Dagblaðið - 06.02.1981, Page 5

Dagblaðið - 06.02.1981, Page 5
17 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1981. SIGRUN JÓNSDÓTTIR LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR:Ötemjan,kl. 20.30. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Oliver Twist, kl. 15. Könnusteypirinn pólitíski. kl. 20. Leikbrúðuland Sýning sunnudag kl. 15 að Fríkirkjuvegi 15: „Sálin hans Jóns mins”. Miðar verða teknir frá i sima 15937 frá kl. 13 sama dag. Pæld' í 'ðí og Utangarðs- menn — hljómleikar og leiksýning Nasstkomandi sunnudag klukkan 20 býður Alþýðu- leikhúsiö upp á tvöfalt prógramm i Hafnarfirði — hið umdcilda unglingaleikrit Pæld’ í ’ðí ásamt Utangarðs mönnum með Bubba Morthens í broddi fylkingar. Pæld' í ’ði hefur nú verið sýnt yfir 40 sinnum í hart nær öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu og byggðar lögunum í kring og hafa nú um 10.000 manns. aðal- lega unglingar. séð sýninguna. Á næstunni eru svo fyrirhugaðar leikferðir í fjarlægari byggðarlög. sú fyrsta á Austfirði vikuna 9.— 13.f ebrúar. Gum og Goo Annað verkefni Talíu, leiklistarsviös Menntaskólans við Sund, á þessu skólaári er einþáttungurinn Gum og Goo eftir Howard Brenton. í október sl. framdi hópur frá sviöinu heimatilbúna uppákomu á Kjar- valsstöðum í tengslum við Hungurvöku. Og æfingar eru hafnar á næsta verkefni sem er leikritið Erping- hambúöirnar eftir Joe Orton, þýtt í hópvinnu af nokkrum nemendum MT veturinn ’74-5. Auk þess- ara verkefna er almenn tilsögn í leiklist tvisvar i viku. Kennari á þessu námskeiði og leikstjóri i öllum verkefnunum er Rúnar Guðbrandsson. Hann hefur einnig þýtt einþáttunginn Gum og Goo sem verður frumsýndur á Þorravöku skólans föstudagin 6. feb. kl. 21. Keppni í 1. deild handboltans lýkur um helgina: FALLBARÁTTAN RÆÐUR RÍKJUM í LOKALEIKJUNUM „Við munum berjast til síðasta blóðdropa,” sagði Axel Axelsson, leikmaðurinn kunni í Fram, í sam- bandi við leik Hauka og Fram í 1. deild handknattleiksins hjá körlum. Sá leikur verður í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 14.00 og hefur geysilega þýðingu fyrir bæði lið. Enn er falldraugurinn yfirþyrm- andi hjá báðum liðum. Haukar hafa 11 stig eftir 13 umferðir. Fram og KR níu stig — Fylkir er fallinn í 2. deild. Fram verður að sigra í leiknum í Hafnarfirði á laugardag, annars verður fallið niður í 2. deild sennilega örlög liðsins. Fram hefur náð prýðis- árangri í leikjum sinum að undan- förnu, unnið Þrótt, Val og KR — aðeins tapað fyrir meisturum Vík- ings.Björgvin Björgvinsson hefur áti hvern stórleikinn á eftir öðrum að undanförnu en nú er hins vegar ekki víst að Björgvin geti leikið gegn Haukum. Á við meiðsli í fæti að stríða. En Björgvin er flestum mönn- um harðari og ef einhver möguleiki er á því að hann geti leikið verður hann með félögum sínum i leiknum þýð- ingarmikla á laugardag. Haukum nægir jafntefli í leiknum til að kom- ast hjá falli. Á sunnudag ki. 20.00 leika KR og Fylkir í Laugardalshöll. í fyrri um- ferðinni gerðu þessi lið jafntefli en nú verða KR-ingar að ná í bæði stigin. Gætu bjargað sér frá fallinu á ellefu stigum. Alfreð Gíslason leikur með KR á ný eftir langvarandi meiðsli en ólíklegt að hann geti leikið á fullu. Árbæjarliðið er fallið í 2. deild en sýndi talsverð tilþrif í leikjum sínum við Víking og Val í janúar. Leikmenn liðsins koma afslappaðir til leiksins en taugaspennan verður mikil i her- búðum vesturbæjarliðsins. Björgvin Björgvlnsson, flestum harð- ari en þó vafl ó að hann geti leikið gegn Haukum á laugardag. Fyrstu sýningar á Gum og Goo eru föstudaginn 6. feb. kl. 21.00, sunnudaginn 8. feb. kl. 20.30, þriðju- daginn 10. feb. kl. 20.30, sunnudaginn 15. feb. kl. 20.30, mánudaginn 16. feb. kl. 20.30 og þriöju- daginn 17. feb. kl. 20.30. Leikið er í Skálholti, sam- komusal Skólafélags Menntaskólans við Sund, og er gengið inn um kjallaradyr frá Ferjuvogi. Miðar eru seldir í skólanum á virkum dögum kl. 12—2 og við innganginn. Verð miða er krónur 5 fyrir meðlimi LMF en 10 krónur fyrir aðra. Sýningin tekur 40 mínútur. Leikendur: örbrún Guömundsdóttir, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Soffia Gunnarsdóttir. Leik- stjóri og þýðandi: Rúnar Guðbrandsson. Kvikmyndir Kvikmyndir í MÍR-salnum UNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. hefur lýst árið 1981 Ár Dostoévskís i tilefni þess að á þessu ári (9. feb.l er liðin rétt öld frá andláti hins fræga rússneska skáldsog 160 ár frá fæðingu hans (11. nóvember). Laugardaginn 7. febr. kl. 15 verður sýnd stutt heimildarkvikmynd um Dostoévski i MÍR-saln- um. Lindargötu 48. Einnig verður sýnd kvikmynd um nokkra unga listamenn i Sovétrikjunum sem hafa haslað sér völl i fremstu röð á sviði tónlistar og dans- listar. — Aðgangur að kvikmyndasýningum i MÍR salnum cr ókeypis og öllum heimill. Spilakvöid Skagfirðingafélagið Félagsvist verðurspiluðsunnudaginn 8. febrúar kl. 14 í Drangey (félagsheimilinu). Byrjað verður á keppni sem stendur yfir i fjögur skipti. Allir velkomnir. i T Aðalfundir Samtök Svarfdælinga í Reykjavik og nágrenni Aðalfundur og spilavist Samtaka Svarfdælinga i Reykjavik og nágrenni verður laugardaginn 7. fcbrúar kl. 16 í Safnaðarheimili Langholtssafnaðar. Mætum öll. Stjórnin. Fundir Stórleikur í blakinu um helgina: Blakrisarnir Þrótt- ur og ÍS berast á banaspjótum —sigri Þróttur er óhætt að graf a nafn liðsins á íslandsbikarinn Mjög mikilvægur leikur verður í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki um helgina. Það er viðureign Þróttar og ÍS. Liðin eru þau einu sem mögu- leika eiga á sigri í mótinu en staða Þróttar er þó ólíkt betri. Þróttur hefur þegar lagt Stúdentana tvisvar í mótinu í ár en fjórar umferðir eru leiknarídeildinni. Stúdentar hafa að undanförnu sýnt öryggi í leikjum sínum og vaxandi styrk. Hins vegar er eins og Þróttarar séu í lægð um þessar mundir eftir frá- bæra byrjun í mótinu í haust. Leikur þeirra gegn Fram í janúar bar þess ekki merki að þar væru verðandi íslandsmeistarar á ferðinni. Stúd- entar hafa á meðan sýnt hvern glæsi- leikinn af öðrum — sama dag og Þróttur var að rembast með Fram möluðu Stúdentar t.d. Víkinga. Margt bendir þvi til að ÍS muni veita Þrótti harða keppni á sunnudag en ieikur liðanna verður i Hagaskóia og hefst kl. 14.45. Fari hins vegar svo að Þróttur vinni er óhætt að biðja gullsmið um að grafa nafn liðsins í fslandsbikar- inn því eitthvað mikið þarf að breyt- ast áður en önnur lið fara að hirða stig af Þrótti. Á eftir stórleik Þróttar og ÍS leiða saman hesta sína Fram og Vikingur. Þar má einnig búast við spennandi viðureign því liðin eru nú hnífjöfn og í harðri baráttu um bronsið. Ljóst er að enginn ætti að verða svikinn af því að mæta í Hagaskólan- um á sunnudag því þar verður leikið blak eins og það gerist bezt á íslandi nú. -KMU Kynningarfundur Málfreyju- deildarinnar íris Málfreyjudeildin Iris í Hafnarfirði verður með kynningarfund laugardaginn 7. febrúar i Snekkjunni Strandgötu 1— 3 kl. 14.30—17. Einsogkunnugterer tilgangur starfsemi Alþjóðasambands málfreyja að gefa konum tækifæri til að: þjálfa hæfileika til forystu, auka hæfni sem áheyrandi og flytjandi. þjálfa skipu- lagshæfileika. Öðlast þroska með þvi að byggja upp sjálfstraust. ná meiri viðurkenningu i starfi og sam félagi sem einstaklingur, vera þátttakandi í alþjóðlcg um félagsskap sem starfar á fræðilegum grundvelli án gróðasjónarmiða. Við bjóðum allar konur velkomnar en þó sérstak- lega konur frá Álftanesi. Garðabæ og Hafnarfirði. Félag einstæðra foreldra Fundur um skóladagheimilismál verður haldinn að Hótel Heklu við Rauðarárstig laugardaginn 7. febrúar kl. 14. Foreldrar barna á skóladagheimilum eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka börn sln með. Gestir og nýir félagar eru vclkomnir. Stórstúkan beitir sér fyrir stórátaki gegn áfengisbölinu Stórstúka íslands hefur nú boðað milli 30 og 40 félaga- samtök til aö undirbúa stórátak í áfengismálum i svipuðum dúr og gerzt hefur i Noregi og Svíþjóð. 1 framhaldi af þvi heldur stórstúkan útbreiðslufund i Iðnaðarmannahúsinu í Keflavik á morgun. laugar daginn 7. febrúar kl. 13.30. Klukkan 15 vcrður almennur opinn fundur um áfengismál á sama stað. Frummælandi verður Guðsteinn Þengilsson læknir. Samkomur Þorravaka í Mennta- skólanum við Sund Dagana 5.—1 l.febrúar verður haldin svokölluðþorra- vaka i Menntaskólanum við Sund. Þessa viku fellur öll kennsla niöur og vcröur skammt stórra högga á milli hvað menningarviðburði snertir. 1 stað hins hefðbundna kennsluforms vinna nem- endur og kennarar i hópum aö ýmiss konar vcrkefn- um, allt eftir áhugasviðum hvers og eins. Hugmyndir að verkefnum þessum komu frá nemendum og kenn- urum sjálfum. Úr þessum hugmyndun vann svo sér- stök nefnd og setti hún saman vallista sem innihélt rúmlega hundrað verkefni. Nú hafa nemendur og kennarar raðað sér niður og skipt í um 60 hópa. Þessa viku munu hóparnir starfa að þessum verkefnum frá kl. 8—17. Sem dæmi um fjölbreytni þessara verkefna mætti t.d. nefna: kvikmyndagerð, hugrækt. drottn- unarstefnu stórveldanna. fiskeldi og tónlistargrein Jnm uppákomur scm opnar eru almcnningi svo lengi scm húsrúm leyfir. Dagskráin um helgina verðursem hér segir: Föstudagur: Kl. 21 Lciklistarsviðskólans. Talia. flytur einþáttunginn Gum og Goo eftir Howard Brenton. Opiðhús. Ýmsirskemmtikraftar. Sunnudagur: Kl. 15 lrlandskynning. Ámi Berg mann og fleiri kynna Irland og irska þjóðlagatónlist. sýndar verða skuggamyndir og fleira áhugavert. Kl. 20.30 Gum og Goo. 2. sýning. Kl. 21.30 Hreyfilist. HaukurogHörðurhreyfasig. Mánudagur: Kl. 12.30 Gjörningar frá /nýlistadeikl Myndlista- og handiðarkólans og Galleri SuðutRötu 7. Miðvestrargleði í / Félagsheimili Kópavogs Skemmtun ve'ður haldintil fjárötlun.ir /fyrir hjiikr unarhcimili aldraðra i Kópavogi a vcg”in kirkjufélags DigranesprestiAalls. Miðsvetrargleðin v/rrður il élags Jicimili Kópavogs (biósal) sunni/daginiT 8. febrúai nk. kl. 15.30. Þcir scm halda uppi glcðinni verða: Guð mundur Guðjónsson ásamt Sigfúsi Halldórssyni. Sigriður Hannesdóttir ásamt Aagc Lorange, Grcttir Björnsson, Stefania Pálsdóttir, Sigriður Magnúsdótlir. barnakór, unglingakór og kvartett. Kynnir verður Sigurður Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðar verða seldir í Félagsheimilinu Ibiómegin) laugardaginn 7. febrúar frá kl. 14—19 og sunnudag frá kl. 14. Sýnum samstöðu. mætum öll og styrkjúm gott málefni. Árshátíðir Árshátíð Eskfirðinga- og Reyðfirðingafélagsins Árshátíð Eskfirðinga- og Reyöfirðingafélagsins verður haldin i Domus Medica i kvöld, fösudagskvöld. Há- tiðin hefst klukkan 20 með borðhaldi og skemmtiat riðum. Þorramatur verður á boðstólum. Frá klukkan 10 til 3 um nóttina veröur stiginn dans. Kvæðamannafélagið Iðunn heldur árshátíð sína föstudaginn 6. fcbrúar i Lindar- bæ. Húsið vcrður opnað kl. 18.30. Þorramalur. góð skemmtiatriði. Miðasala við innganginn en vinsamlcg- ast tilkynnið þátttöku í sima 84649 og 11953 fyrir fimmtudag. Félagar. fjölinennið og takið mcð ykkur gcsti. Árshátíð Átthagafélags Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum verður i Stapa-laugardaginn 7. febrúar nk. og hefst rneð borðhaldi kl. 19. Heiðursgestir verða Guð^ mundur Jónsson og frú, Emmubergi. Tcx-sex Irió skemmtir. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Lárusi Sumarliðasyni, Baldursgötu 8, s. Í278 þriðjudags- kvöld frá kl. 20—22 og hjá Þorgils Þorgilssyni, l.ækjargötu 6 A, s. 19276. Ferðalög Útivistarferðir Sunnud. 8. febr. kl. 13: Fjöruganga á Kjalarnesi. létt og góð ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð 40 kr., fritt fyrir börn með fullorðnum. Fariö frá BSl, vestan- verðu. Mynda- og skemmtikvöld verður þriöjudaginn 10. febr. kl. 20.30 að Freyjugötu 27. Emil Þór sér um kvöldið. Iþrottir Islandsmótið í handknattleik Föstudagur 6. feb. íþróttahúsiö Akranesi lA-lBK, 3. deild karlakl. 20. FÖSTUDAGUR Súlnasalur Simi 20221 Einkasamkvæmi Stjörnusalur (Grillið) Simi 25033 Opið alla daga. Lœkjarh vammur / Átthagasalur Simi 26927 Einkasamkvæmi Mímisbar Opið frá kl. 19 til 03. Bjarki Sveinbjörnsson við pianóið. LAUGARDAGUR Súlnasalur Sími 20221 Kvöldverður framreiddur frá kl. 19. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og María Helena leika til kl. 03. Lœkjarh vammur Átthagasalur Sírai 26927 Einkasamkvæmi Mímisbar Opið frákl. 19 tíl 03. Bjarki Sveinbjörnsson við hljóðfærið SUNNUDAGUR Súinasalur Simi 20221 Samvinnuferðir, skemmtikvöld. Kvöldverður fram- reiddur frá ki. 19.00. Lœkjarh vammur / Átthagasalur Simi 26927 Lokað. Mímisbar Opiö frákl. 19 til 01. Bjarki Sveinbjömsson við hljóðfærið

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.