Dagblaðið - 04.02.1981, Síða 20

Dagblaðið - 04.02.1981, Síða 20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1981. ($m Menning Menning Menning Menning M) MÓÐIR, SONUR OG TUNGL Ný kvikmynd eftir Bertolucci LALUNA Leikstj.: Bornardo Bertolucci Aðalhiutverk: Jill Clayburgh, Matthew Barry, Thomas Milian. Sýningarstaflur: Nýja bíó Eru alltaf jólin? Frumsýningar á nýjum kvikmyndum í flestum bíó- húsum bæjarins og kvikmyndahátíð á næsta leiti — það mætti svara spurningunni játandi. Þegar frum- sýnd er kvikmynd eftir uppáhalds- leikstjóra minn þá er hins vegar víst að jólin eru komin. Það er ávallt spennandi að sjá nýj- ustu myndir uppáhaldsleikstjóranna (Bertolucci i þessu tilfelli), en því miður urðu nokkur vonbrigði með La Luna. Eftir að hafa gert mikla epíska mynd — 1900 — ákvað Berto- lucci að snúa sér að gerð lítillar myndar nteð flóknari frásögn. La Luna er falleg kvikmynd á að horfa, vel leikin, með nokkrum frábærum atriðum. (T.d. bíóatriðinu snemma i myndinni) en í heild er myndin of löng og persónur virka ekki trúverð- ugar. Bertolucci hefur sagt að kveikjan að þessari kvikmynd sé barnæska hans. Þegar hann var lítill leit hann upp til móður sinnar og sá tunglið fyrir ofan höfuð hennar (sjá upphafs- atriði La Luna). Það er því enginn symbolismi í titlinum né í tunglinu sem birtist oft og mörgum sinnum í kvikmyndinni. Móðir og sonur La Luna fjallar einfaldlega um samband móður og sonar. Þetta sam- band er mjög sterkt (eða veikt?) og leiðir það soninn út í heróínneyslu. Móðirin gerir ákafar en árangurs- .lausar tilraunir til að sættast við son sinn og fá hann til að hætta eitur- lyfjaneyslu. Myndin endar, að því virðist, mjög hamingjusamlega: mægðinin hafa sæst og faðir stráks- ins er kominn til að hjálpa enn frekar upp á sakirnar. Bertolucci er hér gagntekinn af sambandi móður og sonar (landi hans Pasolini gerði góða mynd um svipað efni, Oedipus Rex 1967) og gerir margt vel. Það er t.d. skemmti- leg myndin af krakkanum í byrjun, að vera að sötra í sig hunang og svelgjast á. Seinna þegar krakkinn er orðinn að Joe og farinn að sprauta sig af eitri kemur þessi mynd upp i hugann. Hunang og heróín er líkt, Joe sem krakka svelgdist á hunang- inu, Joe sem unglingur getur dáið af heróininu. Það er einnig athyglisvert að móðirin gefur Joe hunangið og seinna gefur hún honum heróín. Kvik myndir Nýtt drama La Luna er of löng mynd og alvar- leg. Þau fáu gamanatriði sem myndir skartar með eru vel þegin, t.d. hið bráðfyndna atriði með „kommúnist- anum”. Bertolucci hefur sjálfur skýr- ingu á því af hverju maður njóti ekki La Luna. Hann segist vera að inn- leiða nýtt drama í kvikmyndir, sem- byggi á rofinni dramatískri spennu. Atriði ná ekki hámarki með venju- legum hætti. Dæmi um þetta væri atriðið inni í íbúðinni eftir að móðir- in uppgötvar dópneyslu sonarins. Spenna þess atriðis er hvað eftir annað rofin af hlutum utan að komandi, l.d. manni sem er að hengja upp gluggatjöld. Ég viðurkenni að þessi nýja hug- mynd Bertoluccis kann að hafa valdið vonbrigðum mínum með La Luna, en þó tel ég önnur atriði hafa komið til greina, t.d. hvað persóna Jill Clayburgh er ósamkvæm sjálfri sér. Það er ekki Clayburgh að kenna, miklu heldur Bertolucci. La Luna er að mörgu leyti gallað verk, en þó er margt gott þar að finna. Kvikmyndataka Vittorio Storaro er óaðfinnanleg en þó ekki eins áhrifamikil og áður i myndum Bertoluccis. Sviðsmynd er lagleg og meira en baksvið, hún hefur eymdar- legan þokka. Þrátt fyrir sína galla er ekki annað hægt en að hvetja fólk til að sjá La Luna, jólin eru þaðsjaldan. m ■> Jilll Clayburgh sem Caterina, amerisk óperusöngkona, og Matthew Barry sem Joe, sonur hennar. Ymislegt að gerast í Háskólabíói ætla að kýla á Dolby tæki. Nú þegar eru Laugarásbió og Háskólabíó komin með Dolby, Austurbæjarbíó og Tónabíó fá sín tæki bráðlega og vitað er að aðstandendur Nýja Bíós eru að velta Dolbyinu fyrir sér. Víst er fjárfesting í Dolby dýr, sérstaklega vegna tollyfirvaldsins, en að mörgu leyti sjálfsögð. Margar kvikmyndir sem eru framleiddar í dag, t.d. tón- listarkvikmyndir, fá margfalt meira gildi þegar þær eru sýndar í Dolby en gamla brakinu. Nýjungar í Háskólabíói Háskólabió er með fleiri nýjungar í gangi heldur en Dolby. Nú hefur bíóið tekið upp sýningar á laugar- dögum kl. 3. Er hér um að ræða til- raun hjá bíóinu og er ætlunin að sýna á þessunt sýningum „áður sýndar góðar og gegnar myndir”, þ.e. hér er um endursýningar að ræða. í samtali mínu við Friðbert bíóstjóra í síðustu viku kom fram að aðsókn á endursýningarnar hefði verið dræm og lét hann sér detta í hug að fólk vissi hreinlega ekki um sýningamar. Full ástæða er til að vekja athygli fólks á þessum sýningum. Ef fólk hefur sérstakar óskir um endursýn- ingar og telur að aðrir ali með sér svipaðar óskir, þá ætti það að slá á þráðinn til Friðberts. Mánudagssýningum Háskólabíós er haldið ótrautt áfram og halda áfram að vera nokkurs konar gluggi á kvikmyndagerð utan enskumælandi landa. Lönd eins og Ástralía með sina frjóu kvikmyndagerð hafa nú eignast hauk í horni, þar sem Há- skólabíó er. Háskólabíó er nákvæm- lega eina bíóið sem hefur sýnt ástralskri kvikmyndagerð áhugaoger það vel. Einhvern tíma á næstunni áformar bíóið að sýna „Picnic at Hanging Rock”, en sú mynd öðrum fremur vakti athygli heimsins á ástralskri kvikmyndagerð. -ÖÞ. Dolby í Háskólabíói „The Final Countdown” er fyrsta kvikmyndin sem Háskólabíó sýnir í nýjum Dolby græjum. Því er ekki að neita að munurinn á hljómgæðum er mikill, en þó ekki eins afgerandi og ég bjóst við. Kannski sat ég á slæm- um stað, en einnig fannst mér eins og tækin væru of lágt stillt. Það er gleöilegt hvað mörg bíó Martin Sheen I myndinni „The Final Countdown.” Það var sérkennileg stemmning þegar ég leit inn í Háskólabíó til að sjá afþrevingnrmvndina „The Final Countdown”. Bíóið var bókstaflega fullt af krökkum og var gamla þrjú- bíó-stemmningin (fótastapp-öskur- eltingaleikur-óróleiki) í hávegum höfð. Það var greinilegt að krakk- arnir höfðu áttað sig á hvers konar mynd verið var að sýna, en ég — i minni einfeldni — hélt hins vegar að hér væri á ferðinni athyglisver S-F (Science-Fiction) mynd. „The Final Countdown” byggist á þeirri athyglisverðu hugmynd að full- komnasta orrustuskip nútímans þvælist í gegnum eitthvert náttúru- fyrirbæri og færist aftur í tima til upphafs Kyrrahafsstríðsins, 1941. Þessi glúrna hugmynd er hins vegar mjög illa virkjuð og er myndin því lítið annað en venjuleg stórslysa- mynd, með allri flatneskju sem þvi fylgir. Ef ekki kæmi til allmikil hernaðardýrkun og áróður mætti vel mæla með „The Final Countdown” sem barna- og unglingamynd, krakk- arnir sem sátu í kringum mig virtust a.m.k. skemmta sér vel. Eskifjörður Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Eskifirði: Magnea Magnúsdóttir Lambeyrarbraut 3 Sími 97-6331 Tálknafjörður Nýr umboðsmaður á Tálknafirði: Guðbjörg Friðriksdótlir Túngötu 31 Sími 94-2565 i BIAÐIÐ

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.