erfiði sem sjómennskunni fylgir. Ég vil hér mótmæla því að alltaf skuli vera miðað við aflahæstu skip þá er launamál sjómanna eru rædd og þá yfirleitt eingöngu mænt á þann tíma, sem menn eru um borð og veiðibönn og hlé milli úthalda ekki talin með. Á að semja á þessum áratug? Kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir á annað ár. Samninga- viðræður hafa verið reyndar, en samningavilji útvegsmanna er vægast Sjómenn eiga oft óhægt um vik með að sinna sinum málum I þjóðfélagi okkar sem oft er kennt við þrýstihópa. Þeir standa þvi höllum fæti eins og þessir tveir gera i bókstaflegri merkingu. sagt mjög lítill. Tvisvar voru sjómenn boðaðir til sáttasemjara án þess að útgerðarmenn fengjust til að hefja viðræður, hvað þá heldur meira. Frekari samningaviðræður hafa verið óverulegar og sjómenn utan af landi komið margar og dýrar fýluferðir suður, Forsenda þess að útgerðarmenn neita að ræða við sjómenn er að þeir gátu í fyrsta lagi ekki unnt íslenskum sjómönnum þess að vera með fjölskyldum sínum í 3 daga yfir jólahátíðina, sem að vísu kom aldrei til því að alþingismönnum okkar vannst ekki tími til (viljandi eða óviljandi) að afgreiða frumvarpið sem lögfesta átti þriggja daga jóla- leyfi sjómanna vegna mikils tíma- skorts áður en þeir sjálfir kæmust i sitt 40 daga jólaleyfi. í öðru lagi settu útgerðarmenn fyrir sig yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um úrbætur í lifeyrissjóðsmálum sjómönnum til handa. Með þessari stífni hafa út- gerðarmenn att sjómönnum út i þá nauðvörn að boða til verkfalls sem engum manni er til góðs. Að borga í Iff- eyrissjóð eða ekki Aðalkrafa sjómanna nú er úr- bætur í lífeyrissjóðsmálum. Lífeyris- sjóðsmál sjómanna eru vægast sagt fyrir neðan alla hellur og mun verri en útgerðarmenn vilja láta í veðri vaka. Iðgjaldagreiðslum hjá sjó- mönnum er þannig háttað að viðmiðunarupphæð er ákveðin í árs- byrjun og stendur óbreytt út árið. Á þessu sést að 50-70% verðbólga rýrir iðgjaldagreiðslurnar mikið á einu ári. Þá má ekki gleyma að sjómenn eru ekki skráðir nema í 7 til 10 mánuði á ári bæði vegna aflatakmarkana og annarra ástæðna, s.s. veiðarfæra- skipta. Þar sem ekki eru greidd iðgjöld nema af lögskráðum dögum sést að iðgjaldagreiðslur geta dregist ansi mikið saman. Oft vinna sjómenn tímavinnu milli úthalda og við viðhald og viðgerðir um borð í bátum sínum og veit ég að í fæstum tilfellum eru greidd lífeyrissjóðsgjöld af þeirri vinnu, jafnvel þótt um hafi verið beðið. Skyldi nokkur trúa því? Nú hafa launamiðar vegna skatt- framtalsverið sendir út til launþega og í reit nr. 3 á þeim ágæta miða skal tilgreina hversu háa upphæð launþegi hafi greitt í lífeyrissjóð. Árþénusta mín sem I. stýrimaður á vertíðarbát var árið 1980 kr. 11,9 millj. g.kr., og var ég lögskráður í 263 daga. Af þessum tekjum borga ég kr. 104 þús. i lífeyrissjóð sen nemur 0,95% af tekjum án orlofs eða kr. 397 pr. dag. Konan mín sem vinnur úti i hluta- starfi þénaði á sama tíma kr. 3,9 millj. og greiðir af þvi í lífeyrissjóð kr. 129 þús. eða 3,58% miðað við laun án orlofs sem jafngildir 752 kr. pr. dag. Miðað við 4% greiðslu í lífeyris- sjóð af dagvinnulaunum sem er almenn regla hjá landfólki greiði ég í lífeyrissjóð af sem nemur kr. 2,6 millj., en hef sem áður segir 11,9 m. í tekjur. Skyldu sjómenn svo þurfa á „lítilsháttar lagfæringu” að halda? Boðskapur skattstjóra Þegar sjómenn gerðu skattskýrslu sína á síðasta ári var þeim heimilað að reikna sjómannafrádrátt allt árið væru þeir starfandi hjá útgerð yfir sama tímabil. í áramótaboðskap skattstjóra til flestra ef ekki allra sjómanna var þeim tilkynnt að frá- dráttur væri ofreiknaður um mismun á skráðum dögum og þeim dögum, sem almanaksárið telur og skal mis- munur sá skattleggjast. Helst hefur manni dottið í hug að hér væri um at- vinnúbótavinnu fyrir starfsfólk á skattstofum að ræða með öllum þessum bréfaskriftum. Eftir nokkrar bréfaskriftir, hlaup milli útgerðarmanns og skattstofu með vottorð um hitt og þetta, virðist vera möguleiki að frádráttur þessi fáist virtur. Með þessu móti skal nú útgerðarmaður að beiðni skattstjóra ákveða hverjir eru sjómenn í þessu landi og hverjir ekki en ein spurning að lokum: Hvað um sjómannafrá- drátt þennan hjá þeim sjómönnum, sem ekki koma við bréfaskriftum og vottorðaframvísun, lendir hann í hin- um botnlausa ríkiskassa? Raddir lesenda mann- tali Þormóflur Guðmundsson, Bauganesi 21 Reykjavik, hringdi: Forráðamenn Hagstofu íslands. Þið hefðuð þurft að lesa skriftamál gamla prestsins eftir Davíð Stefánsson: ,,Ég var hræsnin vafin i hempu svartia , / hégómi klæddur í rykkilín, / með lygi á vörum og lygi í hjarta / ég lokkaði söfnuðinn inn til min. Af hverju var ekki hússkýrslan skýrð af Magnúsi Bjarnfreðssyni? Var það vegna þess að eigna- könnunarplaggið flokkast ekki undir fag þeirra hagfræðinga? Hér eru nokkrar spurningar úr húsa- skýrslunni. Áttu þvottavél, áttu þurrkara (því ekki marga?), áttu sjónvarp, áttu útvarp (því ekki mörg?), áttu ísskáp, áttu frystikistu? Já, þvílík hagfræði. Geríð kvikmynd umDjáknann áMyrká H.G. skrifar: Ég er einn af þeim mörgu sem sá Djáknann á Myrká í Þjóðlífi. Ég heillaðist mjög af myndinni því hún var svo magnþrungin en myndi verða enn magnþrungnari og betri hrollvekja ef gerð yrði kvikmynd í fullri lengd. Hverju atriði yrði lýst þar mjög nákvæmlega, t.d. ásókn djáknans á stúlkuna. Vel gerð kvik- mynd, byggð á sögunni um Djákn- ann á Myrká, gæfi myndum á borð við Dracula ekkert eftir. Djákninn á Myrká myndi örugg- ega vekja athygli áhorfenda hvar ;em hún yrði sýnd. Því skora ég á ein- rvern leikstjóra eða handritahöfund rð gera kvikmyndahandrit eftir ijóðsögunni og leggja það fyrir kvik- nyndasjóð. II. IIIAI......... -1 |

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.