Dagblaðið - 09.02.1981, Side 18

Dagblaðið - 09.02.1981, Side 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981. Iþróttir Iþróttir D 18 ð Iþróttir Iþróttir Einvígi Ipswich og Aston Villa um meistaratitilinn —Sigruðu bæði á laugardag en meistarar Uverpool eru að falla út úr myndinni. Hafa aðeins hlotið fjögur stig af síðustu tíu. Dýrlingarnir unnu sinn sjðunda deildasigur í röð Keppnin um enska meistaratitilinn i knattspyrnunni er nú afl þróast f algjört einvigi milli Ipswich Town og Aston Villa. Bæði lið sigruðu á laugardag en meistarar Liverpool töpuðu enn einu sinni. Eru alveg að detta út úr mynd- inni, þó enn séu þeir i þriðja sæti. Dýrlingar Southamptons og West Bromwich Albion eru mun Ifklegri en meistararnir til að gefa efstu liðunum einhverja keppni. Dýrlingarnir unnu sinn sjöunda sigur i röð á laugardag — WBA hafði yfirburði i leik sinum gegn Liverpool. Athyglisverðastur var sigur Aston Villa gegn EVerton á Goodison Park í Liverpool — Birmingham-liðið komst svo auðveldlega gegnum þann erfiða leik. Lék oft frábæra knattspyrnu með kantmanninn Tony Morley fremstan í flokki. Það var Morley, sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikið einstak- lingsafrek. Trevor Ross jafnaði fyrir Everton úr umdeildri vítaspyrnu, en fyrirliði Villa, Dennis Mortimer, náði aftur forustu fyrir lið sitt. Staðan 1-2 i hálfleik. í síðari hálfleiknum var aðeins eitt mark skorað. Gary Shaw var felldur innan vítateigs Everton og Gordon Cowans skoraði úr vítaspyrn- unni sem dæmd var. Aldrei vafi hvort liðið var betra og greinilegt að Aston Villa er orðið mjög sterkt lið. Liðs- heildin frábær. Kenny McNaught mið- vörður lék með og kom það talsvert á óvart eftir meiðslin sem hann hlaut fyrra laugardag gegn Man. City. Steve MaMahon lék ekki með Everton, er í leikbanni. Ipswich lenti hins vegar í basli með neðsta liðið, Crystal Palace, á heima- velli sínum, Portman Road. Lið Palace gaf Ipswich ekkert eftir framan af, nema slður væri. Það kom engan veginn á óvart, þegar Ian Walsh náði forustu fyrir Lundúnaliðið á 43. mín. Staðan 0-1 I hálfleik en á átta minútna kafla I síðari hálfleiknum gerði Ipswich út um leikinn. Paul Mariner jafnaði og John Wark náði forustu fyrir Ipswich, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. 27.\ mark framvarðarins á leiktímabilinu., Síðan varð varnarmaðurinn hjá Palace,1 Billy Gilbert, fyrir því að senda knött- inn í eigið mark, 3-1. Undir lokin, skoraði Mariner sjálfsmark með mikl- um tilþrifum. Kom aftur til að „hjálpa” varnarmönnum sínum og skallaði knöttinn í eigið mark. í fyrsta skipti á leiktlmabilinu,, sem Ipswich fær á sig tvö mörk á heimavelli. En nóg um það. Lítum á úrslitin á laugardag. 1. deild Birmingham-Brighton 2—1 Coventry-Wolves 2—2 Everton-Aston Villa 1—3 Ipswich-C. Palace 3—2 Leicester-Man. Utd. 1—0 Man. City-Nottm. For. 1—1 Middlesbro-Sunderland 1—0 Southampton-Norwich 2—1 Stoke-Arsenal 1 — 1 Tottenham-Leeds 1—1 WBA—Liverpool 2—0 2. deild Bolton-Cardiff 4—0 Bristol City-Sheff. Wed. 1—0 Chelsea-Cambridge 3—0 Derby-Grimsby 2—1 Luton-Blackburn 3—1 Newcastle—QPR 1—0 Notts Co.-Swansea 2—1 Oldham-Bristol Rov. 1—0 Orient-Wrexham 2—1 Preston-Watford 2-1 Shrewsbury-West Ham 0-2 3. deild Burnley-Exeter 1—0 Chester-Charlton 4—0 Fulham-Brentford 1 — 1 Gillingham-Carlisle 0—1 Huddersfield-Barnsley 1—0 Hull-Blackpool 2—1 Millwall-Colchester 3—1 Oxford-Newport 0—1 Plymouth-Chesterfield 1—0 Portsmouth-Walsall 2—0 Rotherham-Swindon 1—0 -Sheff. Utd.-Reading 2—0 4. deild Aldershot-Port Vale 0—0 Bradford-Torquay 2—0 Doncaster-Northampton 1 — 1 Hartlepool-York 1—0 Lincoln-Stockport 1—0 Mansfield-Bury 2—0 t Rochdale-Peterborough 2—3 Scunthorpe-Halifax 2—2 Southend-Hereford 2—0 Tranmere-Bournemouth 0—1 Wigan-Darlington 3—1 Wimbledon-Crwe 2—0 Það vakti gífurlega athygli, að 29 þúsund áhorfendur sáu leik Yorkshire- liðanna Huddersfield og Barnsley i þriðju deild. Nokkrir kilómetrar milli borganna. Huddersfield sigraði. Náði Barnsley að stigum — 42 stig — og er nú aðeins stigi á eftir efstu liðunum í 3. deild, Charlton og Rotherham. Harold gamli Wilson, fyrrum forsætisráðherra Breta, er hress með Huddersfield-liðið sitt þessa dagana. Þegar hann var ungur að árum var Huddersfield fræg- asta knattspyrnulið Englands. Liverpool-liðið slakt „Það fer ekki milli mála, að Liver- pool er ekki sama lið og áður. Það leikur ekki vel núna — nokkrir leik- menn meiddir, aðrir ekki í formi,” sagði kappinn kunni, Dennis Law, þegar hann var meðal fréttamanna BBC í West Bromwich. Fyrir leikinn kom heldur betur bomba. Bob Paisley setti Terry McDermott, leikmann árs- ins í fyrra á Englandi, úr Liverpool-lið- inu. Valdi Jimmy Case í hans stað. McDermott ekki einu sinni varamaður. Þeir Kenny Dalglish og Phil Thompson gátu ekki leikið vegna meiðsla. Heldur ekki bakvörðurinn AUan Kennedy frekar en áður — og Ísraelinn Avi Cohen gat heldur ekki verið með. Hins vegar lék Allan Hansen með að nýju, sinn fyrsta leik frá því á jóladag. Seint i leiknum var David Fairclough tekinn út af og Steve Heighway kom í hans stað. Ekki munaði miklu að það breytti gangi leiksins. Hjá WBA kom John Deehan í stað David Mills sem miðherji og það varð til þess að framlina WBA varð miklu skarpari. Þrátt fyrir nokkra yfirburði i fyrri hálfleik skoraði miðlandaliðið aðeins eitt mark. Enski landsliös- maðurinn Brian Robson var þar að verki með óvæntri hælspyrnu á 38. mín. Áður hafði hann meiðzt og utan vallar nokkurn tíma. Kom inn á og skoraði en varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á ökkla. Það var undir lok fyrri hálfleiksins. Ali Brown kom í hans stað. í síðari hálfleiknum hristi Liverpool- liðið aðeins af sér slenið. Godden, markvörður WBA, varði þá tvívegis vel. Náði knettinum fyrst frá Fair- clough, sem hafði komizt einn í gegn — síðan eftir að Steve Heighway hafði splundrað vörn WBA og Graeme Souness átti hörkuskot á markið. En þar sem Liverpool lagði meiri áherzlu á sóknina til að reyna að jafna opnaðist vörn Uðsins stundum iUa. Gary Owen átti stangarskot — Regis, stóri sverting- inn, sem fæddur er i frönsku Guyana, skoraði gott mark að áliti Dennis Law á 68. mln. sem dæmt var af vegna brots einhvers annars. En á 84. min. guU- tryggði Regis sigur WBA. Fékk stungu- bolta frá Ali Brown og skoraði Cyrille Regis — vörn Liverpool erfiöur á laugardag. auðveldlega hjá Ray Clemence. Fyrsti sigur WBA á Liverpool frá leiktímabil- inu 1971—72 og Liverpool hefuraðeins hlotið fjögur stig af tíu mögulegum í síðustu fimm leikjunum. Það eru ekki meistarataktar Liðin voru þannig skip- uð. WBA, Godden, Batson, Bennett, Wile, Statham, Moses, Robson (Brown), Owen, Deehan, Regis og Barnes. Liverpool: Clemence, Neal, Hanse, Irwine, Money, Lee, Case, Ray Kennedy, Fabeiough (Heighway), Johnson og Souness. Sá sjöundi hjá Dýrlingunum Southampton er komið ( fjórða sæt- ið eftir sinn sjöunda deildasigur i röð. Auðveldur sigur á Norwich á laugardag þó markatalan gefi kannski annað til kynna. Þrátt fyrir mikla yfirburði skor- uðu Dýrlingarnir ekki fyrr en á 60. mín. Þar var Steve Williams að verki. Hreint frábært mark. Charlie George bætti við öðru áður en Dave Watson sendi knöttinn í eigið mark undir lokin. Kevin Bond1 lék ekki með Norwich. Möguleikar eru nú taldir á að hann fari til Seattle Sounders í Bajidaríkjunum. Peter Fox, markvörður Stoke, átti hreint frábæran leik í marki og kom í veg fyrir sigur Arsenal. Samkvæmt fréttum Reuters náði hollenzki lands- liðsmaðurinn Loek Ursem forustu fyrir Stoke snemma leiksins. BBC sagði hins vegar Paul Bracewall og það hefðu ein- mitt verið mistök hans, sem leiddu til jöfnunarmarks Arsenal. Bracewall ætl- aði þá að gefa aftur til markvarðar en sendi beint til Alan Sunderland. Hann lék áfram og gaf síðan á Frank Staple- ton, semskoraði. Man. City lék vel gegn Nottingham Forest í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Paul Power skoraði á 11. mín. en i síðari hálfleik yfirspilaði Forest City lengst- um. Ian Wallace lék Trevor Francis frían á 55. mín. og Frands skoraði. Spyrnti knettinum innan á stöng og í markið. í Iokin gátu leikmenn Man. City þakkað fyrir jafnteflið. Totten- ham tókst ekki að sigra Leeds á heima- velli. Óvænt úrslit það eftir sigurgöngu Lundúnaliðsins að undanförnu. Steve Archibald skoraði mark Tottenham en Carl Harris jafnaði sjö mínútum fyrir leikslok. Leicester í sókn Leicester virðist vera að ná sér á strik, lék vel gegn Man. Utd. og sigraði með marki Jim Melrose i síðari hálfleik. Það var einmitt hann, sem skoraði sigurmark liðsins gegn Liverpool fyrra laugardag. Strax á 2. mín. sendi fram- herji Leicester knöttinn í mark United en dómarinn dæmdi það af vegna brots miðherjans Alan Young á Gary Bailey. Leicester er nú aðeins tveimur stigum á eftir Brighton og Norwich. Möguleik- arnir á björgun frá falli eru fyrir hendi. Nokkuð sem virtist útilokað fyrir fáum vikum. Blöðin í Manchester skýrðu frá því í síðustu viku, að stjórn Man. Utd. hefði kallað framkvæmdastjórann, Dave Sexton, á sinn fund. Umræðan þar síakt gengi þessa risafélags — léleg knattspyrna liðsins. Engar líkur eru þó á að Sexton verði „höggvinn”, að minnsta kosti ekki á þessu leiktímabili. En samt var strax farið að ræða um hugsnlega eftirmenn hans — Robson hjá Ipswich og McMenemy hjá Southampton, þó líkur á því að þeir yfirgefi lið sín séu nánast engar. Rúmlega 35 þúsund áhorfendur sáu leik Middlesbrough og Sunderland enda stutt á milli borganna á Norð- austur-Englandi. Langmesti áhorf- endafjöldinn hjá Middlesbrough á leik- tímabilinu. Heimaliðið sigraði með marki Graeme Hedley, á 39. mín. fyrsta mark hans á tímabilinu. Sunder- land reyndi mjög að jafna í síðari hálf- leik en tókst ekki. Á lokamínútunni var bakvörður liðsins, Joe Bolton, rekinn af velli. Coventry náði 2ja marká forustu gegn Úlfunum í fyrri hálfleik — Steve Hunt og Mark Hateley skoruðu. Hins vegar tókst þeim John Richards og Andy Grayaðjafna. Gray jafnaði á 84. mín. Birmingham hlaut þýðingarmikil stig gegn Brighton. Tony Evans og Alan Cusbisley skoruðu fyrir Birming- ham — Mike Robinson fyrir Brighton. West Ham heldur strik- inu Lundúnaliðið West Ham heldur allt- af sinu striki i 2. deild og það fer nú að vera stutt í að liðið tryggi sér sæti í 1. deild. Devonshire og Cross skoruðu mörk liðsins á laugardag í Shrewsbury. Notts County vann þýðingarmikinn sigur á Swansea. Masson og MqCulloch skoruðu — Don Masson gamli, skozki landsliðsmaðurinn, sem gerði garðinn frægan hjá QPR og Derby. Alan Mayes skoraði tvö af mörkum Chelsea. Derby vann sigur á „uppgangsliði” Grimsby með mörkum Swindlehurst og Emery en Waters skoraði mark Grimsby. Við höfum áður skýrt frá stöðu efstu liðanna í 3. deild. í 4. deild er Southend efst með 48 stig. Lincoln hefur 45, Mansfield 40 og Hartlepool 38. í úr- valsdeildinni á Skotlandi voru aðeins tveir leikir. Aberdeen tapaði á heima- velli fyrir Morton, 0-1, og Dundee Utd. sigraði Rangers 2-1. Staðan hjá Celtic styrktist þvi þó liðið léki ekki. Er efst með 36 stig. Aberdeen hefur 35 stig, bæði lið leikið 24 leiki, og Rangers er í þriðja sæti með 30 stig eftir 23 leiki. Staðan er nú þannig: 1. deild Ipswich 28 16 10 2 53—24 42 A. Villa 29 18 6 5 50—25 42 Liverpool 29 12 12 5 48—33 36 South.ton 29 14 7 8 58—46 35 WBA 28 13 9 6 37—26 35 Arsenal 29 11 12 6 42—34 34 Tottenham 29 12 9 8 55—48 33 Nottm.For. 28 12 8 8 42—30 32 Man. Utd. 29 8 15 6 37—27 31 Middlesbro 28 12 4 12 40—38 28 Man.City 29 10 8 11 41—41 28 Everton 28 10 7 11 40—37 27 Stoke 28 7 13 8 31—40 27 Leeds 29 10 7 12 24—38 27 Coventry 29 9 8 12 35—44 26 Wolves 29 9 8 12 30—39 26 Birmingh. 29 9 8 12 34—44 26 Sunderl. 29 9 6 14 38—38 24 Brighton 29 8 4 17 33—51 20 Norwich 29 7 6 16 32—54 20 Leicester 29 8 2 19 20—46 18 C. Palace 29 5 5 19 36—59 15 2. deild West Ham 29 18 7 4 52—23 43 Notts Co. 28 12 12 4 38—27 36 Chelsea 29 13 9 7 44—25 35 Derby 29 12 10 7 45—39 34 Swansea 29 11 10 8 43—34 32 Luton 29 12 8 9 44—36 32 Blackburn 28 11 10 7 31—24 32 Grimsby 29 10 11 8 31—26 31 QPR 29 11 8 10 39—27 30 Sheff. Wed. 27 12 6 9 35—29 30 Orient 28 11 8 9 40—36 30 Cambridge 28 13 4 11 32—36 30 Newcastle 28 10 9 9 21—34 29 Bolton 29 10 6 13 47—46 26 Watford 29 8 9 12 31—34 25 Oldham 28 8 9 11 25—30 25 Wrexham 28 8 8 12 23 —30 24 Preston 28 6 12 10 27—44 24 Cardiff 28 8 7 13 32—44 23 Shrewsb. 29 5 12 12 25—33 22 BristoICity. 29 5 12 12 19—34 22 Bristol Rov. 29 1 11 17 22—49 13 -hsím. Sigurogtap hjá Sköllunum Borgnesingar höfðu heim með sér sigur og tap er þeir héldu frá Akureyri um helgina. Fyrri leiknum gegn Þór töpuðu þeir með 79 stigum gegn 87 en þann siðari unnu þeir örugglega 88— 7S. í fyrri leiknum leiddi Borgarnes 36 i hálfleik en míssti leikinn úr hönd- um sér er Þórsarar tóku upp á þvi að leika maður gegn manni. Stigahæstir: Þór: Gary Schwarz 36, Eirikur 20, Alfreð 10. Skallagrimur: Webster 30, Gunnar 23 og Bragi 19. Á laugarag voru Borgnesingar hins vegar mun ákveðnari. Leiddu 46—44 i hálfleik og unnu siöan með 14 stigum. Það gerði útslagið að Schwarz fór út af um miðjan fyrri hálfleikinn með 5 vill- ur. Fyrir Skallagrim skoraði Webster mest eða 31 stig, Gunnar varð með 25 og Bragi 20. Fyrir Þór var Gary hæstur með 23 stig, Erlingur var með 22 og Eirikur 14. - GSv. / SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.