Dagblaðið - 09.02.1981, Page 12

Dagblaðið - 09.02.1981, Page 12
IBIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svainn R. EyjóHsson. Ritatjóri: Jónas Kristjónsaon. Aöstoðarritatjórí: Haukur Helgaaon. Fréttaatjóri: Ómar Valdimarason. Skríf8tofuatjórí ritatjómar Jóhannoa Reykdpl. íþróttir: Hallur Símonaraon. Manning: Aðalatainn IngóHaaon. Aðatoðarfréttaatjórí: Jónaa Haraldsaon. Handrít Áagrímur Pélaaon. Hönnun: Hilmar Karísaon. Blaðamenn: Anna Bjaniaaon, Atli Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urösson, Dóra Stefénadóttir, ENn Albertsdóttír, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krjétjén Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson. Lfósmyndin BjarnleifurBjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurösson og Svainn Þormóðason. SkrHstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldóra- son. DreHingaratjðri: Valgeröur H. Sveinadóttir. Ritatjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Nnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 70,00. Verð i lausasölu kr. 4,00. Hugarflugíharmagráti Stjórnmálaflokkarnir fjórir hafa formlega beðið borgarráð Reykjavíkur að fella niður öll gjöld, sem þeir greiða borginni af fasteignum, er þeir eiga og nota undir skrifstofur og félagsstarf. Óskinni fylgir langur harmagrátur. Ein forsenda beiðnarinnar er, að flokkarnir séu í miklum peningavandræðum. Sama gildir áreiðanlega um fjölda fjölskyldna og fyrirtækja í Reykjavík. Stjórnmálaflokkarnir eru ekki einir á báti í féleysinu. Þeir eru bara frekastir. Önnur forsenda er, að stjórnmálaflokkarnir fái ekki styrki hjá ríkinu. Ekki er þó Ijóst, hvernig borgin hafi skyldum að gegna á sviði, sem ætti fremur að vera ríkisins, ef það á þá að vera á sviði einhvers opinbers aðila. Þar að auki er ósatt, að ríkið styðji ekki flokkana fjárhagslega. Á fjárlögum þessa árs er 76 milljónum gamalkróna veitt til þingflokka og 170 milljónum gamalkróna til dagblaða og annarra sorprita stjórn- málaflokkanna. Þriðja forsendan er, að fasteignir flokkanna eigi ekki að vera ,,verulegir” skattstofnar sveitarfélaga. Þessari hugsun gleymdu flokkarnir hins vegar, þegar þeir gerðu gjöld af fasteignum að verulegri byrði fólks og fyrirtækja. Fjórða forsendan er, að flokksstarf stuðli að al- mannaheill. Ef það er rétt, hlýtur að vera hægt að segja slíkt hið sama um rekstur heimila og fyrirtækja. En augljóst er, að í frekjunni kunna flokkarnir vel að nýta hálmstráin. Fimmta forsendan er, að stjórnmálaflokkarnir séu þegar búnir að ná samkomulagi um undanbrögð af þessu tagi í Kópavogi og Akranesi. Þannig er fyrst komið á fót spillingu í smáum stíl til að afsaka hina meiri, sem fylgir í kjölfarið. Sjötta og markverðasta forsendan er, að félagsheim- ili af hvers kyns tagi séu samkvæmt lögum undanþegin fasteignaskatti. En auðvitað væri eðlilegra, að flokk- arnir fengju þingmenn sína til að gefa sér rúm í lögum um félagsheimili. Þar að auki nær undanþága félagsheimila hvorki til skrifstofuhúsnæðis né til annarra gjalda af fasteignum en fasteignaskatts. Flokkarnir eru frekari og biðja um undanþágu fyrir skrifstofur og frá öllum gjöldum á fasteignum. Fróðlegt verður að fylgjast með, hvernig fulltrúar flokkanna í borgarráði munu taka þessari frumlegu og hugmyndaríku fégræðgi flokkanna. Um leið verður að teljast miður, að hugarflug ramakveinsins skuli ekki nýtast til almannaheilla. Flokksböl valdsins Á síðustu árum hefur dregið úr hinni pólitísku valds- hyggju, sem lýsir sér í misbeitingu ráðherravalds við ráðningu í opinber embætti. Nú á dögum er farið mun varlegar og reynt að gæta eins konar hófs í spilling- unni. Komið hefur í Ijós, að ráðherrar Alþýðubandalags- ins eiga einna erfiðast með að lagast að hinum nýju að- stæðum. Einkum lenti Ragnar Arnalds sem mennta- málaráðherra í endurteknu uppistandi út af manna- ráðningum. Nú hefur Svavar Gestsson vegið í sama knérunn og notað áskorun 20 Dalvíkinga af 3000 til að ganga fram hjá þeim umsækjanda um apótekið á staðnum, sem úr- skurðaður hafði verið hæfastur. Ekki er vitað, hvort ástæðan er flokkslæg valds- hyggja eða flokkslæg karlremba. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981. ...... VERNDUM HAGS- MUNIÍSLANDS Aðgerðir Ljóst liggur fyrir af þeim upplýs- ingum, sem fram hafa komið i tveim- ur undanfarandi greinum, að allur hinn frjálsi heimur ætti að sameinast um að tryggja hagsmuni sína og neita heimskommúnismanum um aðgang að matvælaforðabúrum heimshaf- anna. Ef það verður ekki gert á næsta fundi Hafréttarráðstefnunnar, ræður fáfræði áfram stefnu of margra ríkja i vestræna heiminum eða eitthvað margfalt verra. En það er í fleira tilliti, sem ísland verður að meta hagsmuni sina, ekki eingöngu að taka höndum saman við aðrar vestrænar þjóðir og neyða heimskommúnismann til að fara að framleiða mat heima hjá sér með margföldum tilkostnaði við það að geta ausið úr heimshöfunum. Það þýðir í framkvæmd stórkostlegan fjármagnsflutning frá smiði dráps- vopna til matvælaframleiðslu. Þetta hafa vestrænar þjóðir í hendi sér í dag. Fyrir Hafréttarráðstefnunni ligg- ur tillaga frá Argentínu um eign- arrétt strandríkisins yfir fiskistofn- um, þótt þeir ferðist stutt tímabil, eða hluta úr ári, út fyrir 200 mílurn- ar. Menn skulu hafa í huga að haf- réttarsáttmáli hefur ekki verið sam- þykktur og allt er því á lausu ennþá í þessum efnum. Það ætti að vera auð- velt verk á Hafréttarráðstefnunni að fá strandríki heimsins til stuðnings við slíka tillögu, svo ekki sé nú talað um, þar sem þetta er orðið stórt öryggisatriði fyrir allan hinn frjálsa heim. Nú verður fróðlegt að sjá við- brögð þeirra manna á íslandi, sem ávallt hafa viljað ganga skemmst I út- færslu landhelginnar. Það sem fyrst og fremst snertir hagsmuni íslands í þessu tilfelli er loðnustofninn. Loðnustofninn er fyrst og fremst íslenzkur, þótt hann leiti nokkrar vikur út fyrir þá línu, sem markar hafsvæði íslands. Með viðurkenningu á Hafréttarráðstefnu á eignarrétti fslands á slíkum stofni verður staða íslands gagnvart þeim aðilum, sem hrifsa ætla til sín við af- brigðilegar aðstæður, yfir úthaf að fara, hluta úr þessum íslenzka fiski- stofni, margfalt sterkari. Við skulum ekki gleyma hér kolmunnanum því hann er sameign Bretlandseyja, Færeyja og fslands og á eftir í fram- tíðinni að gefa íslenzku þjóðarbúi ótalin verðmæti. Ný landhelgisbarátta Upp heftu- hafizt hér mikill söngur úrtölumanna i sambandi við hugsan- legar veiðar á íslenzka loðnustofnin- um fyrir norðvestan línuna milli Grænlands og fslands. Gott er að reyna að sjá fram í framtíðina og gera sér ljósar þær hættur, sem fram- undan eru, og mundi ég sízt mæla slíku í mót. En við skulum vera minn- ug, að hér hefur áður verið sviðsett svipuð staða af Norðmönnum í sam- bandi við loðnuna við Jan Mayen. Við skulum vera minnug þess, er þeir ætluðu að æra íslendinga til samn- inga og siguðu í fréttum á okkur upp- lýsingum um stóra rússneska flota, sem væru á næsta leiti til að ganga áf loðnunni dauðri. Þegar þessar fréttir reyndust tilbúin baráttuaðgerð gagn- vart íslendingum, hreinn uppspuni, þá lögðust þeir svo lágt að láta í það skína, áð það væru nú ekki Rússar, sem mundu eyða loðnunni, heldur bara norski flotinn, því væri bezt fyrir fslendinga að semja strax. Því £ „Ef svo fer fram sem horfir, er allt útlit fyrir, aö íslendingar veröi að tilkynna væntanlegum innrásarmönnum i íslenzka loðnustofninn, að hér sé um íslenzka lífshags- muni að ræða og við ætlumst til, að okkur margfalt ríkari þjóðir sjái okkur í friði með okkar lffsbjörg og afkomuöryggi.” Afturá byrjunarreit Gunnar Thoroddsen og sam- ráðherrar hans gera sér tíðrætt um þann „árangur” sem þeir þykjast hafa náð í baráttunni við verð- bólguna. Þeir segjast hafa tekið við 60% verðbólgu og síðan lagt nótt við dag í baráttunni við að lækka hana og náð umtalsverðum árangri. Þeir fara hins vegar færri orðum um, hver sá árangur er. í fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds fyrir árið 1980 var boðuð sú stefna, að 1. mai 1980 myndi verðhækkun frá 1. febrúar sama ár nema 8%, þann 1. ágúst myndi verðhækkun frá 1. maí nema 7% og þann 1. nóvember myndi verðhækkunin frá ágúst nema um 5%. í samræmi við þetta yrðu verðhækkanir frá upphafi til loka árs 1980 aðeins 31%. Á Alþingi í vor, skömmu fyrir þinglausnir, fullyrti forsætis- ráðherra, að hvað sem öllum spám Þjóðhagsstofnunar og Seðlabanka liði yrði verðbólga á árinu 1980 undir 40%. Eftir mitt síðastliðið sumar full- yrti forsætisráðherra í tengslum við störf sérstakrar efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar, sem virðist nú hafa gufað upp, að ríkisstjórnin myndi sjá til þess, aö verðbólga á árinu 1980 yrði ekki yfir 45—50%. Þjóðhagsstofnun hefur nú reiknað út, hver verðbólgan í raun og veru varð árið 1980. Hún var ekki 31%, eins og ríkisstjórnin ákvað við fjárlagagerð sína. Hún var ekki innan við 40%, eins og forsætisráð- herra ákvað síðastliðið vor. Hún var ekki á bilinu 45—50%, eins og for- sætisráðherra ákvað í samráði við efnahagsnefnd ríkisstjórnarinnar eft- irmitt sumar. Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson V A .. þá erum við nú verr staddir i upphafi ársins 1981 en við vorum við upphaf ársins 1980.” Samkv. útreikningi Þjóðhags- stofnunar reyndist verðbólgan frá upphafi til loka árins 1980 vera 58.9% á móti 60%, sem verðbólgan varð frá upphafi til loka ársins 1979. Árangur ríkisstjórnarinnar í verð- bólgubaráttunni reyndist sem 'sé klippt og skorið 1.1%. Aftur til baka á byrjunarreit í mörgum teningaspilum, sem börn og fullorðnir leika sér að, eru reitir, sem reka leikendur með allt sitt hafurtask aftur til baka á byrjunar- reit, ef menn lenda á þeim. í þeim pólitíska skollaleik, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen lék allt síðastliðið ár, gerði hún ekkert annað en að leika peðum sínum til skiptis fram um tvo reiti og svo aftur á bak um sömu tvo reiti í næsta teningskasti. Þannig er ríkisstjórnin nú yið upphaf nýs árs stödd á sama byrjunarreit og hún hóf leik sinn á, þegar hún tók við völdum í febrúar- mánuði sl. En er það raunverulega svo? Verðbólgan á árinu 1979 varð 60% frá upphafi til loka ársins. Verðbólg- an á árinu 1980 varð 58.9% frá upphafi til loka ársins. Eru þetta nægilegar upplýsingar til þess, að við getum dregið þá ályktun, að ríkis- stjómin sé að minnsta kosti ekki verr stödd en svo, að hún hafi staðið kyrr á byrjunarreitnum? Við nánari skoðun kemur þvi miður í ljós, að ástandið er ennþá verra. í raun réttri er ríkisstjórnin ekki einu sinni á byrjunarreitnum — hana hefur hrakið aftur fyrir byrjunarreitinn. Þetta sést, ef ekki er látið nægja að skoða verðbólguna frá upphafi til

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.