Dagblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.02.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRUAR 1981. ........™\ 4. Niðurstödur skoðanakannana Dagblaðsins: Framsóknarmenn eindregn- ustu andstæöingar bjórsins meirihluti sjálfstæðismanna fyigjandi bjóraum Eindregnustu andstæðingar bjórs ij landinu eru framsóknarmenn. Þetta sýna skoðanakannanir Dagblaðsins. Eins og menn minnast, varð bjórinn undir í skoðanakönnun, sem DB hef- ur nýlega gert, en mjóu munaði. Sama fólkiö var þá spurt, hvaðaj stjórnmálaflokki það stæði næst. Þegar athugað er, hvernig stuðnings- menn hinna ýmsu flokka hafa tekið; afstöðu til spurningarinnar um bjór- inn, kemur í ljós, að andstaðan er langmest 1 röðum framsóknarmanna. Afstaöa framsóknarmannanna 1 þessari könnun réöi þeim úrslitum, að bjórinn varð undir. Framsóknarmennirnir í könnun- inni skiptust þannig 1 afstöðu til bjórsins, að um 62,8 prósent voru, honum andvigir, 26,9 prósent fylgj- andi og rúm 10 prósent óákveðnir. Það kom fram 1 könnuninni um bjórinn, að meirihluti fólks á höfuð- borgarsvæðinu var fylgjandi bjór en talsverður meirihluti fólks úti á landi var andvigt bjórnum. Skýringarinnar á hlutföllunum meðal framsóknar- manna er áreiðanlega að miklu að fmna 1 þvf, að Framsókn hefur| einkum fylgi úti á landi. Annað varð uppi á teningnum meðal sjálfstæðismanna. Meirihluti þeirra reyndist fylgjandi bjórnum. Af sjálfstæðismönnum 1 könnun- inni voru 52,4 prósent fylgjandi bjór, 45 prósent andvígir og um 3 prósent óákveðnir. Bjórinn fékk ekki meirihluta í neinum öðrum flpkki i þessari könn- un. Meðal alþýðubandalagsmanna voru hlutföllin 51,7 prósent andvígir bjórnum, 46,7 prósent fylgjandi og um 2 prósent óákveðnir. Andstæð- ingar bjórsins höfðu betur meðal alþýðuflokksmanna i hlutföllunum 51,4% gegn 48,6%. Rétt er að hafa 1 huga, að þegar hér er komið sögu er. Bjórstaflinn I frihöfninni á KefUvfkurflugvelU en aðeins fyrir þá sem ferðast landa á milli. DB-mynd Hörður. um svo lágar tölur að ræða, að ekki er unnt að fullyrða, að hlutföllin séu þessi. Andstæðingar bjórsins reyndust öllu fleiri en stuðningsmenn i þeim hópi, sem ekki tók afstöðu til stjórn- málaflokkanna. -HH. Sjálfstæðismenn skiptust þannig í afstöðu til bjórsins: Fylgjandi 78 eða 52,4% Andvígir 67 eða 45,0% Óákveðnir 4 eða 2,7% Framsóknarmenn skiptust þannig í afstöðu til bjórsins: Fylgjandi 21 eða 26,9% Andvígir 49 eða 62,8% Óákveðnir 8 eða 10,3% Alþýðubandalagsmenn skiptust þannig í af* stöðu til bjórsins: Fylgjandi 28 eða 46,7% Andvlgir 31 eða 51,7% Óákveðnir 1 eða 1,7% Alþýðuflokk8menn skiptust þannig í af- stöðu til bjórsins: Fylgjandi 17 eða 48,6% Andvlgir 18 eða 51,4% Óákveðnir 0 Þeir, sem voru óókveðnir um stjórnmála- flokk, sögðust „engan flokk" styðja, vildu ekki svara spurningunni um flokk eða voru bókfærðir undir „aðrir" í flokkakönnuninni, skiptust þannig í afstöðu tii bjórsins: Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Vilja ekkisvara 122 eða 43,9% 125 eða 45,0% 13 eða 4,7% 18 eða 6,5% Skuttogarinn Kolbeinsey sjósettur á Akureyri: NYR SKUTTOGARITIL HUSVIKINGA Á laugardaginn var sjósettur nýr| nafnið Kolbeinsey og mun bera skuttogari i Siippstöðinni á Akureyri einkennisstafina ÞH-10. Eigandi nýja við hátiðlega athöfn. Var honum gefið togarans er Útgeröarfélagið Höfði hf. á Vegna þess aó enn er ekki búið að tengja vélar Kolbeinseyjar varð Súlan að draga hinn nýja skuttogara að bryggju. DB-mynd: GM. »4 Húsavík. Fjöldi manna var viöstadd- ur sjósetninguna bæði starfsmenn Slippstöðvarinnar, Húsvíkingar og aðrir gestir. Nýja skipið er að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideildar Slipp- stöðvarinnar og við sjósetninguna voru þeim, ásamt þeim er smíðuðu skipið, þökkuð frábær störf. Kolbeinsey ÞH- 10 er nærri 50 metra langt og breiddin tæpir tíu metrar. Togarinn er útbúinn til veiða með botn- og flotvörpu og hefur eina kælilest þar sem rúmast um 3900 fiskikassar. Aðalvél skipsins er út- búin til svartollubrennslu og afkastar 1800 hestöflum við 500 snúninga á mínútu. Skrúfubúnaður samanstendur af skiptiskrúfu sem er tveir og hálfur metri i þvermál og föstum skrúfuhring. Tveir rafalar sjá skipinu fyrir rafmagni og eru þeir tengdir niðurfærslugírnum. Auk þess er vara- og hafnarrafall. íbúðir i skipinu eru fyrir 17 menn í 6 tveggja manna klefum og 5 eins manns klefum. Næsta verkefni sem bíður Slipp- stöðvarinnar er smíði á öðrum skut- togara og er hann fyrir Skagstrendinga. -GM, Akureyri Kolbeinsey ÞH-10 rennur út úr SUppstöðinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.