Dagblaðið - 04.02.1981, Page 28

Dagblaðið - 04.02.1981, Page 28
Ríkisverksmiðiumar: Lftið að frétta 'Hreinn Ólafsson stendur við bil sinn með stóran grjóthnullung. Þannig hnuilungar dundu á bílnum. DB-mynd Sigurður BÍLUNN GRVTTUR Á STÆÐI — segir sáttasemjari „Það er lítið að frétta núna. Við sátum á fundi til kl. 3 i nótt og annar hefur verið boðaður nuna kl. 10. Undimefnd var eitthvað lengur á fundi í nótt,” sagði Guðlaugur Þor- vaidsson ríkissáttasemjari í samtali við DB i morgun. Enn eru 8—10 at- riði óleyst í kjarasamningum starfs- fólks í ríkisverksmiðjunum, en gengið verður frá þeim öllum í einu lagi að sögn Guðlaugs. Fundur hefur ekki verið boðaður hjá báta- og togarasjómönnum en Guðlaugur kvaðst mundi kanna það mál i dag. -ELA. „Þeir hafa gefið sér góðan tíma og furðulegt að enginn skuli hafa orðið þeirra var,” sagði Hreinn Ólafsson, verkstjóri hjá Eimskip í Sundahöfn í gær. Hreinn varð fyrir því í fyrradag að bíll hans var grýttur á bílastæði í Sundahöfn, en strákar sáust hlaupa burtu frá bílnum. Bíliinn er Ford Pick- up, með húsi. „Bíllinn stóð neðan við hól og minn bíll var efsti bíll á stæðinu. Strákarnir hafa staðið á hólnum og grýtt bílinn þaðan. Bíllinn er allur smádældaður á hlið og vélarloki eftir grjótið og listi dottinnaf hurð. Bílastæðið var nýlega flutt, þar sem Eimskip tók fyrra stæði undir gáma. Það var malbikað og vel frá gengið, en nú standa bílarnir á ruðningi við hól- inn. Tvö næstu stæði voru auð, en bíll sem stóð í þriðja stæði fékk grjót í vélarlok.” Bjarminn f rá gosinu sást úr byggð ímorgun Gosbjarminn frá eldgosinu í Gjá- stykki sást i morgun úr byggð í Mý- vatnssveit. Veður þar var þá stilit, heiðskírt og um 20 stiga frost. Að sögn Ármanns Péturssonar, bónda i Reynihlið, hefur gosið minnkað töluvert en þó er hraunrennsli enn mikið. Eiga menn almennt von á því að farið sé að síga á seinni hluta þessarar goshrinu. -KMU. Hátíðahöldin úr höndum skátanna Skátafélögin á Reykjavikur- s væðinu treysta sér ekki til þess aö sjá um hátíðahöldin í Reykjavík ó sum- ardaginn fyrsta. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær. Skátafélögin hafa lengi séð um þessi hátíðahöld. -JH. -JH. Öll blöðin að Dagblaðinu undanskildu: KRÖFÐUST ÞOKNUNAR —fyrír að birta framtalsleiðbeiningar og því sérstakur bæklingur prentaður —skattboigaramir borga brúsann „Dagblöðin, að undanskildu Dag- blaðinu, fóru fram á greiðslu fyrir að birta leiðbeiningar fyrir framtelj- endur. Upphæð var ekki nefnd í því sambandi, enda kröfunni hafnað og valinn sá kostur að láta prenta og dreifa sérstökum bæklingi með leið- beiningum,” sagði Ævar ísberg vara- ríkisskattstjóri þe’gar hann var spurður um ástæðuna fyrir því að framteljendur fá nú heimsendan bækling með framtalseyðublaði sínu þar sem þeim er kennt að tíunda eignir sínar og skuldir eftir kúnstar- innar reglum. Hingað til hafa slíkar leiðbeiningar birzt í dagblöðunum í sérstökum „kálfi” án þess að blöðin fengju borgað fyrir birtinguna. Það gerðist hins vegar í fyrra að forráða- menn blaðanna tóku sig til og mynd- uðu sameiginlegan þrýstihóp til að knýja á um greiðslur fyrir birtingu framtalsleiðbeininganna. Forráða- menn Dagblaðsins neituðu að slást í hópinn og töldu birtingu leiðbeining- anna vera sjálfsagða þjónustu við lese'ndur. YFirvöld höfnuðu kröfum hinna blaðstjóranna og ákváðu að prenta bækling í staðinn handa fram- teljendum — sem auðvitað kostar skattborgarana einhverja upphæð. Hver hún nákvæmlega.er liggur ekki fyrir ennþá. Kristján Jónasson skrifstofustjóri hjá ríkisskattstjóra gizkaði á að hvert eintak bæklingsins kostaði 1.20 krónur, en alls voru prentuð 100.000 eintök. Miðað er við að hvert húshald fái eintak, en á síðasta ári voru fram- teljendur alls tæplega 150.000, þar af voru barnaframtöl um 10.000. Það ber þó að taka fram að áður voru lika prentaðir leiðbeiningabækl- ingar til notkunar í skattakerfinu, meðal annars fyrir þá sem leiðbeina og aðstoða við framtölin. Stofn- kostnaður vegna upplýsingabæklings í ár er því fyrir hendi, en til viðbótar kemur efniskostnaður vegna marg- fallt stærra upplags í ár. -ARH. Deilur í Grunnskóla Bolungarvíkur vísað til fræðslustjóra og ráðuneytisins: Ráduneytismem skerast í leikinn í Bolungarvík —kennarar hverfa á braut hver á fætur öðrum, segja foreldrar og lýsa áhyggjum vegna ástandsins ískólanum Fulltrúar menntamálaráðu- neytisins eru væntanlegir til Bolung- arvíkur einhvern næstu daga, að, beiðni skólanefndar, til að kynna sér af eigin raun vandamál í skóla- starfinu á staðnum, fyrst og fremst samstarfsörðugleika skólastjóra Grunnskóla Bolungarvíkur og eins kennara. Málið verður þó skoðað í mun víðari samhengi, enda þykir ýmsum Bolvíkingum tími til kominn að yfirvöld fræðslumála skoði það frá öllum hliðum. Er skemmst að minnast bréfs, sem Dagblaðinu barst sl. haust, undirritað af foreldrum 27 nemenda í Grunnskólanum. Þar lýsa foreldrar „þungum áhyggjum af því ástandi, sem hefur verið að skapast undanfarin ár í grunnskólanum”, og sem sé orsök þess að kennarar við skólann hafa „horfið á braut hver á fætur öðrum, alltof fljótt.” Gunnar Ragnarsson skólastjóri er sagður starfa í mikilli andstöðu við skólanefnd. Til dæmis var á liðnu hausti ráðinn Gísli Hjartarson til kennslu við skólann fjórða veturinn með einróma stuðningi skólanefndar- manna en gegn vilja skólastjóra. Gísli er réttindalaus kennari, en hefur sótt námskeið í Kennaraháskólanum og er, að áliti skólanefndar, vaxandi í starfi og vinsæll meðal nemenda. Skólastjóra finnst Gísli hins vegar erfiður í umgengni og ekki sterkur kennari. Samstarf þeirra hefur verið mjög erfitt. Upp úr sauð á dögunum, þegar Gísli forfallaðist vegna veikinda, en skólastjóri tók að sér kennslu í hans stað. Mun skólastjóri hafa látið ummæli falla eitthvað á þá leið að Gísla væri ekki treystandi til að kenna í 8. bekk. Gísli tók um- mælin óstinnt upp og þótti mælirinn nú fullur. Hann hætti kennslu við skólann i mótmælaskyni Málið kom til kasta skólanefndar á föstudaginn þar sem Gísli var mættur og lét bóka eftir sér um afstöðu sína. Skólastjór- inn neitaði hins vegar að mæta á fundinn og ræða málið við skóla- nefnd. Skólanefnd vísaði málinu þá til fræðslustjóra og menntamála- ráðuneytinu voru kynntir málavextir. Jafnframt fór skólanefnd fram á að ráðuneytið gerði út sendinefnd til að kynna sér ástandið. Starfsmenn í ráðuneytinu munu hafa haft sam- band við Gísla og lagt að honum að hefja kennslu á ný, a.m.k. um hríð. Hann mætti til starfa í gærmorgun og hafði þá ekki kennt í 4 daga. Er nú beðið komu sendimanna að sunnan til Bolungarvíkar. Ólafur Kristjánsson, formaður skólanefndar og forseti bæjar- stjórnar á Bolungarvík, staðfesti i samtali við DB að í skólanum væru „samskiptavandamál” sem biðu úr- lausnar. Hann færðist að Öðru leyti eindregið undan því að tjá sig um það, sagði þetta ekki vera „fjölmiðlamál”. -ARH. frfálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. FEB. 1981. Brímið hreif 14 ára pilt af fjöru- kletti - þó hópur fólks væri ífjörunni varð björgun ekkiviðkomiö Fjórtán ára piltur, Ölvir Gunnars- son, Reykjabraut 14 í Þorlákshöfn, drukknaði í fjörunni suðvestan Þor- lákshafnar á fjórða timanum í gær- dag. Piiturinn var ásamt skólasyst- kinum sínum< og kennara i náttúru- skoðun i fjörunni. Brim var mikið við ströndina. Fór pilturinn, að sögn lögreglunnar á Selfossi, út á klett í flæðarmálinu. í sama mund skall alda yfir klettinn og sogaði piltinn út. Björgun var þegar reynd og jafn- framt leitað aðstoðar sem barst mjög fljótt. Var lcitað á bátum undan ströndinni, flogið yfir og fjöldi fólks gekk um fjöruna. Um klukkustund síðar fannst lik piltsins. Ölvir heitinn var á 15. aldursári síðan í október. -A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.