Dagblaðið - 09.02.1981, Side 32

Dagblaðið - 09.02.1981, Side 32
Ríkisverksmiðjumar: VÉLSTJORARIVERK- FALL Á M0NÆTTI Framleiðsla í Áburðar- gangandi einum ofni í verksmiðjunni atvinnurekendur hjá ríkissátta- enn deilt við þá um vaktaálag. Þeir verksmiðjunni stöðvaðist á miðnætti til að forða honum frá eyðileggingu. semjara. Enn er þó ólokið at- voru á fundum í gær og eru boðaðir á í nótt vegna verkfalls vélstjóra. kvæðagreiðslu starfsmanna um nýja fund sáttasemjara síðdegis. Vélstjórar boðuðu líka verkfall í Starfsmenn í þessum tveimur samninginn. Vélstjórar hjá Sements- Vélstjórar í verksmiðjunum báðum Sementsverksmiðjunni en veittu und- ríkisverksmiðjum og Kísiliðjunni við verksmiðju og Áburðarverksmiðju eru samtals innan við 20 talsins. ( anþágu til að hægt væri að halda Mývatn hafa lokið samningsgerð við sitja eftir í samningsgerðinni og er 1 Fœrðin um helgina var heldur erfið og margir seinir í vinnu i Reykja- vík og viðar í morgun. Blikkbeljurnar þola ekki mikinn snjó og þá getur verið betra að nota önnur samgöngutœki. Þessi úrrœðagóða kona tók fram gönguskíðin og henni skilaði mun betur en bílunum, sem sátu fastir á víð og dreif. DB-mynd Einar Ólason. „HÖFUM RÆTT VIDISCARGO-MENN” sagði Martin Petersen—nýja f élagið þarff nýtt nafn „Ég get staðfest, að við höfum rætt við Iscargomenn,” sagði Martin Petersen, stjórnarformaður og tais- maður hlutafélagsins Sameignar, sem slofnað var af áhugamönnum um flugrekstur fyrir skemmstu. Kjarninn i félaginu eru fyrrum Loftleiðastarfs- menn eins og fram hefur komið í fréttumDB. Samvinna við Iscargo hf. var talin nærri því ákveðin, þó að því til- skildu að s’.jórn Sameignar og/eða hluthafar samþykktu hana, sam- kvæmt heimildum DB. „Umþetta hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun,” sagði Martin Petersen, „en þetta mál og raunar mörg önnur verða rædd á næsta stjórnarfundi hjá okkur alveg á næstunni.” Sennilega verður nafni nýja félagsins breytt, þar sem heitið Sameigin var áður skráð firmaheiti. Um það var ekki kunnugt þegar heiti hins nýja félags var valið. -BS. Æsispennandi keppni áSkákþingi Reykjavíkur: Jón, Helgi og Elvar berjast um sigurínn Þegar einni umferð er ólokið á Skákþingi Reykjavíkur eiga þrír keppenda enn möguleika á sigri, Jón L. Árnason stendur bezt að vígi með 7,5 vinninga þrátt fyrir tap gegn Helga Ólafssyni á föstudagskvöld. Helgi er í 2. sæti með 7 vinninga og Elvar Guðmundsson er þriðji með 6 vinninga og biðskák gegn Dan Hans- son þar sem Elvar stendur til vinn- ings. Úrslit í tíundu og næstsiðustu um- ferð sem tefld var í gær urðu þau, að Jón vann Benedikt, Helgi vann Björgvin, Þórir vann Braga, Ásgeir vann Sævar og jafntefli varð í skák Hilmars og Karls Þorsteins. Skák Elvars og Dan fór í bið og hefur Elvar betri stöðu eins og áður segir. Bragi Halldórsson er í 4. sæti með 6 vinninga, Dan Hansson hefur 5 vinninga og bið og Karl Þorsteins hefur 5 vinninga. í 7.—8. sæti eru Sævar Bjarnason og Þórir Ólafsson með 4,5 vinninga og Hilmar Karlsson er í 9. sæti með 4 vinninga. Björgvin Víglundsson og Ásgeir Þ. Árnason hafa 3,5 vinninga og lestina rekur Benedikt Jónasson með 2,5 vinninga. í siðustu umferðinni, sem tefld verður á miðvikudagskvöld, mætir Jón Braga, Helgi mætir Dan og Elvar mætirSævari. “ -GAJ Jón L. Árnason vann Benedikt Jónasson I gær og er sigurstrangleg- astur á mótinu. DB-mynd: Einar Ólason. fijólst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 9. FEB. 1981. Óttar Felix Hauksson afbendir Oddi Bjamasyni lækni upphæðina sem tón- listarmennirnir söfnuðu. DB-mynd: Einar Ólason. Minningarhljómleikarnir um John Lennon: Rúmfega 53 þúsund krónur söfnuðust — upphæðin var af hent Geðvemdarfélaginu ígær „Þetta fé kemur að góðum notum fyrir starfsemi Geðvemdarfélagsins, en sennilega er það theira virði að þið skulið einmitt hafa valið þennan félags- skap til að styrkja,” sagði Oddur Bjarnason læknir, formaður Geð- verndarfélags íslands, er hann tók við peningaupphæð þeirri sem safnaðist á minningarhljómleikunum um John Lennon. Hljómleikarnir voru haldnir á þriðjudagskvöldið var. Aðsókn að þeim var svo góð að halda varð þá tvisvar. Urðu margir samt frá að hverfa. Alls söfnuðust 53.077,95 krónur. Kostnaðurinn við hljómleika- haldið var hverfandi lítill, þar eð tón- listarmenn þeir sem komu fram gáfu vinnu sina, svo og aðrir sem lögðu hönd á plóginn. Ótter Felix Hauksson afhenti pening- ana í gær. Viðstaddir voru flestir þeir tónlistarmenn, sem komu fram, svo og fulltrúar frá Geðverndarfélaginu. Oddur Bjarnason sagði að í vor og sumar yrði byrjað að reisa heimili fyrir fólk sem verið hefur á sjúkrahúsum — áfangastaður áður en lagt er út í lífið að nýju. Hann kvað peningana sem söfn- uðust á minningarhljómleikunum koma sér ákaflega vel fyrir félagið þegar slíkt stórátak væri framundan. - ÁT 50% ódýrari flugmiðar — hjá Flugleiðum fyriraldraða Flugleiðir hafa tekið upp ný sérfar- gjöld fyrir aldraða á innanlandsleiðum félagsins. Þeir sem orðnir eru 67 ára og eldri eiga kost á að kaupa farmiða á 50% lægra verði en venjuleg fargjöld. Afslátturinn gildir hvort sem keyptur er miði aðra leið eða báðar, en þó aðeins þannig að flogið sé á laugardögum eða miðvikudögum. Viðri ekki til flugs þá daga gilda afsláttarmiðarnir næsta dag sem fært er. Undanfarin ár hafa aldraðir átt kost á að fá far með Flugleiðum með 15% afslætti. En nú er boðinn helmings af- sláttur sem fyrr segir og segjast Flug- leiðamenn vonast til að fleiri en áður úr þessum aldurshópi muni nú notfæra sér þennan möguleika til að heimsækja ættingja og vini í öðrum landshlutum. - ARH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.