Dagblaðið - 09.02.1981, Page 1
7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 9. FEBRÍIAR 1981 - 33. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. ALIGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
Fiskvinnslunnigérthærra fiskverö bærilegra:
2-4 PRÓSENT GENGIS-
FELUNG ER LÍKLEG
—„aðlagað meðalgengi", vegna hækkunar Bandaríkjadollars
Stjórnmálamenn töldu i morgun
líklegt, að gengi krónunnar yrði á
næstunni fellt um 2—4 prósent. Það
yrði „aðlagað meðalgengi” eins og
komizt var að orði.
Gengi krónunnar hefur verið
bundið gengi Bandarikjadollars.
Ríkisstjórnin ákvað um áramótin að
halda genginu föstu gagnvart dollara-
gengi fyrst um sinn. í fyrstu féll doll-
arinn og krónan með gagnvart öðrum
gjaldmiðlum, þannig að meðalgengi
krónunnar féll, þegar allir gjaldmiðl-
ar eru teknir. Síðan gerðist það í
janúar, að dollarinn tók að hækka,
og kom það á óvart miðað við fyrri
reynslu. Með því hækkaði gengi
krónunnar gagnvart öðrum gjald-
miðlum en dollar, meðalgengið
hækkaði í janúar um nærri tvö og
hálft prósent.
Nú er talið, að meðalgengið sé allt
að fjórum prósentum fyrir ofan það,
sem var um áramótin. Stjórnvðld
álíta að með því að fella gengið nú
megi koma til móts við fiskvinnsluna
og gera 'henni bærilegra að þola
hækkun fiskverðs. Því sé rétt að
lækka gengi krónu og láta það fram-
vegis fylgja meðalgengi að einhverju
leyti frekar en að binda það rígfast
við gengi dollars.
Sú hætta er til staðar að hækkun á
gengi dollars vari skamma hríð og
hann fari aftur að falla gagnvart öðr-
um gjaldmiðlum. Því telja sumir
stjórnarliðar ráðlegt að gengisfelling-
in verði ekki full fjögur prósent
heldur eitthvað minni. Þetta er enn
ófrágengið. - HH
Eltingaleikur
við ölvaðan
og réttinda-
lausan
ökuþór
Til nokkurs eltingaleiks kom við
pilt á Lada-bifreið aðfaranótt laugar-
dagsins. Veittu lögreglumennirnir at-
hygli einkennilegu aksturslagi en er
athuga Á«i4iverju þetta sætti vildi
pilturinn helzt ekki við lögreglu-
mennina tala.
Barst leikurinn vestur á Sólarlags-
braut en þar tókst að stöðva piltinn.
Reyndist hann 16 ára gamall og hafði
tekið bifreið föður síns traustataki til
ökuferðarinnar. Pilturinn var einnig
undir áhrifum áfengis.
Siðustu tilraunina til undankomu
gerði pilturinn með lögreglumenn
hangandi utan á Ladabifreiðinni.
Engan sakaði hins vegar.
- A.St.
Með strætó-
miða fyrir
5000 kr.
— eða hálfa milljón
gkr.og 80-90
vindlingapakka á
hlaupum undan
lögreglunni
Innbrotsþjófur sem lagði leið sína í
söluskálann í gjánni í Kópavogi,
reyndist haf troðið á sig 80—90
pökkum af vindlingum og í fórum
hans fundust strætisvagnamiðar að-
verömæti um 5000 kr. eöa um hálf
milljóngkr.
Lögreglumenn urðu þjófsins varir
inni i söluskálanum þá er þeir voru á
eftirlitsferð um Kópavog. Grunur
leikur á að annar maöur hafi tekið
þátt í innbrotinu. Sá fannst þó ekki á
laugardagsnóttina. Rannsóknarlög-
regla ríkisins fékk málið hins vegar til
rannsóknar og kannar það nú.
Innbrotsþjófurinn eöa þjófarnir
fóru inn 1 söluskálann með þvl að
brjóta stóra rúðu.
- A.St.
Skreytingameistari Stjörnumessunnar, Hendrik Berndsen I Blómum og ávöxtum, kom á laugardaginn heim frá Kaupmanna-
höfii með japanskar kirsuberjagreinar, sem notaðar verða til skreytinga á Súlnasal á hátlðinni. „Þœr verða Ifullum blóma á
fimmtudaginn og þá verður vor I Súlnasalnum, ” sagði Hendrik l morgun, þegar myndin var tekin af honum og einni
aðstoðarstúlku hans, Unni Gunnarsdóttur. Hœstu greinarnar eru um þriggja metra háar — en skreytingar af þessu tagi hafa
aldreifyrr sézt hér/endis. DB-mynd Einar Ótason.
*' jfjá
Stjömumessa ’81:
Mikill kraftur f miðasölunni
—dansað til kl. 2 að lokinni verðlaunaafhendingunni
Aðeins fáir miðar eru nú óseldir á
Stjörnumessuna, sem haldin verður á
Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið. Þeg-
ar sala aðgöngumiðahófst þará laugar-
daginn myndaðist fljótt biðröð og fóru
tveir þriðju allra miða á fyrstu tuttugu
mínútunum. Þeir miðar sem eftir eru,
verða seldir á Sögu í dag og hefst
miðasalan kl. 14.
Undirbúningur á Sögu er löngu
hafinn og í morgun var byrjað að koma
þar fyrir umfangsmiklum ljósabúnaði,
sem notaður verður á fimmtudags-
kvöldið til að lýsa salarkynni, lista-
mennina sem þar koma fram og
gestina sjálfa. Reynsla undanfarinna
ára sýnir, að síðustu sólarhringana
fyrir Stjörnumessu er unnið við að
leggja siðustu hönd á plóginn dag og
nótt.
Stjömumessa ’8J hefst á
fimmtudagskvöldið kl. 19. Að loknu
borðhaldi og verðlaunaafhendingu
verður stiginn dans til klukkan tvö um
nóttina.
-óv/At.
stöðvaði
Guðstein
„Auðvitað vonumst við eftir að
eitthvað fari að gerast, en satt að
segja heyrist litiö úr herbúðum út-
vegsmanna,” sagði Óskar Vigfússon
forseti Sjómannasambandsins i
morgun. A miðnætti hófst áður
boðað verkfall undirmanna á
togurum og næstkomandi mánudag,
16. febrúar, er boðað verkfall á báta-
flotanum hafi samningar ekki tekizt
fyrir þann tíma. Togaravekfallið nær
til svæðisins frá Snæfe'lsnesi til
Hornafjarðar, að Vestmannaeyjum
undanskildum. { Eyjum ætla
sjómenn að efna til atkvæðagreiðslu
um aðgerðir. Togarar frá öðrum
stöðum á landinu stöðvast ekki, en
þess má geta, að samningar togara-
sjómanna á Vestfjörðum eru ekki
lausir.
Eitt landsfélag er þátttakandi i
aðgerðunum, Vélstjórafélag íslands.
Nokkir ngarar munu þvi stöðvast
eingöngu vegna vélstjóraverkfalls.
Útgerðarmenn hafa reynt að senda
togarana á veiðar nú allra síðustu
daga fyrir verkfall til að áhrifa þess
gæti ekki fyrr en eftir viku—hálfan
mánuð þegar þeir koma I höfn.
Guðsteinn frá Hafnarfirði er þó þeg-
ar stopp vegna verkfalls. Togarinn
var í siglingu erlendis og hreppti hið
versta veður á heimleiðinni. Af þeim
sökum seinkaði heimkomunni um
sólarhring og ekki tókst að gera
skipið klárt í veiðiferð áður en
verkfallskall á. -ARH.
Fíkniefnamálið:
Sáfimmtií
gæzlu
Fíkniefnamálið, sem lögreglan i
Reykjavik hefur haft til rannsóknar
undanfarnar vikur, verður stöðugt
umfangsmeira. Á laugardaginn var
ungur maður úrskurðaður í gæzlu-
varðhald og var hann sá fimmti i
þessu máli sem nú er í gæzlu vegna
þess.
Guðmundur Gígja hjá fikniefna-
deild lögreglunnar i Reykjavlk
færðist I morgun undan að skýra frá
málinu i smáatriðum en sagöi að það
velti talsvert upp á sig og næði orðið
yfiralllangantima.
-ÓY