Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.02.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 09.02.1981, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981. Þjóðleikhúsið óskar að ráða skipulagsstjóra — lögfrá 1978 hafa ákvæði um slíkt starf en fjárveiting hefur ekki fengizt fyrr en nú Þjóðleikhúsið hefur nýverið aug- lýst eftir skipulagsstjóra og er um- sóknarfrestur til næstu mánaðamóta. Við slógum á þráðinn til Sveins Einarssonar leikhússtjóra og spurð- um hvort hér væri um nýtt starf að ræða og hvers eðlis það væri. „Starf sem þetta hefur vantað 1 þessu húsi frá upphafi,” sagði Sveinn, ,,enda er það í öllum leikhús- um af þessari stærðargráðu. Þegar ég kom til leikhússins árið 1972 lá fyrir alþingi frumvarp að nýjum leikhús- lögum pg óskaði ég þá strax eftir að inn í það kæmi ákvæði um skipu- lagsstjóra. Var svo gert en það var ekki fyrr en 1978 sem Alþingi sam- þykkti þessi lög. Og fjárveiting til að ráða slíkan starfsmann hefur ekki fengizt fyrr en á þessu ári. ” Sveinn sagði ennfremur að sam- kvæmt þessum lögum ætti sá sem ráðinn yrði í hina nýju stöðu að hafa meö höndum skipulagningarstarf innan leikhússins. Hann ætti að hafa yfirumsjón með vinnuhagræðingu hinna ýmsu deilda, fylgjast með inn- kaupum, raða niður æfíngum og æfmgatimum, skipuleggja leikferðir innan bæjar og utan og annast starfs- mannastjórn ásamt öðrum yfirmönn- um hússins. Starfssviðið verður mjög fjölbreytt Reynsla, sem mundi nýtast við þetta verkefni, sagði þjóðleikhús- stjóri, að gæti bæði verið vinna 1 leik- húsi eða þá við skipulagsstörf í öðrum fyrirtækjum. Og heppileg undirbúningsmenntun væri einhver fræðigrein þar sem þjálfun heföi fengizt i skipulagsmálum, svo sem til dæmis hagfræöi, viðskipta- eða tæknifræði. ,,Á launaskrá hjá okkur eru suma mánuði upp undir 250 manns,” sagði Sveinn, ,,og mikilvægt að raða verk- efnum þannig að tími hvers og eins nýtistsembezt.” Hann lagði áherzlu á að skipulags- stjóri mundi bera ábyrgð á því að ákvarðanir sem teknar væru kæmust 1 framkvæmd á þeim tima og fyrir það fé sem ákveðið hefði verið. „Starfssviðið verður fjölbreytt,” sagði Sveinn og nefndi sem dæmi að það gæti ýmist verið að fylgjast með því að haldin væri kostnaðar- og tímaáætlun fyrir búninga 1 einhverju leikriti eða þá að skipuleggja leikför f smáatriðum, annaðhvort um landið eða tilútlanda. Ekki væri fráleitt að hugsa sér að þetta starf mundi einmitt hæfa Jóni Viðari Jónssyni, sem undanfarið hefur haldið uppi nokkurri gagnrýni á skipulag Þjóöleikhússins og við spurðum þjóðleikhússtjóra hvernig umsókn af hans hálf u yrði tekið. „Það yrði fjallað um hans umsókn á nákvæmlega sama hátt og allra annarra sem kunna að sækja,” svar- aði þjóðleikhússtjóri, en ásamt þjóð- leikhúsráði veitir hann þetta starf, eins og flestar ábyrgðarstöður í hús- inu. -IHH. „®5Sfai fr. „uí«iddir^V«tri> ,, . m*ff$^'1*** iure»8»»sU"Í8,>' 8 0 f2.452.000 . arítWba Jj . )0 - 1 Og sVO ÓlafsYÍk: Atvinnu- ástand er sæmilegt — enginn skráður atvmnulausfráárínu 1978 Vinna hefur verið sæmileg í öllum fiskvinnslustöövunum sex í Ólafsvík. Linubátar hafa komið með góðan afla, t.d. Gunnar Bjarnason með 13 tonn og Garðar með 12 tonn. Neta- bátar hafa verið með frá 3—7 tonn í róðri. Enginn hefur verið skráður at- vinnulaus á Ólafsvík frá því í marz 1978. Togararnir báðir, Lárus Sveinsson og Már, voru að koma úr siglingu. Þeir seldu ekki vel enda mikið fram- boð á fiski á mörkuðunum. Lárus fór siðan út á mánudaginn og Már á þriðjudaginn. Vinnustöðvun hefur verið boðuð á togurum við Breiða- fjörð frá og með deginum í dag og á bátaflotanum frá 16. febrúar. Sem formaður verkalýðsfélagsins hér er ég óánægður með samstöðuleysi sjó- mannafélaganna á landinu. Aðeins hluti þeirra hefur boðað verkfall. Það er ekki gott að sumir bíði og sjái hvað út úr verkfallinu kemur. -BárðurÓlafsvik. Gufan ekki opnuð enn íBreiðholtinu: Sérsmíða þarf hvíld- arbekkina — segjaarkitektar Gufubað hefur ekki enn verið opnað við hina nýju sundlaug í Breið- holti. Breiöhyltingar töldu þó að þar væri allt tilbúið. Hallgrimur Jónsson sundlaugarstjóri var spurður að því. „Það er ekki alveg rétt að allt sé til- búiö. Klefarnir þarna niðrí voru notaöir sem skiptiklefar fyrir börnin þegar þau notuðu innisundlaugina. Þar vantar nú bekki til þess aö hægt sé að koma upp hvildaraðstöðu. Við höfðum látiö okkur detta í hug að kaupa einhverja bekki og setja þar inn en það var ekki nógu fínt. Arki- tektarnir vilja láta smiða sérstaka tré- bekki sem er eflaust talsvert dýrara. En ég held að þeir hljóti aö koma bráöum og trúi þvi ekki að langt liði um þar til gufubaðið hefur verið opnað, ” sagði Hallgrimur. -DS. Harflk bMafltuatrákar ttta troat oo kuida akkl á slg fá. DB-mynd Elnar ólaaon. Nei takk ... ég er á bflnúm

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.