Dagblaðið - 09.02.1981, Side 2

Dagblaðið - 09.02.1981, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981. 2 r Er folk algjöriega réttiaust —í viðskiptum sínum við tannlækna? Hulda Pétursdóttir, Útkoti Kjalar- nesi, skrifar: Tannlæknar á íslandi eru ein bezt launaða stétt þjóðfélagsins. Þess vegna er mér spurn: Hafa þeir ekki sömu skyldur gagnvart sjúklingunum viðskiptvinum sinum og kaupmenn og aðrir hafa gagnvart þeim er þeir skipta við og verða þeir ekki að bera hallann af gallaðri vöru? Svo er mál með vexti að vinur minn einn haföi hvorki getað neytt svefns né matar í langan tíma vegna tann- verks. Hann fékk sér því frí i vinnunni einn daginn og rölti til tannlæknis og sagði sínar farir ekki sléttar. Læknir- inn brást vel við og kippti skemmdu tönnunum úr og bauðst til að smíða nýjar. Á tilsettum tíma kom svo vinur minn.borgaði það sem upp var sett og gekk út glaður í bragði. En sú gleði varaði ekki lengi því að fljótlega kom á daginn að tennurnar þjónuðu ekki hlutverki sínu. Tannlæknirinn tók nú til sinna ráða og skóf og púss- aði en ekkert dugði. Einn daginn þegar vinur minn birtist í dyrunum sem oftar sagði læknirinn: „Ég verð að fóðra þær, þá ætti þetta allt að lagast, en það verður þú að borga aukalega.” Verkamaðurinn vinur minn var nú búinn að tapa svo mörgum vinnudög- um á þeim fjórum mánuðum sem hann hafði staðið í þessum eltingaleik að hann hugði þetta beztu lausnina úr því sem komið var. Síðan var tann- gómurinn fóðraður og enn taldi verkamaðurinn fram aura og gekk glaður út með eilítið léttari buddu. En ekki voru margir dagar liðnir þegar allt sótti í sama horfið. Munnur mannsins, þar sem tann- gómurinn snerti hann, varð ein bólguhella ef hann reyndi að nota tennurnar. Þannig liðu nokkrir mánuðir til viðbótar og læknirinn réð ekki við neitt. Þá sagði hann vini mínum að eina lausnin yrði að smíða nýjar tennur og hann skyldi gefa honum góðan afslátt. Tíminn leið og einn daginn sótti vinur minn tennurnar og þegar læknirinn hafði skellt þeim upp í hann, rétti hann fram reikninginn sem var sá hæsti sem vinur minn hafði séð frá tannlækni. Þó að hann langaði til þess að mótmæla þessu og spyrja um afsláttinn þá gat hann það ekki fyrir klígju í hálsinum vegna nýju tannanna en rétti lækninum þó seðla sem hann hafði á sér og taldi að þetta myndi kosta. Læknirinn var ekki ánægður og vildi fá afganginn strax næsta dag. Sem sagt enginn afsláttur, heldur þurfti maðurinn að borga fullt verð fyrir tvo ganga af tönnum og eina fóðringu, fyrir utan tanntökuna. Ég segi og skrifa tvo ganga af tönnum og eina fóðringu, fyrir utan tanntökuna á tiu mánuðum. Er þetta hægt, er fólk algjörlega réttlaust? V A að lengja framtalsfrestinn —vegna vaxtabreytinga? Siggi flug skrifar: Ég held að það sé rétt munað hjá mér að það hefur fallið hæstaréttar- úrskurður um það að leyfilegt taldist vera að hið opinbera, ríkið, (gæti) eða mætti leggja á skatta og þá væntanlega gjöld eftir á, þótt búið sé að leggja á skatta og gjöld fyrir síðasta ár. Þetta varð Hæstiréttur þó ekki sammála um og skiluðu tveir dómar- ar séráliti og töldu sköttun eftir á ekki fást staðizt. Þetta kom auðvitað eins og köld gusa framan i flesta skattborgara, en þannig vinnur þessi ríkisstjórn, maður getur aldrei á hana treyst. Ég hef hugboð um að eitthvað svipað sé nú í aðsigi er fjármáíaráð- herra, Ragnar Arnalds, tilkynnti (óformlega þó) að liklega yrði að framlengja skilafrest skattskýrsl- unnar eitthvað fram yfir þ. 10. þ.m. vegna einhverra vaxtabreytinga sem í vændum væru í sambandi við frá- drátt vaxta frá skatttekjum. Eitthvað vefst þetta vaxtamál fyrir blessuðum ráðherranum, en hanr álítur að ákvæði hér að lútandi komist varla í gegnuni þingið fyrir 10. þ.m. sem varla er von með þeim vinnubrögðum sem þingið starfar eftir. Við bíðum og sjáum hvað setur????? Mér datt þetta (svona) í hug. Verzlunarbankanum þakkað Hjúkrunarfræðingur hringdi: Grensásdeild Borgarspítalans rjóma- sjúklingana, bæði tilbreytingin og Á aldarfjórðungsafmæli sínu sl. tertur og kökur. Mér finnst þetta þaðað finna að munað er eftir þeim. ' miðvikudag sendi Verzlunarbanki Ís- bera vott um sérstaklega góðan hug Vil ég fyrir hönd allra hér færa lands sjúklingum og starfsfólki á og var það mjög kærkomið fyrir Verzlunarbankanum alúðarþakkir. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra. MEIRIHÁTTAR HUÓMPLÖTUÚTSALA 10 til 80% afsláttur STORAR PLOTUR FRÁ KR. 30,- LITLAR PLÖTUR FRÁ KR. 3 HELZTU ÚTGEFENDUR: Fálkinn hf. iöunn Hljómplötuútgáfan hf. Ýmir i Steinar hf. Sólspil L Geimsteinn Tónaútgáfan SG-hljómp/ötur Mífa o.fí. ATH. ALLT / AUar fáan/egar ís/enzkar hljómp/ötur. Yfir 250 títíar. — Op/ð a//a þessa viku föstudag 9—19, laugardag 9—12. 80% AFSLÁTTUR Ath.: Við gefum /andshyggðinni kostá að vera með Hæk}artorg Hafnarstræti 22 2. hæð nýja SVR-húsinu við Lækjartorg. Pöntunarsimi 53203 alla virka daga kl. 10-13 og 19-20. Sendum pöntunarlista ef óskað er.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.