Dagblaðið - 06.02.1981, Síða 2

Dagblaðið - 06.02.1981, Síða 2
Æðarfuglinn byrjar varp f lok maí og varptíminn getur staðið yfir í 6—7 vikur. Fuglinn verpir oftast i eyjum úti fyrir iandi og venjuiega 4—6 eggjum. DB-mynd: R. Th. ÆÐARVARP V® ÍSAFJARDARDJÚP —sjónvarp laugardag kl. 21,40: Myndin tekin í ÆðeyogVigur — úr þekktum, brezkum náttúrulífsmyndaf lokki Brezk heimildarmynd úr hinum svokallaða Survival-myndaflokki verður á dagskrá sjónvarps á morgun, laugardag. Myndin fjallar um dúntekju og fuglalíf við ísa- fjarðardjúp, aðallega í eyjunum þar, Æðey og Vigur. Flokkur kvikmynda- gerðarmanna frá BBC undir forystu ungrar stúlku dvaldi hér á landi um nokkurt skeið fyrir tveimur árum við gerð þessarar myndar. Að sögn þýð- andans, Jóns O. Edwald er þetta skemmtileg mynd, „lítil og falleg”, eins og hann orðaði það. Við höfum oft áður séð í íslenzka sjónvarpinu náttúrulífsmyndir úr Survivalmynda- flokknum og eru þær yfirleitt vel gerðar og vandaðar. íslendingar hafa sjálfsagt haft nytjar af æðarfuglinum frá upphafi byggðar, bæði vegna eggja og dúns og fyrr á tímum var hann drepinn til matar. Dúntekja þótti góð hlunnindi og þykir enn því æðardúnn er verðmætur. Ekki komust menn þó upp á að hreinsa dún eins vel og skyldi, fyrr en á 19. öld. Þulur með myndinni er Katrín Árnadóttir. -KMU. Sjónvarp næsta vika • •• innlend og erlend málefni á líðandi stund. Umsjónarmenn Ög- mundur Jónasson og Ingvi Hrafn Jónsson. Frank Sinatra fer með aðalhlut- verkið I föstudagsmynd sjón- varpsins en hún fjallar um lög- reglumann sem falifl er að rannsaka morð á syni auflugs borgara. 22.00 Morðgátan. (The Detective). Bandarísk bíómynd frá árinu 1968. Leikstjóri Gordon Douglas. Aðalhlutverk Frank Sinatra og Lee Remick. Lögreglumanninum Joe Leland er falið að rannsaka morð á syni auðugs borgara. Flest bendir til að morðinginn sé kunningi piltsins sem búið hafði hjá honum um skeið. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok. Laugardagur 14. febrúar 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Leyndardómurinn. Breskur myndaflokkur í sex þáttum fyrir unglinga. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Prestinum berast þær fregnir að eitt sinn hafi verið mikill dýrgripur í kirkjunni — kaleikurúr gulli;: en hann hvarf endur fyrir löngu. Getur kaleik- urinn forni verið á leyndum stað í kirkjunni? Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spitalalíf. Bandariskur gam- anmyndaflokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þriðji þáttur undanúrslita. Kynnt verða sex lög. Tiu manna hljóm- sveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar. Söngvarar eru Björgvin Halldórsson, Haukur Morthens, Helga Möller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gísladóttir. Kynnir Egill Ólafsson. Umsjón og stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. Laugardaginn 14. febrúar verflur á dagskrá sjónvarps brezk gaman- mynd frá árinu 1953 með Charles Laughton í aðalhlutverki. Á myndinni er Laughton i hlutverki Hinriks VIII í kvikmynd frá árinu 1933. 21.40 Tengdasynir óskast s/h. (Hobson’s Choice). Bresk gaman- mynd frá 1953. Leikstjóri David Lean. Aðalhlutverk Charles Laughton, Brenda de Banzie og John Mills. Henry Hobson er eig- andi skóverslunar og kominn vel í álnir. Hann á þrjár dætur og sér sú elsta um viðskiptin fyrir hann. Yngri dæturnar eru orðnar gjaf- vaxta og Hobson hyggst velja fyrir þær eiginmenn, en þá tekur elsta dóttir hans ráðin i sínar hendur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 15. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Valgeir Ástráðsson, prestur í Seljasókn, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni. Vorferð. — síðari hluti. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.05 Ósýnilegur andstæðingur. Leikinn heimildamyndaflokkur í sex þáttum um menn, sem á siðustu öld grundvölluðu nútíma- læknisfræði með uppgötvunum sínum. Þriðji þáttur fjallar um baráttu Pasteurs og Kochs við miltisbrandinn og uppgötvun bóluefnis gegn honum. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar. Farið er í heimsókn í álverið i Straumsvík, flutt atriði úr sýningu Brúðu- bilsins í Reykjavik sl. sumar og talað við Sigríði Hannesdóttur og Pétur páfagauk. Krakkar úr Ár- bæjarskóla flytja leikþátt um bónorð fyrr og nú. Fluttur verður seinni hluti teiknisögunnar um Tomma og snæálfana eftir Jónu Axfjörð. Herra Latur og Binni láta líka ljós sín skína. Umsjónar- maður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 18.50 Skiðaæfingar. Sjötti þáttur endursýndur.— Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarpnæstuviku. 20.45 Leiftur úr listasögu. Mynd- fræðsluþáttur. Umsjónarmaður Björn Th. Björnsson. Jón Ásgeirsson tónskáld verður kynntur I þœttinum Tónlistar- menn sunnudaginn 15. febrúar nk. 21.05 Tónlistarmenn. Egill Friöleifs- son ræðir við Jón Ásgeirsson tónskáld. Auk þeirra koma fram í þættinum: Hamrahlíðarkórinn, stjórnandi Þorgerður Ingólfs- dóttir, Helga Ingólfsdóttir, ís- lenski blásarakvintettinn, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson, Kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.45 Broddborgarar. Nýr, breskur framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, byggður á sögum eftir Nancy Mitford. Fyrsti þáttur. Sagan gerist á árunum 1924— 1941, og lýsir breskri aðals- fjölskyldu, lífsstíl hennar og viðhorfum. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 22.40 Dagskrárlok. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. 5ÆJARINS ESTU Stutt kynning á því athyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarinnar sýna Midnight Express Leikstjórí: Alan Parker Leikendur Brad Davis, John Hurt, Randy Quaid o. fl. Sýningarstaóur Stjörnubió Midnight Express er vafalaust einhver ógeðfelldasta og áhrifa- mesta kvikmynd, sem hefur verið sýnd hér lengi. Þetta er kvikmynd sem lætur mann ekki ósnortinn. hvort sem manni líkar betur eða verr. Ef litið er frámhjá fremur þunnu handriti. fullu af kynþátta- hatri. þá stendur eftir mjög laglegt verk. Leikstjórinn, Aian Parker. hefur gott vald á myndmálinu og leikurum. Myndin er vel leikin, sér- staklega af aukaleikurunum, John Hurt og Randy Quaid. Midnight Express er góð mynd sem auðvelt er að rnæla með. þrátt fyrir minniháttar galla. Þetta er mynd sem vekur okkur til umhugsunar um glæpi og refsingu, einnig er myndi'n góð fullorðinsafþreying. Viðkvæmu fólki er ráðiagt sjónvarpið í stað Síjörnubíós. The In-Laws Leikstjóri: Arthur Hiller Loikendur Peter Falk, Alan Arkin Sýningarstaður Austurbœjarbíó Austurbæjarbíó fylgir gamanmynd eftir með gantanmynd og víst er að Peter Falk og Alan Arkin munu ekki bregðast fólki frekar en Dudley Moore í „10". Það er engunt greiði gerður með þvi að lýsa söguþræði „The In-Laws' en lianneri fáum orðunt skrautlegur farsi. Því er ekki að neita að ittyndin er borin uppi af góðum leik Falk og Arkin. Arkin leikur sína venjulegu taugaveikluðu millistóttartýpu. cn þaðer hins vegar Peter Falk sem kentur ntanni verulega á óvart með afburðaskemmtilegum leik. Mér segir svo hugur að ferill Falk i kvik- myndum hafi verið verulega styttur nteð leik ltans í geldu sjónvarpi. Leikstjóm „The In Laws” er i öruggum Itöndum Arthur Hiller („The Silver Streak"), en stundum hefði hann mátt skerpa húntorinn tals- vert. „The ln-Laws” er ágætis gamanmynd. borin uppi af góðunt leikurum. en þvi miður er handritið ekki bitastætt og verða því suittir kaflar myndarinnar verulega litið fyndnir og má nefna aftökuna i lokin o.fl. La Luna Leikstjóri: Bernardo Bertolucci Leikendun Jill Clayburgh, Matthow Barry, Tomas Milian Sýningarstaður: Nýja Bió Það fer alltaf viss fiðringur um mann að sjá nýjustu mynd uppáhalds leikstjórans. miklar kröfur eru gerðar og hvað varðar invnd Berto- lucci „La Luna". verða nokkur vonbrigði. Eftir að hafa gert stóra epíska kvikmynd — 1900 — ákvað Berlolucci að finna sinn stíl aftur óg hefur það að nokkru leyti tekist. Hér tekst liann á við samband móður og sonar, og þrátt fyrir að margt sé vel unnið er eins og kaflar myndarinnar séu óunnir. Bertolucci hefur sjálfur bent á áð hann sé að nota nýja dramatiska frásagnartækni sem byggi á dramanu sjálfu en ekki söguþræðinum. Dramatískir hápunktar atriða eru því ólikir þvi sern við eigum að venjast. Nóg um það. Myndin er vel leikin af Jill Clayburgh og sérstaklega af nýliðanum Matthew Barry. hann sýnir óaðfinnanlegt öryggi i leik sínum. Eins og allar seinni ára Bertolueci myndir er „La Luna" kvikmynduð listilega af Vittorio Storaro. Þeim sem vilja sjá athyglisverðustu mynd sem sýnd hefur verið lengi er bent á „La Luna". en hún er ekki allra manna lostæti og verður aldrei uppáhaldsfæða min. Kvik myndir ÚRN ÞÓRISSON

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.