Dagblaðið - 09.02.1981, Page 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1981.
Það er orðinn árlegur atburður
hér í Tokyo að félag japanskra bif-
reiðainnflytjenda haldi alþjóðlega
bilasýningu. Þann 1 ó. janúar sl. var
Autophia '81 opnuð og stóð hún í 4
daga l ilgaiigurinh með sýningunni
er náttúrlega sá að kynna
væntanlegum kaupendum það
nýjasta frá erlendum framleiðendum.
M.a. sást hér í fyrsta sinn í Japan Mini
Metro bíllinn sem British Leyland
framleiðir og svo sá franski, Peugeot
505. Einnig gafst gestum tækifæri til
að prufukeyra suma bílana innan
sýningarsvæðisins.
Sportútgáfurnar
vinsælastar
Á sýningunni kenndi margra
grasa. Augsýnilegt var að Japönunum
þóttu sportútgáfur hinna ýmsu fram-
leiðenda einna athyglisverðastar þvi
kringum þær flykktust þeir. Sport-
bíllinn frá Fíat virtist mjög vinsæll,
og einnig stöldruðu margir við í
sýningarbás Lotus, sem sýndi hinn
umtalaða Espirit Lotus bíl sinn.Ekki
vantar það að hann er rennilegur.
Japanarnir virtust sýna bandarísku
bílunum litinn áhuga ef Willys
jepparnir eru undanskildir. Voru það
mestmegnis háskólastúdentar, sem
skoðuðu jeppana i krók og kring.
Jafnvel K-bíllinn frá Chrysler vakti
litla athyglisem enga.
Volvo stelur senunni
Norðurlöndin koma gífurlega
sterk til leiks með Volvo concept
bílinn í fararbroddi. Þessi Volvo bíll
er hannaður með öryggissjónarmið í
huga og ekki sakar það að hann lítur
mjög vel út. Þessi sami bíll hafði
einnig verið almenningi til sýnis
vikuna á undan við Sony-bygginguna
i Ginza, dýrasta verzlunarhverfi
Tokyo, við mikla athygli vegfarenda.
Einnig sýndi Volvo ýmsar aðrar út-
gáfur af bíl sínum. Hjá Saab var
Saab 900 Turbo einn sá glæsilegasti
en segja má að Volvo hafi stolið
senunni hvað Svíþjóð varðar.
Lítill innflutningur
Samkvæmt upplýsingum bifreiða-
innflytjenda dróst innflutnngur er-
Gamli góði Mustang? Nei, ekki aldeilis, heldur Aston Martin frá Bretlandi.
Lotus Espirit, einn athyglisverðasti sportlegu bilanna á sýningunni.
Lancia Beta Monte Carlo, mjúka itaiska Unan leynir sér ekki.
EUEGO frá Renault, bfll með mjúkri sportlegri linu. Sportbill frá FIAT, skemmtilegur bfll.
Séð yfir sýningarsvæðið á alþjóðlegu
biiasýningunni I Tokyo. Hér sést yfir
sýningardeild BMW.
lendra bifreiða saman sl. ár, og var
þó ekki mikill fyrir. Innfluttar bif-
reiðir eru hátollaðar og nær tvöfaldar
í verði miðað við sambærilega
innlenda framleiðslu. Erlendir bílar í
einkaeign eru næsta fágætir og eru
eigendur þeirra fáu erlendu bíla, sem
hér eru yfirleitt sendiráð, stórfyrir-
tæki eða glæpamenn en amerískir
bílar eru nokkurs konar stöðutákn
meðal þeirra. Ekki tókst undir-
rituðum að afla áreiðanlegra talna
um fjöldi innfluttra bifreiða í Japan,
en kunnugir telja að aðeins 3—4% af
bílaeign Japana sé erlend framleiðsla.
Baldur Hjaltason
skrifar frá Japan
VOLVO stal senunni með Concept bil sínum. Þessi bfll er sérlega hannaður með
öryggissjónarmið f huga.
SAAB verksmiðjurnar sýndu þarna stolt sitt, SAAB 900 Turbo.
Vespan hefur ekki lengi sést á götum
hér, alla vega ekkert sem heitið getur.
|| 3Z8S
í'
Porsche verksmiðjurnar hafa lengi verið
frægar fyrír hraðskreiða sportbila, hér
er einn sá nýjasti, 928 S.
DB-myndir Baldur Hjaltason.
Mini Metro frá British Leyland, nýjasta von Breta á smábfiamarkaðnum.