Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.02.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981. FRÁ TOLLSTJÖRANUM i REYKJAVÍK / Hér með er skorað á alla þá sem eru í vanskilum með skipulagsgjald af nýbyggingum og viðbyggingum, sbr. 1. nr. 19 1964 og reglugerð frá 3. mars 1980, að gera full skil til tollstjóraembættisins í Reykjavík nú (jegar. Að öðrum kosti verður beiðst uppboðs á viðkomandi byggingum með heimild í 1. nr. 49 1951, um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Reykjavik, 30. jan. 1981 Tollstjórinn í Reykjavík. iii ■■■■■■■■■ nrnTtTTrrrmTTTi ■ ■ ■ ■ i FILMUR 0(3 VÉLAR S.F. laaiau 11 n mmjimmjjmmijU SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti vióhaldist í samfélagi frjéht, áháð Smurbrauðstofan BJORNINN NjáEsgötu 49 - Sími 15105 LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. Önnur staða læknis á Siglufirði (H2) frá og með 1. apríl 1981. 2. Tvær stöður lækna á ísafirði (H2) frá og með 1. júli 1981. 3. Staða læknis á Djúpavogi (Hl) frá og með 1. júní 1981. 4. Staða læknis á Ólafsfírði (Hl) frá og með 1. júní 1981. 5. Staða læknis á Seyöisfírði (Hl) frá og með 1. júní 1981. 6. Staða iæknis í Bolungarvík (Hl) frá og með 1. ágúst 1981. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu eða sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 10. mars 1981. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið 3. febrúar 1981. f Erlent Erlent Kania harðorður ígarð Bningar: Opinberir embættis- menn segja af sér —ad kröfu verkamanna í Bielsko Biala Verkamenn I héraðinu Bielsko Biala 1 suðurhluta Póllands, sem verið hafa 1 verkfalli undanfarna niu daga, hafa komiö þvl til leiðar að fjórir af valdamestu embættismönn- um héraðsins hafa sagt af sér. Tilkynningin um afsögn hérað- stjórans Jozef Abudek og þriggja samstarfsmanna hans var lesin upp i rikissjónvarpinu en stjórnvöld hafa ekki enn lýst því yfir að þau muni fallastáafsögnina. Afsögn embættismannanna fjög- urra var ein meginkrafa verkamanna í héraðinu og er talið aö hún muni leiða til þess aö ástandiö i héraöinu komist í eðlilegt horf á ný. í opinberri yfirlýsingu frá Varsjá sagöi að rikisstjórnin mundi Ihuga afsögnina í ró og næði. Jafnframt voru verkamenn hvattir til að mæta til vinnu á ný. Kania, leiðtogi pólska kommún- istaflokksins, gerðist í gær ákaflega harðorður í garð Einingar, samtaka hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga i landinu, og minnast menn þess ekki að hann hafi áður gerzt svo stórorður í þeirra garð. Hann sakaði Einingu um að fara út fyrir þann ramma sem lög leyfa í verkfallsaðgerðum sínum. Jafnframt sakaði hann Einingu um að reyna aö vera eins konar stjórnar- andstöðustjórnmálaflokkur. Næstkomandi þriöjudag mun hæstiréttur Póllands taka til meö- ferðar kröfu bænda um að fá að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög en Kania, leiðtogi pólska kommúnista- flokksíns. það er stærsta ágreiningsefnið milli stjórnvalda og Einingar sem enn er óleyst. Sovézki sendiherrann f Pakistan viðurkenndi I gær aö sovézku hersveitunum i Afganistan hefði ekki fullkomlega tekizt ad halda uppi lögum og reglu i landinu vegna stöðugra aðgerða skæruliða. t gær bárust einnig fréttir af þvi að afganskir skæru- liðar hefðu ráðizt á svæði í Kabúl þar sem sovézkar fjölskyldur búa. Ekkert mannfall mun hafa orðið en skæruliðar ollu skemmdum á verksmiðju og sprengdu upp litla flugvél á flugvellinum f Kabúl. Bandarísku gfslamir höfðu undirbúið flótta: Vopnaðir heimatil- búnum oiíusprengjum og rakvéiabiöðum höfðum útvegað okkur allt sem við þurftum og vorum vissir um að flóttinn mundi heppnast,” sagði McKeel, sem var frægur um allan heim fyrir þá yfir- lýsingu sína að það sem gíslarnir þyrftu nú verulega á að halda þegar þeir væru orðnir lausir væri að eltast við stelpur. Gíslarnir höfðu komizt að því hvar verðirnir geymdu vopnin og þangað ætluðu þeir að komast með því að koma einum varðanna að óvörum að næturlagi. Þeir höfðu búið til sprengju úr olíu sem þeir stálu úr kynditæki og hnifa höfðu þeir útbúið úr rakvélablöðum og pennum. ,,Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður hugvitssamur í varðhaldi þar sem ekkert er við að vera,” sagði McKeel. Gíslarnir höfðu lagt á ráðin þegar í júní á síðastliðnu ári en voru sammála um að biða með framkvæmdina þar til eftir forsetaskiptin í Bandaríkjunum. Sjóliðarnir höfðu samband sín á milli með því að banka í veggina og skilja eftir skilaboð til hver annars á salern- unum. Fjórir sjóliðar sem voru í hópi bandarísku gíslanna i íran höfðu lagt á ráðin um hvernig þeir gætu yfirbugað verðina, komizt út úr fangelsinu og flúið til Grikklands. Ákveðið hafði verið að láta reyna á áætlunina ef ekki heföi tekizt samkomulag um frelsun þeirra áður en forsetaskiptin urðu í Bandaríkjunum. Frá þessu greindi sjóliðinn, John D. McKeel í útvarpsviðtali. „Ætlunin var að láta til skarar skríða þann 12. febrúar. Við höfðum gert ýtarlega áætlun varðandi flóttann, Bandarfsku gíslarnir hugðust bíða með flóttatilraun slna þar til útséð væri um hvort samningatilraunir Carters tækjust.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.